Vísir - 03.01.1956, Page 4
%
vTsm
Þriðjudaginn 3. janúar 1956
MIIIIMWWWVWVVVW'^WWWWWWWWWWVW*
I
!
D A G B L A Ð ^
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur).
Útgéf'andi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Lausasala 1 króna, i, _
Félagsprentsmiðjan h.f. 5
'4tfwwwwvwwyvwwvwvwwvyvwwwwwwwAfwvs
f JT
A morgni nýs árs.
Iblaðinu á föstudaglnn var nokkurskonar kveðjugrein vegna
ársins 1955, sem þá var kvatt. Þar var að sjálfsögðu drepið
nokkuð á helztu tíðindi síðasta árs, og þó ekki nema að litlu
leyti, því að í stuttri blaðagrein verður viðburðum heils árs
aldrei gerð viðunandi skil. Hér var líka fyrst og fremst drepið!
á þá atburði á sviði efnahag'smálanna, sem afdrifaríkastir hafa'
orðið á þessu sviði í lífi þessarrar litlu þjóðar, og hún véitj
raunar ekki enn, hversu afdrifaríkir kunna að verða um það
er lýkur, því að varla munu öll kurl komin til grafar.
Það er venja að staldra við á tímamótum, og það er góð
venja, sem þykir sérstaklega sjálfsögð, þegar um áramót er að
ræða og ágætt tækifæri til að „gera upp“ ýmiskonar reikninga.
Menn nota þá stutta stund til að hugleiða liðinn tíma og reyna
að gera sér grein fyrir því, sem kann að vera á veginum fram-
undan, bak við hulu ókomna timans. Og um leið og menn hug-
leiða það, sem gerzt hefur áður, þá reynslu, sem þeir hafa orðið
fyrir á síðasta ári eða tímabili, gera þeir að jafnaði tilraun til
þess að læra eitthvað af hinum liðnu viðburðum.
' Það er haft eftir Bismark, sem kallaður var á sínum tíma
járnkanzlarinn og lagði grundvöllinn að miklu ríki, sem nú er
Sð vísu í molum og rústum, að hann hafi ævinlega reynt að
íæra af reynslunni. En hann sagði, að hann vildi helzt ekki,
Jæra af sinni eigin reynslu. Það væru kjánar, sem létu sér
Kægja að læra af eigin reynslu, af því að reka sig á og gera'
Vitleysur. Menn ættu að læra af reynslu annarra, sjá mistökin, I
gem aðrir hafa gert og varast síðan svipuð vandræði. Ef menn'
settu að læra af eigin axarsköftum, gæti svo farið, að þau
færi með allt „til fjandans“ — ekki væri unnt að bæta fyrirj
axarsköftin, sem menn létu sér verða á til þess að öðlast reynslu
í»g hyggindi.
| Járukanzlarinn hafði mikið til síns máls, og honum tókst að
iliestu það, sem hann æ-tlaði sér, enda þótt starfsaðferðir hans'
liafi ekki ævinlega þótt eftirbreytnivefðar. En það má vafalaust
Begja, að regla hans hafi borið góðan árangur, þar sem hami
taldi sig kappkosta að læra fyrst og fremst af annarra reynslu
en sinni. En við höfum ekki haft vit á því að læra einu sinni af
eigin reynslu, þótt hvin hafi verið þungbær, því að við höfjúmj
gert sömu vitleysurnar aftur og aftur, enda þótt bent hafi verið
!á, hvernig fara mundi, ef við sæjum ekki að okkur og hefðum
fyrri afleiðingar kröfustefnunnar að engu.
1 Fyrir réttu ári var þjóðin vöruð við því að heimta meira af (
framleiðslunni, sem bæri þegar þyngri bagga en henni væri _
mögulegt, því að hún væri rekin með halla eins og þegar væri
komið. Þessu var engu sipnt, og kaupgjaldshækk'un knúin fram.
Síðan kom allt annað af Sjálfu sér, hækkun á þjónustu og naúð-
synjum og þar fram eftif götunum, þar til nú er svo komið, að
menn munu vera farnir að sjá það, að þeir hafi lítið eða ekkert
grætt á kauphækkuninni.
Þrátt fyrir þetta mun ekki standa á kommúnistum að
krefjast þess að efnt verði til nýrrar aeilu um kaup og kjör,
efnt til nýrra harðvítugra verkfalla til þess að auka hraða verð-
þenslunnar, sem þegar er farin að gera vart við sig í auknum
erfiðleikum sívaxandi fjölda fyrirtækja. Þeir munu sem fyrr
fooðnir og búnir að vinna þetta þjóðnytjastarf.
1 En það er kominn tími til þess, að þjóðin geri sér yfirleitt
'grein fyrir því, að það er ekki þjöðarheill, sem vakir fyrir
kommúnistum. Þeir eru ekki að vinna að bættum kjörum al-
þýðunnar í landinu, því að ekki dettur þeim í hug að veita
verkalýðnum betri kjör .en aðrir, þar, sem þeir hafa aðstöðu til,
eins og í Neskaupstað. Nei, þar, mega; tógarasjómenn. ekki einu
isinni hafa samstöðu með félögum á öðrum stöðum á landinu,
þar sem samningum hefur verið. sagt upp. Þannig er starf þeirra
í reyndinni, þegar á herðir.
1 Kommúnistar vinna að f jandskap stéttanna, sundrungu þjóð-
arinnar, svo að hún verði stefnu þeirra frekax að bráð. Þjóðinni
hefur hinsvegár sjaldan verið meiri þörf einingar og samstarfs
allra stétta til þess að hindra skemmdarstarfsemi kommúnista.
Ýið getum lifað góðu lífi í þessu landi, ef við stöndum saman í
stað þess að fara eftir stéttastríðskenningum kommúnista. Það
er fyrir mestu, að þjóðin geri sér grein fvrir því i byrjun þessa
árs, og lifi í samræmi við það framregis.
Ræða forseta íslands:
ar
Hiutverk Istendínga, ai grund-
valla nýtt ríkt.
Forseti íslands herra Ásgeir
Ásgeirsson liélt áramótaræðu
sína að Bessastöðum á nýársdag
og var henni útvarpað þaóan
kl. 1 e. h.
í ræðu sinni lagði forsetinn
megináherzluna á nauðsyn
þjóðlegrar menningar fyrir
þjóðlíf og stjórnarfar hins ís-
lenzka lýðveldis.
Forsetinn sagði í ræðu sinni
m. a-:
„Þjóðernið er fjöreggið, sem
hver kynslóð fram af annari
þarf að eignast og varðveita.
Það hefir sjaldan hátt um sig,
og þekkist ekki af skrumi né
stígvélabrokki. Þeir sem slíku
‘beita og' kenna sig við þjóðerni
eru venjulega yfirgangsseggir
og ofbeldisþjóðir, sem unna
engum öðrum sjálfstæðs þjóð-
ernis og réttar. Það verður
jafnan stutt í þeirra þúsund-
áraríki. En smáþjóðir, sem eng-
an ágang' sýna, og unna öðrum
sannmælis verða oft langlífar í
sínu landi“.
Og ennfremur:
„Þjóð sem hefir sótt sín mál
með sögulegum rökum og sigr-
að fyrir mátt þjóðernis og
manndóms forustumanna sinna,
má sízt afrækja fjöregg sitt,
hina þjóðlegu menningu. Það
verða ung'ir og gamlir að skilja.
Og sem betur fer sjást þess
ýms merki f íslenzkum fræð-
um, listum og bókmenntum að
íslenzk þjóðmenning er ekki á
fallanda fæti.“
Forsetinn sagði að þekking á
landi og þjóð, sögu og bók-
menning væri ein rfyrkasta
stoð stjórnarfarsins, og. þá ekki
sízt hjá þjóð, sem hálda vill
uppi lýðræði og lýðveldi í fram-
haldi langrar, samfelldrar sögu.
Og að lokum sagði fprsetinn:
„Vér höfum mikið Klutverk,
Islendingar sem nú lifum, og'
ábyrgð: að grundvalla nýtt
ríki og gefa því fes^u. Því
fylgja ýms ný vandasöm við-
fangsefni, ekki sízt í utanríkis-
málum og ■ fj ármálum ''ríkis og
atvinnuvega. Vér skulúm vona
að vel rætist úr hverjum vanda.
Öldurnar rísa oft býsná hátt og
sýnast geigvænlegar,; þegar
horft er framan í þær, en lá-
dauðar þegar litið er áftur um
■stafn. Það er oft hávaðasamt á
hinum haslaða velli' stjóm-
málabaráttunnar og þó kyrlát-
ara utan marka meðal almenn-
ings. Aðferð vor er þessi:
frjálsar umræður og óskoraður
tillöguréttur í þeirri trú, að
beztu úrræðin finnist með því
móti, þegai’ til lengdar lætur,
og nægilegt fylgi við þau. Það
er eina aðferðin til að komast
hjá því, að láta aflið ráða úr-
slitum.og stjórna v.itinu. Þetta
hefir gefist yel. Og ekki skulum
vér í hita baráttunnar gleyma
öllu því, sem áunnist hefir frá
því að Alþingi var endurreist
fyrir rúmum hundrað árum.
Samanburður á upphafi og endi
þeirrar aldar, ber lýðræðinu
gott vitni. Það væri mikil
skammsýni að meta allt það-
lítil? sem áunnist hefir um lífs-.
kjör og stjórnarhætti. Vér erum
á réttri leið, þó brautin sé ekki
þráðbein, og jafnan þurfi að
ryðja hana fram í tímann.
Eg hefi lagt höfuðáherzlu á
nauðsyn þjóðlegrar menning-
ar/bæði fvrir göfugt þjóðlíf og
gott stjórnarfar.Það er að vísu
sjálfsagt að fylgjast með tím-
anum og nauðsynlegt að skilja
réttilega rás viðburðanna með
öðrum þjóðum. En í tímans
síraumi er vort litla þjóðfélag
sjálfstæð hringiða. K manngild-
inu byg'gjum vér allar framtíð-
arvonir og því, hvemig það
birtist í bókmenntum, listum,
landsstjórn og atvinnulífi á
hverjum tíma. Þeir hafa sumir
orðið skammlífari, sem byggðu
allt sitt traust á voþnum. Um
manngildið stöndum vér ekki
ver að vígi en aðrar þjóðir og
metum Snorra Sturluson, Hall-
grim Pétursson, Jón Sigurðs-
son og marga fleiri til jafns við
beztu mehn heimsins- í sam-
bandi við fornbókmenntir ís-
lendinga, segir Thomas Carlyle
í bók súini um „Hetjurnar":
„Mikils hefði heimurinn mist5 ef
íslandi hefði ekki skotið upp úr
sænum,“ . Vér óskum þess og
biðjum, að ísland geti sér þann
orðstír, að hið endurreista lýð-
veldi hnígi aldrei aftur í sjá.
Að svo mæltu óska eg öllum
árs og friðar, og bið Guð að
blessa þjóð vora og fósturjörð.“
Sl. miðvikudag' fengu útvarps-
hlustendur að heyramýjan þátt,
sem gert er ráð fyrir að verði
annað slagið í vetur. Þátturinn
er allnýrstárlegur, en gera má
ráð fyrir að hlustendur munu
hafa haft gaman að, því þátt-
takan í upphringingunum til út-
varpsins, eða þess símanúmers,
er þatturinn hefur var svo mik-
il að ómögulegt var að nota sím-
ann sinn um það leyti kvöldsins.
Var rétt eins og allir bæjarbú-
ar væru í simanmn og álagið
svipað og fyrir jólin, er það var
mest. Um þáttinn er lítið að
segja svona fyrst í stað. Það er
alltaf virðingarvert, þegar kom-
ið er fram með eitt'hvað nýtt til
þess að hafa ofan af fyrir
hlustendum. Gera má ráð fyrir
að mörgum hafi veitzt létt að
geta sér fljótlega til um hver
var maðurinn að þessu sinni og
sá er hreppti verðlaunin, hafi
aðeins orðið fvrr en aðrir að ná
sambandi.
YiS anntö atriði. ■
1 Hef ég talað við nokkra, sem
gátu sér til að átt væri við Gunn-
ar Thoroddsen strax við annað
atriðið, þótt það hafi reyndar
verið hrein getgáta, því á þvi
stigi málsins var líka hægt að
stinga upp á t. d. Sigurði JBjarna-
syni alþingismanni. Hvernig aft-
ur á móti Helgi Hjörvar komst í
spilið hjá sumum er mér hulin
ráðgáta, Halldór Kiljan Lax-
ness var aftur á móti ekki frá-
leitur, ef höfð var önnur aðferð
við að leysa gátuna, þ. e. að taka
fyrsta stafinn úr hverju heiti á
afriði og setja saman í orð. Þá
var hægt að hugsa sér að út
kæmi orðið Nobel eða etthvað
þvi skylt. En hvað um það, að
undirtektir manna voru þann
Önóg þjónusta.
Lesandi hringdi til mín
og bað mig um að setja fram
fyrir sig ofurlitla fyrirspurn/
Svo var mál með vexti, að hann
þurfti og þarf oft að láta
hringja i sig frá landssímastöðv-
um úti um land. Hefði hann
helzt kosið í þau skipti, að hægt
væri að láta skrifa þau símtöl
hjá síma hans í Reykjavík. Þeg-
ar honum hugkvæmdist þetta,
og bar saman við það, er hann
! vissi að tíðkaðist erlendis, spurð-
ist hann fyrir um það hjá Lands-
síma Islands hvort ekki væri
hægt að hafa þann hátt á, að
hann greiddi með sínum síma-
reikningum þessi símtöl frá
stöðvum úti u mland, er væru í
þjónustu hans. Svarið var að
þetta væri ómögulegt.
Þyrfti að breytast.
Það verður að greiða símtölin
á þeirri stöð, sem símtalið er
beðið um frá, en síðan þarf við-
komandi símtalsbeiðandi að fá
kvittun og senda þeim, er hann
vinnur. fyrir reikning. Erlendis
er það til dæmis þannig, ef sim-
að er úr. almenningssíma, og
þótt úr honum sé símað milli
bæja, að eigi maður aðeins smá-
peninga fyrir einu viðtalsbili,
getur sá, er maður talar við
framlengt símtalið meö því að
láta skrifa viðbótina hjá sínu
númeri. Auðvitað finnst manni
það eiga að vera hægt, að veita
mönnum þá þjónustu, sem felst
í fyrirspurn „Lesanda". Kem ég
svo þessu á framfæri, eins og
ég var beðinn um.
Áramót.
í dag kemur fyrsta blað Vísis
út á þessu ári og um leið fyrsti
pistill minn á árinu. Vil ég
enda hann með því að óska öll-
um lesendum blaðsins gleðilegs
nýárs og þakka þeim fyrir sam-
starfið á liðna árinu. — kr.
írönsku kosnhtgarnar —
Framh. af 4. síðu.
þess, sem að ofan getur vekur
athygli, að fylgið hefur hrun-
ið af Gaullista-samfylkingun-
um, svo að líklegt þykir, að
ihún þurrkist út.
' Almennt var talið, að Pouj-
ade mundi ekki eiga fylgi að
fagna nema í Suður-Frakk-
landi, en hann og hans menn
hafa sigrað 1 kjördæmum um
allt Frakkland og kunna að
hafa um 50 þingsæti á hinu
nýja þingi.
Síðari fregnir.
Samkvæmt síðari fregnum
hefur fylking Poujade fengið
46 þingmenn kjörna, en komm-
únistar 143 og bætt við sig 44
þingsætum.
Vegna þess hversu tilkynn-
ingum um kosningaúrslitin er
hagað, segja fréttaritarar óger-
legt að segja um fylgi mið-
flokkanna enn sem komið er.
I
Eitt sé augljóst, segja þeir,;jað
það , verði e.ngan veginn aúð-
velt fyrir þá að n^samkomu-
lagi um myndun samsteypu-
stjó’rnar, og það verði enn erf-
iðara en áður, vegna hinna
hörðu deilna þeirra í kosning-
unum.
Ókunnugt.er um 67 þingsæti í
kjördæmum Frakklands, en
einnig er kosið í frönskum lönd
um utan Frakklands, er full-
trúa eiga í þjóðþinginu (nema
Alsíp), .ófrétt, ,um úrslil, i>&r.