Vísir - 29.02.1956, Blaðsíða 10

Vísir - 29.02.1956, Blaðsíða 10
10 VtSIR Miðvikudaginn 29. febrúar 1 63 Hw4u atftur til tnínf * &Átet?Áaqa JENNIFER AMES dagur að þú getir orðið meira en vinur minn. Hver veit nema sá dagur komi að þú-elskir mig jafnt heitt og þegar við vorum trúlofuð?“ „Ég veit ekki, Cyril,“ hvíslaði hún. „Þú mátt ekki ætlast til þess.. ..“ Anna vissi vel sjálf, að hún mundi aldrei geta elskað heinn annan en Ðirk. „Jæja, eigum við þá ekki að fara,“ sagði Cyril fálega. „Við skulum far.a í matinn. Kannske við ættum að aka ofurlítið út fyrir þorgina. Ég veit um veitingahús úti í syeit, sem hefur góð- an mat og ágæta hljómsveit. Við getum dansað þar líka. Það er 'miklu skemmtilegra þar en á gildaskálunum inni í borginni, og maður þarf ekki að vera samkvæmisklæddur.“ „Mér líst vel á það,“ sagði Anna. Hún seiTdist eftir litla hattinum, sem lá uppi á skápnum. Góð- ur matur, ágæt hljómsveit, dáns.. .. Hver v-eit nema henni létti ef hún kæmi á skemmtistað. Var það ekki Ðirk, sem hafði sagt að allt þess háttar væri mikils virði 1— miklu meira virði en margt annað, sem talið er skipta máli. Hún hafði líka verið þeirrar skoðúnar að þetta væri rétt. Hún hafði vanist á að trúa, að skemmtanirnar og gleðistundirnar, sém hún hafði átt með Dirk, hefðu gert sitt til að hún gat gleymt tilfinningum sínum í garð Cyrils. En nú skildi hún að allt þetta var i rauninni þýð- ingarlaust, að því er hugsanirnar snerti — ánægjan sem hún hafði notið kom af þvi, að hún hafði verið með Dirk. Þau sátu í bifreið Cyrils og urðu að bíða við gatnamót eftir grænu ljósi. Þá kom Anna auga á auglýsingaspjald hjá blaða- sala: „Frægur kappakstursmaður slasast.... “ Hún spratt upp í bílnum og hljóðaði. Hún hugsaði með sér: Það er ekki satt.... Það getur ekki verið satt! Hvers vegna datt henni strax í hug að það væri.... Auðvitað voru margir kappakstursmenn þátttakendur í mótinu í Milano. Það gat svo sem verið einhver annar en Dirk. En hún gat ekki setið róleg en sagði: „Ég ætla að skreppa út og kaupa blaðið, Cyril.“ „Þú getur ekki farið út úr bílnum hérna,“ sagði hann. „Ljósið kemur á hverri stundu." En hún svai'aði ekki. Þegar hann leit við var hún komin út úr bílnum og hljóp til blaðastráksins. „Halíó, Anna,“ kallaði hann hræddur. „Hvað ertu að gera? Komdu strax aftur!“ En áður en hún gat svarað skipti um Ijós og hann varð að halda áfram. Undir eins og hann fékk tækifæri til beygði hann inn í hliðargötu og fór að svipast eftir Önnu. Hún stóð á gang- stéttinni og starði á eitthvað, sem stóð í blaðinu. Hún riðaði eins og hún væri að detta. Cyril flýtti sér út úr bíLnum og til hennar. Ótti Önnu hafði reynst réttur — hún sá það undir eins og hún fór að lesa blaðið. Hún hafði séð stóru fyrirsagnirnar á fyrstu blaðsíðunni. „Kunnur kappákstursmaður slasast. Dirk Lockhart reyndi að setja nýtt met!“ „Nei, þetta hiá ékki vera satt,“ hvíslaði hún og fölar yarirnar titruðu. „Nei, það má ekki vera satt....“ En það var satt. Það stóð í blaðinu — það varð ekki komist fram hjá sannleikanum. Bifreið Dirks hafði oltið á brautinni á 250 kílómetra hraða. Hún sprakk og brann til kaldra kola. Dirk hafði náðst út úr bifreiðinni. Hann hafði meiðst margvíslega og tvísýnt um líf hans. Aldrei hafði Anna verið komin eins nærri yfirliði eins og þarna sem hún stóð og starði á blaðið. Dirk í lífshættu.... Dirk í lífshættu.... Þetta var svo hræðilegt.... En það gat ekki verið satt. Jú, það hlaut að vera satt, ekki laug blaðið þessu! Hún fann að Cyril tók í handlegginn á henni. „Hvað hefur komið fyrir, Anna? Hvað ertu að lesa?“ En Cyril þurfti ekki að bíða eftir svari. Hann kom sjálfur auga á feitu fyrirsagnimar. „Jæja, þá hefur þessi Lockhart stofnað sér í voða,“ sagði hann. „Að vísu féll mér hann ekki vel, en þetta er leiðinlegt samt.... Kappakstursmenn eiga sökina á þessu sjálfir — það er ekki við öðru að búast/Þeir vinna heiðurinn og frægðina, sem þeir eru að sækjast eftir — en verða líka að sætta sig við áhættuna, sem þessu fylgir. Þetta er leiðinlegt....“ Anna sneri sér að honum. Það var ofsi í henni. „Hættu þessu!“ sgaði hún stutt. „Geturðu ekki þagað?“ „Því ekki það!“ svaraði Cyril. „Úr því að þú tekur því svona, skal ég ekki segja eitt einasta orð.“ Hann þagði um stund en svo sagði hann með hr-júfri rödd: Það er að sjá sem þér þyki vænt um hann, Anna!“ „Ég elska hann af öllu .hjarta, Cyril,“ sagði hún. „Jæja, hef- urðu nú fengið að vita það sem þú vildir?“ Cyril starði á hana og fölnaði. Fólk sem fram hjá gekk rak í þau olnbogana, en þau tóku ekkert eftir því. „Ég skil,“ sagði hann loks. „Þarna er skýringin á öllu saman.“ Ánna hirti ekki um að spyrja hann hvað það væri, sem hann hefði fengið skýringu á. Hún kærði sig ekki um að vita það. Hún las blaðið aftur. Dirk var á sjúkrahúsi í Milano. Nafnið á því stóð í blaðinu. Ástandið var tvísýnt — en þó vori um hann.. „Ekki getum við staðið héma £ allt kvöld,“ sagði Cyril loks- ins.‘„Hvað ætlarðu að gera, Anna? Það er varla veit að við borðum saman í dag, úr því að svona stendur á. Ég á við: Þig langar víst ekkert að borða miðdegisverð með mér....“ „Nei, mig langar ekki til þess,.... Afsakaðu mig, Cyril. . ..“ „Ég skil hvemig þér muni vera innanbrjósts,“ sagði hann. „Ég skal aka þér heim aftur, ef þú vilt.“ .Þakka þér fyrir,“ svaraði hún rólega. Þau töluðu ekki nema lítið saman, þessa stuttu leið heim til Önnu. „Ætlarðu að giftast Lockhart?“ spurði hann loksins. „Nei, alls ekki,“ sváraði hún. „Hvers vegna hagar þú þér þá svona....?“ sagði hann með ákefð og bætti við, reiður: „Ég skil ekkert í þessu, svei mér þá.“ Anna hirti ekki um að svara. Cyril hjálpaði henni úr bílnum. „Vertu sæl, Anna,“ sagði hann. „Ég geri ráð fyrir að það sé réttast að ég heimsæki þig ekki oftar.“ „Það er víst tilgangslaust," svaraði hún. „Fyrirgefðu mér.“ Cyril fór inn í bílinn aftur og ók burt. Anna fór inn úr hliðinu og upp stigann. Andlit hennar var fölt en einbeitt, hún studdi krepptum hnefunum að mjöðmunum. Hún hafði tekið ákvörðun — að fara til Milano og heimsækja DLrk. Hann vildi ef til vill ekki sjá hána, en það varð að hafa það. Gagnvart Dirk vildi Anna brjóta odd af oflæti sínu. Þó að hann ræki hana út fengi hún þó að minnsta kosti að sjá hann. Hún vildi vita hvernig honum liði, Vera nálægt og fylgjast með líðan hans, mínútu eftir mínútu. En hvernig átti hún að komast til Milano? Hún átti enga peninga, en það skipti ekki máli. Hún gat selt eitthvað af fötunum sínum — hún átti kjóla, sem hún hafði varla komið í. Hún mundi eflaust geta fengið talsvert fyrir þá. Henni létti ósegjanlega er hún hafði tekið þessa ákvörðun. Nú hafði hún fengið verkefni til að einbeita sér að, hlutverk að vinna. Undireins og hún kom inn í herbergið sitt fór hún að taka nýjustu og fallegustu kjólana fram úr klæðaskápn- um og lagði þá niður í tösku. Hún ætlaði að selja þá á morgun. Svo varð hún að fá sér vegabréf, en þegar erindið var svona, Á kvéMvökmni. Leikkona, sem. nokkuð vaa tekin að reskjast, bjó í sam» býlishúsi uppi á fjórðu hæð« Dag nökkum heímsótti gam- ali "aðdáandi hennar hana„ sem hvorki var grannholda né brjóstheill, enda sóttisfc honum seint gangan upp stig- ann og þótti hún erfið. Móð-' ur og másandi hringdi hanii; dyrabjöllunni og kom varlá upp nokkru orði fyrir mæði þegar leikkonan birtist hon- um í anddyrinu. „Það er ekkl andskotalaust að komasfc hingað upp til yðar“, gafc hann stunið upp að lokum.1 ,,En stigamir éru líka eina ráðið sem ég hef nú orðið til þess að láta hjörtun í gestunum rnínum hrærast“, - J í London .ægir öllum þjóðuní saman, og einhverju sinni sátvt ensk kona og Kínyerji saman við borð í yeitingastofu. Þau ræddu um allt milli himins og jarðar, og- allt í einu barst talið að eldri manna. „Eg get ekki með nokkru móti,“ sagði kon-» an, „getið mér til um aldur Kínverja. Veitist yður eins erf itt að geta yður til um aldur hvítra manna?“ Kínverjinn brosti kurteis- lega, en sagði ekkert. l( „Þér þegið,“ hélt konan þá áfram. „Þér kunnið kannske ekki við að svara þessu ein- læglega. En til þess að létta yður þetta, þá skal ég segja yður aldur rninn. Eg mundí aldrei segja neinum Evrópu- manni, að ég væri 50 ára. Jæja, hélduð þér, að ég mundi vera svona gömul?“ Kínverjinn rak upp stór augu, en 'hann þagði eins og áður. j „Já, ég skil,“ mælti konan enn. „Þér þurfið annars ekkí að yera svona kurteis. En seg- ið mér nú, hversu gömul þér hélduð, að ég væri. Kannske fjörutíu og fimm? Eða aðeins fertug?“ . | „Nei, hvað haldið þér, kæra frú,“ sagði Kínverjinn loksins. „Nú, þér hafið gert ráð fyrir, að ég væri þrjátíu og fimm?“ „Eg hélt,“ mælti Kínverjinn, „að þér væruð að minnsta kosti sextug .... þér eruð svo vituiy fjölfróð og menntuð.“ £ /?. SuncuqkA - TARZAM - 2020 M yúmk iéW , „Eg skal ná trjábolnum að landi,“ ságði Henri, „en þið sjáið um mann- ánn, — venjuleg meðferð.“ Henri bar síðan höndina upp að munninum og öskraði skipun. Strax flyktust að margir blámenn, sem tóku að framkvæma skipanir hans. Þeir höfðu reipi og haka, sem þeix’ fleygðu yfir trjábolinn á fljótinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.