Vísir


Vísir - 05.10.1955, Qupperneq 12

Vísir - 05.10.1955, Qupperneq 12
VÍSIR er ódýrasta blaðið *g þó það fjöl- breyttacta. — Hringið i síma 1660 eg gerist áskrifendur. WI Þeir, sem gerast faaupendur VtSIS eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. Miðvikudaginn 5. október 1955. Pilnik og GuÓmundur Pálmason hæstir á skákmótinu. Arinbjörn átti unna skák við Pilnik, en tók jafntefli. m mundar Ágústssonar og Joks Inga R. Jóhannssonar og Jóns Einarssonar. Ef biðskákir allar fara eins og búizt er við, verða fjórir menn jafnir og efstir eftir þrjár umfei'ðir, með 2 Vz vinning af þremur mögulegum, þeir Pilnik Guðmundur Pálmason, Ingi R. Jóhannsson og Baldur Möller. Biðskákir úr fyrstu fjórum umferðunum verða tefldar á fimtudagskvöldið. Athuganir á skák Arinbjarnar Guðmunds- sonar og Pilniks hafa leitt í Ijós, að Arinbjörn átti unna skák, þegar Pilnik bauð jafntefli, en Arinbirni sást yfir vinninginn í tímaþroti. Samstaða vestur- veldanna í Genf. John Foster Dulles, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, skýrði blaðamönnum frá því í gær, að utanríiksráðherrar vest urveldanna hefðu aldrei haft jafn styrka samstöðu, er þerr nú ganga til umræðna við Molo tov í Genf. Dulles sagði jafnframt frá því, að han hefði tvívegis að- varað Molotov við vopnasölu til Egypta. Sagði Dulles, að það skipti minnstu máli, hvort vopn in kæmu frá Tékkum eða Rússum, — hættan væri hin sama. Auðvitað gætu Arabarík- in keypt vopn þar sem þeim sýndist, en ekki væri það væn- legt fyrir fxúðinn að Ax-abarík- in færu í vígbúnaðarkapphlaup. Stjórn Isi-aels hefur tjáð kommúnistisku leppstjórninL í Prag, að hún skoði það sem fjandsamlegar aðgerðir við Israel, að Egyptum verði seld vopn. Engin hætta á fiskþurrð við Vestur-Grænland. Veiði ekki eiits mikii 09 stofnmn þolir. Þriðja umferð í haustmóti Taflfélags Reykjavikur var tefld í Þórscafé í gærkveldi. Leikar fóru sem hér segir: Pilnik vann Ásmund Ásgeirs- son, Guðm. Pálmason vann Arinbjörn Guðmundsson, Guð- rnundur Ágústsson vann Jón Einarsson. Biðskákir urðu hjá Inga R. Jóhannssyni og Þóri Ölafssyni; en Ingi á sennilega unna skákina. Einnig varð bið- sfaák hjá Baldri Möller óg Jóni Þorsteinssyni, og telja má víst að Baldur vinni skákina. Fjórða umferð verður tefld í kvöld, og mætast þá Pilnik og Guðmundur Pálmason, en þeir eru efstir í mótinu nú með 2Vi vinning hvor, og er Guðmund- ur talinn sigurstranglegur af fslendingum á mótinu. Aðrar skákir í kvöld verða milli Ás- mundar Ásgeirssonar og Þóris Ölafssonar, Arinbjarnar Guð- mundssonar og Baldurs Möll- ers, Jóns Þox'steinssonar og Guð Fyrstu umferð lokið hjá BFK. Bridgefélag kvenna hóf vetrárstarfsemi stna s.l. mánu- dagskvöid með einmennings- keppni, er fór fram í Skáta- heimilinu. AIls taka 64 konur þátt í því. Spilaðar verða fjórar umferðir og er fyrsta umferð íokið. Leikar fóru þannig að efst að stigatölu varð Dóra Magnús- dóttir og hlaut hún 118 stig, þá Eggrún Árnórsdóttir 114, Sigríður Siggeirsdóttir 110, Sigríður Jónsdóttir 105, Krist- rún Bjarnadóttir 105 og Herdís Guðmundsdóttir 103 stig. Önnur umferð hefst n.k. mánudagskvöld. Norskur fiskimálaráðuriautur, Birger Rasmussen, sem stjórn- að hefir fiskirannsóknum við Vestur-Grænland síðan 1948, hefir látið svo um mælt í við- tali við „Sunmöi'posten", að þorskstofninn við Vestur- Grænland sé ekki í neinni ’hættu. Sterkir árgangar leysa hver annan af hólmi, þannig að veiðin er í raun og veru ekki eins mikil og stofninn þolir. Árgangurinn 1942, sem var sterkur, er. nú tekinn að víkja fyrir árgangi 1947, sem er enn sterkari^ og er talið, að hann muni í ár nema um helmingi af afla Norðmanna. í vændum er svo enn sterkari árgangur, frá 1950. Það er hin mikla loftlágs- breyting eftir 1920, sem er or- sök þorskyeiðanna við Vestur- Grænland. Ekki telur Ras- mussen neina hættu á, að stofn- inn vei'ði nokkurn tíma upp ur- inn. Hið eina, sem getur stöðv- að veiðar á þessum slóðum er, að sjórinn kólni og fiskurinn hverfi af þeim sökum. En ekk- ert bendir til, að slík loftslags- breyting sé í aðsigi. Lúðuveiðar við Vestur-Græn- land hafa einnig mikið aúkizt að undanförnu, eftir að sú fisk- tegund hefir raunverulega ver- ið friðuð í 20 ár, en árið 1936 hafði offiski að heita mátti út- rýmt stofninum. Nú á að rann- saka lúðustofninn, með merk- ingum o. fl., til að ganga úr skugga um hve stór hann er. (Ægir). Hvítir, stórir kragar hafa verið mjög í tízku nú að und- anförnu, einkum á svörtu, en hann er einn aðaltízkuliturinn í París að þessu sinni. Hér sjáið þið einn slíkan kjól, sem send- ur var frá París á alþjóða-tízku- sýningu í London. Finnar fá ekkl Kyrjálaeði. Kekkonen, forsætisráðherra Fina, hefur skýrt frá því, að Rússar vilji ekki láta af hendi Kyrjálaeiði. Segir hann, að hann hafi far- ið á fjörurnar við rússneska ráðamenn tun að láta Kyrjála- eiði af hendi, þegar fréttist um afhending Porkkala-skaga. — Sagði Kekkonen, að þessi upp- ástunga hafi engan hljómgrunn fengið hjá Rússum. Eldarnlr magnast í Marokkó. Enn en barizt af miklum móð í grennd við landamæri Franska og Spænska Marokkó. Fullti'úar uppreistarmanna í Alsír og Marokkó, sem bæki- stöðvar hafa í Kairo, hafa lýst yfir því, að nú starfi uppreist- armenn í báðum löndunum und ir sameiginlegri herstjórn, og að þess verði ekki langt að bíða, að vopnabræður þeira í Túnis samræmi sínar aðgerðir. ■-------------- Lentu á ntiiii húss ö§ bíls og slösubust. Síðdegis í gær slösuðust tveir menn inni við síldar- og fiski- mjölsverksníiðjuna Klett. Slysið vildi til með þeim hætti að bifreið sem stóð skammt frá vei’ksmiðjuhúsinu rann aftur á bak og á mennina, er voru að vinna fyrir aftan hana. Klemmdust báðir menn- irnir milli bifi'eiðarinnar og hússins og meiddust. Voru þeir fluttir í Landspít- alann, þar sem þeir voru rönt- genmyndaðir. Fullséð vai'ð að hvorugur mannanna hafði brotnað, en óvíst var um meiðsli þeirra að öðru leyti. Hefur gist island 7 sumur í raunséknarerináim. i»ýzk kona iiefnr valíð sér |ök.u:I- rúðninga Vatnajökuls að raimsóknarefni. Um mörg undanfarin sumur Hafa þær ritgerðir biitzt í hefur þýzk kona, dr. Todtmann frá Hamborg, stundað jarðfræði rannsóknir og enn í sumar vann hún að slíkum athugunum við norðanverðan Vatnajökul. Dr. Todtmann hefur öll þessi sumur unnið að rannsóknum á jökuli'uðningum við Vatnajök- ul og er rannsóknum hennar í þessu efni senn lokið. Fyrst kom dr. Todtmann til íslands árið 1931 og síðan aftur 1934, en eftir heimsstyrjöldina hefur hún komið fimm sinnum, fyrst 1950, en síðan 1951, 1953, 1954 og nú síðast í sumar. í sumar dvaldi dr. Todtmann, ásamt Þorleifi Einarssyni jarð- fræðinema við Erlangenhá- skólann í Bayern, í Kringilsár- rana við norðanverðan Vatna- jpkul. Urðu þau að flytja bát með sér inn á öræfin til þess að komast yfir Kringilsá sem er mikið vatnsfall og var í for- áttuvexti lengst af í sumar. Voru þau heppin með veður og taldi dr. Todtmann í viðtali við Vísi, að árangur af rann- sóknum hennar í sumar hefði verið hinn ákjósanlegasti í alla staði og kvaðst hún nú vera búin að kanna þetta rannsókn- arefni sitt til hlítar. Samt kvaðst hún gjarna vilja koma til íslands aftur, seinna meir, en þá í öðrum erindum. Alls voru þau, dr. Todtmami og Þor- leifur xim þriggja vikna skeið í Kringilsárrana. Þess má geta að dr. Todt- mann hefur birt allmargar rit- gerðir, jai'ðfræðilegs efnis, um ísland og rannsóknir sínar hér. þýzkunx jarðfræðiritum. Dr. Todtmann er nú stödd hér í Reykjavík, en hyggst halda heim til sín flugleiðis eft- ir helgina. Dr. Todtmann er mikiM dugn aðarforkur, enda ekki heiglúm hent að dvelja langdvöluan. oft ein síns liðs og við erfið veðui'- skilyrði, inni í mestu og hirjúf- ustu óbyggðum landsins,. Mun. það einsdæmi að erletxdi kona hafi ráðist í slík ævintýrþ. og ekki aðeins í eitt skipti, betdur sumar eftir sumar. SÍS katipir lóö af ÍSÍ. Samband íslenzkra sjini- vinnufélaga hefur nýleg'a fiest kaup á 390 fermetra lóð við Sölvhólsgötu. Er hér um að ræða lóðy sem íþróttasamband fslands átti áður, eða hafði rétt á til 75 árar og framseldi það Samband’i: ísl. samvinnufélaga þann rért og mun hafa fengið mjög gott verð fyrir lóðina. Lóð þessi er aust- an við Sambandshússið. en milli hennar og hússins er eir,, lóð, sem íþróttafélag Reykja- víkur átti áður, en hana keyptí Samband ísl. samvinnufélag’ fyrir ári síðan. ----*----- ★ Hatoyama, forsætisráðherra Japans, hefir sagt, að fcann. muni ekki þiggja he&nihoð til Moskvu. wwvvw^vvvftftwwwwuvuvvyvwyvvwwuw«fwwiiiwv Papagos, forsætisráóherra Grikkja, andaiist í nótt Póftl eniSull herstjóri, sent bugaói bersveftir Mussolinis og síóar kommúnista. Papagos marskálkur, forsæt- isráðhera Grikkja, andaðist í nótt. Forsætisrúðherrann hafði leg ið rúmfastur undanfarna átta mánuði. Hann var 72ja ái'a, er hann lézt. Það var berklaveiki, semtdró hann til dauða, en hann sat í fangabúðum Þjóðverja á stríðsárunum (síðari árin), en þar fékk hann veikina. Undanfarið hefur utanríkis- ráðherra landsins farið með embætti forsætisráðherra, en ekki er viíað, hvaða skipan Páll konungur kann að hafa á stjói'n sinni, eftir fráfall Papagosar. Papagos þótti snjall herstjóri, og er hans einkum minnzt fyr- ir tvær herferðir. Þegar Mussolini serxdi her- sveitir sínar til árásar á Grikki árið 1941, sennilega að Hitler forspurðum, féll það í hlut Papagosar að stjórna fáliðuðum varnarsveitum Grikkja. Honunx tókst það svo vel, að liðsmenxa Musolinis voru víðast hvar hraktir til baka, og það var ekki fyrr en Þjóðverjar höfðu sent liðsauka þangað suður eftir, að Grikkir urðu að lúta í lægi'a haldi. Þá er Papagosar minnzt fyr- ir herstjói'n hans, er kommún-' istar hófu uppreisn og óöld í landinu eftir stríðið og hugðust ná völdum í landinu, er þjóðin lá flakandi í sárum eftir áföll- in í styrjöldinni. Geisaðí horg- arastyrjöld í landinu um hríð, og voru horfur mjög uggvæn- legar. Papagos tókst að koma á friði í landinu og buga óaldar- floldka lcommúnista, sem nutu stuðnings skoðanabræðra sina í nágrannaríkjunum. Útför Papagosar fer fram á kostnað gríska ríkisins.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.