Vísir - 12.12.1955, Side 4
Vf’&IB -
Má nu dagÍTj n desember ‘1935. •
/Evintýri H.C.
Andersens.
Fyrir 150 árum eignuðust
fátæk hjón í Odense dreng, sem
hlaut nafnið Hans Christian
Andersen. Nafn þessa drengs
er nú þekkt um allan hinn
menntaða heim vegna æfintýr-
-anna, sem hann sagði litlum
börnum í vinahópi sínum og
•skráði síðan. Mér vitanlega
hefir rúmur helmingur æfin-
týra hans verið þýddur á ís-
ienzku og notið hér vinsælda
eins og hvarvetna annars stað-
. ar. Því fer þó fjai'ri að öll æf-
intýri H. C. Andersen séu fyrst
og fremst við barna hæfi og
ber rhargt til þess. H. C. Ander-
:sén var einmana maður, ákaf-
iega tilfinninganæmur. Hann
var alinn upp í fátækt, en lifði
manndómsárin meðal yfirstétt- :
ar, sem dáði hann á vissan
'hátt en gleymdi samt seint
uppruna hans. Takmörkin, sem
hann setti sér í æsku, urðu æv-
ina út fjarlæg. Fyrst vildi hann
Jæra að syngja og leika, en það
mistókst. Þá vildi hann vinna
sér frægð við leikritagerð,
mistókst líka. Loks fór
.semja .sögur og æfintýri og þá
kom frægðin honum að óvör-
um.
Á unga aldri unni H. C. An-
dersen ungri stúlku hugástum
og margt bendir til þess að hún
hafi einnig unnað honum, en
var þá öðrum heztin. H. C. An-
dersen kvæntist aldrei og á efri
árum fann hann mjög til ein-
manaleikans. Þá urðu börnin
til þess að flytja sólskin inn í
líf hans. Þegar hann heimsótti
vini sína, komu born þeirra til
skáldsins og báðu um sögu. Til
þess að geta látið óskir litlu
vinanna rætast, samdi H. C. An-
dersen sum æfintýrín og þau,
sem bezt eru við barna hæfi.
En hann samdi líka önnur æf-
intýri, að vísu í því formi að
hentað gat börnunp en grunn-
tónninn var samt biturt háð og
ádeilur, rökstuddar með : lífs-
vísdómi þessa bráðgi-einda
mánns. Ef skáldið hefði ekki
i'alið slílcan boðskap í ævin-
týrahjúpnum er eins líklegt,
að hann hefði orðið að flýja
laád.
Bókaútgáfan Sctberg hefir
nýlega gefið út fjögur æfintýri
hins mikla.meist.ara, Næturgal-
ann, Litla Kláus og Stóra Kláus,
Svínahirðinn og eldfærin. Þessi
æfintýri eru öll svo kunn, að
óþarfi er að ræða efni þeirra
sérstaklega. Hins yegar er
ástæða til að benda á, að æfin-
týrin eru myndskreytt, með
nýjum verðlaunamynduny sem
jistamaðurinn Gustav Hjort-
jund gerði í tilefni af 150 ára
afmæli skáldsins. Þarna birtast
gamlir kunningjar í nýjum bún
ingum og skrautlegir mjög; tél
eg víst, að börnin kunni vel að
meta nýju fötin þeirra.
Eg’ gat þess hér á undan, að
æfintýri H. C. Andersen eru
okki nándar nærri öll sérstak-
lega vel við barna hæfi. Enn
eigum við íslendingar ekkert
eiginlegt úrval af æfintýrum
hans og væri það gott hlutverk
íianda forstjóra Setbergs, að
koma slíkri útgáfu á laggirnar.
Bókaútgáfa hans í vetur bend-
ir til þess, að hann muni eiga
nargt ógert á þessu sviði.
Ólafur Gunnarsson.
Myndirnar eru margvislegar, bæði úr\>æjum og sveitum. Þarna sést m. a. góðskáldið sr. Matthíus Jpchur.’s-
.son standa á tröppum Odda-kirkju, Helgi Helgason tónskáld með hp-rnaflokk sinn á Lækjartorgi, Kallgrímur
í Guðrúnarkoti í réttunum, hefðarkonur í skrautklæð im, Hannes Hafstein og sr. Árni á Skútustöðum á deið
úr Dómkirkjunni ásamt fleirum, gömlum kaupmennirn ir á Eyrarbakka. bruninn. mikli á AkurejTÍ, verziunar-
húsið á Borðeyri, Vopnafjörður, bændur fyrir bæjardy :um með hjúum sínum o. fl. o. fl. ; Myudirnar eru
sannur vitnisburður um islenzkt líf og íslenzka hætt i nokkra áratugi fyrix síðustu aldamót og rétt eftir þau.
Þær sýna fólkið yið 'skemmtanir, í útreiðartúr, í dan i, við spilabcrð. Þær sýna lestaferðir og sjóróðra,
ýmsa .verzlunarhætti og vinnandi fólk við hversdagsle g • störf. Sumt af því er: gleymt eða óþekkt, cn það var
samt á sínum tíma fólkið, sem með erfiði eða hagleik handa sinna hélt uþpi hinu starfandi þjóðfélagi. -r-
€fgtsniar snyntlitr hnwnnar i inshnhú$£s\
Einstök bók í sinni röð. Horfið inn í
tíð afa ykkar og ömmu, langafa og enn lengra