Vísir - 15.11.1955, Blaðsíða 1

Vísir - 15.11.1955, Blaðsíða 1
4 S5. árg. Þriðjudaginn 15. nóvember 1955 260. íbL Aðeins einn togari er nu á kerfavei! En 12 velða fyrir en hinir i saBf Karfaveiðunum má nú heita fyrradag lokið og hefur togurum, er þær veiðar stunduðu eingöngu, far- ið fækkandi síðan er karfaverð- ið lækkaði 27, f. m. Aðeins eitt skip stundar nú karfaveiðar. Ekki eru nákvæmar upplýs- ingar fyrir hendi eins og sakir .standa um það, hversu margir togarar stunda saltfiskveiðar nú, en þeirri hefur farið fjölg- andi; og sumir í höfn að búa sig undir að fiska í salt. Tveir af togurum Bæjarútgerðar Hafn arfjarðar fiska nú í salt, Júní, sem fór á veiðar í fyrradag og' Júlí, sem lét úr höfn í dag. Á- gúst er inni með brotið spil, en Jíklegt er, að hann fari einnig á saltfiskveiðar Hafnarfjarðar- togarinn Röðull fiskar einnig í salt. Af togurum Bsejarútgerðar Reykjavíkur fiska eftirtalin skip í salt: Skúli Magnússon, Jón Þorláksson, Pétur Hall- dórsson og Þorkell máni. Hall- veig Fróðadóttir stundar karfa- veiðar. skar fyrir þann markað, Bjarni Ólafsson mun vera í þann veginn að fylla sig og sig'lir til Þýzkalands. Ingólf- ur Arnarson er á veiðum fyrir Þýzkalandsmarkað og Þorsteinn Ingólfsson fer á veiðar fyrir þann markað í dag. Slæmar gæftir. Gæftir á togaramiðum fyrir vestan land hafa yfirleitt verið fremur slæmar undangenginn háífan mánuð, var þó eitthvað skárra seinustu dægur, en nú mun komin suðaustanbræla á miðunum. Sumarveður á Akureyri. Ljósmyndarar fengu leyfi til að taka myndir af Eisenhower forseta nýlega í sjúkrahúsinu J Denver. Hér sést forsetinn vera að búa sig undir myndatökuna. i W.W.WA^VVlAW.WVWwÍvWWW.V'^VUVViiWWWUVIiWAW.W.V^WJV.W.IÍ! Gífurlegt veiðarfæratjón varð li|á sildveiðiflotanum ð Frá fréttaritara Vísls. Akureyri í morgun. Á Akureyri er komið blíðu- veður að nýju, snjór tekinn upp með öllu af láglendinu og sam- göngur greiðar orðnar. í gær var hér sumarveðrátta með 11 stiga hita. Tók snjó þá upp langt upp eftir fjallahlíðum en Vaðlaheiði er þó enn grá efst uppi. Vegir eru enn færir frá Ak- ureyri og norður um alla Þing- eyjarsýslu nema Reykjaheiði, sem várð ófær í hríðarveðrinu á dögunum. Hins vegar aká bíl- togararnir Surprise og Bjarni ar um Mývatnssveítarveg til riddari fiska fyrir Þýzkalands- j Grímsstaða á Fjöllum og þaðan markað og Akranestogarinn niður með Jökulsá niður í Ax- Akurey, sem fór á veiðar í arfjörð og Kelduhverfi. •WWUVfVv.rtrWWWWVWMVMVIWWWWUWWW^^WW^WM'UW Þýzkalandsmarkaður. Um 12 skip munu vera á veiðum fyrir Þýzkal.-markað, Samkvæmt samningum mega landanir standa til 15. des., en stundum hefur löndunartíminn verið framlengdur. Ekki munu horfur vera þær, að það gerist :nú, og jafnvel heyrzt að óskað hafi verið eftir að löndunum verði hætt fyrr en um hefur verið samið, þar sem búizt er við miklu fiskmagni úr þýzk- um togurum. Hafnarfjarðar- Mikil atvinna á Akranesi. Undirstöðnr semcntsverksniiðj- iiuiiax’ nærri iullsteyptar. Frá fréttaritara Vísis. — búist við, að meira verði landað Akranesi í gær. Nokkur skriður er nú farinn að koma á útflutning afurða ihéðan. Voru nokkur skip hér í s.l. viku, sem lestuðu hér af- urðir, og nokkur eru væntan- leg. Goðafoss, Drangajökull og Vatnajökull hafa tekið hér freðfisk til Bandaríkjanna og Ráðstjórnarríkjanna, en tveir fossar eru væntanlegir innan skamms. Verið er að ganga frá skreiðarpökkum, sem Dísarfoll tekur. Mikil atvinna er enn hjá út- gerðarmönnum við afurðir, aem út verða fluttar. Vart er af karfa á þessu ári. Sementsverksmiðj an. Langt er komið að steypa undirstöður sementsverksmiðj- unnar og vinna við það um 30 manns. Þegar því verki er lokið er búist við, að hlé verði á fram- kvæmdum við sementsverk- smiðjuna, þar til í marz að ári. Ógæftir. Bátar hafa ekki verið á sjó undangengna daga veðurs vegna, en eru nú í róðri. Húsabyggingar. Allmikið er um húsabygg- ingar hér og enn unnið við þær, enda viðrar vel til þeirra hluta. Bátar sökkva í aftakaveðri. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Síðastliðna . laugardagsnótt sukku tveir bátar í aftakaveðri á bátalæginu við Flatey á Skjálf anda. Fyrir helgi gekk eitt versta norðanveður, sem elztu menn rekur minni til, yfir Flatey á Skjálfanda og var sjógangur að ( sama skapi stórkostlegur. í þessu véðri sukku tveir litl— ' ir vélbátar, sem lágu á báta-1 læginuf með rá og reiða, en alls j voru þar 7 smærri og stærri bátar, sem eyjarskeggjar áttu. Báðir bátarnir, sem sukku voru ótryggðir og bíða eigend- urnir því tilfinnanlegt tjón. — Eigendur bátanna eru þeir Gunnar Guðmundsson og Hólm geir Jónatansson. í Flatey bíða nú 3—4 þúsund pakkar af fiski til útskipunar, en fisktökuskip er væntanlegt um n.k. mánaðamót. JTaliö aS íMMP^7ÍM$ sí&i haíi rifmað «// ijón>i*k wuem i ans fi sniiSjj. iis\ Bátar hér við Faxaflóa, sem fóru á síldveiðar í gær urðu fyrir meira veiðarfæratjóni í nótt en dæmi eru til á einni nóttu áður. Sturlaugur Böðvarson útgerð armaður á Akranesi skýrði Vísi svo frá að samkvæmt lauslegri áætlun útgerðarmanna, myndi veiðarfæratjónið í nótt nema samtals um hálfri milljón króna og að 600—700 net myndu hafa rifnað. Svo sem kunnugt er hefur helzt orðið lát á ásókn háhyrn- ingsins er flugvélar varnarliðs- ins hafa stökkt honum á flótta, en nú hafa þær herferðir legið niðri um skeið sökum þess að sprengjurnar sem notaðar hafa verið til árásanna, voru gengn- ar til þurrðar. í dag var þó ein- hver von um að hægt væri að hefjast handa að nýju og var gert ráð fyrir því að flugvél yrð send gegn háhyrningatorf- unum. Ekki er blaðinu kunnugt um hvort af því hefur orðið. í nótt var yfirleitt afbragðs- veiði hjá . síldveiðibátunum, en landlega hefur verið hjá flot- anum frá því fyrir helgi. Akra- nesbátar fengu t. d. frá 70 og upp í 200 tunnur á bát í nótt þrátt fyrir netarifrildig. Alls fengu 10 bátar þaðan 1200 tunn ur og var Ásbjörn með mestan afla, eða 200 tunnur. Svipaða sögu höfðu Sandgerðisbátar að segja. Þeir vóru með 90—200 tunnur á bát og voru Víðir II. og Sæmundur aflahæstir. Keflavíkurbátar eru ekki nema þrír á síldveiðum og fengu þeir nokkru minna, eða frá 50 og upp í 130 tunnur. Veiðiveður var hið ákjósan- legasta í nótt. S.-Afríka lokar skrif- stofum hjá Sþ. Suður-Afríkustjóm hefur lokað skrifstofum sínum á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna í New York. Þær verða lokaðar meðan nú- verandi allsherjarþing situr, í mótmælaskyni gegn íhlutun SÞ. um málefni S-Afríku, er sambandsstjórnin telur vera aL ger innanríkistnál. Líftryggði móður sína — varð 44 manns að bana. Tvítugur piltur handtekinn f Denver. Ungur Bandaríkjamaður, Gil bert Graham, hefur verið sak- aður um að granda farþegaflug- vél þeirri, sem fói st yfír Colar- do í byrjun fyrra mánaðar og með henni 44 manns. Pilturinn, ser er rúmlega tvítugur, er sakaður um að hafa komið dynamiti íyrir í flugvél- .inni. Nokkru áðiir on flugvélin fórst líftryggði hann móður 1 sína og var svo frá skírteininti gengið að líftryggingin skyldi honum greidd, er hún félli frá. Líftrygging þessi varð til þes-s, að lögreglan ránnsakaði málið, og var pilturinn handtekinn, eft r að lögregla hafð gefið honum nánar gætur um hríð og athug- að allt, sem málið varðaði. Móðir piltsins var farþegi S fíugvélinni sem fórst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.