Vísir - 05.10.1955, Page 10

Vísir - 05.10.1955, Page 10
10 VÍSIR Miðvikudaginn 5. október 1955. m ww&MAji ?*5l " jartanA tnál. Eftir Graham Greene. — Eg hef aðeins verið hér örfáar vikur, sagði Wilson — og -allir eru alltaf að tala um Yusef. Menn segja, að hann selji falska demanta, smygli ósviknum demöntum, selji skemmt vín, Jhamstri baðmull vegna þess að hætta sé á franskri innrás og læli hjúkrunarkonurnar við herspítalann. — Hann er þorpari, sagði séra Rank. — Það er ekki þar fyrir, að ekki sé trúandi einu einasta orði, sem sagt er hér. Hér •eiga allir að halda við allar giftar konur, og þeir lögreglumenn, sem ekki eru á launalista Yusefs þiggja mútur af Tallit. — Yusef er mjög vondur maður, sagði Tallit. — Hvers vegna er náunganum ekki stungið inn? spurði Wilson. — Eg hef verið hér í meira en tuttugu og tvö ár, sagði séra JRank — og eg hef ekki enn þá orðið þess var, að nokkuð hafi nokkru sinni sannazt á Sýrlending. Oft hef eg séð morgunkáta lögreglumenn labba út til að berjast — og eg hef hugsað með mér: til hvers er að spyrja þá, hvað sé um að vera. Þeir Sberjast alltaf við vindmyilur. — Þér hefðið átt að vera lögregluþjónn, séra Rank. — Já, sagði séra Ránk, — hver veit? Það eru fleiri lög- xéglumehn hér í borginni en maður kemur daglega auga á, eða svo er sagt. ...... ~ — Hver segir það?. - — Farið varlega í að borða sætindin, sagði séra Rank. — Það sakar ekkert að borða þau í hófi, en þér eruð búinn að borða fjóra mola. Heyrið mig, Tallit! Herra Wilson. virðist véra glorsoltinn. Er ekki hægt að fara að koma með steikina? Sjálfsagt, séra Rank. Sjálfsagt. Séra Rank stóð á fætur og settist við borðið, sem stóð upp við vegginn eins og stólarnir. Það voru aðeins fáeinir diskar á borðinu og Wilson hikaði — Komið Wilson og fáið yður sæti. Það verður aðeins gámia lólkið, sfem borðar með okkur — og svo auðvitað Tallit — Þér voruð eilthvað að tala um orðróm, sagði Wiíson. — Höfuðið á mér er heilt mannabú af orðrómi, sagði séfa Rank glettnislega. — Ef einhver segir mér eitthvað, geri eg ráð fyrir að hann ætlist til að eg segi öðnun fréttina. En það er :nauðsynlegt starf nú á tímum að bera fréttir, þegar öli leyndar- mál eru opinber, til að minna fólk á, að sannleikann ber að segja. Sjáið Tallit núna, hélt séra Rank áfram. Tallit hafði lyft myrkvunartjaldinu og horfði út á dimma götuna. — Hvað er að frétta af Yusef núna, ungi spjátrungur? — spurði hann. —■ Yusef á stórt hús hinum megin við götuna og Tallit langar til að eignast það, er það ekki Tallit? En hvernig er það méð kvöldverðinn, Tallit? Við erum spltnir. — Hann er að koma, hann er að koma, sagði Tallit og kom Maupandi neðan frá gluggánum. Hann settist þegjandi hjá öldungnum og systir hans bar á borð. — Maður fær alltaf góðan mat hjá Tallit, sagði séra Rank. ' —■ Það er líka boð hjá Yusef í kvöld. — Það sæmir ekki presti að vera kræsinn, sagði séra Rank — en mér finnst yðar máltíð fara betur í maga. Hann hló svo að bergmálaði í salnum. — Er það éins slæmt og af er látið að láta sjá sig hjá Yusef? —■ Já, það er það, hena Wilson, £f eg sæi yður þar mundi eg hugsa sem svo: nú vantar Yusef upplýsingar um»baðmull, hversu innflutningurinn verði mikill á næsta mánuði — eða 'hvaða vörur séu á leiðinni yfir hafið. Og hann mun borga •dwuvwwwwwywwwwwvvvwuvwuwvv.v' fyrir upplýsingamar. Ef eg sæi stúlku fara þar inn, mundi eg kenna í brjósti um hana. Hann hló aftur. — En ef eg sæi Tallit fara þar inn, mundi ég bíða, þangað til ég heyri kallað á hjálp. — En ef þér sæjuð lögregluforingja fara þar inn? spurði Tallit. — Þá mundi ég ekki trúa mínum eigin augum, sagði prestur- inn. — Enginn þeirra yrði svo heimskur eftir það, sem kom fyrir Baily. ;— í fyrrakvöld ók lögreglubíll Yusef heim. Það sá eg með mínum eigin augum, sagði Tallit. .— Þó hefur einhver ekill verið að fá sér aukapeninga, sagði séra Rank. — Mér sýndist eg sjá major Scobie. En hann var nægilega varkár til að fara ekki út. Auðvitað er eg ekki alveg viss. En það var líkt major Scobie. — Nú hef eg talað af mér, sagði presturinn, — Hafi það verið major Scobie, þyrði eg að leggja sálu mína að veði fyrir því, að allt væri í lagi. Hann er heiðarleikinn sjálfur í eigin persónu. Þegar Wilson kom aftur til hótelsins, var enn þá ljós í gluggum Harris. Hann var þreyttur og áhyggjufullur og reyndi að læðast fram hjá, en Harris heyrði til hans. — Eg hef verið að bíða eftir yður, sagði hann og hampaði rafmagns- blysi. Hann hafði vafið um sig moskitoneti utan yfir náttfötin og leit út eins og brynjaður loftvarnarvörður. -— Það er orðið framorðið. Eg hélt þér væruð sofnaður. — Eg gat ekki sofnað fyrri en við værum búnir að fara á kakkalakkaveiðar. Þessi hugmynd mín er gömul. Við gætum veitt verðlaun mánaðarlega. Eg sé fram á þá tímá, þegar menn langar til að ganga í kakkalakkaveiðifélagið. Wilson sagði kaldhæðnislega: — Það mætti keppa um silfurbikar. —• Mangt hefur skrýtnara skeð en það, gamli vin. Óg titillinn yrði. stórmeistari í kakkalakkaveiðum. Hana. gekk á undan inn í herbergið. — Hváða vopn á eg að nota? spurði Wilson, — Þér getið fengið annan iiiniskóinn minn. Það brakaði í borði undir fótum Wilsons og Harris aðvaraði hann. —■ Gangið hljóðlega um. Þeir heyra mjög vel. ’ —• Eg er tíálítið þreyttur. Ættuin. yið ekki að fresta . . . ? — Aðeins í fimm mínútur, gainli vin. Eg get ekki sofnað án þess að fara á kakkalakkaveiðar. Sko, þarna er einn, fyrir ofan snjTtiborðíð. Þér megið slá fyrst. En varla hafði skugginn af inniskónum fallið á þilið, þegar kakkalakkinn skauzt undan, — Það. þýðir ekkert að fara svona að. Horfið á mig. Kakkalakkinn var kominn hálfa leið upp þilið. Harris læddist að henni og .veifaði blysinu fram og aftur yfir kakklakkanum. Ailt í einu small inniskórinn á þilinu og eftir sat blóðblettur og kiesstur kalckalakkinn. — Það verður að dáleiða þá, sagði hann, Þeir þutu fram og aftur um herbergið og börðu með skónura og þannig.lauk, að þeir urðu báðir fokvondir og loks fór. Wilson, og skellti á .eftir sér hurðinni. Hann var andvaka þétta kvöld, og þegar hann loks sofnaði, dreymdi hann, að hann hefði drý-gt glæp. . Þegar hann gekk niður til morgunverðar, stanzaði hann fyrir framan dyr Harris. Hann drap á d>T, en það var ekki svarað. VERDOL ÞVOTTALÖGURINN er stöðugt not- aður af þúsundum ánægðra húsmæðra. Fæst í flestum verzlunum. C & &wrptí$k6 TARZAM Á kvöldvökunni. Við krýningarathöfnina voru gestaherbergi öll lofuð og þétt setiim bekkurinn í sumum. f einugistihúsi lerltu saman bóndi og Kaupmannahafnarbúi. Sá síðarnefndi fór að taka upp úr töskum sínum og tók þá eftir því að bóndinn sat og starði á skrautlegu náttfötin hans mjög wndrandi á svip. — Hváð í sköpunum er þetta? spurði bóndinn. — Þetta eru náttfötin mín, út- skýrði Kaupmannahafnarbúinn. — Nú, og hvenær notar þú þau? — Á nóttinni auðvitað. Notið þið ekki náttföt heima í sveit- inni þinni? — Nei, sagði bóndinn ákveð- inn. — Heima hjá mér hlaupum við ekki um allt á nóttunni — við liggjum í rúmum okkar og sofum. • það eru ekki . margar konur, sem hlotið hafa eins fagra.gúil- hamra hjá eiginmönnum sínum og leikkonan Vivien Leigh fékk hjá manni sínum Sir Laurence Oliver. Á lokaæfingu kvikmynd- ar nokkurar, var Vivian komin í gerfi 75 ára gamaUar konu„ kom njaður hennai’ sem .var við- staddur, auga á hana og hrópaði hann upp, yfir sig hrifinn: — Elskari, ég get. várla beðið... • Hin hamingjusama móðir. átti ungan son, sem hún var mjög hreykinn af. F.itt sinn hauð iiún barnasálfræðing til kvöldverðar pg spui-ði hann spjörunum úr. Meðal annare lagði hún fyrir hann eftiríarándi spurningru: — Segið mér eitt, á hverju er hírgt að tnérk ja það þegar dreng- ur er að Verða fuUþroskaður? , — það get ég sagt yður, kæra fru, það er þegar hann krækir fýrir poll á götunnj í stað þess að vaðá beint út í hann. í skráningarstofú hersins fyr- ií- sjálfboðaliða í Salt Lake City kom ungur maður, sem endiiega vildi ganga í herinn. Þegar læknirinn hafði irann- sakað hann sagði hann: —• Ungi maður, mér þykir það mjög leitt, en því miður get eg ekki gefið yður vottorð um að þér megið gegna herþjónustu. — Hamingjan góða, hrópaði ungi maðurinn. — Þér hljótið að vera að gera áð gamni yðar. Hvað annað gæti eg gert. Eg hefi selt bílinn minn, trúlofast fjórum stúlkum og sagt yfir- boðara mínum til syndanna. WW Copt. wst. Bdg* rte aurrouglu, tnc.—TUKHes. TIrS.P»t.OiI Distr. £jy United Feature Syndicaíe, Inc Flestir voru fallnir af mönnum 'Tarzans, og nú sneri hinn grimmi > .Aved sér að honum. — Nú ■ er röðin komin að. þér, öskraði Avéd, —* nú skal ég ráða niðurlögum þinum. • Síðan ætlaði Aved að reka Tarzan í gegn, en hann hafði aðeins rýtáng að vopni Þá birtist ToU og menn hans í dyrunum. Nú var taflinu snúið við.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.