Vísir - 18.01.1956, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 18. janúar 1956
▼ tSI*
7
Bæknr Vestur-ísEenzkrar komi
tvisvar kjörnar beztu bækur
ársins í Kanada.
írú Lára Goodman Salverson, h&far verí5
kunnur riihöfundur vesftan hafs um 30 ár.
Fyrir um ári síðan kom út ný
bók eftir Vestur-íslenzku
skáldkonuna, Láru Goodman
Salverson, og fjallar sagan um
hinn kunna Kensington rúna-
stein og Poul Knutsensleiðang-
urinn 1354.
Lára Goodman Salverson er
mjög kúnn skáldkona í Vestur-
heimi og hefur skrifað fjölda
bækur, þótt svo undarlega vilji
til að engin þeirra hafi verið
þýdd á íslenzzku til þessa. —
Fyrsta skáldsaga hennar kom
út árið 1923, og hafði hún þá
áður hlotið verðlaun fyrir smá-
sögima „Falinn eldur“. Tvívegis
hefur Lára Goodman hlotið
Governor Generals’s Award-
verðlaunin, sem veitt eru beztu
bók ársins í Kanada, en þau
hlaut hún 1937 fyrir bókina
„The Dark Weaver" og 1939
fyrir bókina „Confessions of an
Immigrant’s Daughters“ eða
Dóttir landnemans, en það er
æfisaga hennar sjálfrar, en
flestallar bækur Láru fjalla um
íslenzk efni, og bera þess vott
að hún ann heitt hinu fjarlæga1
ættlandi sínu, þótt hún hafi
það aldrei augum litið. En hún
les mikið íslenzkar bækur, og á
stórt bókasafn, og ekki situr
hún sig úr færi, ef hún hittir
íslendinga, að spyrja þá að
heiman og fræðast af þeim um
íslenzka nútíma hætti.
Frú Lára Goodman er fædd
' í Wíhnipeg 9. desember 1891,
og voru foreldrar hennar inn-
flytjendur og bjuggu þar. Faðir
hennar var Lárus Guðmunds-
son, sonur Guðmundar Stefáns-
sonar á Elliða á Snæfellsnesi,
bróðir Sveins Guðmundssonar
á Akranesi, tengdafaðir Har-
aldar útgerðarmanns Böðvars-
sonar, en móðir Láru var Ingi-
björg Guðmundsdóttir frá
Komsá í Hrútafirði, en hún var
alsy-stir Sigríðar Eggerz, móðir
Sigurðar og Guðmundar Egg-
erzr. Þau Lárus og Ingibjörg
' fluttust til Kanada árið 1887 og
settust að í Winnepeg. Eignuð-
ust þau 17 börn, en aðeins 5
komust til fullorðins ára, en
þau voru auk Láru Goodman,
' Anna, Halldóra, Guðmundur
og Albert Goodman, sem hér
hefur unnið hjá ameríska
sendiráðinu frá því það var
stofnað.
Láru Goodman giftist manni
af norskum ættum, George
Salverson að nafni, og hefur
hann lengst af unnið við járn-
brautirnar í Kanada, og vegna
starfs síns því oft orðið að hafa
bústaðarskipti. Hafa þau því
átt heima á mörgum stöðum í
landinu, og hvarvetna þar sem
þau hafa dvalizt hefur Lára
Goodman haldið fyrirlestra um
ísland og íslenzk málefni, og
þannig verið óþreytandi í því
að kynna landið. Hún hefur m.
a. flutt fyrirlestra við marga
háskóla, og auk skáldsagna
sinna, hefur hún skrifað tugi
smásagna, leikþætti, og ritgerð-
ir. Hún og maður hennar eru
nú búsett í Toronto í Ontario-
fylki í Kanada. Þau hafa eign-
ast einn so^, George Salverson
að nafni, og er hann þegar orð-
inn allkunnur, sem leikrita-
skáld, hefur m. a. samið mörg
leikrit fyrir sjónvarp, og starfar
nú sem leikritaráðunautur við
sjónvarp í Kanada.
Frú Lára Goodmán Salver-
son byrjaði ung rithöfundaferil
sinn, og fyrsta skáldsaga henn-
ar, „Víkingshjartað" kom út
1923, og nefnist á frummálinu
„The Víkings Heart", en bókin
fjallar um íslenzku landnemana
í Kanada. Árið 1924 kom út
ljóðasafn eftir Láru, og nefnist
það „Wayside Gleams“. Árið
1926 kom út skáldsagan „When
Sparrows Fall“, og fjallar sú
bók um örlög ungrar stúlJku,
sem gerist vændiskona til þess
að sjá sér og fjölskyldu sinni
farborða. Árið 1927 kom út
eftir Láru söguleg skáldsaga er
fjallar um Leif heppna, og
nefnist hún „Lord of the Silver
Dragon". Árið 1933 skrifaði
hún bók um Tyrkjaránið, er
nefnist „The Dowe“ og 1937
skáldsöguna „The Dark
Weawer“, er kjörin var bezta
bók ársin í Kanada. Árið 1938
kom út eftir hana skáldsagan
„Black Lacen“ og 1939 „Con-
fessons of an Immigrant’s
Daughter“ eða dóttir landnem-
ans, og er þet.ta sjálfsæfisaga
höfundar, og var hún einnig.
kjörin bezta bók ársins.
Eftir þetta varð nokkurt hlé
á bókum frá Láru Goodman, en
þó hefur hún stöðugt haldið
áfram að skrifa, m. a. hafa
fjölmargar smásögur birst eftir
hana í blöðum og tímaritum á
þessum árum, jafnframt því
sem hún hefur haldið fyrir-
lestra. En árið 1954 kom síð-
asta skáldsaga hemiar út og er
hún söguleg, og nefnist „The
Immortal Rock“. Fjallar hún
um hin fræga Kensington-
rúnastein, eða öllu heldur Poul
Knutsens leiðangurinn er gerð
ur var út frá Bergen árið 1354
eftir boði Magnúsar konungs
Eiríkssonar, til að leita steins-
ins. Höfundur tekur það fram
að ekki hafi vakað fyrir sér að
leggja dóm á sögu sjálfs rúna'
steinsins, heldur að segja frá
leiðangri Poul Knutsens, enda
þótt sagan fái að sjálfsögðu
sinn rómantíska blæ af þessum
fræga og umtalaða rúnasteini.
Þó að bækur frú Láru Good-
man séu enn óþekktar hér á
landi, er ljóst að hún nýtur
mikils álits sem rithöfundur
vestan hafs. Auk verðlauna
þeirra, sem hún hefur lilotið
og áður er sagt frá má geta
þess, að hún hefur hlotið marg-
víslega aðra sæmd fyrir ritstörf
sín. Hún hefur m. a. hlotið
gullmedalíu frá frönsku vís-
inda- og lista-akademíunni, og'
heiðursfélagi er hún í kana-
díska rithöfundafélaginu, og
ennfremur í Leifs Eiríkssonar-
félaginu og kvennadeild Jóns
Sigurðssonarfélaginu í Kanada.
Indlandsstjórn ætiar ai ger-
breyta skipun ríkisms.
JP'ylhjum ú uö fmhhu ur 29 é I&.
eru á hundruSum
íslenzkra heimila
þvottavélar !»
íást aðeins hjá oss.
J. Þorfáksson &
Norðmann h.f.
Bankastræti 11.
Skúlagötu.
MWVmuvvuv^vVMnMAfV
Indlandsstjórn hefur Iagt
fyrir bingið frumvarp, sem
hefur þegar vakið talsverð’ar
æsingar.
í frumvarpi þessu er að
mörgu leyti gert ráð fyrir ger-
breytingu á skipun innanríkis-
mála, því að ætlazt er til þess,
að Indland, sem skiptist nú í
26 ríki — er lutu áður einstök-
um höfðingjum — skuli fram-
vegis aðeins skiptast í 19 slík
fylki, en höfðingjar allir glata
réttindum sínum.
Skiptingin verður ekki látin
fylgja þjóðerni, og liefur það
vakið mikla gremju hjá ýmsum
þióðflokkum. sem hafa viljað fá
að njóta nokkurra forréttinda
að þessu leyti. Þó verður reynt
að láta fylkjamörkin fylgja
nokJíurn veginn höfuðtungum
landsmanna, og verða tólf fylki
eiginlega alveg sniðin eftir
þeím mörkurn.
Frumvarp þetta hefur verið
í undirbúningi undanfarin þrjú
ár og er höfuðtilgangurinn að
auka völd miðstjórnar lands-
ins gagnvart fylkjunum. Eink-
anlega verður lögð áherzla á
þetta í landbúnaðarhéruðum,
en auk þess verður mjög stórt
fylki myndað á Indlandi
miðju. — Þjóðþingsflokkurinn
mun beita sér fyrir samþykkt
fi umvarpsins, og ætti þá að
vera tryggt, að það nær fram að
ganga, en þegar hefur borið á
því, að óánægja er megn í ýms-
um landshlutum.
Einkum þykjast Sikh-þjóð-
flokkurinn hlunnfarinn, en hann
er búsettur í Punjab og allra
þjóðflokka herskáastir á Ind-
landi. Ekki hefur komið til
neinna óeirða þar, og stjómin
vonast til að geta kornið í veg
fyrir þær með því að færa
mönnum heim sainninn um
kos'i hins nýja skipulags, er
hefur m. a. minni stjómar-
kostnað í för með sér.
Við viljum leyfa okkur að
vekja athygli á því, að sam-
kvæmt auglýsingu, er yður var
send á fimmtudaginn, verða
breytingar á næturvöktum í
apótekunum hér í Reykjavík,
þannig að framvegis verða að-
éins afgreiddir nýir lyfseðlar
eftir kl. 24 (kl. 12 að kvöldi)
frá kvöld- og næturlækni, svo
og írá öðrum læknum, enda
séu lyfseðlarnir sérstaklega
merktir. Ermfremur verða af-
greiddar beiðnir frá ljósmæðr-
um ef fæðing ber að höndum.
Tíl kl. 24 verða afgreidd eins
og verið hefur öll algeng lyf
og hjúkrunargögn, svo og aðrar
nauðsynjar er fólk vanhagar
um.
Það væri æskilegt að blað
yðar vildi geta þesssarar breyt-
inga í fréttum, vegna þeirrar
þýðingar sem það hefur fyrir
almenning,
Virðingarfyllst,
Apótekarafélag íslands.
Undfrbúin stofnun
Franski herinn verður
að herða drykkjuna.
Frakkastjóru í vaiidraðiiin ineð
vínfrainleiSslEinu.
Frú Lára Goodman Salversón við skrifborð sitt.
Stjórn Mendes-France bað
þjóð sína — þ. á m. herinn —
að drekka mjólk til að berjast
gegn drykkjusýkiimi í landinu.
Sú núverandi biður jafnvel
herinn að herða drykkjuna.
Frakkastjórn á miklum
i vandræð'um vegna þess, að
svo miklar birgðir víns eru enn
í geýmslum bænda, og þeir .vilja
losna við þær, hvað sem það
kostar. Hefir þess verið farið á
leit vís lándyarnaráðuneytið,
að dagsskammtur hermanna af
víní verði áukinh frá þrí sem
nú er. Dagsskammturínn er nú
rúmlega hálfur lítri víns, en
auk þess er ætlkzt. til þéss,, að
hermenn drekkí •peía af mjólk
á dag.
Frakklandsstjorrtk heíir á-
kveðið að kaupa um 280 míll-
jónir lítra víns áf uppskéru
þessa árs. Verður þessi sopi lát-
inn í verksmíðjur, sem vinna
vínanda úr honum, og verður
hohurrt síðan bætt við eldri
vínandabirgðir ríkisstjórnar-
innar, sem nema um 500 niill-
jónum lítra. Þær hafa safnazt
fyrir, ai því að stjórnin hefir
keypt þær vínbirgðir bænda,
sem þeir hafa ekki getað selt
með venjulegum hætti.
Þá hefir stjórnin ákveðið að
verðlauna bændur, sem hætta
að rækta vínþrúgur og taka upp
ræktun á ö'ðrum jarðarávexti.
Mimikar þá einnig það magn,
sém stjórnin verður að kaupa
—■ og neyða herinn til að
drekka.
$ Hal Keith, kunnur ítmerískm•
sjónvarpsfrömuðui-, er nýlát-
inn 38 ára að aldri. Banamein
hans var laabbameiii.
I undirbáningi er að stofna
hcr kjarnfræðinefnd, og eru
það lanclsnefnd íslands í al-
þjóða orkiunálaráðstefnuniii,
rannsóknaráð ríkislns og
raforkiunálaskrifstofan, sem
beiía sér fyrir stofnun þess.
Ötíimin nmn vera að fá
ýmsar síofnanir til þess að
gerast áðilar að kjarnfræði-
nefiidinni, m. a. hefir Kaf-
niagnsveitu Reykjavíkur
verið skrífað og þess óskað,
að hún gerist þátftakandi í
síofnun og starfi slíkrar
nefndar. Kjarnfræðinefndiu
nwm síðar skipa landsncfnd,
er starfa mun í sambandi viði
aðrar kjarnfræðinefndir er-
l'endís.
■-----Q———
$ VaJerian A. Zorin, sendiherra
Káðstjóniarríkjaniia í V.-
Þýzkalanöi berst litið á síðan
e.r hann kom til B»nn og
liefur eigi nieira timleikis
t'n sendiherrar margi-a smá-
1 ríkja. Er þetta talið benda til
Jtess, að hann ætli að „þreifa
sig áfrani‘.‘