Vísir - 03.01.1956, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 3. janúar 1956
▼ fSIB
9
Ólafur Thors forsætisráðherra:
Menn eiga að hugsa málin frá sjón-
armiði sjálfs sín og þjóðariieildarínnar.
ÆÞað er aS rem ^odifi*
IsS&n d inggur.
Ólafur Thors forsætisráð-
jherra ávarpaði landsmenn á
gamlárskvöld. Fara hér á eftir
jhelztu atriði ræðu hans:
„Senn er enn eitt árið liðið í
aldanna skaut. Við íslendingar
’kveðjum það með þakklæti.
Flest hefur gengið þjóð okkar í-
Ihaginn, þess sem við litlu' eða
engu ráðum um sjálfii', annað
©n Norðurlandssíldin og sum-
arveðráttan á suð-vesturlandi.
Urðu menn þar fyrir óþægind-
ixm og tjóni. Bót er þó, að rík-
ið hefur hlaupið undir bagga
meö mörgum og með því dreg-
ið úr sárasta sviðanum. Er það
mikið gleðiefni, að menn þurfi
ekki Íengur að þola sult né
.sejTU, hörmungar né horfelli
vegna íslenzks misæris. En
:mjög áríðandi er, að ekki sé
tnisnotuð aðstoð ríkisins og
aldxei umfram brýnar þarfir,
svo sá sálarháski hendi okkur
ekki, að íslenzk sjálfsbjargar-
.viðieitni og íslenzkur metnað-
ur gangi kaupum og sölum fyr-
ir almannafé.
En þótt forsjónin hafi verið
íslendingum gjafmild og góð á
jþessu- ári og flest hafi gengið
að óskum, hefur okkur þó illa
farnazt enda höfum við verið
grimmir eigin böðlar.“
★
Minnti forsætisráðherra
þá á varnaðarorð þau, sem
hann mælti til landsmanna
við sfðustu áramót, er hann
benti á, að auknar kröfur á
hendur framleiðslunni hlytu
að hafa í för með sér örðug-
leika á ýmsum sviðum.
★
„.... Eg bað menn að slá
skjaldborg um krónuna en var-
ast að stofna til nýs kapp-
hlaups milli kaupgjalds og
afurðaverðs, sem öllum ætti að
vera orðið Ijóst að er sama og
verðfelling peninganna.
Því miður voru þessar við-
varanir mínar að vettugi virt-
ar.“
Síðan rakti forsætisráð-
herra þá verðhækkunaröldu,
sem fylgdi í kjölfar verk-
fallanna á sl. vori og öllum
eru svo sárlega kunnar.
★
„.. .. Hér hefur skeð fleira
en það, að hver stéttin éti að
mestu frá hinni ávöxt kaup-
hækkananna, en hið opinbera
það sem afgangs. er. Þessi
hringrás hefur í leiðinni bitið
stórt skarð í verðlitlu krónuna
okkar. Þeirri staðreynd er til-
gangslaust að reyna að leyna.
Hún sést á stórfelldri hækkun
fjárlaga ríkis og bæjar- og
sveitarfélaga og hún talar dag-
lega skýru máli við buddu hús-
móðurinnar og raunar allra
þjóðfélagsþegnanna, sem nú
orðið vita ósköp vel að þótt
lcrónurnar, sem handleiknar
eru, séu að vísu fleiri en áður,
þá eru þær líka minni en þær
voru.
En miklu þjóðhættulegra er
þó hitt, að þessi gálausa með-
ferð krónunnar rýrir að sjálf-
sögðu trúna á gildi hennar og
því að sama skapi söfnun
sparifjár í landinu. En fáum
þjóðum er aukning sparifjár
jafn áríðandi sem íslendingum,
jafn mikill sem skortur er hér
á reiðu fé miðað við hin ótelj-
ani verkefni sem framundan
bíða. Stöðvist sparifjáraukn-
ingin verður ekki auðið að við-
halda framleiðslutækjunum
hvað þá að auka þau. í kjöl-
farið siglir atvinnuleysið. Þá
skilja menn kannske hvað
það þýðir að leggja þyngri
klyfjar á framleiðsluna en hún
fær undir risið. En það er sorg-
lega seint, og getur reynzt of
seint. Út í þá sálma fer ég ekki
í kvöld.
Enn væri hægt að setja krón-
una í sinn fyrri sess. Þau úr-
ræði þýðir ekki að nefna við
íslendinga. Þau virðast kalla á
fórnir, þótt reyndin yrði senni-
lega önnur ef hóflega og skyn-
samlega er að farið. En í fjár-
málaþroska og fjármálamenn-
ingu stöndum við nágranna-
þjóðum okkar mikið að baki.
Liggja til þess gild rök. Við
höfum lengst af búið við ör-
birgð og armæðu í landi okk-
ar. í skjótri svipan birti í lofti.
Hagur almennings batnaði
mikið og margir komust til
bjargálna. En vart höfðu þessi
ánægjulegu umskipti orðið á
högum þjóðarinnar fyrr en yfir
A’eið hið mikla peningaflóð ó-
friðaráranna. Þá mistu flestir
fótanna. Kunna nú of fáir með
fé að fara. Af því súpum við
seyðið. En vonandi læra menn
af þessari síðustu og verstu
reynslu.
Eg staðhæfi og vænti að nú
verði mér trúað, að allar teru
þessar aðferðir okkur til tjóns
og ávirðingar. Við höfum leik-
ið okkur að eldinum og brennt
okkur. Sársaukinn er þó þol-
andi ef okkur skilst að þessi
víti eru til varnaðar og verði
því ekki endurtekin.-1
★
Þá drap forsætisráðherra
á þann þátt í fari fslendinga
að þykjast vita allt betur en
aðrar þjóðir.
★
Á vettvangi stjórnmálanna
er nú við margvíslegan vanda
að etja. Eg tel, að þjóðin geti
sjálfri sér um kennt. Eg játa,
að sú þjóð, sem forsjónin hefur
leikið við eins og okkur síðustu
áratugina, verðskuldar ekkert
nema ævarandi skömm og fyr-
irlitningu, kasti hún gæfu sinni
á glæ. En ég trúi því aldrei, a'ð
svo verði um okkur íslendinga
fyrr en ég horfist í augu við
það.
★
Stundum held ég, að við ís-
lendingar séum ailra þjóða
hamingjusamastir. Það er ó-
sköp gott að vera smáþjóð, sem
má misstíga sig án þess að
skaða nokkurn nema sjálfan
sig Spor stórveldanna eru ör-
lagarík. Þar getur jafnvel eitt
einasta víxlspor tortímt allri
heimsmenningunni og reyndar
líka mannkyninu sjálfu. Og
það er líka gott að vera afkom-
andi tápmikilla og vitiborinna
forfeðra, sem hertir í aldanna
örlagaleik hafa skilað ökkur
líkamlegri hreysti og andlegu
atgervi, sem með auknu þjóð-
frelsi og þeim batnandi efna-
hag, sem í kjölfarið siglir, hef-
ur megnað að gera kraftaverk,
sem erlendir undrast yfir og
dá, svo a ðvið krílin á hjara
veraldar vekjum í vaxandi
rnæli eftirtekt og aðdáun um-
heimsins."
Næst minnti forsætisráð-
herra á hinar miklu fram-
farir, sem hér hefa orðið síð-
ustu árin, og þá mannkosti,
sem þjóðin er búin, þóít
ýmisl’egt færi aflaga.
★
„Eg trúi því þar til annað
reynist, að slík þjóð leysi vanda
sinn sjálf, líka sjálfskaparvít-
in, sem þó jafnan eru verst. Og
vandinn, sem nú er framundan,
beygir okkur ekki. Hann leys-
ist eins og allur annar vandi.
Helzt. sem fyrst, því það er
öllum fyrir bezt.u. Svo lítum
við fram á veginn og tökum
.■WW^WWVWLfWWVWW,
VWUWVWWWUVWWVWWVW “Í
Happdrætti Há§kóla Isfands
Sala til 1. fiokks er hafin. Númerum hefur veríð fjölgað úr 35000 í 40000. Vinningar hækka úr kr. 5880,000 í
6,720,00. Vinningum fjölgar úr 11333 í 12533. Hæsti vinningur 300,000 kr. 70% af söluverði happdrættismiðanna
er úthlutað í vinninga.
Vittnhtfjeir vru sSiCitifrjjálsÍl* (tekjuskattur og tekjuútsvar).
%
iJmbað&ntenn i itotghjjnrik :
Arndís Þorvaldsdóttir kaupkona, Vesturgötu 10. Sími 82030.
EKs Jónsson kaupmaður, Kirkjuteíg 5. Sími 4700.
Frímann Frímannsson, Hafnarliúsinu, Sími 3557.
(Áður P. Ármann Varðarhúsi),
Guðrún Ólafsdóttir og Jón St. Arnórsson, Bankastræti 11.
Sími 3359. (Áður Verzlunin Happó, Laugavegi 66).
Guðlaugur og Einar G. Einarssynir, Aðalstræti 18. Sími 82740
Helgi Srvertsen, Austurstræti 10. Sími 3582.
Þórey Bjamadóttir, Ritfangaverzlun ísafoldarprentsmiðjú,
Bankastræti 8, Sími 3048.
m
í HAFiXARtlRÐI:
Valdimar Long, kaupmaður, Strandgötu 39,
Sími 9286.
Verzlun Þorvaldar Bjarnasonar, Strandgötu 41.
Sími 9310.
iXYTT VMBOÐ
í KÓHA VOGT:
Baldur Jónsson, kaupmaður, Verzlunin Míðstöð.
Ðigranesvegi 2. Sími 80480.
Sérstaklega skal bent á, að umboðið sem \-erið hefar í Varðarhúsinu, er nú í Hafnarhúsinú hjá Frímanni Frímamissynií og
or-'.--► umboðið sem A'crið hefur á Laugavegi 66 er nú í Bankastræti 11 hjá Guðrúnu Ólafsdóttur og Jón St. Amórssyni. Viðskiptamenn
! þessara umboða eru beðnir að kaupa og endumýja miða sína hið fyrsta, með því að seinna gengur afgreiðsla fyrst í stað hjá
nýjum umboðsmönnum.
JÞrtHjii) rerður í Ítjrsia ftukki 10. juntúar
'■ : : ■’ ■ y 1 •?*f(;; ■ ■ , . ' ’ý . I- " . ’ . j . (J , ■ .: rittl :■ iá:■’>'■■ * •’ • 1 ■'■ .
^wWwwWiIvwiiwAvwwwtfwvwwMwwwvwwv\iwwvwwvwwwWvwwwww^wwwiWAWWwvwy»vwwww'flwwvwwvw
I