Vísir - 02.11.1955, Blaðsíða 6

Vísir - 02.11.1955, Blaðsíða 6
VlSIR Miðvikudaginn 2. nóvember 1955. 3 Davíð Ólafsson fiskimála- stjóri formaður Varðar. D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur), Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmíðjan h.f. VWWV" Kommúnistablaðið „Þjóðviljinn“ birti í gær frásögn, sem bar nafnið „Hann er einn af snillingunum“. Mun þetía vera þýð- ing á listdómi, sem birtist í bandaríska tímaritinu „Time“ fyrii skemmstu. Nú er það vitaskuld ekki venja kommúnistablaðsins að birta listdóma hins bandaríska tímarits, en ástæðan var ákaflega nærtæk. Hér var um að ræða dóm, mjög vinsamlegan, um píanóleik rússnesks snillings, sem verið hefur á ferð vestra. Hefði maður þessi verið norskur eða enskur, má fara nærri um, hvort „Þjóðviljinn" hefði talið ástæðu til að birta um hann listdóm, tekinn úr bandarísku tímariti. En látum ’þctta vera, —- við öðru er eltki að búast af þess- um taglhnýtingi Kreml-manna. „Þjóðviljinn“ hefur áður biri ýmislegt úr þessu víðlesna tímariti Bandaríkjamanna, ekki sízt ef þar hefur mátt finna eitthvað, sem blaðið gat talið not- hæft til þess að ófrægja Bandaríkjaþjóðina. Til dæmis taldi kommúnistablaðið það hiim mesta hvalreka á sínar fjörur, er ,.Time“ greindi frá einhverjum glæpum, sem gerzt höfðu þar ■s'estra, svo sem aftökum negra án dóms og laga, afbrotum unglinga, o. s. frv. Þá stóð auðvitað ekki á kommúnistablaðinu •að birta þetta og leggja hæfilega út af textanum. Kommúnistar hafa aldrei skilið, hvernig á því stendur, að bandarísk blöð, og önnur vestræn blöð yfirleitt, skuli segja frá því, sem miður fer í landi þeirra. í Rússlandi er það auð- vitað ekki gert, og þess vegna telja hinir rétttrúuðu, að þar sé Paradís á jörð, þar sem glæpir séu með öllu óþeklct fyrirbæri. Sú staðreyrid, að „Time“ og önnur bandarísk tímarit og blöð skuli segja frá hlutum eins og aftökum blökkumanna og öðrum •óhæfuverkum, sein þar kunna að gerast, sýna einmitt, að þar •er prentfrelsi. Bandaríkjastjórn eða öðrum yfirvöldum dettur •ekki í húg, umheimsins vegna, að banna slíkt,. enda ekki hægt samkvæmt stjórnarskrá landsins. Þess vegna var bað, að velflest blöð og tímarit Bandaríkja- maona fordæmdu það sem gerðist suður í Mississippi á dög- unum, er tvö hvít fúlmenni voru sýknuð af þeirri ákæru að hafa drepið blökkudreng. Auðvitað reyndu kommúnistar af gera sér mat úr þessu og æptu, að þanriig væri réttarfarið vestra. Þegar óhappaverk sem þetta, sem nefnt var, koma fyrir, eru ávallt til frjáís blöð, bæði í Bandaríkjunum og annars staðar, sem fordæma slíkt. Þar birtist samvizka þjóðarinnar. Og vegns þessara viðbragða blaðanna og alls þorra mánna á vesturlönd- um, féll áróður kommúnista út af þessum atburði máttlau: miður. Af sömu ástæðu þykir sjálfsagt að birta listdóma um frá- bæran, rússneskan snilling, sem sækir Bandaríkin heim. Þar ei ■þess getið, sem vel er gert, og skiptir vitanlega engu máli, hvori snillingurinn er rússneskur eða ekki. Á þann veg geta frjáls blöð skrifað, og það eitt skipulag, sem leyfir slík vinnubrögð •er mönnum sæmandi. Þetta er skipulag vestursins^lýðræðisins Engum ilettur í hug, áð Iýðræðisfyi'irkoinulag sé gallalaust. og þaðan af. síður, að ekki mégi að, stjéfnarfortni og háttunr hinna vestrænu ríkja finna. En það ^fýeins og V/illiam Faulknei sagði á dögunum: „Lýðræðisíormið er það fullkomnasta, serr manninum hefur enn tekizt að fhma upp.“ Þess vegna munu vestrænir menn verja það með oddi og egg, ef á það kynni að verða ráðizt. í Rússlandi búa að sögn eitthvað nálægt 200 milljónurr manna, sundurleitt fólk af ýmsu þjóðerni. Skyldi það aldrei koma fyrir, að þar sé stolið eyris virði, maður drepinn, váleg tiðindi gerast eða annað,' sem fyrir kemur.í löndum .þeim, sem ■okkur éru kunnari? Hvei-jum dettur í hug að trúa því? .Rússar eru sjálfsagt hvorki verri 'né betri menn en fólk. upp og ofan í héiminum, en það hlýtur þó að vera nokkurn veginn vist, að. ■þeir eru engir éhglar. Hver er 'þá skýringiii á því, að aldrei fréttist um néitt slíkt? Hún er nærtæk. Hún er sú, að blöðin segja aldreí annað en það ■em kommúnistaflokkurinn og ráðamerm hans vilja, beim er Jögð línan, og sama er u.m útvarpið. Þar er prentfrelsi ekki til, irekar en mál-, skoðana- eða fundarfrelsi, að maður tali ekki um verkfailsrétt. Þetía er munuriim á austri og vestri, og meðan bessi munur «r svo djúpstæður, sú gjá svo breið, verður hún ekki brúuð. Til þess, að einlæg samvinna geti haíizt milli þjóðanna, verða i>ær að njóta sjálfsagðra mannréttinda. AðalÍHudnr félagsiias var í gæi’Í4.v®lali. Á aðalfundi Varðar, sein haldinn var í gærkveldi, var Davíð Ólafsson íiskimálastjóri kjörinn formaður félagsins. Birgir Kjaran hagfr., sem verið hefur formaður þess undanfarin þrjú ár og stjórnað því af mikill festu og dugnaði, flutti skýrslu félagsstjórnar. — Leiddi hún í ljós, að í félaginu eru nú á 4. þús. manns, og hagur þess með miklum blóma. Meðstjórnendur voru kjörrnr beir Barði Friðriksson lögfr., Páll Björnsson stýrimaður, >igurður Jónasson trésmíða- neistari, Sigurður Péturssori gerlafr. og Sigurjón Jónsson iárnsmiður. Fumdarstjóri vat Tóhann Hafstein alþ.m., og oakkaði hann fráfarandi for- nanni mikið og gott starf í ’págu félagsins. i» tl starfa. irezkur togari sekk®* hér við land. Togariim Barry Castle frá Grimsby sökk í gær í mynni ísafjarðar og með honum fjórir menn. Fyrr um nóttina hafði skípið sent út hjálparbeiðni og var þá statt norður af Horni. Hafð:‘ skipið orðið fyrir áfalli og flæddi í það sjór. Loftskeyta- stöðin á ísafirði mun hafa Eylgzt með skeytasendingurr togarans, en ekki töldu skip- verjar ástæðu til að íslenzk skiþ reýndu að koma til hjálpar bar sem brezkir togarar vorv á næstu grösum. Annar brezkúr togari kom vír yfir í Barry Pastle og hélt með hann áleið’is til lands, en þá sökk hann skyndilega undan Rit. Matsveina- og veitingaþjóna skóli íslands var settur í Sjó- maimaskólanum í fyrsta sinn í gær, en hann tekur nú til starl'a sem ríkisskóii. j Meðal gesta við skólasetn- ’ inguna var menntamálaráð- herra, Bjarni Benediktsson, er flutti ávarp. Enn fremur töl- juðu Lúðvík Hjálmtýsson for- i maður skólanefndar og Tryggvi Þorsteinsson skólastjóri, sagði skólann settan. Skólinn mun starfa í þremur deildum, fram-1 reiðsludeild, matreiðsludeild og deild fyrir nemendur er hyggj-i ast starfa á fiski- og flutninga- skipum. í vetur vei'ða 16 nem- endur í skólanum. Námstíminn hjá tveim fyrrtöldu deildunum eru 3 ár, 4 mánuðir hvert ár, en í síðastnefndu deildinni er 'námstímiiin 4—8 mánuðir. ‘ [ | Auk skólastjórans er Sigurður1 B. Gröndal fastakennari við skólann, en stundakennarar verða þeir Óskar Magnússon, Helgi J. Halldórsson og Þor- steinn Kr. Þórðarson. Auk mat- reiðslu og framreiðslu verða þessar námsgreinar kenndar við skólann: íslenzka, enska, danska, franska, reikningur, bókfærsla, næringarefnafræði og ef til vili fleira. Að lokinni skólasetningunni naælti Theódór Ólafsson nokk- ur orð fyrir hönd framreiðslu- og matreiðslumanna er luku fyrstu sveinsprófunum hér á jlandi í þessum iðngreinum fyr- ir 10 árum, og færði skólanum Iað gjöf frá- þeim matreiðslu- tæki. í 3R.-gjöld hækka e.tv. aftur á næsta ári. Eins og auglýst hefur veriS blöðum og útvarpi, heftat tjórn- Sjúkrasamlags Iteykja- •íkur orðið að hækka iðgjötd amlagsmanna frá 1. þ. m. að elja nm 8 krónur og verða þau ■8 krónur á mánuð’i. Eins og jafnan áður. var dreg ð að hækka iðgjöldin þangað il hækkun varð með eiigu nóti umílúin. í maí í vor vár isetlað, að samlagið mundi á. írinu koma út með halla, nokk ið á annað hundrað þúsund crónur. Útlitið versnaði eftir iví sem á leið árið og hinn 1. iktöber skeði hvort tveggja, að yfjaverðskrá hækkaði og að .arnlaginu var tilkynnt hsékk- in dag'gjalda í Landspítalanúm, úr kr. 75.00 í kr. 90.00. Hefur iaggjald annarrá. sjúkrahúsa jafnan undanfarið hækkað svipað og sarntímis daggjaldi Landspitalans. Þegar svo . var kom'ið, þótti sýnt að rekstrarhalli á árinu mundi verða yfir Yz milljón króna, og þótti ekki fært að láta samlagið taka á sig þann hálla. Iðgjaldahækkunin í tvo mánuði gerir lítið eitt betur en að vinna upp hallann, verði hann ekkí méiri. Útgjöld ársins verða þá um 3 millj. kr. hærri en árið 1954. Á næsta ári er áætlað ,að út-; gjöld samlagsins verði um 28.6 millj. króna bg er það um 5 milljónum meira en gert er ráð fyrir á yfirstandandi ári. Nálægt helmingi þeirrar hækk- unar er vegna daggjaldahækk- unar í sjúkrahúsum, en dag- gjöld Landspítalans munu um áramót hækka í 100.00 kr. — Af himirn helmingnum er aftur ríflega helmingur vegna auk- innar heiibrigðisþjónustu og munar þar niest um hinn nýja hjúkrunarspítala í Ileilsuvernd-: arstöðimii, s.em áætlað er að kosti samia^ið ca.; 1.3 millj. kr.' á næsta.á}i,,auk þess se.m síór- aukin heilsuverndarstarfsemi og hin nýja, fullkomna slysa- varðstofa skapa. einnig aukin útgjöld. —Að öðru leyti er um að ræða hækkun á þeim lið.um, sem beint éru buiidnir við vísi- tölu, en reiknað er með sömu vísitölu og gert er ráð fvrir í íjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Það verður sennilega aldrei nógsamlega brýnt fyrir fólki, hve nauðsynlégt er að hafa eigur sínar brunatryggðar. Það er hörniulegt að lieyra þær fréttir aftur og aftur, þegar stórtjón liefur orðið af bruna, að eigur viðkomandi hafa verið ótryggð- ar, en það er nijög algengt, alltof algengt. Það virðist miklu frem- ur vera undantekning, að verð- mætin séu tryggð eða nægilega tryggð. Ennþá er fjöldi manna, sem ekkert tryggir og myndi standa slippur og snauðar úppi, ef eldsvoða bæri að liöndum. En þó er sá hópurinn stærri, er fylg- ist ekki með verðbreytingum og liefur lágar tryggingar, sem tekn- ar liafa verið fyrir mörgum ár- um, en svara að engu leyti til Jieirra breytinga, sem liafa orðið á verðmætum á Jieim tíma, sem liðinn er síðan þær Voru teknar. Bústofninn ótryggður. Að vísn er gert ráð fyrir þvi í lögum, að liúsbyggingar séu allar að cinliverju leyti tryggð- ar, og er Jiað mjðg nauðsynlegt. En engu síður ætti það að vera með tilliti til bústofns bænda. Það er ekki lítið tjón fyrir bónda, sein á alla sína afkomu undir sjö kúm, að vakna við það einn morg- uninn, að þær liafi allar brunnið inni í fjósinu um nóttina, og hann hafi ekki gáð að þvi að tryggja sig fyrir þessum skaða. Það er spurning livort bóndinn á að geta ráðið því, hvort bú- stofninn er tryggður eða ekki. Og vel myndi Jiað að minnsta kosti koma lionum, að fá fjár- bætur, sem gerðu honum kleift að kaupa sér nýjar skepnur. — Bóndinn, sem missir kýrnar sínar í bruna, verður fyrir tvenns kon- ar tapi, fyrst og fremst tapi á þeirri fjárhæð, er kosta myndi að kaupa nýjar með því vcrff- lagi, er gildir á hverfum tima og svo reksturstapi, því engar eru tekjurnar, þegar eiigar eru skepnurnar. Bústofninn þýrfíi því að vera vel tryggður. Hver bætir? Ilver bætir svo slíkt tjón? Auð vitað kemur það beint eða ó- beint niður á riki og sveit, ef bóndinn á ekki að flosna upp af jörðinni. Og svona er það hjá mörgöm í bæjunum. Það er alltai' viðkvæðið, þégar t. d. braggi brennur, að iníiánstoklcsmunir hafi verið ótryggðir, eða þá svo lág't tryggðir að ekki stendur í neinu viðhlítandi lilutfalli við verðmætin, sem brenna. Það er rétt, að inn.bú manna er mjög misjafnt, svo crfitt er að gera ráð fyrir tryggingu á því, svo ekki sé meira eða minna tjón. En veí mætti lögskipa lágmarkstryggingu til Jiess að menn gætu almennt fengið sér Jiað alira nauðsynleg- asta, Jiegar Jieir liafa orðið fyrir álgeril tjóni vegna eldsvoða. — Eólk ætti blátt áfram ekki að fá áð rivðá í þéssum efnum, þvi slíkt tjóii kemur oftast niður á öðrum, óbeinlínis, ef engar tryggingar hafa verið. — kr. Áð endingu skal það fram .tekið.að áætlunin, sem hækkun þessi. byggist; á, yar höfð eins 'íág og nokkur skynsemi var í; og verður því fljótlega að end- urskoða hana. Við það bætist, að á næsta ári er gert ráð í'yrir talsverðri fjölgun sjúkrarúma, en hvert nýtt rúm mun kosta samlagið allt að kr. 38.000.00 á ári. — Er því mjög hætt við því að iðgjöld þurfi að hækka eitthvað fyrri hluta næsta árs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.