Vísir - 11.10.1955, Blaðsíða 4
VISIR
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastióri: Kristján Jónsson.
Skrifstofxir: Ingólfsstræti 3.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm lánur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJ’.
Lausssala 1 króna.
Félagsprentsmíðjan hJ.
*iív^%%i%rtrtArtrtJVWvvw,vv,wvvvwvvvwvr.^vw%n^wvvvv,wwv,vv,wvvv%
Frumvarp tíl fjáriaga.
! Á fyrsta degi þingsins, sem var sett á laugardaginn, var lagt
- fram frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1956, og var skýrt
lauslega frá því í blaðinu í gær. Þar er gert ráð fyrir, að bæði
tekjur og gjöld ríkissjóðs fari talsvert fram úr því, sem er á
fjárlögum þessa árs, eða svo að nemur rúmlega tíu af hundraði,
■og kemur hér fram, sem á öðrum sviðum áður, að verkföllin í
vor eru ekki alveg afleiðingalaus fyrir skattgreiðendurna. Allir
finna það, hversu vörur og þjónusta hafa hækkað að undan-
förnu, og engum kemur til hugar að gera ráð fyrir því, að slík
hækkun komi ekki fram hjá hinu opinbera einnig. Þar sér
maður aðeins hækkunina svart á hvítu, og þess vegna taka
menn frekar eftir henni en j egar hún kemur fram smám samail
i daglegu lífi.
Hækkxmin, sem gert er ráð fyrir á fjárlögum næsta árs,
Kiemur um séxtíu milljónum króna, og mun margur segja, að
'það muni um minna. Helmingurinn af þessari fjárhæð fer í
launahækkanir, eða um 29 milljónir króna, að því er segir
,i athugasemdum við frumvarpið, en væntanleg eru ný launa-
lög varðandi opinbera starfsmenn, og' er gert ráð fyrir 20% i
iaunauppbót í öllum flokkum á fjárlögum næsta árs. En ekki
>er allt talið með þessu, því að framlag til dýrtíðarráðstafana
hækkar um 7,9 millj., framlag til almannatrygginganna um 4
milljónir, og ýmsir aðrir liðir hækka minna, en allt dregur
þetta sig saman í talsverða fúlgu. j
f athugasemdum frumvarpsins segir einnig, að leitað hafi
verið álits hagstofustjóra um, við hvaða vísitölu væri rétt að
miða þetta fjárlagafrumvarp, og var álitsgerð hans að efni til
á þessa leið: „Hinir nýju kjarasamningar (sem gerðir voru eftir
verkfallið mikla í vor) fela í sér 13,6% kauphækkanir frá,
sjónármiðí atvinnurekenda. Rétt er að gera ráð fy.rir, að vísi-j
talan hækki um 8Y2—9 stig fyrir áramót vegna þessara kaup-j
hækkána, og má gera ráð fyrir, að sú hækkmr verði öll komin!
mn í vísitöluna fyrir 1. nóvember í haust. Kaupgjald hækkar i
þá tilsvarandi frá 1. desember. Þá ber að gera ráð fyrir, að af
þessari hækkun leiði áftur aðra hækkun, sem nemur 4—4%
stigum. Heildarhækkun á vísitölunni vegna kauphækkananna
verði því 12,5—13,5 stíg . . . .“
Hér er hlutlaus aðili leiddur til vitnis, og kemur þá í ljós,
•að kaupkröfustefna kommúnista er ekki eins hættulaus og þeir
hafa viljað vera láta. Hún hefur einmitt orsakað það, sem
menn áttu að varast, þótt ekki væri nema sjálfra sín vegna, að
verðþensluskrúfan færi af stað, og rýrði enn gildi krónunnar
:frá því sem er. En vitanlega vissu kommúnistar, hvað þeir voru
að gera, þegar þeir efndu til úufúðar og verkfalla fyrir nokkrum
j*nánuðum.
I vetur dansa þeir mambó,
sem viija fylgjast með.
Pansskéll Higanor Hafisoii.
að hefjast.
Dansskóli Rigmor Hanson:
tekur til starfa næstkomandi j
laugardag.
Frú Eigmor er nú nýkomin
heim frá útlöndum þar sem hún
hefur kynnt sér helztu nýungar
á sviði samkvæmisdansa.
Er blaðið átti tal við frúna.
sagði hún m. a.:
„Eg sat þing danskennara-
sambandsins í Kaupmannahöfn
í ágústmánuði, en í september
fór eg til Frakklands, Ítalíu og
Englands og kynnti mér helztu
tízkudansana, því að við dans-
kennararnir, sem eru í alþjóða
danskennarasambandinu kenn-
um eins um allan heim, það er
að segja í öllum þeim löndum,
er sambandið nær til. Þó getur
verið um einhvern smávegis
mun að ræða, eftir því hvernig
fólkið tileinkar sér dansana í
hverju landi um sig. Skapgerð
hinna ýmsu þjóða er svo óíík,
og því skiljanlegt að ýmis at-
riði í sumum dönsunum verði
meira áberandi í einu landinu
en, öðru. Þannig er t. d. nokk-
ur munur á því, hvevnig
„Mambo“ er dansaður í Frakk ■
landi, Englandi eða Italíu, er.
„Mambo“ er tvímælalaust
tízkudansinn í vetur, og hefi eg
hugsað mér að sýna og kenna
nemendum mínum „Mambo“,
bæði upp á franska, enska og
ítalska vísu, og verður gaman
að sjá hvernig íslendingar
kjósa að dansa hann. Efa eg
ekki að unga fólkið muni fljótt
tileinka sér hann, enda finnst
mér íslendingar ■ vera betri
dansaraefni, en þeir sem eg
hefi séð í öðrum þeim löndum.
sem eg' hefi komið til. íslend-
ingar eru sérstaklga músik-j
alskir, fljótir að læra og létt-
ir á sér og firnir. Annars þurfa
þeir sem ekki telja sig færa
dansara ekki að vera smeykir
við að leggja út í það að læra
„mambo", því að auk þess, sem
þetta er skemmtilegur dans er
hann jafnframt mjög auðveld-
ur. Áhnars verða nú aðaldans-
arnir sem fyrr: Yals, Tango,
Foxtrott svo og Rumba, Jive,
Baio, Samba og fleiri.k «
Ætlið þér að kenna nem-
endum vðar alia þessa dansa í
vetur?
„Já, en ekki aila í einu. Eins
og undanfarna vetur verður
skipf í flokka, þannig að séi-
flokkar verða fyrir þá, er hafa
dansað áður og vilja sem íyrst
læra það nýjasta.
Kennsia í þeim flokkum
hefst á sunnudaginn kemur, —
þá verður byrjað að kenna
mambo o. fl.
Svo eru aðrir flokkar fyrir
byrjendur, sem læra fyrst al-
gengusfu dansana, svo sem
Vals, Tango, Foxtrot o. fl. og
byrja æfingar fyrir þá á laug-
ardaginn kemur.
Á laug'ardaginn hefjast Iika
æfingar — fyrr um daginn —
í. barna- og unglingaflokkum
þeirra sem hafa lært áður, en á
mánudaginn fyrir börn og ung-
linga sem eru að byrja að læra.
Vil eg gjarnan taka það fram,
að það verður ekki tekið á móti
nemendum við inngangina,
þeir sem ætla að læra hjá mer
núna fyrir jól, verða að tala viö
mig — í. síma 3159' — lytúr
næstkomandi föstudag. Á
föstudaginn kemur . afhendi eg
nemendum skírteinin,: milli kl.
5 og 7 í Góðtemplarahúsinu, en
þar fer einnig kennslan fram.
Það verður nú hlutverk Alþingis að reyna að lagfæra það,
sem farið hefur úr skorðum í efnahagskerfinu að undanförnu.
Hjá slíku verður ekki komizt, og allir munu viðurkenna nema
þeir, sem óska þess, að illa fari. Ýmsir munu leitast við að
'berjast gegn því, sem verður að gera, en þá er fyrir mestu, að
•öll alþýða manna standi saman gegn þeim öflum, sem allt
viija eyðileggja.
Kauphöll.
Fyrir nokkru kom hingað til lands forstjóri kauphallarinnar í
Osló til þess að kynna starfsemi hennar fyrir ýmsum ís-
Jenzkum aðilum á kaupsýslusviðinu, sem hafa áhuga fyrir því,
-að' reynt verði að, koma slíkri. stofnun á fót hér á landi. Hafa
'blöð og útvarp flutt frásögn af fyrirkomulagi þessarra mála í
Noregi, og er greinilegt, að margt má af frændum vorum læra
i þessu.
Þegar nefnt er orðíð kauphöll munu flestum koma í hug
kauphallir stórþjóðanna, sem eru einskonar loftvog viðskipta-
lífsihs þar og víða um heim. En kauphallir eru vissulega til
víðar, og þegar aðgætt er, hversu margháttað starf kauphöllin
i Osló hefur með höndum, virðist éinsætt, að við eigum að
athuga, hvort ekki sé grimdvöllur fyrir siíka starfsemi hér.
Eitt af hlutverkum kauphallar er að vekja áhuga sem flestra
.á að eignast hluti í atvinmifyrirtækjum, en með því móti er
aukins fjar afl’að fyrir athafnalífið. Slíks ér'.ekki síður þörf hér
«n ánnars staðar, þar sem fjármagn, er af skornum skammti.
UR RIK! NATTURUNNAR :
Verður hávaii frá hraftfleygtisn
flugvéfmn fughun a$ bana?
l*a«J cr skoðnn ýntissa ilrcia.
,.1 ííitUf!';
iíú -újíMS
Mannkindin hefir' ákaflega
gaman af að veðja um alla sliap
aða hluti, og er ótrúlegum fjár-
munxmi varið í veðmál á ári
hverju.
Víða um lönd eru til dæmis
bréfdúíur látnar fara i kapp-
ílug, og er svo veðjað um. hver
verði fljótust. Þetta er rétt eins
og í kappreiðum eða knatt-
spyrnu. Hér á landi eiga ýmsir
unglingar dúfur, en bréfdúfur
eru ekki til hér. En í Bretlandi
nota menn bréfdúfur rhikið til
veðflugs — ef mynda tná slíkt
nýyrði — og er verðmæti bréf-
dúfna í eigu manna á Bretlandi
talið hvorki meira né minna en
50 millj stpd. virði eða 2.3 mill-
jarða ísl. kr. á bankagengi.
Menn vita ekki almennilega,
hverskonar „áttavita“ bréfdúf-
ur hafa í höfðinu,en það hlýtur
að vera mjög fíngert „instru-
ment“, sem gerir þeim kleift
að rata langar vegálengdir, og
verið getur, að ef þetta „tæki“
y.erður, fyrir hnjaski, þá tiafi
það mjög alvarlegar afleiðing-
ar fyrir dúfuna. Menn eru t. d.
að velta því fyrir sér, hvort
sprengingar þær sem heyrast,
er flugvélar fara gegnum hljóð-
múrinn — ná meirí hraða en
hljóðið —- getti örðið dúfum
að bana.
Heldur brezkur dúfnavinur
þvi fram, að hann hafi ein-
hverju sinni verið úti við í
Hampshire í Suður-Englandi,
þegar þrýstiloftsflugvél fór
gegnum hljóðmúrinn. Varla
voru þær þrjár sprengingar,
sem heyrast vlð slík' tækifæri,
hljóðnaðar, þegar maðurinn sá
hóp bréfdúfna steypast til jarð-
ar, og voru þær allar dauðar,
þegar að var komið.
Ætla samtök bréfdúfnaeig-
énda nú að láta fram fara at-
hugun á því, hvort sprengingar
þessar séu raunveruiega ban-
vænar fyrir. bréfdúfur, m. a.
vegna þéirra, sem veðja á bréf-
•dúfur. ..
■ }■;? f; n: .núiróuu.
Þriðjudaginn 11. október 1955
J
Það er orðið mikið alvörmnál
hve árekstrum fjölgar hér ár frá
ári, enda þótt allt' sé gert til þess
að gera umferðina eins örugga og
unnt er, sett upp umferðarijós,
ákveðinn einstefnuakstur um
ýmsar fjölfarnar götur o. s. frv.
Vélknúnúm farartækjum, en þar
koma aðeins til greina bilar ag
bifhjól, fjölgar stöðugt í bænum,
en ekki verður þó sagt að göturn-
ar séu ekki yfirleitt greiðar og
góðar, að þar sé ástæðúnnar að
leita fyrir sífjölgandi árekstrum.
Ogætni í akstri.
Oftast mun vera að kenna ó-
gætni í akstri, ekið sé of hratt
þar sem nauðsyn er að gæta sín,
I og þá 'ekki ráðrúm til þess að
stöðva bifreiðina eða bifhjólið,
þegar hætt'an birtist. Og greini-
legt er það, að oftar eru einka-
bílstjórar valdir að árekstrum, en
þeir sem eru atvinnumenn. Rann-
sókn sú cr Bindindisfélag öku-
mann lét fara fram á viðbrögðum
ökumanna leiddi í ijós, að jafnvel
þeir, sem teljast verða í hópi ör-
uggústu manna, skeyfa eklci um
ýmsa sjálfsagða hluti. Og verð-
ur aðeins dregin af því sú álykt-
uú aS lierSa verSi róSurinn til
þess aS leiðbeina mönnum í þessu
efni. Og held ég að tilraun ofan-
nefnds félagsskapar sé spor í
rétta átt, og sllk próf ætti að
haffla á hverju úri.
Gífurlegt tjón.
Það er skiljanlegt hyerjum að
tjónið,. sem iilýzt af þessum tíðu
árekstrum er gífurlegt. í hverj-
úm árekstri skemmast að minnsta
kosti tvö ökutæki, og stundum
geta þau orðið fleiri. Sjónarvott-
ur lief ég orSið að árekstri á
niótinn Bragagötu og BergstaSa-
strætis, þar sem fjórir bílar
skemmdust meira eða minna í
einum og sania árekstri. Og í
gær varð árekstur á sama götu-
liorni og skemmdust þar þrjár
bifréiðar. Sýnist þó þetta götu-
horn ekki vera þannig, aS ekki
megi með góðu móti komast lijá
árekstri við það. En ógætilegur
akslur hefur' verið orsökin.
Hver á réttinn?
Það er líka sýnilegt, og liefur
komið oft í ljós, að ökumenn
treysta um of á rétt sinn við göt-
hprn. Eu það er lítil bót i máli,
þó það geti verið nokkurs virði á
stundum, að liafa átt réttinn, þeg-
ai’ árekstur er orðinn. Bezt er að
treysta ekki um of rétti sínum,
en. aka varlega fyrir horn, eða
yfir þvergötur, þar sem ekki sést
greinilega hvort annað ökutæki
er nálægt. Þáð er sómi livers öku
manns að vera gætinn, og með
sameiginlcgum átölcum í þvi eí'ni,
verður aðeins dregið úr árekslr-
úni o'g þvi tjóni á lífi, limum og
fjárúiunum, sein þeim eru sam-
fara. — kr.
BEZT AÐ AUGLTSA í VISI
Landvamaráð-
herrar Nato
á fundi.
Landvarnaráðh. A.-banda-
lagsins eru nú á fundiun í París.
Verkefni þeirra er að ræða
varnarsamtökin. — Selwyn
Lloyd, landvarnaráðh. Breta
hefir lýst yfir, að það muni
ekki rýra gildi þátttöku Breta
í varnarsamtökunum, að fækk-
að verður i brezka hernum..t.