Vísir


Vísir - 21.12.1955, Qupperneq 10

Vísir - 21.12.1955, Qupperneq 10
10 VÍSIR Miðvikudaginn 21. desember 1955 Hún yppti öxlum aftur. „Þú ræður alveg hvort þú trúir þyí. En hvað sem öðru líður er það satt. Dettur þér virkilega í hug, John, að ég mundi leggja lag mitt við annan eins mann og Dirk Lockhart — létt- úðugan sjálfbyrging, sem mjög misjafnt orð fer af? Hvernig setti ég að vera hrifin af honum, begar allt í fari hans er einmitt það sama, sem ég fyrirlít karlmennina mest fyrir? Þesskonar flagarar sitja eingöngu um ungar og óreyndar stúlkur. Ég fór til hans til þess að reyna að bjarga vinstúlku minni, sem mér þykir mjög vænt um, og sem því miður hefur lent í klónum á honuln. Vitanlega hef ég reynt að sannfæra hann um, að hann verði að giftast vesalings stúlkunni, en mér hefur ekki tekizt að koma því í kring. Ég gerði það sem ég gat, og það munaði minnstu að ég grátbændi hann á berum hnjánum. Veslings stúlkan er bókstaflega gengin af göflunum út af honum, og .... ég verð að játa að hún hefur ekki beinlínis farið dult með þetta. En ef hann hefði kunnað sóma sinn hefði hann vitanlega gifst henni, eins og ég bað hann um að gera.“ Eloise andvarpaði og hélt svo áfram: „Því miður fékk ég ekkert nema vanþakklæti hjá henni fyrir slla fyrirhöfnina. Ég hef lært af því. Það þýðir aldrei að reyna að skifta sér af annara högum og reyna að hjálpa, jafnvel þó maður sé allur af vilja gerður. Aðrir hafa ekkert gagn af því, en sjálfur flækist maður í málið í níu tilfellum af hverjum tíu, og hefur ekkert nema skapraun af. En það verð ég að segja, John, að aldrei hefði mér dottið í hug aJ þú gætir grunað mig um að vera hrifin af manni, eins og þessum Lockhart.“ Gremja hennar virtist ekki vera nein uppgerð, enda hafði Eloise jafnan verið duglegur leikari og lagin á að falsa sjálfa sig. Andlitið á manni hennar hafði breytt um svip hvað eftir annað meðan hún lét dæ'luna ganga. Eftir beinan grun hafði hann um stund verið á báðum áttum og síðan varð hann vand- ' ræðalegur. Eloise hafði gert sér far um að vera sannfærandi. En hvernig sem á því stóð var John ekki sannfærður ennþá. Hann var ekki þannig gerður, að hann væri fljótur að láta sannfærast. „Þessi saga er fremur ósennileg, Eloise,“ sagði hann stutt. „Hún er að minnsta kosti sönn,“ svaraði hún hvasst. „En þú þarft ekki að trúa henni fremur en þú vilt.“ Og svo færði hún sig fram að dyrum, eins og málinu væri lokið. , John Trevell hugsaði sig vel um áður en hann svaraði: 1 „Ég trúi þér ef þú segir mér hvað þessi vinstúlka þín heitir, sem þú varst að reyna að hjálpa,.þegar þú fórst heim til Lock- harts til að miðla málum. Eða ennþá betra: ef þú sérð um að hún komi hingað sjálf, og staðfesti það sem þú hefur. sagt mér.“ Hann ræskti sig og bætti við: „Mér finnst þetta vera nægilega gott tilbo5.“ Nú varð þögn aftur. Hann fór að ganga fram og aftur um gólfið. Eloise þagði .enn. Hún beit fallegu hvítu tönnunum á vörina. „Ef þú gerir þetta ekki máttu ekki búast við að ég trúi þess- ari sögu þinni,“ muldraði hann eftir dálitla stund. „Þú verður að áfsaka að ég rengi það sem þú segir, því að mér finnst þessi saga beinlínis lygileg.“ Eloise reigði sig. Hún stóð beint fyrir framan hann, frökk og með háðsglott um varirnar. En hún var falleg líka. „Auðvitað skal ég segja þér hvað unga stúlkan heitir,“ sagði hún. Það getur ekki skaðað hana, því að það fer ekki lengra en til þín. Og ef þú villt, skal ég biðja hana um að koma hingað og segja sjálf frá hvernig í öllu liggur. Mér finnst það vera það minnsta, fyrir þann greiða sem ég er búin að gera henni.“ Hann hætti að skálma um gólfið. „Jæja?“ sagði hann stutt. „Hvað heitir hún. Ég lofa að ég skal þegja yfir því.“ „Það er hún frænka mín,“ svaraði hún. „Anna Carrington. Þú manst að þegar faðir hénnar dó fyrir nokkru, stóð hún ein uppi og allslaus. Ég gaf henni peninga til að komast til London fyrir og læra hraðritun og vélritun. Hún býr ein. Það er líklega ástæðan til að hún hefur lent í klónum á þessum andstyggilega Lockhart. Ég varð beinlínis uppvæg, þegar ég frétti hve náin þessi samskipti þeirra voru orðin. Auðvitað fór ég til hans í þeim tilgangi að fá hann til að giftast stúlkunni.“ Maðurinn hennar fitjaði upp á trýnið. „Ef þú segir þetta satt, á ég erfitt með að finna nokkrar máls- bætur hjá þessari frænku þinni. Ung stúlka, sem fer svona að ráði sínu, er engu betri en púta. Mér er ómögulegt að skilja, að i þú skulir hafa viljað leggja svona mikið í sölurnar fyrir hana. I Ég mundi aldrei hafa gert það, og hvað því viðvíkur að þú I fórst heim til mansins.... Þú hltur að hafa verið viti þínu fjær, Eloise!“ Hún andvarpaði. „Mér var svo órótt út af aumingja stúlkunni ,,Órótt!“ hrópaði hann. „Ég gef ekki túskilding fyrir svoleiðis fólk. En hvernig sem því er nú varið,“ bætti hann við og pírði augunum um leið og hann leit á Eloise. „Þá vil ég nú gjarnan hitta hana. Ég vil ekki efast um það, sem þú hefur sagt, góða, en samt kýsi ég fremur að fá að tala við hana. Viltu gera svo vel að biðja hana um að koma hingað í kvöld? Það er bezt að við bindum enda á þetta leiðindamál sem fyrst,“ sagði hann og að svo mæltu labbaði hann þungstígur út úr stofunni. 4. KAP. Anna sat við ski’ifborðið sitt á skrifstofunni og var að velta fyrir sér merkjunum, sem hún hafði hraðritað á blaðið fyrir stuttu. Sólskinið flæddi inn um gluggann og myndaði ferheyrn- ing kringum andlitið á henni og brettunefið og gerði rauða blæinn á hárinu á henni sýnilegan. Hún hnyklaði brúnirnar. Nú óskaði hún þess að hún hefði verið dálítið ástundunarsamari þegar hún var að læra hraðritunina í verzlunarskólanum. Mað- ur var sjálfsagt fljótur að gleyma hraðritun. Maður heldur að maður kunni hana, og svo rekur maður sig á að merkin, sem maður hefur skrifað eru jafn óskiljanleg og híeróglýfur. Það var einmitt þetta, sem hafði komið fyrir Önnu. Og hún tók sér þetta sérstaklega nærri, því að það var Cyril Red~wood sjálfur, sem hafði lesið henni bréfið fyrir, fyrir ekki meir en hálftíma. Hún kenndi því um, að hún væri alltaf annars hugar þegar hann las henni fyrir. Þegar hann horfði á hana — beint í augun á henni — og það hafði hann gert óteljandi sinnum síð- ustu dagana, flýði hver skynsamleg hugsun úr höfðinu á henni. Hún varð svo annarleg og uppvæg. Þetta var ákafléga skrítið, og hún varð gröm sjálfri sér þegar það skeði. Því að Cyril skifti hana engu, að öðru leyti en því, að hann var húsbóndi hennar þangað til faðir hans kæmi aftur. Hún hafði hvað eftir annað reynt að innprenta sér þetta. En samt varð ekki hjá því komist, að hjartað í henni sló alltaf svo einkennilega þegar hann gekk I gegnum skrifstofuna sem hún sat í við ritvélina sína, og ef hann staldraði snöggvast við og sagði eitthvað við hana fann hún að hún roðnaði alla leið í eyrnasneplanna. Hún reyndi að hlæja að þessu ástandi sínu. Það var eldgamla sagan um vél- ritunarundirtylluna, sem varð ástfangin af syni forstjórans! Og sagan varð enn hversdagslegri fyrir það að sonurinn var svo viðfelldinn. Ef hann hefði verið smámenni eða klunni, hefði orðið dálítið frumlegri og hressilegri blær yfir sögunni. Ég verð að reyna að hrista þetta af mér, reyndi hún að segja við sjálfa sig. Annars verður mér ómögulegt að vinna hérna áfram. Samt vissi hún, er hún var í þessum hugleiðingum, að Assa heillar. „Asía heillar" er ný bók eft- ir Roy Chapman Andrews, í þýðingu Ævars R. Kvaran, sem Ferðabókaútgáfan gefur út. Höfundur bókarinnar er frægur landkönnuður og nátt- úrufræðingur. Hann er Banda- ríkjamaður og var áður for- stöðumaður Náttúrugripasafns New-Yorkborgar. Auk þess, sem bókin er merkilegt náttúrufræðirit hef- ur hún tvo kosti, hún skýrir frá sönnum atburðum, sem eru áhrifaríkir og furðulegir, henni / er ennfremur skipt í marga sjálfstæða frásagnarkafla um ólík efni. Bókin er ágætlega þýdd og allur frágangur hennar hinn prýðiíegasti Gunnar Sigurðsson. Til sölu nokkur stykki af 16 skildinga frímerkjum, hópflug ítala, eins og tveggja krónu, Alþingis- hátíðarþjónustu laégri merki o. m. fl. SigmtinÉr Agustsson Grettisgötu 30. Hring-fluorescent' í eldhós nýkoranir Verð kr. 315 Hefgi Magnússon & €o. Hafnarsfræti 19. Sími 3184. /VWVWV%WVUVVWW.WJV TÁRZAN 1975 ' Tarzán beið:þess er verða vildi, eni 'Þess’ir • tveirÍíjáödmenn tóku nú að . nú geystist Turo til hans. berjást upp á líf og tíauða. f. Yar sýnt, að annar hvor varð að ’íáta lífið/iþvíjfeð hö* vfþijú'.engin grið Turo hafði mistekizt tilræÖið ýið ÍFaran og var öskureiðui*. gefin.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.