Vísir - 22.11.1955, Blaðsíða 5

Vísir - 22.11.1955, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 22. nóvember 1955 ▼ fSIR Lífsskoðun Alberts Schweitzers. Hann er talinn fjöihæfasti snillíngur, sem uppi er á vorum dögum. Sí&ari hluti. Þetta er ekki ný uppgötvun, að Schveitzer hafi ekki iært þetta a f neínum kenniföður, heldur lifað það á persónulegan hátt. Búddha hefur bent á þessa stóru frumstaðreynd lífsviljans og aðrir fleiri Indverjar, og Schopenhauer og Nietzsche á sinn. hátt lærðu af þeim. En nu er spurningin þessi: Hvernig á maðurinn að bregðast við þess- ím vilja, lífsþráinni, þessum. orkustraumi, sem knýr allt fram, sem kvikar, hefur sent 'hann sjálfan út í þessa tilveru, lokkar hann með hillingúm æskuáranna til þess að ganga fagnandi út í óvissuna, knýr hann með vélabrögðum ástar- ,,innar til þess að auka sitt kyn en heimtar sitt alit aftur að lokum með kvöðum þrauta og harmkvæla? — Buddha sagði og Indverjar flestir og Schop- ehhauer: Vér segjum þessúm blinda vilja upp, afneitum hon- um. Þessa kostar eigum vér völ. En Schweítzer segir: Þetta er engin lausn. Þetta er örþrifa- ráð, óeðli. Þegar lífsviljanum er boðið að breyta sér í and- stæðu sína og buga sjálfan sig, þá er farið fraxn á eitthvað, sem er ónáttúrlegt, ósatt og ófram- kvæmanlegt, afstaða mannsins verður haldin innri mótsögn. Maðurinn getur ekki verið eðlilegur og sannur nema með því að játast lífsvilja sínum, E’n um leið og vér játumst líf- inu og hugsum ofurlítið ut í, hvað vér erum að gera með því, þá hljótum vér að kenná þess- arar sérstæðu tiifinningar, sem engin tunga á í raun og veru orð ýfir, en trúmenn allra tíma hafa lifað gagnvrart undii til- verunnar: Vér reynum að kalla það lotningu. Og nú hefur Schweitzer þá trú, að hér hafi hann bent á svo augljósa, stóra staðreynd og hverjum manni svo nákomna, að hún hljóti að endast til þess að vekja nútíma- marminn af móki hugsunar- leysis og doða, en jafnframt telur hann, að slík vakning myndi geta haft hinar víðtæk- ustu aíleiðingar fyrir hina sið- gæðislegu afstöðu og mennin’g- arlegu þróun. Og það er í sjálfu sér rok- rétt ályktun.. Lífið í mér og lífið í þér er af einu eðli, sama toga, það er eitt og sama líf, sem er í oss öilum. Og vér hljótum að bætá við: Það er eitt og sama líf, sem í öllu kviku bærist. í þínu lífi lifir þú mitt líf. og allra annarra. Allt, sem lifir, finnur til eins og.þu, þráir að lifa, eips og þú, þú þarft m. ö. o. ekki annað, en skyggnast. í eigin barm, þegar þú skiptir við aðra lífveru, þú veizt ná- kvæmlega, hvers hún væntir af þér, því að hún skelfist sárs- auka,. flýr dauðann, hún er gagntekin iífsþrá, alveg eins og þú. Og hér er komið að höfuð- atriðinu hjá Schweitzer: Hann ■ telur sig hér hafa bent á' al- gilda viðmiðun - um bréytni, algildan mælikvarða á illt og gott. Gott er að vemda líf, styrkja og styðja líf til þess að njóta sín eins vel og þvi má auðið verða. Hitt er illt að eyða lífi eða vinna því tjon. Þetta telur Schweitzer vera rökrétta og fullgilda meginreglu réttrar breytni. Haxm segir, að hugtak- ið „lotning fyrir lífínu" hafi öll skilyrði til þess að vera horn- steinn einfaldrar lísskoðunar, sem allir geti skilið, en sé um léið i samræmi við fyllstu kröfur heimspekilegrai- hugs- unar og við kærieikskenningu Jesú frá Nazaret. Siðfrasðin hefur hingað til fjallað eingöngu um afstöðu manns til manns.Jaine-menii og Búddhamerm hafa að vísu boð- ið að þyrma lífi og farið langt í því efni, en hvorki hafa for- sendur þeirra verið ákjósanleg- ar né framkvæmd. En þó bentu þeir í rétta átt. Sú siðfræði, sem byggist á lotningu fyrir lífinu, felur í sér allt, sem vér nefn- um kærleik, meðaukun, hjálp- fýsi. Og hún gerir kröfu til þess, að allt líf sé heilagt, líf jurtar og dýrs alveg eins og líf manns. Og nú hugsar þú, áheyrandl minn: Hvernig fer hann sjálfur að því að lifa eftir þessari kenn- ingu, og það á jaðri frumskóg- ar í hitabeltinu, þar sem allt morar í illyrmi og þar sem eng- inn getur lifað dægúrlangt, án þess að: verða bókstaflega upp- étinn, hema hann sé sifellt á verði og sídrepandi á alls hátt- ar óféti. Og sjáífur er hann læknir, og það ér víst óbeysinn læknir, sem kennir, að ekki megi granda neinu lífi, — 'bakteríur éru líka líf. Það er óþarft að taka fram, að Schweitzer hefur tekið eftir því, að kenning hans steytir á rökhnökrum. Hann segir: Hér blasir við ein gátan enn, og ekki sú smæsta: Lifsviljinn er sjálf- um sér sundurþykkur. Líf berst við.lif, ein veran lifir á annarri. í mánninum einum er lifsvilj- inn vitandi um lífs\"ilja annarra vera þannig, að hann getur fundið til með þeím. En mað- urinn kemst ekki hjá því. heldur að lifa á öðru lífi, tortíma öðr- ‘uni verum til þess að geta bjargast sjálfur. Hverju hefur Schweitzer hér við að bæta? Hann segir: Náttúran lýtur þessum hörðu lögum. Tvídrægni lífsviljans er staðreynd. Þéirri staðreynd fá- um vér ekki hnekkt. Hér er lögmál, sem maðurinn getur ekki kómið sér undan. En mað- urinn veit til sín, gerir sér grein fyrir skýldleika allsíífs og þéss vegná hlýtur liann að afneita sundurþykki lífsviíjans og vinna á móti honum eftir því sem í hans valdi stendur. Hann lýtur ekki aðeins náttúrulög- um, heldur og lögmáli vits og. samvizku, Hið andléga lögmál á að fá yfirhönd yfir náttúru- lögum. Hversu mjög sem yér neyðumst til þess að rjúfa gríð ■á lífinu,'þá’ megúm- vér aldrei una því, vér verðum að muna, að vér bökum oss blóðskuld hverju sixmi sem vér fremjum morð. Það mætti hugsa sér að flokka lífverur eftir nytsemi eða skaðsemi og marka þannig manninunr bás. En sú leið er ekki fær að áliti Schweitzer. Vér getmn aldrei sagt uxh nokkurt lif, að það sé án gildis og því megi sóa því að vild. — Hvað vitum vér um það? Hvað vitum vér um hlutverk ann- arrar lifandi veru í sköpunar- verkinu? Þegar menn fara að flokka og virða sumt líf að vettugi, þá er ekki við neitt að styðjast, það fer eftir duttlung- um, hvar skilið er niilli feigs og ófeigs, hvort mörkin eru dreg- in ofanvert við skordýr eða frumstæðar þjóðir. Schweitzer neitar allri slíkri aðgreiningu. Hugsjónin er að þyrma öllum, hlúa að. öllu. Það er ekki uxmt að ná þeiiTÍ hug- sjón, vér náurn ekki takmarki fullkomleikans, en vér megum aldrei sætta oss við það, aldrei una því að komast aðeins af stað, aldrei rneiða né myrða með góðri samvizku. „Því nær, sem árekstramix (milli hug- sjónar og veruleiks) ganga oss, því sannari eruxh vér. Hin góða samvizka er uppfinning djöfulsins.“ „Eg fagna hinum nýju lyfj- um við svefnsýki, sem gera mér fært að vernda líf, þar sem eg varð áður að horfa upp á kvalsaman sjúkdóm. En hverju sinni sem eg horfði á svefn- sýkisýklana i smásjánni, get eg samt ekkí annað en hugsað, út í það, að eg skuli verða að eyða þessu lífi til þess að bjarga öðru. Eg kaupi ungan fiskiöm, sem landsmenn hafa veitt á sandeyri í ánni, til þess að bjarga honum úr miskunnar- lausum hönduni þeirra. En nú verð eg að kjósa um þá tvp kosti, hvort eg eigi að láta haim verða _ hungurmorða eða hvort eg eigi daglega að drepa þetta marga smáfiska til að halda lífi í honum. Eg tek síð- ari kostihn. En daglega leggst það þungt á huga minn, að eg skuli taka ábyrgð á að fórna lífi fiskanna fyrir fuglinn.“ Schweitzer vill ekki setja fram neina ahnenna reglu um það, hvenær lífi megi granda, hvenær ekkí. En hann segir: Þegar þú hefur líf i hendi þér, ber þér að spyrja: Rekur mig nauður til þess að eyða þessu lífi? Þú mátt aldrei deyða í hugsunarléysi. Þegar þú geng- ur heim frá slætti og hefur dag- langt- fellt gras handa fénaði þínum, máttu ekki af rælni slíta sóleyju við götu þína og fleygja henni .frá þér. Þvi að- 'éihs má lífi granda áð'lif liggi við og jafnvel þa'eir þáð sak- næmt, á að vera samvizkuraun. Og oss ber að muna, að skuld vor við lífið er niikil, hverju sinni sem vér getum linað þraut eða hjálpum annarri 'veru á', éinh eð'a árihan veg, erum vér áðéiiis að afplána öréindarbi'ot áf sekt Vorri við lífið. Erx að sjálfsögðu er það við- horfið til armarra manna, sém. mestu skiptir. Þar hefur hug- takið ..lö'tning fyrir Iífinu“ hinar víðtækustu afleíðingar, að Schweitzer telur, bæði í sið- fræði einstaklingsins og í þjóð- félagslegum efnum. Hún á sér meðvitund um takmarkalausa ábyrgð á velferð annarra og köllun til takmarkalausrar þjónustu. Lotningin fyrir lífinu er miskurmarlaus skuldheimtu- maður. Rödd herrnar er hættu- leg fyrir hámingjubörnin. Þú ert hamingjusamur, segir hún. Þess vegna ertu kallaður til þess að fórna miklu. Þú verður að gjalda það, sem þú hefur þegið. —- Þessi hugsun á sér langan aldur hjá Schweitzer. Þegar hann var tvítugur að. aldri gerði hann sér endanlega grein fyrir því, sem lengi hafði með óljósu móti verið að gerj- ast í honum, að hann ætti ekki sjálfur gáfur sínar, hrej'Sti sína og þrek, honum væri Íánað þetta til þess að hann fórnað.i því aftur beinlínis í kærleiks- þjónustu við aðra. Hann komst þá að þeirri niðurstöðu, að hann mætti lifa fyrir vísindi sín og list sína til þrítugs, síðan yrði kærleikurinn að eiga krafta hans alla. Hann vissi ekki fyrr en síðar að hommi var æílað að fara til Afríku og starfa þar. Schweitzer segist hafa viljað bregða upp blysi fyrir augum mannk\rns á dimmum -tímurn. Menningin er ekki dæmd að hrynjá. En henni er ekki held- ur áskapað áð Iifa. Það er allt eftir því, hvaða andi’ hefur taumhaldið. Heimurinn þarfnast nýs hugar. fars, hann þarfnast fyrst og. fremst andlegra ævintýra- manna," éins og Sehweitzer kemst að orði, . manna, sem leggja út í að léita gleymdra. landa fórnfýsinnar, kærleikáns. Hið hvíta kyn hefur v'erið ó- trautt í fráriisókn sinni á sviði efnis og ytri yfirráða. En nú er þörf að leita á onriúr mið. „Vér höfum orðið svo drukknir af framf örum í þekkingu Og kunn- áttu, að ver gleymdum að sinná andlegum vexti. Og nú er svo komið, að menn geta trúað á allar framfárir nema þær, að manninum geti sjálfum farið fram andlega. Gleiðgosaleg of- trú á ytri getu, samfara vantrú á andlegum verðmætum — þetta er meinið í samtíðinni. Ti'úin á hið ótrúlega þarf að vakna — ekki hjátrúin, sem hinn hvíti maður er aftur tek- .inn að gæla við, heldur trúin á mildina, miskunnsemina, hóg- værðina, ástúðina, hjaxtahrein-' leikann — þetta allt, sem Jesú talar um sem sjálfsagða hluti, en nú þykir jafnsjálfsagt að líta á sem óra eina. Hin dularfulla tilvera birtist ekki aðeins sem iífsvilji, vér menn höfum skilyrði til þess að' skynja kærleiksviljánh í henni og bak við haríá. Hvernig lífs- viljinn og kærleiksviljinn er eitt í Guði, frumgrumú alls, sem er, það fáum vér ekki skilið það, en þegar vér iifum kæreiksviljann í hjörtuin. vor- um, erum vér í Guði og eigum hið eina nauðsynlega. Þekk- ingin líður undir lok, kærleik- urínn fellur aldrex úr giidi. Það blys sem Schweitzer liefV ur bi-ugðið upp er líf hans sjálfsj. míklu fremur en lífssko'ðun ogf végna þess ævistarfs, sem eftir! hann liggur, verðskuldar hann;. áheyrn öðrum samtíðarmönn- um fremur. Hann ætlast ekkif til þess, að verða tekinn ti|. bókstaflegrar fyrirmyndar. Eni. öllum er ætlað að þjóna lífinu’. í kærleika með einhverju móti*. fórna lífi fyrir annarra líf. Fónt. getur virzt óásjáleg. Fórn ann- ars er áberandi. Enginn skyldíi annan dæma. Það er hvers eins; Ieyndarmál, hvaða fóm hanni. færir. „Eri allir skulum vér vita. að þá fyrst fær líf vort sittr. sanna gildi, þegar vér lifum,. eitthvað af saun.leika orðanna: Hver, sem týnir lífi sínu, muni, finna það.“ Sígurbjöm Einarsson. ! vegur— engir skattar Frá fréttaritai-a Vísis. —>1 Oslo í nóvember. Skattgreiðendur í tveim; döluni í Háttfjelldids-hvei'f'i hafa tilkj-nnt ríkisstjórninni,. a& þeir nuuii enga skatta. greiða, fyrr en vegur hafB verið iagður imi dali þeirra.. j Þegar vetur gengur í garð. og eklii er hægt að nota báttt á vatni einu, sem báðir dal- jrnir liggja að, verða menra. að bera allaix varuing að og»- frá bæjum sínunt 25 km. Spánverjar hækka fjárlog. . .Fjárlög Spánar á næstu tveinl árum verða hin hæstu í sögrt landsins. Þau-munu nema 35 niilljörð- um peseta, eða rúmlega 14 millj örðum króna. Er það fjórðvmgft. meii'a en fvrir árin 1954;—55- Spánverjar semja ætíð fjúrlögp síri til hveggja áx-a í senn. . LAMPAR i ÞYZKU gólflamparnis* f eru komnir aftuir. Pantamr pskast sóttar sem f)TSt. Skermabúðin Laugavegi 15. Sími 82635 I I Jih

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.