Vísir - 23.12.1955, Blaðsíða 1
45. árg.
Föstudaginn 23. desember 1955
292. A tbl,
cÍókiptamönnum;
óimim
utm
ÍjÓlaÓskÍV
Á glitrandi vængjum svíf ég'
yfir hafið til Grimseyjar, síðla
dags, en nóttin kemur ekki.
Það hillir undir sólina við
hafsbrún, dimmrauðan eldhnötí
með bjarta rönd, er virðist hafa
stöðvazt á þeysiferð sinni um
geiminn. Úr lofti að sjá, er eyj-
en sem dreki, er hvílir mókandi
á haffletinum, safagræn hið efra,
með stálbláum beltum. Ógnandi
viðátta Dumbshafsins í norðri,
en landmegin rísa. fannkrýndir
tindar, speglast í gullbrá hafsins.
Kaldbakur skín sem roðasteinn
í hinum mikla fjallahring, Flat-
ey á Skjálfandaflóa er eins og
lítil silfur-skel á lognbjörtum
sænum.
Fuglarnir sofa, jafnvel krían
festir blund um lágnættið. Hús-
in eru horfin i sólar-móðuna, og
engin mannvera er sjáanleg.
Djúp þögn rikir, friður, eins og
í öndverðu þegar engin maður
hafi stigið hér fæti á land. Þetta
er land blómanna og dýranna.
— Eyjan, sem sköpuð var til un-
aðar og hvíldar hinum þreyttu
og fótasáru.
í nótt ætla ég að vaka, tala
við hamrabúa og landvætti.
Jónsmessunótt er stund hins ó-
vænta, ævintýranna, óskastund-
arinnar.
Um lágnættis sitja náttúru-
andar og landvættir á rökstól-
um, vísdómsorð þeirra heyra
þeir einir, sem eru vígðir í þeirra
riki, og geta talað við fuglana
og huldurnar í klettunum. Þær
höfðu hvíslað því að mér, að
drottning þeirra, sem átti bú-
stað í Borgum, hafi nú um aldir
verið fangi trölla i Fæti. Síðan
þessi ósköp dundu yfir, hafi
enginn álfur dansað á Jóns-
messunótt, og að allir dvergar
sofi nú við ryðgaða steðjana.
En tröll gæta drottningarinnar,
sem stungin hefur verið svefn-
þorni, þau sofa í afkáralegum
stillingum og hafa dregið belg á
höfuð sér til að forðast manna-
þef. Milli þeirra liggur fjöregg-
ið, sem ekkert vinnur á nema
silfur, silfur drekans mikla. — 1
bóli drekans liggja einnig gull-
skór og án þeirra kemst enginn
í færi við tröllin, sem gæta
drottningar álfanna.
Öllu þessu hafá huldur hvisl-
að að mér. Eg veit einnig, að
enginn má ávarpa drekann nema
á Jónsmessunótt, og enginn
hefja ákall til að vekja drottning-
una nema á óskastund. þessa
nótt.
Á Hellisgjögri stend ég og á-
varpa drekann mikla þannig:
„Nóg er sofið, landvættur, dauft
er í eynni, sem sköpuð var í
þinni mynd. Hún skipar ekki
lengur þann sess meðal eyja
landsins sem áður. Heldur ekki
vörð við yztu höl. Nóg er sofið!
Eána mér gullskóna góðu og
spjót þitt tii að frelsa drottn-
ingu eyjarinnar grænu!“
Þannig kalla ég út yfir sæinn.
Þá heyri ég dyn mikinn í lofti,
og eld-drekinn steypir sér niður
að mér. 1 gapandi gini hans eru
skórnir og spjótið. En hjarta
mitt er geiglaust, og höndih
styrk, er ég þríf gullskóna og
silfurspjótið úr kjafti hans.
Svo dreg ég gullskóna á fæt-
ur mér, og vopnaður silfurspjót-
inu geng ég í bjargið, þar sem
það slútir hátt yfir regindjúpi
hafsins. Stikla á örmjóum sill-
um og hálum steinum og renni
mér inn í op hellisins, þar sem
tröllin sofa á verðinum. Milli
>eirra liggur fjöreggið glitr-.
andi í regnbogalitum. Um leið og
ég munda spjótið rumska tröll-
in, en of seint.
Með syngjandi hvin flýgur
silfurspjótið úr hendi minni og
hæfir fjöreggið. Sem glóandi
eimyrja sundrast það, og tröll-
in lyppast niður steindauð. Með
starandi augu og flæsta kjafta
liggja þau þarna sem hvalþjós-
ir i fjöru.
í afhelli finn ég álfadrottning-
una fjötraða og sofandi á hæg-
indi gjörðu af tröllahöndum.
Aldrei hef ég augum litið slíka
fegurð, enginn mennskur mað-
ur hefur áður séð þá dis, sem
fegurst er meðal álfa.
Björt og hrein er hún, sem
liljan, um fölt andlitið leikur
safírblár bjarmi frá öldum hafs-
ins. Rauðgullið hár með rúbín-
loga við gagnaugun.
Silfurblár hjúpur hylur að
nokkru liinar fögru línur líkam-
ans, kóralrauðum linda er brugð
ið um mittið, en á höfðinu er
ópalskrýdd kóróna, dverga
smíði. Á brjóstinu glitrar merki
álf adrottningarinnar — Elddrek-
inn. Fegurð hennar er yfirnátt-
úrleeg, hjarta mitt tekur við-
bragð af fögnuði.
Eg hef gengið björgin á gull-
skóm drekans mikla, hæft með
spjóti hans fjöregg tröllanna.
Eftir er þó mesta þrautin, að
vekja drottningu álfanna úr dá-
svefni, að hitta á óskastundina
og hefja ákall svo voldugt, að
svefnþorn tröllanna losni úr
eyrum dísarinnar.
Eg bíð óskastimdarinnar við
beð drottningarinnar. Stundin er
heilög. Allar raddir náttúrunn-
ar skulu taka undir ákall mitt.
Þegar steinarnir tala þá er
stundin komin! — Eg hef ákall-
ið hljóðlega og hvísla: „Vakna
þú, bjarta mær, hjarta mitt kall-
ar á þig.“ „Kallar á þig“ — end-
urómar frá Hellisgjögri og
björgunum. Daggardroparnir
taka undir, stráin hvísla veikt
og spyrjandi: „Vakir hún?“
Fuglarnir bregða blundi, fisk-
amir vaða í torfum og ákalla
dísina úr Borgum.
Bergmál ákallsins vex, ómar
í loftinu og út yfir sæinn. Vold-
ugir samhljómar frá berginu og
hvolnum, holtum og móum. Öll
náttúran tekur undir, einróma,
samstillt og sterk. Dvergarnir
vakna og taka undir, álfar stíga
dans og syngja um drottningu
sína. Sólin kippist við af fögn-
uði. Allar höfuðskepnumar taka
undir ákallið. Það magnast svo
að jörðin skelfur.
Ekkert getur staðizt svo al-
máttuga hljómkviðu. Þvi annars
hljóta björg að hrynja og sær-
inn að ýfast. Annað tveggja
mun drottningin vakna eða þá
að eyjan mun tortímast. Sökkva
í djúpið eins og eyjamar, sem
hurfu.
„Vakna þú, '— Vakna þú!“
Stund óskanna er sem leiftur
eða örvaþytur við eyra, undrið
skeður evo snöggt og óvænt.
Vald þagnarinnar er brotið um
leið og svefnþorn tröllanna
losna úr eyrum dísarinnar. Hún
rís af beði, svo ung og :
björt og hverfur til mín, •
og hátíðlega. Augun Ijóma og
varir hennar snerta varir mínar,
sem svalandi lind.
„Þú vaktir mig af svefni i ''
anna, ferðalangur", segir hún.
Röddin er sem Ijúfur ómur af
gígjum í fjarska.
Mér er um megn að svara, '
hef hana á arma mér og skunda
til hellismunnans. Lifið, í styrk
sínum og reisn, er okkar, er við
svífum ein og samanslungin út
í geim minninganna í fyrstu
morgunskímunni. Við erum sem
tveir kristallar vaxnir af sömu
rót. Allt sem lifir tekur þátt í
gleði okkar.
Sólin dansar á haffletinum,
blómin opnast af undrun. Fugl-
amir hefja morgunsöng sinn.
Hamrarnir óma af hlátrum
dverganna og álfarnir hefja
hringdansa sína um lautir og
hóla. Hljóð, alsæl, njótum •
auðsins, sem náttúran gefur.
Við erum bæði endurfædd, æða-
slög okkar eru samstillt og
máttug. Þótt eðli okkar sé ólíkt,
getur lögmál náttúrunnar ekki
stöðvað sigurför okkar til Borg-
anna — bústaðar dísarinnar
minnar. Við eigum þessa nótt —
aðeins eina nótt, og í augum vor-
um logar bál nývakinnar ástar.
Við vitum bæði, að skilnaðar-
stundin nálgast, og ævarandi
tortíming biður beggja, ef við
bregðumst köllun okkar. — Við
myndum brenna á báli unaðs-
semdanna í sölum bergsins, ef
ég gengi í álfasali með henni
— annars skorpna af elli og
kröm í mannheimum.
1 örvæntingu fórna ég hönd-
um og hrópa: „Fórn er lögð á
altari þitt, mikli dreki! Gef þú
okkur aðeins eina nótt í viðbót.
Lát sólina standa kyrra um
stund eða leyf okkur að þjöta
um geiminn, sem tvistirni á
braut eilifðarinnar."
Úr órafjarlægð heyrði ég rödd
drekans: „Þið hafið sigrað. Vald
dauðans er brotið, ástin mun
sameina ykkur, þótt þið skiljið."
Þegar fyrstu geislar morgun-
sólarinnar glitra við hafsbrún,
vekjum við okkur und, látum
blóð okkar renha saman við
daggardropana. Þannig er hin
heilaga vígsla drekans, blóðið
rennur ofan í gljúpan jarðveg-
inn, fórn vor til móður jarðar,
sem ól okkur. Drottning álfanna
hefur þar með hlotið eilífa sál,
samstofna minni eigin, en ég
hef eeiginleika bergbúanna. Það
leyfir okkur að hittast á Jóns-
messunótt. Héðan í frá erum við
bundin órjúfandi böndum —
blóðböndum — þau munu ávallt
tengja okkur saman, og hjörtun
munu slá með sama hraða. Að
lokum troðum við slóðir geims-
ins, í merki drekans mikla.
Pólstjarnan er leiðarmerkið.
Þegar roða morgunsólar slær
á Tindastól, þá verðum við að
skilja. Skilnaðurinn er trega
blandinn, en þessi Jónsmessu-
nóttmun kallaframbjartarminn
ingar og verma hugann dimm-
ar vetrarnætur. Þegar hamra-
hlið Borganna ljúkast að baki
álfadrottningarinnar, er mér eí
hlátur í huga, en ég veit að nú
mun perla norðursins — Gríms-
ey —■ aftur verða ódáinsakur.
Álfar dansá þar um grundir og
gjögur, dvprgarnir hefja smiðar
sínar. Vald tröllanna er brotið.
Kveðjukoss álfadrottningar
brennur enn á Vörum mér, og ég
sé hin skæru augu hennar ef ég
loka augunum. j
Lengi sit ég á Hellisgjögri og
horfi á hið reglubundna stuðla-
berg Gjögursins og Borganna.,
lognaldan örlar við fjörugrjót-
ið, hljóðlát og þung. Eldfuglar
drekans sóttu gullskóna góðu og
silfurspjót hans. Eg hef ekkert
sjáanlegt eftir um fund okkar
nema kóralrauðan mittislinda
dísarinnar . og spor hennar i
sandinum.
Guömundur Einarsson
frá Miðdal.