Vísir - 04.01.1956, Blaðsíða 12
í>eir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir
10, hvers mánaðar fá blaðlð ókeypis til
mánaðamóta. — Sími 1660.
JFr'á þimegi JSt.Æ.M.
! r
ÁætlaB að skautasalurínn
kosti uen 7 mlEli. kr.
Framhaldsþing yerður haldið síðar.
Þing Bandaíags æskulýðsfé-
laga Reykjavíkur var haldið
28. fyrra mánaðar. Forseti
þingsins var kosinn herra bssk-
upinn Ásmundur Guðmunds-
son.
Aðalumræðuefni og áhuga-
mál þingsins var það, að kosin
var milliþinganefnd í því skyni
að ræða við stjórn íþrótta-
bandalags Reykjavíkur um
möguleika á því, að þessi
bandalög í sameiningu stæðu
að byggingu húsa á Æskulýðs-
hallarlóðinni í náinni framtíð
og miðaði við aðild Reykjavík-
úrbæjar og fleiri aðila að mál-
inu.
Bandalag æskulýðsfélaga
Reykjavíkiur hefur ráðið til
sín Gísla Halldórsson arkitekt
til að gera uppdrætti að skauta
sal eða íþróttasal, sem áhugi
virðist vera mestur fyrir nú að
reisa sem allra fyrst.
Hefur komið á dagskrá, að
sú bygging kynni að kosta um
sjö milljónir króna, en þó er
sú tala ekki nákvæm, þar sem
Sprengjubirgðir
finnast á Kýpur.
Brezkir hermenn á Kýpur
hafa fundið miklar sprengjur
og skotfærabirgðir inni á eynni
m. a. handsprengjur, riffilskot,
by-ssur o. fl.
Birgðir þessar fundust eftir
áð þeim hafði verið fylgt í helli
einn úti í skógi, en hellirinn
hafði sýnilega verið notaður
fyrir skömmu. Birgðirnar
fundust í þorpi skammt frá.
Tveir brezkir hermenn, sem
st'óðu úti í verönd húss nokk-
urs særðust í gær af sprengju.
enn hefur ekki verið tekin á-
kvörðun um stærð hússins..
Stjórn Bandalags
félaga Reykjavíkur skipa
án Runólfsson formaður, And-
rés Bergmann varaformaður,
Sigurjón Danívalsson gjald-
keri, Þorsteinn Valdimarsson
ritari. Meðstjórnendur eru Jens
Guðbjörnsson, Kjartan Gísla-
son og Theodór Guðmundsson.
Framhaldsþingfundur Banda-
lagsins verður haldinn 20. þ.
m. og verða þá lagðar fyrir
þingið niðurstöður þær, sem
kunna að fást af viðræðum
nefndarinnar við stjórn íþrótta
bandalags Reykjavíkur.
Stórtjón af völdum
veðurs í Fnjóskadal.
Akureyri í gærmorgun.
I aftakaveðri fuku þök af
íbúðarhúsinu, fjárhúsum og
geymslu að bænum Veisu í
Fnjóskadal.
Atburður þessi skeði á ni-
unda tímanum í gærkveldi.
Fauk þakið af íbúðarhúsinu að
mestu leyti, en alveg af fjárhús
unum og geymslunni og eyði-
lögðust máttarviðirnir með
öllu.
Fjárhúsin og geymslan voru
sambyggð og hrundi veggur á
milli þeirra með þeim afleið-
ingum að 4 kindur drápust.
A Veisu býr Bei’gþór Björns-
son ásamt sonum sínum tveim-
ur og hafa þeir orðið fyrir til-
finnanlegu tjóni.
Nýlega bar það til í dýragarðinum í Höfn, að tígrisdýr vildi ekki sinna kettlingum sínum. Þá
var það tekið til bragðs að fá húnd til þess að annast kettlingana, og hefur þetta gengið vel..
Miklir erfiðleikar ■
innanlandsflugi.
Fjöldi manns víðsvegar úti á landi biður
flugfars til Reykjavíkur.
★ Vatnavextir miklir voru um
áramótin í sumum héruð-
um Englands, einkanlega
vestan til, og flæddu ár all-
víða yfir bakka sína.
wv'vwuww^ww%fuv* *jwwnj^w
Mænuveiki hefur geisað
10 vikur á Vatneyri.
#0 itfítstns heffm'f tehiö veikÍBta..
&<fj ffjj€tr&bbnfgur íbbbbbbbsí.
Mænuveikifaraldur hefur nú
geisað i 10 vikur á Vatneyri og
hafa 70 manns veikst í Iæknis-
héraðinu, og virðist veikin ekk-
ert í rénun ennþá.
Samkvæmt upplýsingum er
Vísir fékk daginn fyrir gaml-
ársdag hjá héraðslækninum á
Vatneyri, hefir um fjórði hluti
sjúklinganna lamast, en laman-
irnar hafa yfirleitt verið vægar.
Af þessum 70 mænveikitilfell-
um í héraðinu eru 60 á Vatns-
eyri, 6n íbúar kauptúnsins eru
aðeins 850. Er sjúkrahúsið fullt
af mænuveikisjúklingum, en að
sjálfsögðu komast þar ekki allir
fyrir, og liggja því margir í
héimahúsum. Víða hafa hjón
Iégið samtímis, og hefur verið
mjög erfitt að fá húshjálp vegna
þess hve veikin er útbreidd, og
hafa fáar fjölskyldur á staðn-
um algerlega sloppið við veik-
ina. Víða verða karlmenn að
vera heima og hugsa um heim-
ilin, þar sem húsmæðurnar
hafa lagzt. Hefur veikin því
haft mikil áhrif á atvinnulíf
bæjarins og lamað það.
Hjúkrunarkona sjúkrahússins
var ein af þeim fyrstu sem löm-
uðust, og hefur hún dvalizt í
Reykjavík síðan. Hefur því
engin hjúkrunarkona verið á
staðnum, en sem betur fer hef-
ur sjúkrahúsið haft á að skipa
duglegum og vönum hjálpar-
stúlkum, sem annast hafa
sjúklingana. Hjúkrunarkonan
er nú á batavegi, og mun bráð-
lega koina heim til starfa.
Erfiðleikar miklir hafa verið
á öllu innanlandsflugi frá því
fyrir jól sökum veðurs og eftir
áramótin hefur ekki verið
hægt að fljúga nema til Akur-
eyrar og Egilsstaða.
Síðastliðinn mánudag fór
millilandavélin Gullfaxi í tvær
ferðir norður til Akureyrar og
í gær fór hin millilandavél
flugfélags íslends til Akureyr-
ar og Egilsstaða. Auk þess fór
svo Douglasvél til Akureyrar í
gær.
Þrátt fyrir þessar flugferðir
bíður enn margt farþega á Ak-
ureyri að komast suður, eða
um 60 manns. Álíka hópur bíð-
ur eftir flugfari á Sauðárkróki,
Skák Frlðríks mj úolom-
b©cks fór b bið.
Sjötta umferö var refld í gær
á skákmótinu í Hasting. Frið-
rilt Ólafsson tefldi við Golom-
bek og fór skákin í bið eftir 58
leiki.
Að öðru leyti urðu úrslit í
gær sem hér segir:
Rússarnir Korchenoi og
Taimanov sömdu um jafntefli
eftir 21 leik. Ivkov vann Darga,
en Penrose og Fuller gerðu
jafntefli.
Eftir 6. umferð standa því
leikar sem hér segir:
Korchonoi hefir 4% vinning,
Ivkov 4, Darga 4 og Friðrik
3 Vz og eina biðskák.
og enn fleiri, eða um 80 manns
á ísafirði. Auk þess bíður
margt manna eftir flugferð
annars staðar á Vestfjörðum,
Vestmannaeyjum og víðar á
landinu.
í morgun var nokkur von að
hægt yrði að komast til Akur-
eyrar og Sauðárkróks, en von-
laust með öllu til Vestfjarð-
anna og yfirleitt til annarra
staða á landinu.
Báðar millilandavélar Flug-
félagsins voru í utanlandsflugi
í morgun. Gullfaxi fór í gær-
morgun til Londons og var
væntanlegur aftur um fjögur-
leytið í dag, en Sólfaxi fór í
Maður deyr
af byltu.
í gær var töluvert um slys-
farir í bænum, og m. a. félfi
aldraður maður á hálku og beið
bana af.
Klukkan 11.40 f. h. féll 77
ára gamall maður, Guðmundur
Guðmundsson, Hofsvallagötu
16, á hálku. Eftir hádegið var
hann fluttur á sjúkrahús og
lézt þar. Mun hann hafa hlotið
innvortis blæðingu við fallið.
Þá var maður að nafni Krist-
ján Eínarsson, Miklubraut 1,
fyrir bifreiðinni R-8088, á
Snorrabraut kl. 8.14 í gærmorg-
un, Var Kristján fluttur í
slysavarðstofuna og kom í ljós,
að hann hafði viðbeinsbrotnað.
morgun áleiðis til Osló, Khafn-
ar og Hamborgar og er vænt-
anlegur annað kvöld til Rvík-
ur aftur.
• A
Miklir fólksflutningar hjá
Norðurleið.
áM á 2. hyBidraS mmm væntanSegir mú
sérieyfisbílunuiGt a5 norðan í kvöid.
í framhaldsviðtali í morgun
sagði héraðslæknir, að af þeim
er lamast hefðu lægju 15 enn.
Flestar lamanir eru smávægi-
legar, — enginn orðið mikið
veikur og fólkinu liði vel.
Héraðslæknir kvað svo að
orði: „Það er algerlega rangt,
að við höfum beðið um nokkra
aðstoð vegna lömunarveikinn-
ar“.
Hjá Norðurleið h.f. ríkir
mikið annríki um þessar mund-
ir, og hafa hátt á annað
hundrað manns pantað far með
bílunum, sem koma að norðan
til Reykjavíkur , dag.
Megnið af þessu fólki er
vafalaust skólafólk, sem farið
hefur norður í jólaleyfi sínu og
þarf að komast suður er skólar
byrja að nýju.
Bílar fóru norður að Varma-
hlíð í Skagafirði í gær með um
70 manns. Lengra var ekki
unnt að komast vegna ófærðar
á leiðinni til Akureyrar. Ekki
er þó talið að sjálf Öxnadals-
heiðin sé snjóþung, heldur
miklu fremur Öxnadalurinn,
en um hann hafa bílar ekki
farið undanfarna daga.
Að því. er Vísi hefur verið
tjáð mun Norðurleið h.f. senda
bíla alla leið til Akureyrar í
næstu áætlunarferð ef þeir fá
aðstöðu við að fá veginn rudd-
án. Er nokkuð af fólki, einkum
skólafólki, sem þarf að komast
milli Skagafjarðar og Akur-
eyrar, en á milli þessara staða'
! eru engar ferðir sem stendur.
Mun Norðurleið því reyna ao
senda bíla alla leið í næstu
! ferð, sem verður frá Rvík n.k.
| föstudagsmorgun, svo fremi
sem færð og veður spillist ekkx
til muna.
Á leiðinni milli Reykjavíkur
og Varmahlíðar eru vegir
sæmilega greiðfærir nema helzt
í Hrútafirði og á Hrútafjarðar-
hálsi, þar er enn mikill snjór.
Holtavörðuheiðin er sæmileg
yfirferðar eins og sakir standa.
Miðvikudaginn 4. janúar 1956
VISIR pr ódýrasta blaðið og þó það fjöl-
breyttasta. — Hringjð í síma 1666 «g
gerist áskrifendur.