Vísir - 02.11.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 02.11.1955, Blaðsíða 4
■A VÍSIR Miovikudaginn 2. nóvember 1955. Manaiáal felltir niðrar Állir, sem flytja, verða ú tilkynna það, svo aé komist ver5i hjá kæru. Eftirfarandi hefir Vísi borizt frá Hagstofunni: Samkvæmt heimild í lögum hefir bæjarstjórn Reykjavíkur . ákveðið að fella niður manntal í haust, og í þess stað kemur ibúðaskrá frá allsherjarspjald- skránni, miðuð við 1. desember 1955. Svo var líka haustið 1954, en þá voru nafnaskrár og eyðu- blöð undir aðseturstilkynning- ar borin í öll hús í Reykjavík. Með þessu var húsráðendum og öðrum hlutaðeigendum gefinn kostur á að bæta úr vanrækslu á að fullnægja tilkynningar- ; skyldu. í haust eru ekki gerðar nein- ar. slíkar ráðstafanir til inn- heimtu aðseturstilkynninga, en hins vegar er því nú fyigjt fast- ar. eftir en. nokkru sinni fyrr, að fólk tilkynni*sig eins og lög- boðið er. Af illri, enóhjákvæmi- legri, nauðsyn eru. nú allir, . sem vanrækja tilkynningar- . skyldu; látnir sæta ábyrgð lög- um samkvæmt. Það er Hagstofan, sem kærir ínean fyrir brot gegn laga- ákvæðunum um tilkynningar- . skyldu, enda sér hún um rekst- ur allsherjarspjaldskrárinnar, sem á alla sína framtíð undir því, að framkvæmd tilkynn- ingarákvæða komist í gott horf. Auk Hagstofunnar standa þess- ir aðilar að spjaldskránni: Berklavarnir ríkisins, Bæjarráð Reykjavíkur, FjáCrmálaráðu- neytið og Tryggingastofnun ríkisins. ITm 800 kærur í Reykjavík. Tilkynningarákvæðin, sem hér er um að ræða, komu til framkvæmda vorið 1953. Fram- an af var lögð megináherzla á, að kynna almenningi þessar reglur, en viðurlögum var ekki beitt 2 fyrstu árin, þó að mikil brögð væru að því; að menn vanræktu tilkynningarskyldu. í lengstu lög voru aðgerðir mið- aðar við það, að komizt yrði hjá kærum í stórum stíi. Haustið 1954 var íilkynnt margsinnis í blöðum og útvarpi, að hafizt yrði handa urn beitingu viður- Páll hús á Bíldudal og fluttist ; þangað ásamt Kristjáni og Sigurfljóð og börnum þeirra, og þar dó Kristján skömmu síðar fjörgamall og saddur líf- daga. Páil Ólsen. var ættaður úr Reykjavík, sonur Jóhanriesar Ólsens, trésmiðs þar og Pálínu, dóttur Skáld-Rósu eða Natans- Rósu, og mundi hann allgreini- iega eftir henni. Hann stundaði sjómennsku á sumrum, en vefn- að og smiðar á vetrum. Hann hafði éínnig mikinn áhuga á iejklist og lék oft í ýmsum sjón- lejkjum. Sigurfljóð þekkti eg vel. Var hún fríð sýnum, góð kona og' vinsæi, skemmtileg í um- gengni. og viðmótshýr. Bjuggu þau um langt skeið í húsi sínu, unz- Guðmundur Þorsteinsson skipstjóri, er lengi hafði verið heimilismaður þeirra, reisti sér steinhús. Fóru þau þá þangað laga, ef merin bættu ekki ráð sitt í þessu efni. Því miður varð lítil breyting til batnaðar og síðastliðið vor liófust kærur í stórum stíl fyrir að vanrækja tilkynningarskyldu. Sakadómarinn í Reykjavík Siefir til þessa fengið um 800 kærur frá Hagstofuni. Hafa þær svo að segja allar verið afgreiddar, enda hafa verið gerðar sérstakar ráðstafanir til að flýta afgreiðslu þessara mála. í nágrenni Reykjavíkur, þ. e. í Kópavogi, Mosfellssveit og á Seltjarnarnesi, ennfremur í Hafnarfirði og á Reykjanes- skaga eru kærur eins víðtækar og í Reyk^vík og hafa fjöl- margir einstaklingar á þessu svæði verið kærðir. Fyrir skömmu var og byrjað að beita viðurlögum í kaupstöðum utan Faxaflóa og víðar á landinu. Stundum líður nokkur tími, þar til vitneskja fæst um brot gegn tilkynningarákvæðunum, en það kemur ávallt í ijós fyrr eða síðar, enda er unnið að því á kerfisbundinn hátt, að afla upplýsinga um aðsetursskipti, sem hafa ekki verið tilkynnt. Vanræksla á að tilkymia torveldar opinber störf. Vanræksla á að tilkynna að- setursskipti er að sjálfsögðu enginn glæpur, en hún torveld- ar mjög störf ýmissa ópinberra aðila, svo sem sveitarstjórna, skattyfirvalda, innheimtustofn- ana o. m. fl. og bakar auk þess hinu opínbera mikil útgjöld. Einkum er það bagalegt, þeg- ar vanræksla á að tilkynna leið- ir til rangrar staðsetningar manna í íbúaskrá 1. desember, þar eð á þeim er byggð skatt- álagning, skattinnheimta, kjörskrár og iðgjaldaskrár Tryggingarstofnunarinnar. Mað ur, sem hefir verið á réttum stað í spjaldskránni undan- genginn 1. desember, sleppur að jafnaði við áminningu, þó að hann tilkynni aðsetursskipti of seint, ef tilkynning kemur frá honum áður en hann fær til hans. Nokkru'síðar eða um 1914 fór Páll til Ameríku og settist þar að hjá Sigríði, dóttur sinni, og dó hann þar. Sigur- fljóð var eftir hjá Guðmundi og var ráðskona hans til dánar- dægurs. Hún var fædd 29. júlí árið'1852, en varð bráðkvödd í rúmi sínu, er hún var nýhátt- uð að kvöldi hins 10. janúar árið 1927. Söguna um drauma Kristjáns og húsbyggingu hans í Otradal sagði mér Kristjana. Hjaltalín, dóttir hans, árið 1898, en um Kristjönu, konu Kristjáris, Og reimleikann heyrði eg foður. minn segja. Hafði hann sjálfur kynnst lCristjönu, þegar hann var við verzlunarstorf hjá Ólsen, kaupmanni á Bíldudal, og Kristjana var þar ráðskona, og bar hann henni fremur góða sögu. Faðir minn;sem var nákunn- ugur Kyistjáni, ,lýsti honum í hendur kvaðninu frá saka- dómara. En af ofangreindiim ástæSum er ekki hægt að kom- ast jhjá því að sekta menn, sem vegna vanrækslu á að tilkynna sig eru ekki rétt staðsettir í spjaldskránni 1. desember, þó að þeir tilltynni sig áður en þeir fá kvaðningu frá sakadómara. Tekið er hart á því, ef menn láta undir höfuð leggjast að til- kynna komu sína til landsins, og sömuleiðis ef menn eru lengi á einhverjum stað, eða fara stað úr stað, án þess að tilkynna sig. Það er eðlilegt, að mörgum þyki súrt í broti, að vera kærð- ir fyrir brot eins og þetta, en á hitt ber að líta, að það skiptir lrið opinbera, mörg fyrirtæki og ýmsa aðra aðila, nijög miklu, að íbúa skrár séu sem réttastar. Þar við bætist, að það er hverj- um og einum fyrirhafnarlítið að sinna þessari skyldu og líka vorkunnarlaust að gera það eins langan tíma og menn hafa haft til þess að átta sig á ákvæðun- um. Og svo er líka alltaf, í út- varpi og á annan hátt, verið að minna menn á að tilkynna sig. Húsráðendur verða látnir sæta sektum. Húsráðendur eru lögum sam- kvæmt í ábyrgð fyrir því, að tilkynningarskyldu sé fullnægt. Hingað til hefur verið látið nægja að veita brotlegum hús- ráðendum áminningu, en innan skamms verða sektarákvæði látin koma iil framkvæmda einnig gagnvart þeim. Dregið verður úr kærum þegar aðstæður leyfa. Hagstofan harmar það mjög, að áminningar og fortölur dugðu ekki til þess að koma al- menningi í skilning um, að til- kynningarskyldan yrði ekki j umflúin, og að héðan af er ekki annars úrkosta en að kæra alla, j sem vanrækja tilkynningar skyldu. En vonandi líður ekki á löngu áður en framkvæmd til- kynningarákvæðanna kemst það gott horf, að óþarft verði að | kæra menn eins almennt og nú er gert. ALLT Á SAMA STA ■ i n: fcjjj;,..,.. Sanrc?* a O ,j - P ^'1 IJf jtéf «?/ Einkausnboð á SsSandi: H.F. Efil Laugavegi 118. — Sími 8-18-12 Fyrlr noxkru var sú breyt- ing gerð á tilkynningarákvæð- unum, að aðkomumenn voru1 skyldaðir til að tilkynna sveit-1 arstjórn dvalarsveitar brottför| sína úr henni jafnt ög komusína í hana, svo framarlega sem þeirj eru tilkynningarskyldir (t. d. skólafólk er ekki tilkynningar- skylt í dvalarsveit). Aðkomu- maður í Reykjavík með heim- ilisfesti annars staðar, verður þannig að tilkynna brottför sína úr Reykjavík, ef hann á sínum tíma átti að tilkynna komu sína þangað. Breyting á skyldum húsráðenda. . i Aðkomunxenn eiga að til- kynna brottför úr dvalar- svéit jafnt og komu i hana. Sú breyting hefur líka verið gerð á tilkynningarákvæðun- um, að húsráðendum er gert að skyldu að tilkynna þá, sem hverfa úr jhúsnæði þeirra, jafnt og þá, sem setjast að í því, enda sé um tilkynningarskylda ein- stæðinga að ræða. Húsráðanda á brottfararstað ber þannig að tilkynna alla þá, sem flytja í annað hús í umdæminu, og sömuleiðis alla aðkomumenn, sem hverfa á brott úr bænurn. Með þessu eru auknar skyldur lagðar á herðar húsráðenda, en þar á móti kemur nýtt ákvæði um, að tilkynningarskylda hús- ráðanda falli niður, ef sá, sem flytur, sýnir honum, áður en tilkynningarfresti lýkur (þ. e. innan 7 daga) kvittun fyrir því, að tilkynning jhafi verið látin í té. Er svo til ætlazt, að hús- ráðandi — bæði á brottfarar- stað og innflutningsstað — gangi eftir því við þann, sem flytur, að hann tilkynni sig', þannig, að yfirleitt sé ekki lá,t- in í témema ein tilkynning fyrir hver aðsetusskipti. Allir eru einhvers staðar á skrá. svo, að verið hefði hann méðal- \ maður á vöxt, en þéttur á velli og karlmenni að burðum. Hefðij hann verið þrekmenni til sálar og líkama, stilltur og dagfars-j prúður, en nokkuð dulur í skapi; ekki fljóttekinn, enj tryggur og vinfastur. Hafðii hann það eftir Kristjáni, að þótt lífskjör sín virtust ekki hafa verið lakari en almennt gerðist, yildi hann engum óska svo ills, að lifa slíka, ævi. Taldi faðir minn að Kristján hefði átt við,eitthvert dulið böl að stríða og áð ekki myndi allt hafa verið með felldu um hagi hans eftir að hann reisti húsið, sem fyrr getur. í febrúar 1896 gisti eg eitt sinn í Otradal hjá Jóni presti Árnasyni. Á kvöldvökunni kom maður nokkur upp í baðstofu- loft, er eg hafði aldrei áður séð og vakti mjög athygli mína. Talaði hann stundarkorn eitt- h-vað við síra Jón, en fór síðan aftur. Maður þessi var sýnilega fjörgamall, lotinn og sem væri hann samanfallinn, með drif- hvítt hár og skegg. Virtist mér hann líkari svip frá liðnum öld- um en samtíðarmanni. Flaug mér þá í hug að þannig myndi Norna-Gestur hafa litið út, þá er hann heimsótti Ólaf konung Tryggvason. Spurði eg síra Jón, hver þessi maður væri, og .sagði hann að það væri Kristján Hjaltason. Kannaðist eg þá við manninn. af lýsingu . foreldra mirina. Fékk eg þá sterka löng- un til að kynnast manni þessum og eiga tal við hann, því að eg vissi að maðurinn var fróður um margt. og hafði víða farið. En þess var enginn kpstur, því að eg var aðeins næturgestur er fór leiðar minnar að morgni, og sá eg hann aldrei oftar. (Lbs. 3135, 4to.). Sá meginmunur er á eldri til- högun þessara mála og hinni riýju, að í stað þess að taka manntal og skrá alla á hverju ári, eru nú aðeins gerðar árleg- 1 ar breytingar á vélspjald- | skránni, eftir tilkynningum um ! aðsetursskipti, og eftir skýrsl- um presta um fæðingar,.skírn- ir, hjónavígslur og mannslát. Að öðru leyti er alltaf sami sþjaldstofninn notaður við gerð íbúaskráa, kjörskráa o. fl. Hver einstaklingur á sitt spj.ald í skránni, sem notað er ár eftir ár við skrárgerð, unz viðkom- andi deyr eða flytur búferlum til útlanda. Það getur 'því ekki átt sér stað, að einstaklingur sé hvergi á íbúaskrá, þ. e. að liann sé hvergi á landinu skráður, nema ekki hafi enn náðst til hans einhverra hluta vegna. Hins vegar er einstaklingur ekki á réttum stað í spjald- skránnr ef farizt hefur fyrir að tilkynna aðsetursskipti hans, en það hlýtur að korna í ljós fyrr eða síðar, . Áður vgr það algepgt, að ,menn væi;u ýmist hvergi á manntali; eða að þeir væru sam- j tímis skráðir heimilisfastir í tveim eða jafnvel fleiri um- Jdæmum, en þetta hverfur úr sögunni með tilkomu spjald- skrárinnar. BEZT AÐ AUGLYSAI VlSt >IiU i:.., : f.. Tjjt.; t j\: ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.