Vísir - 10.01.1956, Blaðsíða 1

Vísir - 10.01.1956, Blaðsíða 1
46. árg. Þriðjudagiim 10. janúar 1956. 7. tfai. Dsnskt blað rædir deiiu jt Islendinga @t$ Breta. Frá fréttaritara Vísis. Khöfn á laugardag. „Engiand lýtur í lægrahaldi í fískveiðadeilunni við ísland,“ skrifar síðdegisblaðið „Infor- mation“ í þriggja dálka grein á forsíðu. Síðan vitnar blaðið til sím- skeytis frá AP í London, er segir frá því, að fundur full- trúa brezka fiskiðnaðarins hafi lýst sig reiðubúinn að ganga til samkomulags þess er felst í tillögum efnahagsstofnunar Evrópu, OEEC. Samþykkt þessi á að hafa átt sér stað á fundi, þar sem fulltrúar frá brezka utanríkisráðuneytinu, land- búnaðar- og sjávarútvegsráðu- neytinu voru einnig viðstadd- ir. Samkomulagið felur það í sér, að Bretar afnemi löndun- arbannið á fiski úr íslenzkum togurum, en í staðinn skuld- bindi íslendingar sig til þess að færa ekki út núverandi fjög- urra mílna friðunarlínu fyrir- varalaust. Verði þetta árangurinn af deilunni, skrifar „Information“, kemst danska ríkisstjórnin og færeyzka landsstjórnin í ó- þægilega aðstöðu, þar sem eft- ir einhliða ráðstöfun íslendinga um stækkun landhelginnar, var samið við brezku ríkis- stjrnina um lítilsháttar rýmk- un landhelginnar við Færeyj- ar, en ekki jafn víðtæka og við Island. „Information" álítur, að hin endanlega niðurstaða kunni að leiða til þess, að danska ríkis- stjórnin taki upp á ný land- helgismál Færeyja. Blaðið spá- ir mikilli pólitískri ólgu í Færeyjum út af þessu máli, og álítur að það muni verða vatn á myllu flokks Erlendar Pat- urssonar. Og eitt er það enn, skrifar blaðið, að hin (íslenzka) rýmk- I un fiskveiðitakmarkarjarma' | hefur reynzt haía mikla þýð- ingu fyrnr alla aðiia. Hinir brezku togarar eru þekkt- ir að því, að ganga nærri fiski- miðunum, en nú eru mikils- | verðustu uppeldisstöðvar fisks- I ins friðaðar, og réynslan hefur 'sýnt, að árangur friðunarirmar |hefur verið aukinn afli bæði fyrir brezka og íslenzka togara úti fyrir fiskveiðitakmörkun- um. Svipaðar reynslu hafa menn orðið varir í Færeyjum. •arveðiir gei§ar iiorðanvert i Báts saknað - kom síðar í hofn. í gær vár vélfaátsins Sólmnar frá Reykjavik saknað, og MagTii fenginn til að leita hans. Um klukkan 11 kom feátar- inn heilu og höldnu í höfn. Vora aðeins tveir skipverjar á feátn- um. Mikið vétrarríki er nú í áJfunni. Bveíland má heita allt snævi hulið og snjóað feefur allt suður til Sikileyj- ar og Madrid á Spáni, cn á Suður-Spáni og í Fortúgal er sóískín og gott veður. Á Norður-Englandi, eink- nm austan til, vinnur fjöldi manna að því að lialda veg- um opnum. Mörg þorp eru einangruð, síma- og rafleiðsl ur hafa slitnað, enda hvass- viðri víða á ströndunum. Víða er skafrenningur, eink- um á austurströndínni. Yfir 800 snjóplógar vora í notkun á vegunt landsins í gær og 400 önnur stórvirk tæki. HifíMM* fyrir é ið. reðrí ★ Selwyn Lloyd, utanríkis- ráðherra Bretlands, situr feandalagsfund Austur-Asíu- ríltja í Karachi í marz. wvwwvwuwww í gær skall á með hvassa og kalda norðanáít um land aílt með snjókomu víðast hvar á norðan- og austanverðu land- iuu. Fór veðrið versnandi . því lengur sem leið á dag'inn og var komin vonzkuhríð um allt norðan vert landið síðdegis í gær, allt frá Vestfjörðum og austur á Austfirðina. í morgun var veður yfirleitt áþekkt og það var í gær, en vindur þó yfirleitt heldur hæg- ari, en þegar hvassast var í gær, og upp styttur kunnar í dölum og innsveitum Húna- vatnssýslu og jafnvel víðai’. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni í morgun ligg- ur ísland í miðjum breiðum og köldum loftstraumi, sem nær norður frá Svalbarða og suð- vestur undir Nýfundnaland. Taldi Veðurstofan vera horf- ur á lítið breyttu veðri næsta sólarhrmg. í morgun var frost um land allt, en þó minnst á .Dalatanga og var þar nálægt frostmarki, Kaldast var á Grímsstöðum á Fjöllum, 9 stig, og 8 stiga frost á Galtarvita, en um megin hluta landsins var 3—6 stiga frost. í Reykiavík var 4 stiga frost kl. 8 í morgun. Hvassviðri er víðást hvar á landinu, hvassast 9 vindstig og var það á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum, Fagufhólsmýri, Hólum í Hornafirði og Kjör- vogi. Annars staðar á landinu voru víðast hvar 6—8 vindstig. Bretar eiga 100 tvíhreyfla helikopter-flugvélar í smíðum. — Selwyn Lloyd skýrði frá því í neðri málstofunni fyrir skemmstu, að brezka stjórnin hefði samið um smíði 100 helikopter flugvéla af gerðinni Bristol-173 (tvíhreyfla) til hernaðarnota. Heli- kopterflugvélar af þessari gerð voru sýndar á Farnborough- sýningunni. Þær, sem nú verða smíðaðar, eiga að geta flutt 27 hermenn. Seyðfirzk stúlka vann verð- Sannakeppai anerísks blaðs, fVfim ent mkmsdvöl vestam hesfs. Kína fær nýj- ar MIG-vélar. Fregn frá Formósu hermir, að Wang Shu-ming, yfírmaður flughers kmverskra þjóðemis- sinna, segir flugher kínverskra kommúnista farinn að nota nýjar, rússneskar orastuflug- vélar. Eru það MIG-17 orustuflug- vélar. Ennfremur hafi komm- únistar látið gera þrjá nýja flugvelli, þar sem þrýstilofts- flugvélar geta lent. Kvað Wang brýna nauðsyn fyrir her þjóð- ernissinna að fá fleiri orustu- flugvélar Formósu til varnar. V.-ssfeaiik fistakona fær verlbun. Kona af íslepzkum ættumt hefur getið sér mikinn orðstír fyrir list sína í Bandarikjunum. Listakona þessi heitir dr, Carol J. Félsted og hefur hún nýlega hlotið verðlaun fyrir teikningar sem hún gerði að skartgripum. Það voru samtök að nafni „Diamonds USA Collection“ sem efndi til samkeppni um teikningar að skartgripum, Dærnt var um beztu lausnina og voru í dómnefnd Irene Dunne kvikmyndaleikkona; Pierre Matisse, sonur málarans fræga og Raymond Loeway fagur- fræðíngur. Verðlaunin, sem var skjöld- ur, féll í hlut dr. Carol J. Félsted, en teikning hennar var að armbandi og brjóstnælu, en gullsmiður smíðaði síðan grip- ina, samkvæmt teikningu henn- ar. Voru þeir gerðir úr demönt- um og platínu og metnir á 20 þúsund dollaa eða um 330—340 þús. íslenzkar krónur. Dr. Cárol J. Félsted býr í Vancouver og er listmálari, en í fyrra hlaut hún doktosnafnbót í listasögu vio Parísarháskóla. vwvwv,. Verðlaun í ritgerðarsam- keppni þeirri, sem New York Herald Tribune efndi il hér á Iandi og víðar í haust, hafa nú verið veitt. Ritgerðarefnið var: „Veröld- in, eins og við óskum okkur hana.“ Þáttakendur áttu að vera unglingar á aldrinum 16—18 ára. Það var stúlka í fimmta bekk Menntaskólans á Akureyri, semsín og þjóðir. verðlaunin hlaut, Anna Karín Emilsdóttir frá Seyðisfirði. Verðlaunin eru ferð til Am- eríku og námsdvöl þar á vegum áðurnefnds blaðs um fjögurra mánaða skeið. Ger er ráð fyrir, að þátttak- endur í þessu námskeiði, sem eru frá 54 löndum, muni koma fram bæði í sjónvarp og út- varp vestra og skýra frá áhuga málum sínum og kynna lönd Franskar öryggissveitir í Al- sír hertóku í gær vopnalest, sem „kom úr austri“. í franskri tilkynningu segir, j að með töku vopnalestarinnar hafi fengist frekari sannanir fyrir því, hvaðan uppreistar- mönnum berist aðstoð. I 63 biðu bana í óeirðum og bardögum í Constantinehéraði um helgina, þar af voru 37 uppreistarmenn, en margir voru teknir höndum. Uppreistarmenn gerðu árásir á bændabýli og brenndu þau. Einnig gerðu þeir : árásir á verksmiðjur. . Batnandi horfur á lausn Kýpurdeilunnar. I»é er emm mtifiiö mem speítvirki. Alímjög er nú um það ræít, þHrátt fyrir sprengjutilræði á Kýpur og önmir hermdarverk, að .horfur séu batnandi um lausn Kýpurmálsins. Harding landstjóri á Kýpur og Makarios erkibiskup rædd- ust við í gær í fullar 2 klst. og var hafður mikill viðbúnaður til þess, að ekki yrði stofnað til uppþota af hálfu kommún- ista, til að trufla viðræðurnar. Að viðræðufundinumloknum fréttist, að Makarios mundi ræða við helztu skoðanabræð- ur sína, en þar næst mundi haxm | ræða af nýju við landstjórann. Brezka stjórnin hefur raunveru lega breytt um stefnu að sögn og mun veita Kýpurbúum sjálf- stæði, en til þessa hefur hún ekki viljað segja hvenær — og þar til halda eyjarskeggjar á- fram sjálfstæðisbaráttu sinni. Þrís unglingar voru hand- teknir í Nikosia í gær fyrir að varpa olíusprengjum að húsi Englendings.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.