Vísir - 28.10.1955, Blaðsíða 1

Vísir - 28.10.1955, Blaðsíða 1
12 bSs. 12 bls. 45. árg, Föstudaginn 28. október 1955 245. tbf. • Laxsiessi Halldór Kiljan Laxness. lendingur deyr af slysförum hér i bæ. Yarð fyrir bifreið í Vesturbænum. Banaslys varð á götu bér í bænum í gasr, er erlend sendi- ráðsbifreið ók aftan á fótgang- andi mann með þeim afleiðing- um, að hann hlaut bana. Slys þetta skeði á Birkimel, laust fyrir kl. 7 í gærkveldi. Yið áreksturinn kastaðist mað- urinn upp á vélarhús bifreiðar- innar og á 'framrúðuna, sem brotnaði. Að því búnú kastaðist maðurinn í götuna og lá þar meðvitundarlaus. Hann hét Ulrik Kaj Fredarik Hansen og var danskur að ætt og uppruna, en var starfsmaður hjá málm- steypunni Hellu. Var hann á leið frá vinnustað og heim til sín, er slysið vildi til. Ulrik Hansen var fluttur á Landspít- alann og þar lézt hann af sár- um sínum í nótt. Bílstjórinn kvaðst ekki hafa orðið mannsins var fyrr en slys-ið var skeð. Tfóit af bíMEskjálffa vestan hafs. Á sunuudaginn komu tveir harðir landskjálftakippir í Kali- fomíu norðanverðri. Segja jarðskjálftafræðingar, að þarna hafi ekki komið meiri hræringar síðan 1906, þegar borgin hrundi og brann að mestu. Fundust hræringarnar í allt að 150 km. fjarlægð frá San Francisco, og urðu npkkrar skemmdir á veikbyggðum byggingum. ^ Franska leynilögreglan er sögð hafa komist á snoðir um, að alræmdur egypzkur bófi, Rached Toufik, stjórai hryðjuve'rkastarísemanni í Marokkó, pf e&m-œfjgm emeS 0iústmí íi. upplia’sti aH nvre*b Jból&'. Elns og getið var í miklum hiuta upplags VésIs I gær, voru Haildórí Kiljan Laxness veitt bókmennta- verSIaan Nóbeis íyrir þetta ár. Spurðisí þetta mjög fljótlega um bæinn, og vakti þao almenna gleSi, aS þessl sómi skyidi sýndur Islendingi, og hafa margir sent skáidinu heilláskeyti aí þessu tiiefni, en Halldór- er nú staddur erlendis, var i Gautaborg í gær, en fer til Kaupmannahafnar í dag og heldur heimleiSis meS Gullfossi þaðan á morgue. Vísir gefði strax ráðstafanir til þess, að fréttaritarar blaðs- ins á Norðurlöndum skýrðu ítarlega frá því, sem þar gerð- ist í sambandi við veitingu verðlaunanna, og fara skey-4 frá tveim þeirra hér á eftir Fréttaritari blaðsins í Kaup- mannahöfn símaði eftirfarandi í gærkvöldi: Fimm mínútum eftir að rit- ari akademíunnar sænsku, dr. Österling, hafði tilk. Halldóri Kiljan Laxness í síma, að hann hefði hlotið bókmenntaverð- laun Nóbels fyrir þetta ár, tpk skáldið brosandi á móti blaða- mönnum og Ijósmyndurum, sem leituðu þegar á fund hans. Blaðamennimir spurðu fljót- lega um stjórnmálaskoðanir skáldsins, sem hann svaraði á þessa leið: „Eg hefi aldrei verið kom- múnisti eða hlynntur kom- inúnistum. Eg hef aldrei skipt mér af stjórnmálum og hefi ekki hugsað mér að breyta afstöðu minni í því efni.“ Þá var um það rætt, hvort hann mundi hafa tök á að fara til Stokkhólms á Nóbelshátíð- ina í desember, og sagði Lax- ness þá: „Mér er ánægja að snæða hádegisverð með Gústaf Adólf konungi. Mér hefur verið tjáð, að það sé óvenju- lega skemmtilegur mann- fundur.“ Laxness var spurður um fjölskyldu sína, og kvaðst hann hafa símað heim um verðlaunaveitinguna. „Eg er viss'tun, að fjöl- skylda mín er eins glöð og ánægð og ég.“ Þá var Laxness spurður að því, hvemig hann hyggðist verja því mikla fé, sem hann fengi með þessu móti, og sagði hann þá: „Eg verð að greiða gífwr- Iega skatta. Það á við um alla rithöfunda. Eg veit ekki, hvað ef tir verður handa fjöl- skyldunni og tií ferðalaga.“ Þegar mínnzt var á ferðalög, var Laxness spurður frekar um það efni.'og kvaðst hann hafa löngun til að heimsækja Kína, Indland og Suður-Afríku. „Eg ferðast mik.ið“ sagði hann, „ en eg sný ævinlega aftur til íslands, alveg eins og skáldsögur mínar fjalla allar um ísland. Það má næstum segja, að eg sé far- andsali. Bækur mínar hafa komið út á hinum óskyldustu vitanlega að gæta hagsmuna minna.“ Loks barst talið enn að Nóbelsverðlaunum sjálfum, og komst Laxness þá svo að orði, að á hann hefði verið minnzt í sambandi við þau í sjö ár, en fleiri kæmu til greina, og að- eins í Bandaríkjunum mundu vera um 40,000 menn, sem hefði atvinnu við ritstörf. Að endingu skýrði Laxness frá því, að hann væri að vinna að nýrri bók, en þó væri hún aðeins á fyrsta stiginu. • Fréttaritari Vísis í Stokk- hólmi hefur einnig símað blað- inu um viðbrögð blaðanna þar. Aftonbladet sagði meðal annars, að Laxness verðskuld- aði Nóbelsverðlaunin. Hann væri að vísu ekki ‘meðal hinna mestu anda samtíðarbókmennt- anna, því að verk hans væru svo misjöfn að gæðum. Dagens Nyheter segir, að sjálfsagt sé. áð fagna þessum úrslitum. Yfirleitt skrifa blöðin mjög vinsamlega um ákvörðun aka- demíunnar, og þau birta einnig viðtöl við skáidið. Meðai hinna fyrstu, sem óskuðu Laxness til hamingju með slguarinn, var Gunnel „Salka ■Valka“ Broström. ; r • /'ll r yr vematur .LbííII humarafli í sumar. Frá fréttaritara Vísis. Eyrarbakka í gær. Hingað kom í gær v.b. Heigí, sem hefir verið keyptur hingað frá Hornafirði. Báturinn er 2T smálestir. Báturinn er sameign nokk- urra manna, og þeirra meðái Sverrir Bjarnfinnsson, sem verður skipstjóri á honum. Humarveiðunum er lokið fyr- ir um það bil mánuði. Þær gengu erfiðlega í sumar, ýégna ógæfta. Var að kalla stöðug sunnanátt, en slíkar veiðar er erfitt að stunda hér, nema þeg- ar lygnt er. Sunnan og suð- vestanáttinni fylgir stöðug ylgja. — Fimm bátar, stunduðu veiðarnar í byrjun, en sumir hættu er á leið. Mun ekki hafa aflast meira í sumar á 5 báta en þá tvo, sem veiðarnar stund- uðu í fyrra. Nokkuð er hér um húsabygg- ingar. Eru nokkur íveruhús. í smíðum. :— Ileilsufar er gott hér. Mænuveiki hefur ekki orð- ið vart. iigiii loniiui tra á Eaugsn Tvo síðustu daga hefir ekkert mænuveikitilfelli vérið til- kynnt til borgarlæknis, en I morgun barst tilkynning um eitt tilfelli án lömunar. Eru mænuveikitilfellin þá alls orðin 114, þar af 37 lam- anir. Ekkert Íömunartilfellí hefir komið allá þessa viku, og var síðasta tilkynning á laugar- daginn var. w.vywww Mobelsver5Eauiiiii ekki skattiögi. Ríkisstjórnin hefur ákveðið >! að beita sér fyrir þvi, að bók- j! meimtaverðlaun. Nobels,. er Halldór Kiíjan Laxness hefur hlotið, verði ekki skattlögð til rikissjóðs eða sveitarsjóðs. (Frétt frá forsstisráðu- j |! neytinu.) ftWJWSftWVWVWWVWJV Tveir nýir ain- ba$sadorar. Hinn 25. október 1955 skipaði forseti íslands Bjarna Ásgeirs- son til þess að vera ambassador fslands í Noregi. Sama dag skipaði forseti fs- lands dr. Sigurð Nordal am- bassador íslands í Danmörhu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.