Vísir - 28.10.1955, Blaðsíða 6

Vísir - 28.10.1955, Blaðsíða 6
VÍSIR Föstudaginn 26. október 1955 D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Aigreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSm H.F. Lausesala 1 króna. Félagsprentsmíðjan h.f. íyVVVVWWWVWVV^eWV^An/VWVUWVUWUVVlrtiWJWUVUUVWW Svíar og Riíssar glíma vil bólgu eins og Hafa ekkl getað feetol lækkun inatoðsyBi, “Oúmir tveir mánuðir eru nú til áramóta, en þá fellur loft- •*-*- ferðasamningurinn milli ríkisstjórna íslands og Svíþjóðar úr gildi, ef ekki tekst að ná samkomulagi um þau atriði, sem ágreiningi hafa valdið. Satt að segja virðast á því sáralitlar horfur, því að svo eindregnir eru Svíar í afstöðu sinni og stað- ráðnir í að bregða faeti fyrir Loftleiðir, að engu tauti virðist við þá komandi. Hefur verið rætt við þá nokkrum sinnum, en árangurinn alltaf orðið neikvæður, og eru ekki líkur til þess, að um neina hugarfarsbreytingu verði að rseða hjá þeim þótt jólin nálgist. Loftleiðir munu vera minnsta flugfélagið, sem heldur uppi ílugferðum yfir Atlantshaf, og raunar lang-minnsta, því að hvarvetna annars staðar en hér mundi það þykja meira en lítil dirfska að ætla að keppa við stór flugfélög, þegar aðeins væru til tvær flugvélar til að tefla gegn flugflotum þeirra. Þrátt fyrir þetta hafa Loftleiðir komizt vel af, svo^ að unnt hefur verið að auka ferðirnar og farþegafjöldinn farið í vöxt, er ferðum hefur verið fjölgað. Skandinaviska flugfélagasamsteypan eða SAS, eins og fyrir- tæki þetta er nefnt í daglegu tali, er hinsvegar eitt af stærstu i'lugfélögum heims. Á síðasta ári mun það hafa flutt svo marga farþega, að aðeins tvo flugfélög voru mikilvirkari á þessu sviði. Þar við bætist, að það hefur betri aðstöðu en flest önnur flug-j felög, því að það er stutt af ríkisstjórnum þrigg'ja landa, og i .getur leitað til þeirra, þegar reksturinn ber sig ekki. Loks nýtur það stuðnings þessarra sömu þriggja ríkisstjórna við að efla sér lendingarleyfa og heimildar til flutnings á mönnum og varningi víða um heim. Allt er þetta mikils virði, en samt virðist Svíum ekki þykja þetta nógu góð aðstaða fyrir SAS. Loftleiðir flytja farþega fyrir sama gjald og önnur félög frá meginlandi Evrópu hingað til lands, en hinsvegar er fargjaldið lægra milli íslands og Bandaríkjanna — með samþykki Banda- jíkjamanna. Það er þetta, sem SAS og Svíar hafa tryllzt yfir, og þykjast víst missa spón úr aski sínum af völdum Loftleiða. Þess vegna á að banna félaginu að taka farþega í Svíþjóð og hrekja það úr landi. En jafnframt hafa Svíar samið um það við ! íslenzku ríkisstjórnina, að hagnaður af starfsemi þess skuli verða skattfrjáls í Svíþjóð framvegis! Svíar eru þó ekki öllum eins erfiðir, að bví er flugmálin snertir. Eitt af félögum þeim, sem heldur uppi flugferðum til Svíþjóðar frá öðrum löndum, heitir Hunting Clan, og er það enskt. Það hefur fengið leyfi til að krefjast lægra fargjalda en ðnnur félög, SAS meðal þeirra. Og SAS fettir ekki fingur út í það, þótt félagið fari hamförum gegn Loftleiðum, sem flytja. þó farþega til og frá Svíþjóð fyrir nákvæmlega sama verð og 3AS, og raunar fyrir hærra verð, þegar tekið er tillit til þess, s.5 íslenzka félagið getur ekki boðið upp á eins þægilegar flug- vélar og hið margfalt stærra og þrístyrkta sameignarfélag Dana, Norðmanna og Svía. Mörmrnn kann nú að finnast bað eitthvað einkennilegt, að hinu enska flugfélagi skuli leyfast að undirbjóða SAS í heima- landinu, en þó er þetta eins og hér er sagt. Hunting Clan setur upp minna fyrir að flytja farþega til og frá Svíþjóð, en önnur felögV og það er látið afskiptalaust. Og hvað skýidi nú valda þessu? Það er ekki mikill vanda að ráða þessa gátu. Það sem hér gerir gæfumuninn er það, að Bretar, sem standa að Hunting Clan, eru ein af stórþjóðum heimsins, og Svíar eru ekki meiri. garpar en það, að þeir þora ekki að .mótmæla Við Breta. En þeim finnst þeir gera skrambi ftiiklir kárlaf, þegar þeir geta- sagt upp samningi við íslendinga og neitað íslenzku flugfélagi «ra lendingarréttindi á sænskum flugvöllum. f»að væri raunar skemmtilegt og fróðlegt rannsóknarefni fyrir einhvern, sem nennti að fást við siíkt, að athuga, hvort þeir menn, sem standa að tilræðinu gegn Loftleiðum, sé ekki einnig framarlega í hópi þeirra, er mest tala meðal Svía um nauðsynina á norrænni samvinnu og norrænni einingu. Það virðist að minnsta kosti sjálfsagt, að sauðirnir sé skildir frá höfrunum, svo að íslendingar viti, hverjir sé vinir. þeirra og Qg hverjir ekki. í flestum löndum er við erf- iðleika að stríða a£ völdum verðbólgu —• einnig í Káð- stjórnarríkjunum. Kommúnistar hvarvetna hafa alið á því, að verðbólgan í auðvaldsríkjunum mundi leiða til sífellt meiri vandræða og loks hruns, og jafnframt hafa þeir reynt að gylla ástandið í Ráðstjórnarríkjunum, og boðað verðlækkanir næstum árlega á matvælum og ýmsum vamingi til neytenda. En við verðbólg'u er að stríða í Ráðstjórnarríkj- unum sem víðast annarsstaðar og ýmislegt, sem að undan- förnu hefur staðið í blöðum Rússa staðfestir þetta. Verðbölguþrýstingurinn, seg- ir í New York Times, er orðinn svo mikill þar, að ráðstjómin hefur neyðst til, að því er virð- ist, að láta nú hjá líða, að boða hina árlegu lækkun á nauð- synjum. Allt, sem fyrir hendi liggur nú, virðist staðfesta, að árið 1955 verði fyrsta árið í næstum áratug, án verðlækk- ana til neytenda. í grein í Pravda er t.d. ný- lega birt grein eftir A. Ostro- vityanov, sem leiðir í ljós að tekjur (monetary income) al- mennings í Rússlandi voru 25% hærri 1954 en 1952. Kaup- getan, segir hann, hefur aukist miklu hraðar en framleiðsla á landbúnaðar- og nauðsynja- varningi hefur vaxið. Næstum slegist um varninginn. Vegna tekjuaukningar, sem nam 25% jókst eftirspurnin eftir ýmiskonar búðarvarningi svo, að stappaði nærri, að stundum væri slegist um varn- inginn. Af þessu hefur leitt, segja blöðin í Ráðstjórnarríkj- unum, að iðulega hefur orðið þurrð á vörum, og svartamark- aðsverzlun aukist. Þar sem ráð- stjómin hefur ónógar varnings- birgðir til þess að fullnægja eftirspurninni jafnvel með nú- verandi verði, eru ríkisverzlan- irnar alls ekki þannig settar, að þær geti lækkað verð á því, sem í búðum fæst. Það mundi verða til þess að auka eftir- spurn.. á vörum og leiða til þurrða á þeim. Hin leiðin, að hækka útsöluverðið, kemur hinsvegar vart tií greina, vegna óttans við, að það yrði notað til áróðurs gegn Ráðstjórnarríkj- unum erlendis, og verða kommúnistum hvarvetna til hnekkis, Svai-taixiarkaðsverð rúblunnar. Ein afleiðing verðbólguþrýst- ingsins er að svartamarkaðs- gengi rúblunnar í Leningrad og Odessa hefur lækkað, að sögn Franz Pick, sem er sérfróður um erlendan gjaldeyri. Þótt rúblan sé opinberlega skráð 4 á dollar, hefur þar til fyrir skemmstu verið unnt að fá 19 rúblur fyrir Bandaríkjadollar. Nú er hægt að fá 21—22 rúbl- ur fyrir Bandaríkj udollar. Orsakir tekjuaukningar. Sumar orsakirnar fýrir mjög auknum tekjum almenn- ing's eru kunnar. .Bændum var til dæmis greitt hærra verð í fyrra fyrir þann hluta fram- leiðslunnar, sem ríkið tók við. Kaupgreiðslur hafa farið mjög j fram úr því venjulega, því að verksmiðjustjórar hafa ráðið, miklum mun fleiri verkamenn til starfa til þess að geta náð settu framleiðsíumagni, en framleiðsla á hvern verkamann hefur aukist minna en áætlað var. j Léleg uppskera. Það hafði sín slæmu áhrif, að uppskeran í landbúnaðar- héruðunum brást. Kornupp- skeran jókst mjög lítið, en úr sykurframleiðslunni dró að miklum mun, aðallega vegna langvinnra þurrka í Ukrainu. j Kom það fram í blaðinu' Pravda Ukrainy, að, í þessuih1 landshluta, þar sem aðalsykur-j framleiðslan er, hafi sykur ver- j ið seldur á svörtum markaði á helmingi hærra verði en hið opinbera verðlag var. V arnarráSstaf anir. Ráðstjórnin hefur gripið til ýmissa ráðstafana, sem að því er virðist, miða að því, að hindra verðbólguna. Sala á ríkisskuldabréfum, sem mönn- um er gert skylt að kaupa, er tvöfalt meiri eðá nálægt því en í fyrra. Er í ár sem svarar , til 30.5 milljón dollara, en var ! í fyrra sem svai-aði til 16 millj. dollara. Strangara eftirMt er haft með verksmiðjum til spamaðar og fækkunar starfs- liðs. Einnig er hamlað kapp- | samléga gegn svartamárkaðs braski. Oerðardómyr í deiiuni þvottahúsaeigenda cg viðskiptamanna. Að tilhlutun neytendasam- takanna eru nú hafnar umræð- ur við afnalauga- og þvotta- húsaeigendur um undirbúning reglugerðar varðandi ábyrgð á fatnaði, sem sendur er til hreinsunar eða í þvott. Jafnframt yrðu athugaóir möguleikar á stofnun eins kon- ar gerðardóms, er dæmdi í á- greiningsmálum mílli neytenda og efnalauga. Slíkur gerðardómur er bæði í Danmörku og Svíþjóð og hef- ur gefizt vei. Á s.l. ári dsémdi gerðardómurinn í Danriiöf ku 163 mál viðskiptavinum í vil, en 98 efnalaugu mí vil, þ. e. um það bil 2 mál af hverjum þrem- ur féllu þannig, að efnalaug- arnar báru ábyrgðina. Skrifstofu ney tendas amt ak - anna hafa borizt fjölmargar kvartanir vegna misheppnaðra fatahreinsana, og hefur yfir- leitt tekizt vel að ná samkomu- lagi um þau mál. En þó eru þessi mál oft erfið viðureignar, Bergmálsdálkinum hefir borizt lítið bréf frá einum lesanda blaðsins, sem fylgzt hefir með framhaldsfrásögninni af frægu dómsmáli í Bretlandi. Mál þatta, . mál Oskars Siater, varð mjög frægt á sínum tíma og var þá mikið um það talað. En Berg- mál getur því miður ekki gefið frekari né nánari skýringu á málinu, því að aldrei hafa öll kurl komið til grafar í málinu. En rétt er að birta hér bréf fyrir spyrjanda, því hann drepur á ým- islegt, sem aðrir munu hafa velt fyrir sér. Harmsaga Slaters’s. „Eg fylgdist með útdrætti úr harmsögu Oskars Slater’s og réttarglöpum ensku lögreglunn- ar, sem birtist í Vísi fyrir nokkr- um dögum. Þetta litla brot úr ævisögu þessa ógæf usama manns gat varla svo fram hjá lesend- um farið, að ekki vekti það ó- sjálfrátt meðaumkun og ósk um fullkomna uppreisn honum til handa, þrátt fyrir misjafnan æfiferil að baki; svo varð, en ekki fyrr en eftir margra ára hegningarhússvist. — Mér finnst grein þessi í alla staði bera vott um ótrauðan vilja til að gefa sem gleggsta og sannasta hugmynd um viðfangsmikið málefni í sem stytztu máli. Ánœgöur meö greinina. Mér finnst greinin góð, eins og áður segir, en of stutt, og hygg ég, að fleiri séu á mínu máli, sem á annað borð hafa fylgzt með henni. Það var upplýst með rannsókn og gagnrannsókn, að Slater var saklaus. Hver var hinn seki? Er ekki hægt að gefa lesendum upplýsingar um hann, skorta gögn til þess ? í greminni segir, að Helen Lambie, fyrrum þerna hinnar myrtu, hafi þekkt manninn í ganginum, hann hefði áður heim- sótt húsmóður hennar. -— Lög- reglan hefði talið Helen á að þegja um hann, en yrði að hafa séð Slater. Hver var ástæðan fyrlr þvi. að verðir laganna töldu Helen á að þegja yfir þessum manni? Hún varð að þekkja Slater, var það til þess að hafa sannanir fyrir handtöku hans, sökum fyrri æfiferils, eða var hann grunaður um hlutdeild i morðinu? Eg ætlaði að finna blöðin með frásögn þessari, ef ske kynni, að ég hefði misst niður einhvern hluta sögunnar, sem gæfi til kynna hið eftirspurða, en blöðin voru glötuð, svo mig langar að biðja blaðið um úrlausn, t. d. í Bergmáli, eða annars stáðar, ef við verður komið. Sé þetta af vanggá minni, að ég fékk þetta ekki út úr frásögn- inni, bið ég blaðið velvirðingar á því. — Með fyrirfram þökk. S. H.“ Eins og að of an er sagt, er ekki hægt að gera S. H. neina úrlausn að sinni. — kr. Forseti íslands hefir sent Halldóri K. Lax- néss samfagnaSarskeyti í til- efni af því, að honum voru í gær veitt bókmenntaverðlaun Nobels. ■— (Frá skrifstofu for- seta íslands). þar sem sannanir eru torfengn- ar og engin reglugerð til úm á- byrgð efnalauga, sem hægt sé 'að stýSjást við'.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.