Vísir - 11.01.1956, Side 4

Vísir - 11.01.1956, Side 4
4 VfSIR Miðvikudaginn 11. janúar 1956. Jliinn j/íf/arwrf); Sigurður Pétursson, sJ^pstjóri. ' Sigurður Pétui'sson fyrrum skipstjóri andaðist að heimili sínu Pálsbæ á Seltjarnarnesi þ. 4.: þ.m. og verður hann til .moldar borinn í dag. Hann var fæddur að Hrólfs- . skála þ. 12 ágúst 1880. For- eldrar hans voru Pétur Sigurðs- son óðalsbandi og útvegsmaður þar og kona hans Guðlaug Pálsdóttir. Ungur að aldri byrjaði hann að stunda sjóinn, fyrst á ái'a- bát með föður sínum í Hrólfs- skálavör, og. síðan á skútum er fjölgaði þá öi't, með tilkomu kútteranna er voru keyptir frá Englandi fyrir og um síðustu aldamót. Voru það glæsileg skip er hrifu hugi hinna ungu •og framgjörnu manna. Er Sigurður var nítján ára ]auk haim prófi frá Stýri- inannaskólanum í Reykjavík. En hann var stórhuga og vildi fg meiri þekkingu í sjómanna- fræðum og að öllu er að sjó- mensku laut, er hann gat aflað sér hérlendis, og fór til Dan- merkur og lauk skipstjóraprófi við sjómannaskólann í Kaup- rnannaliöfn vorið 1902. Og jkömmu áður en hann tók við skipstjórn á Gullfoss, eða seint á-áriPW 1914 tekur hann loft- skeytamannspróf við sjómanna skólann í Svendborg. Sigurður heldur svo áfram sjómensku hér heima og er .-stýrimaður og skipstjóri á skút- unum til ársins 1908, er hann breytir um og fer á verzlunar- skipin. íslenzki verzlunarflot- inn var ekki s.tór á þeim árum. Eina skipið, e.s. Ingólfur, er annaðist ferðir um Faxaflóa. — Var hann þar stýrimaður 1908 —-'09. Árið 1910 byrjar Thore- félagið strandfei-ðir við ísland, með tveimur nýjum skipum: Austra og Vestra, og íór hann þá fyrsti stýrimaður á Austra og var þar um tveggja ára skeið. Árið 1913 fer hann stýri- rnaður á e.s. Mjöhxi, er þá var i siglmgum hér við land og er- iendis. Fróðleiks og athafnaþrá Sig- urðar var slík, að hann vildi kynnast atvinnuháttum sem flestra þjóða, og seint á árinu 1913 fer hann til Englands og siglir þar á enskum togurum er veiða hér við land. Þessi ár voru mikil umbrota og fram- fara ár hjá okkur íslendingum. Á þeim árum fjölgar togurum ört, og einnig' þá er íslending- um orðin ljós nauðsyn þess að eignast kaupskipaflota, og fyrir foi'göngu dugandi og fram- sýnna manna, er Eimskipafélag íslands stofnað snemma á árinu f914. Er þá strax hafinn undir- búningiu' undir smíði tveggja skipa og þótti það mikið í ráð- ist þá. Er farið var að hugsa fyris skipstjórum á þau, þótti Sigurður sjálfsagðiu' skipstjóri annars þeirra, og þá ráðinn á hið fyrra, skipið. Gullfoss. Ásamt Emil Nielsen, er strax var ráðinn framkvæmdarstjóri félagsins, . sér hann að mestu leyti um allan frágang og bún- að skipsins og tekur við stjórn þess, sem sagt um leið og það hleypur af stokkunum. Siglir hann sínu nýja og glæsilega skipi í heimahöfn hinn 15. ágúst 1915. Sú stund, eða sá dagur er ógleymanlegri í sögu þjóðar- irinar. Þá sáum við hvers megn- ugir við erum. Ekki einungis það, aðvið getum safnað meðal þjóðarinnar kaupverði skipsins, heldur gátum við einnig mann- að það með íslenzkri áhöfn. Að eiga þeim manni á að skipa er gat tekið að sér stjóm slíks skips var gæfa þjóðai'innar, ekki síður en hitt að geta greitt ! skipsverðið. Þegar’ um stjórn farþega- skips er að ræða, kemur fleira til greina en að sigla skipinu hafna og landa á milli. Þar kemur ekki síðui' til greina manngildi skipstjórans og framkoma hans öll gagnvart fai'þegum og oðrum þeim er samskipti hafa við skipið og útgerð þess. Hin prúðmannlega1 framkoma Sigurðar og hjálp- semi hans, var honum svo eðli- leg og sjálfsögð að hann vann traust og virðirigu hvers þess, er hann hafði einliver samskipti við. Sigurður Pétursson sigldi skipi sínu Gullfossi í full 25 ár og má nærri geta að oft hafi, gefið á bátinn, þvi vetrarferðir I um Norður-Atlantshafið eru ekkert gaman. spil. Skipið alltaf! eða oftast yfirhlaðið og þarfj því vakandi auga og góða stjórn ef vel á að fara. En sú mikla' gæfa.fylgdi skipstjórn hans, að. hann sigldi skipi sinu ávallt heilu í höfn. vSkipstjórn á Guilfossi' hafði Sigurður frá byrjun og meðan skipið var í höndum íslendinga, en það lenti í herkví í Dan- mörku vorið 1940 og kom aldi'ei1 til íslands aftur, og harmaði! þjóðin afdrif þess. Það máj næri'i geta, að það hafi ekki verið sársaukalaust fyrir Sig-j urð .a.ð skilja við skip sitt á þennan hátt, og vita ekkert hvað um það yrði. Á því hafði hann marga hildi háð við Ægi , gamla og alltaf borið hærri! hlut. En við það afl sem þarna’ var að vei'ki gat hann ekki' þreytt fangbrögð. Það mun1 hann hafa skilið og sætt sig við þessi endalok skips síns. Síðustu skips.tjórnarár sín gekk Sigurður ekki heill til skógar. — Hann þjáðist af gigt- veiki, og er sá kvilli sérstaklega næmur fyrir kulda og vosbúð. En með karlmensku og hörku við sjálfan sig bauð hann sjúk- leika sínum byrginn og sinnti sínu ábyrgðarmikla starfi. — Enda þótt heilsa Sig'urðar batn- aði lítið eitt eftir að harrn hætti sjóferðum, varð hann brátt svo altekinn af sjúkleika sínurn að síðustu árin hafði hann enga eða litla fótavist. Eftir að Sigurður kom heim haustið 1940 var hann við ýmis störf hjá Eimskipafélagi ís- lands, meðan heilsan leyfði. Hann var bæði við verkstjórn og eftirlit með skipum félags- ins, og einnig mun han.n hafa ! verið með í ráðum, er félágið! undirbjó smíði hin.na nýju skipa er það lét smíða að lok- j inni styrjöldinni, bæði fyrir ^ þau skip er félagið rnissti afi styrjaldarástæðum og sömu- leiðis hins glæsta farþegaskips, I nýja Gullfoss. Árið 1904 kvæntist Sigurður Pétursson eftirlifandi konu sinni,. Ingibjörgu Ólafsdóttur | óðalsbónda Guðmundssonar í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi.! Var hjónaband þeirra og heim- j iiislíf með ágætum og eignuðust þau 4 börn, tvo svni og tvær dætur, er öll lifa. Þau hjónin menntuðu börnin sín vel. Pétur geemr nú vandasömu og á- Dyrgðarmiklu starfi, er forstjóri Landheígisgæzlunnar. Ólafur er skipaverkfræðingur og g.egnir slíku starfi í Svíþjóð. Dæturnar Anna og Sigurlaug báðar bú- ■settar hér, starfandi hjá Eim- skipafélaginu. Samhliða sjómennskunni stundaði Sigurður Pétursson búskap á eignarjörð sinni Páls- bæ á Seltjarnarnesi. En þar sem hann var oftast fjarverandi við störf sín á sj.ónum, er Ijóst að búsfon'áðin og búsáhyggjurn ar hafa að mestu leyti lent á herðum konu hans- Ingibjargar, en þeim vanda var hún vel vaxin og stjórnaði hún búinu jafnt og öðrum verkum hús- freyjunnar með skörungsskap og prýði. Þegar litið er yfir starfsæfi Sigurðar Péturssonar er hún glæsileg. Hann er með í öUum þeim miklu framíörum ,er gjör- brevta . öllum atvinnuháttum árum, bæði til lands og sjávar. Hann byrjar sjómensku sína á lítilfjörlegum árabát og endar hana eftir margra ára happa- sæla skipstjórn á glæsilegasta skipi er íslendingar áttu þá. — Sama rná segja um búskapinn, Hann byrjar þar, eins og aðrir á þeim tíma, með hin einföldu og afkastalitlu tæki: orf og ljá, en hefur þar að leikslokum hinar afkastamiklu vélar. Meðal þeirra mörgu og góðu kosta er einkenndu Sigurð Pét- m-sson var átthagatryggðin. Á Seltjarnarnesinu sá hann ljós hins fyrsta dags ævinnar og þar var hann búsettur alla sína löngu ævi: Og á „Nesinu“ hvarf honurn ijós. hins síðasta dags æfinnar. Nöfn þeirra manna, er ruddu þjóðinni hraut bæði menning- arlega og efnalega, geymast á spjöidum sögunnar. Og þar mun nafn Sigurðar Péturssonar skipstjóra standa á verðugum stað. Blessuð sé minning hans. Þorv. Bjömsson. okkar Islendiriga á síðustu 60 Það tilkynnist hér með, að vér höfum látið af hendi um- boð fyrir International vörubifreiðar hér á landi til Öxuls h.f., bifreiða- og vélaverkstæðis, Borgartúni 7. Jafnframt hafa þeir yfirtekið varahlutabirgðir vorar og vonum vérj að þeir njóti velvildar og viðskipta eins og vér höfum örðið aðnjótandi. M«*£íitsnin M'&Sslm fa.f. S9. St&ínsMss&n fa.í. Samkvæmt ofanritaðri tilkynningu höfum vér tékið við umboði fyrir International Harvester vörubifreiðar hér á landi. Munum ver liappkosta að veita viðskiptamörmum vorum eins fullkomna þjónustu og fyrirgreiðslu og kostur er á og vöriumst vér til, að International vörubifreiðar njóti héðan af sem hingað til óskiptrar hylli notenda. VirSingarfylist, ÍhvuH fa.f. Bifrei^a og velaverlsstæði Borgarrani 7. — Sími 44Ö8 og 7490. i ■ - -.W.'.w. <3g ólíklegt að þá hefði líkið jafn vel fundizt í kvöld. Hann verð- ui’ ekki kallaður skræfa hér eft- Ir, hann Mummi okkar. En það •er allt þér að kenna, kelli mín, ælS svo hefir verið gert. Þú værir búin að eyðileggja hann, ef það hefði verið hægt.“ Hann sagði þetta brosandi og fólst því ekki i orðum hans ásökun, enda fór vel á með þeim hjónum. En húsfreyjan sat niðurlút og grét i hljóði. „Vertu ekki að þessu væli, kona. Nú er ástæða til að láta liggja vel á sér.“ Sagði hann nú konu sinni það, sem kaupmað- urinn hafði sagt honum um af- rek Mumma, og hafði gamli maðurinn ekkert undan dregið. „En það, sem eg þarf að vita <er það, hvernig á því stóð, að IMummi var kominn út á höfn í báti, með óvita. Það er ekki venja hans. Og nú ætla eg að vefcja kappann, þó að hann sé Æteinsofandi, og þú verður að gefa honurn eitthvað gott og hlýtt í kroppinn á sér, — svo að hægt verði að ferma strákinn á morgun, eins og' efckert hafi í skorizt." Konan ætlaði að malda í mó- inn, en bóndi herinar fór upp á loft, og hún „setti pott á hló- ir“. „Guð gefi að honum verði nú ekki meint af þessu, elsku drengnum minum!“ tautaði hún hvað eftir annað fyrir munni sér. Mummi svaf fast, en þó sett- ist hann þegar upp í rúminu, er hann heyrði rödd pabba síns og sptfrði með ákafa: „Hvernig líður honum Kalla?“ „Hann er eins bráðlifandi og þú, — en líklega ert þú svengri en hann, því að búið er að hella ofan í hann, — ja, eg veit ekki hvað miklu, — af volgri mjólk, og tvö linsoðin egg át hann í kaupmannshúsinu. Og á heim- leiðinni var hann símasandi um Mumma og meiri mat. En hvernig liggur í þessu, —• og hvernig stóð á því að þú varst að flækjast úti á sjó með óvita, og það þá einmitt núna, þegar þú áttir annað að gera?“ Húsfreyja kom upp, í þessuni svifum, kyssti Mumma og spurði strax: „Hvernig líður þér, elsku vinur?“ „Mikill húðarselur get eg verið. Eg gleymdi alveg' að spyrja um það,“ varð bónda hennar að orði. „Mér líður ágætlega. Það var dálítill hrollur í mér, rétt áður en eg sofnaði, en nú er mér hlýtt. En eg er víst svangur eins og Kallí.“ „Eg ætla að skreppa ofan eftir matnum handa þér, — og svo segir þú okkur þetta allt, þegar eg get sett mig niður hérna hjá ykkur.“ Hún var stundarkorn niðri að taka til matinn handa Mumma. En hann tók við hon- um íegins hendi og var sýni- lega svangur. Mamjna hans sat á rúm- stokknum, en bóndi hennar á stólnum. Þau sátu hljóð á með- an Mummi var að' svala sárustu matarþörfimri. En svo stóðst pabbi hans ekki lengur mátið, og spurði: „Hvernig atvikaðist það, að þú varst kominn út í bát, —1 á þessum slóðum og með smá- strák, sem eklci veldur einni smáárt hvað þá tveim?“ . „Ja, — það verðið þið nú að fyrirgefa mér, — en þetta var allt svo einkemiilegt." Síðan sagði hann þeim allt af létta, undur blátt áfram og var frásögn hans í aðalatriðum eins og hún hefir verið skráð hér að framan, — um atburð- ina, frá því hann hafði komið út úr búðinni á Tanganum. „En hvað þetta er dásamleg tilviljun, — og að. þú skyldir þora, að steypa þér eftir honum Kalla?“ varð konunni að orði, um leið og hún laut niður og klappaði á vangann á Mumma. „Hann Mummi okkar er eng- in kveif, — það hefi eg alltaf sagt. Og þaS var óþarfi að fara með hann eins og hann væri úr brothættu postulíni. En þetta er engin „tilviljun", þetta er svo margþætt og merkilegt að hér getur ekki verið um að ræða annað en handleiðslu Guðs, dásamlega handleiðslu. Og at- burðurinn gerist alveg á sömu slóðum og þar sem Mummi var sjálfur rétt drukknaður, og enginn þá nærstaddur heldur, nema öldungstetur, sem varla var rólfær, en tókst þó að bjarga honum. Það er eins og að þetta sé fermingargjÖf til Mumma, að veita honum þessa uppreisn, fyrir allt háðið sem hann hefir orðið aS þola. En eg get þó ekki gert mér grein fyrir þessu, eins og eg hefði viljað.“ Frh.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.