Vísir - 13.02.1956, Síða 10
10
. vísat
3iÆáiui4ag®m 13- febrúar, .1-95 6
Hemdu ajftur
tíi ptifti
geta talað svona. Fyrrum hafðir þú sömu hugsjónir og ég. Og
þú áttir líka draumsýmr....“
„Draumsýnir koma engum að gagni,“ sagði hún með ákefð.
„Þær hafa aðeins ógæfu í för með sér. Það er hollast að taka
hvern og einn eins og hann er, með öllum hans göllum, og
elska hann þrátt fyrir gallana, ef .maður þá getur elskað á
annað borð. Það er um að gera að elska hann þrátt fyrir for-
tíð hans og daglegt framferði. Maður verður að geta elskað
manneskjuna einmitt af því að hún er eins og hún er.“
„Þú hefur breyst í ákveðnu tilliti, Anna,“ sagði hann hljóð-
lega. Svo varð hann ákafur: „Er það þessi Lockhart, sem hefur
haft áhrif á þig — sem hefur grafið undan hugsjónum þínum?“
„Það er Dirk alveg óviðkomandi,“ svaraði hún. „Það várst
þú sjálfur,.sem áttir upptökin, Cyril — þegar þú trúðii' mér
ekki.“ , . ........ ,
„Ég veit að ég hef gert þér rangt til.... ég verðskulda allt
það misjafna, sem þú getur sagt um mig. Ég setti þig á stall
eihs og goð, og eftir að ég hélt að þú hefðir hrapað af stall-
inum,... Nei, ég vil ekki vera að rifja upp þetta gamlá...
við verðum að reyna að gleyma því, öllu þessa ógeðfelda sem
olli því að við skildum. Við verðum að reyna að muna að við
elskuðum hvort annað svo takmarkalaust. Ég elska þig enn.
Ég elska þig enn meira, Anna, vegna þess að ég hef kvalist svo
mikið.“
Hún strauk laust um hárið á honum og lagaði á honum ennis-
lokkana.
„Þykir þér ekkert vænt um mig lengur?“ spurði hann hásum
bænarrómi.
,Ég veit ekki hvemíg tilfinningum mínum er varið,“ svaraði
hún hvíslandi, „Ég ætti sjálfsagt að gera það, því að mér þótti
svo óendanlega vænt um þig, Cyril, en samt finnst mér að
einhverj u leyti
Hann tók xun hendur hennar og kyssti þær.
„Segðu ekki meira núna, góða mín! Getum við ekki reynt
að verða vinir fyrst um sinn — þó að ég finni að ég hef engan
rétt til að biðja þig um vináttu þína. En ég bið um hana samt,
Anna — og ég geri það af því að ég elska þig svo heitt.“
Hún strauk enn harið á honum, en hreyfingar hennar virtust
henni ósjálfráðar. Hún hafði samúð með honum. Á vissan hátt
elskaði hún hann líka — það var líkast móðurást.
„Auðvitað getum við verið góðir vinir, Cyril,“ sagði hún,
,,ef þú villt vera vinur minn.“
Hann kyssti hendur hennar og stóð upp. Það var líkast og
hann væri sneyptur.
„Þú ert svo yndisleg, Anna,“ sagði hann, „og ég skammast
mín fyrir að ég brást þér, en.... en.... það er líklega bezt
,að við tölum ekki um það. Við skulum í staðinn hugsa um hve
góða daga við getum átt í framtíðinni-, farið í leikhús, á dans-
leiki og' ekið í bifreið — það er svo margt sem við getum gert
okkur til gamans, og síðan — kannské.... “ Hann þágnaði allt
í einu og bætti svo við eftir nokkra stund: „Getum við ekki
'komið út saman og fengið okkur matarbita á viðkunnanlegum
stáð?“
Hún brosti.
„Það væri gaman, CyriL“
Hann dró hana upp af sófanum. Faðmaði hana eitt augnablik
og hún hélt að hann ætlaði að láta koss fylgja, En í sömu
svifum og henni datt það í hug varð hún krædd.
„Mig langar svo til að kyssa þig, Anna. Mig langar ekki eins
mikið til neins í veröldinni, en ég vil ekki gera það samt....
ekki enn þá, góða mín.“
Það fór vel á með þeim meðan þau voru að borða, þó að
hvorugt væri sérstaklega glatt. Þau fimdu bæði til þess að ein-
kennilega stóð á fyrir þeim. Samtalið varð talsvert slitrótt og
einkennilegt. Hún sagði honum frá nýju stöðunni sinni og hann
sagði:
„Þetta er geypikaup. Nina Caruthers rekur auðsjáanlega
góðgerðastarfsemi,“ bætti hann við og hló.
„Þetta finnst mér ekki kurteislega mælt,“ sagði hún.
„Ég meinti ekkert illt með því,“ sagði hann og roðnaði.
,Ég er viss um að þú stendur prýðilega í stöðu þinni, sem
einkaritari. En þetta er verulega hátt kaup, finnst þér ekki?“
„Jú,“ sagði Anna og kinkaði kolli. Hún hafði oft furðað sig
á því sjálf hve vel Nina borgaði henni. En ef hún var ánægð
með hana og hafði efni á að borga, hafði Anna vitanlega ekkert
við þetta að athuga.
„Heldurðu ekki að einhver launráð geti verið bak við þetta?“
„Launráð? Hvað áttu við?“ spurði hún.
Hann yppti öxlum.
„Ég veit það varla sjálfur. Mér finnst það bara svo einkenni-
legt — og þessi þarna Lockhart er vinur hennar.“
„Ráðning mín hjá henni er því alveg óviðkomandi,“ sagði
hún dálítið hvasst. „Og svo vil ég helzt ekki að þú segir „þessi
þama Lockhart" ef þér stendur á sama.“ -
„Fyrirgefðu — ég skal alltaf segja „herra Lockhart" fram-
vegis, þegar ég minnist á hann,“ svaraði hann glottandi.
Hún svaraði ekki en fann að henni sámaði meir og meir.
Hvernig dirfðist hann að gefa í skyn að hún hefði fengið stöð-
una hjá Caruthers fyrir einhver launráð? Og hvemig dirfðist
hann að gera Dirk getsakir? Ðirk, sem hafði gert svo mikið
fyrir hana og hafði reyrist hehni tryggur vinur þegar Cyril
sveik hana.... Dirk, sem var svo geðfeldur í alla staði....
Hún tók sig á og varð órótt er hún fann hvaða rás hugsanir
hennar höfðu tekið.
„Við tölum ekki um Dirk,“ sagði hún ákveðin.
En það var svo að sjá sem ómögulegt væri að halda Dirk utan
við samtalið. Cyril var það að minnsta kosti ómögulegt, hann
var afbrýðisamur. Hann var að segja henni hvernig gengi á
skrifstofunni sinni, en skaut allt í einu inn í:
„Ég hef vitanlega ekki haft mikinn tíma afgangs til skemmt-
ana, eða réttara. sagt engan. Það hefur verið mér fyrir öllu að
láta ekki neinu hnigna. frá því sem var í tíð föður míns. Ég hef
aldrei farið út að; dansa, síðan við vorum saman síðast. Ég
er ekki eins mikil samkvæmishetja og þessi Lockhart mun
vera — hann getur ekki notað tímann til neins betra en að
dansa og skemmta sér með ungum stúlkum.“
„Nú gerir þú honum rangt til,“ svaraði Anna og var bæði
áköf og ergileg. „Dirk er margt fleira til lista lagt og hann
hugsar um márgt fleira en að skemmta sér. Hann er bifreiða-
maður og ekur bílum, sem á að reyna í kappakstri. Það munaði
minnstu að hann dræpi sig í kappakstri á Ítalíu nýlega."
Hún sá þennan kappakstur í huganum. Hún sá veginn, sem
lá í bugðum í bröttu fjallinu, krappar beygjur sem bíllinn
skrikaði í. Og allt í einu datt henni í hug: „Ég veit ekki hvemig
ég hefði getað lifað áfram, ef hann befði farist.“
„Kallarðu það starf að taka þátt í kappakstri?“ sagði Cyril
fyrirlitlega. „Ef ég hefði nógan tíma og nóga peninga skyldi
ég heldur ekki amast við að aka bíl.“
„Vitanlega er það starf og ekki leikur.“
„Lockhart hefur auðsjáanlega lagt kappaksturinn fyrir sig,
til þess að láta taka eftir sér og leika hetju.“
„Ef þú þekkir Dirk nokkurn skapaðan hlut mundi þér vera
kunnugt um að síst af öllu langar hann til að leika hetju. Hon-
Á kvöldvökunni.
Þegar hinn ágæti kínverski
stjómmálamaður Li Hung
Chang var seridiherra Kínverja
í Bandaríkjunum hafði hann í
veizlu einni evrópska sendi-
herrafrú fyrir sessunaut. !
— Yðar tign, sagði frúin. —
Hvaða kvenleg dyggð er mest
metin með þjóð yðar?
— Að konan sé þögul, sagði
Li Chang.
— Þið Kínverjar þolið þá
ekki tölugar konur.
— Nei, það getur orðið skiln-
aðarsök. •
— Þá yrði eg að skilja ef eg
ætti að búa í Kína? sagði frúin.
— Fjarri því, sagði Li Cháng
og hneigði sig. — Þann dag, sem
landi mínu hlotnðist sá heiður,
að þér gerðust einn af þégnurn
þess, yrði hjónabandslöggjöf-
inni samstundis breytt.
Picasso var eitt sinn boðið til
kvöldverðar ásamt ungum
málara. Picasso var mjög þög-
ull meðan á máltíðinni stóð, en
að heimi lokinni, stóð hann á
fætur( tók í höndina á hisum
unga málara og sagði:
— En hvað eg öfunda yður
af því að hafa fengið að borða
með Pinasso, ungi maður.
löyT
falleg gardínuefni.
Kr. 95.00
í dívanteppi.
Verzlunin
FRAIVi
Klapparstig 37
simi
i 2937
MWWWWIWVWVWW
wwwwmwwwumvMV
Bústaðahverfís-
búar
Ef t>ið þurfið «ð setja
sniáauglýsingu • dagblaðið
VÍSI, þurfið þið ekki að
fara lengra en í
Bókabúðiiia
Hólmgarði 34.
Þar er blaðið einnig selt.
Smáauglýsingar Vísis
borga sig bezt.
£ & Bumuqk&f
TARZAN -
2014
j En það var ekki um að villast.
Þama lágu leifar Olus, nagaðar
krókódí lstönnum.
— Við verðum að fara til stöðv-
arinnar, sagði Tarzan. — Ef til vill
hefur harm kornið bjálkanum á
áfangastað áður en hann dó.
— En ef ekki, þarf ég að spyrj.
fáeinna spurninga.