Vísir - 23.03.1956, Blaðsíða 9

Vísir - 23.03.1956, Blaðsíða 9
Föstudagtim 23. marz 1956. VÍSIK 9 með möndlu-, vanilju-, karamellu- eða súiikalaSibragði Mál höfða Ulgerð-arráð ræðir brottfor skip- verja á Jóni Þorlákssyni fvrir jólin. Eins og menn rekur niinni til, gengu nokkrir mcnn af einum togara Keykjavíkurbæjar, Jóni Þorlákssyni, rctt íyrir jólin. Er mál þetta ekki útkljáð enn og kom m. a. fyrir útgerð- arráð bæjarins þ. 22. febrúar og' segir svö í fundargerðinni: Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. janúar s.L, með til- lögu Inga R. Heigasonar og 3>órðar Björnssonar í bæjar- stjórn, varðandi ósætti milli sjómanna og forráðamanna bæjarútgerðarinnar, sem vísað var til útgerðarráðs til athug- unar. Guðmundur Vigfússon bar fram svo-Mjóðandi tillögu: „Útgeröarráð samþykkir að óska effir greinargerð skip- stjóra og skipsliafnar á bv. Jóni Þoriákssyr.i um -aðdraganda þess að Rieirihluti háseta gekk af skipinu á Flateyri 22. des- ■ember s.L" Sigurður Ingimundarson ósk- aði að bckuð yrði svohljóðandi greinargérð: „Þar sein helzt liggja fyrir í umræddu deilumáli algerlega gagnstæðar staðhæfingar deilu- aðila, tel ég ekki líklegt að upplýsingasöfnun útgerðarráðs leiði til sátta í þessu máli. Hins vegar er vitað að höfðað hefur verið mál á hendur Bæjarút- gerðinni vegna þessara atburða og tel ég1 'rétt að bíða niður- stöðu þeirrar rannsóknar, þar sem liklegast er að fá fram með þeirn hætíi það rétta í málinu.“ Ennfremur bar Sigurður fram svohljóðandi tillögur: „Hin síðari ár hefur verið leitazt við að hafa togara í heimhöín á jólunum, þegar hægt hefur verið að koma því við án mikils fjárhagslegs tjóns fyrir sjómenn og útgerð- arfélög. I samningum sjó- mannafélaganna eru nú t.d. á- kvæði sem banna að togari hefji veiðiferð á Þorláksdag. Kröfur sjómanna um að vera heima á jólunurn verða sífellt háværari og áðurgreind samn- Ing'sákvæSi hara engan veg'inn reynst fullnægjandi. Togara- sjómenn eru sem kunnugt er langdvölum fjarri heimilumj sínum og því æskilegt að geta orðiö við kröfum þeirra í þessu efni. Til þess að tryggja það,! að öll skipin verði heima á jól- ! unum, getur reynst nauðsynlegt að stöðva þau fyrstu löngu fyrir jól. Þetta er að sjálfsögðu ekki hægt án nokkurs fjárhags- j legs tjóns fyrir skipverja og fyrir útgerðina. Vegna undangenginnar ! reynslu er sýnt, að ekki verður hjá því komizt, að skipuleggja veiðiferðir í desembermánuði þannig, að unnt sé að hafa skipin í heimahöfn um jólin eða a. m. k. um áramótin til þess að forðast árekstra til tjóns ,og leiðinda fyrir alla aðila. Útgerðarráð telur nauðsyn- legt, vegna hinnar fjárhagslegu hliðar málsins, að leita álits Bæjarstjórnar Reykjavíkur, og samþykkir að óska heimildar til þess að skipuleggja veiði- ferðir togara í desembermánuði á þann þeg, að hægt sé að verða við óskum sjómanna.“ Sveinn Benediktsson bar þá fram eítirfarandi dagskrártil- lögu: „í bókun bæjarfulltrúa Sós- ialistaflokksins á bæjarstjórn- arfundi 5. janúar s.l. er sagt að meirihluti skipverja á tveim togurum Bæjarútgerðar Rvíkur hafi gerigið í land af skipunum til þess að mótmæla brigðmæl- um af hálfu forráðamanna bæjarútgerðarinnar. Upplýst er að 15 skipverjar gengu í land af togara bæjarútgerðar- innar Jóni Þorlákssymi vestur á Flateyri rétt fyrir jólin í vet- ur, að því er viföist sökum ónægju út af því, að skipið skyldi ekki halda beint til Reykjavikur þegar svo nærri var komið jólum, en sumir skipverjar virðast hafa talið sig hafa fyrirheit um að skipið yrði inni fyrir jól. Enrffremur - er upplýst af framkvsemdastjórum bæjarút- gerðarinnar, að þeir hafi ekki gefið slík fyrirheit’ og' það við- urkerint af ílestum skipverja, þó einhverjir kunni að halda öðru fram. Ágreiningur um þetta atriði er nú fyrir dómstólunum og telur útgerðarráð, að það sé dómsíólanna en ekki útgerðar- ráSs að skera úr, hvað sé rétt í þessu efni. Þá vill útgérðarráð taka fram, að það er rangt, að i þessu sambandi hafi verið um tvo togara að ræða. Einnig er það rangt, að fram- kvæmdastjórunum eða útgerð- arráði hafi borizt símskeyti frá skipshöfn b.v. Jóns Þorláks- sonar eða hluta hennar í þessu sambandi. Telur útgerðarráð mjög var- hugavert, að það eða fram- kvæmdastjórnir fari að stofna til víðtækrar rekistefnu út af þessu máli, þótt hins vegar sé sjálfsagt að íramkvæmdastjór- ar útgerðarinnar upplýsi málið fyrir’ dómstólum, þar sem því hefur nú verið skotið til þeirra af nokkrum skipverja. Með tilvísun til framanritaðs telur útgerðarráð ekki ástæða tii að gera að svo stöddu frek- ari samþykktir í þessu máli og tekur fyrir næsta mál á dag- Skrá.“ Dagskrártillagan var sam- þykkt með 3 atkvæðum gegn 2. ríkjvmum, auk efnahagsaðstoð- ar, sem þeir njóta þaðan, en hún nam 100 millj. dollara árið sem leið. Til þessa hefur verið neitað um lánið en gefið í skyn, að það muni fást, ef Tyrkir breyti um efnahags- og við- skiptaaðferöir. En Tyrkir fást ekki enn til að gera hér á neina breytingu, og i haust tilkynnti Bayer ríkisforseti, að haldið yrði áfram með framkvæmd umbótaáætlunarinnar — hald- ið áfram að gera Tyrkland að iðnaðarþjóð. Gagnrýnendur telja nauðsyn, að Tyrkir fari sér hægara í þessum efnum, og geri ráðstaf- anir til þess að stöðva verð- bólguna. SFiCS lliis' ítíMP ESBJ í Tyrklandi hefur um nokk- urí skeið verið við mikla efna- liagslega örðugleika að stríða, en jvrátt fyrir bá er haldið á- fram framkvæmd mikilla um- bótaáætlana, Frá því á s.l. hausti hefur mikill útflutningur á afurðum landsmanna átt sér stað, enda aðalútflutningstíminn, en gera verður ráð fyrir auknum fjár- hagsörðugleikum frá í vor og þar til útflutningur á afurðum fer aftur að aukast. Skuldirnar eru miklar, a. m. k. 600 milljón- ir dollara, og skuldareigendur telja nauðsynlegt, að efnahags- málunum verði komið í betra horf. Þrátt fyrir erfiðleikana er haldið áfram að reisa orkuver og verksmiðjur — í stærri stíl en erlendir sérfræðingar telja nauðsynlegt. En það verður að játa, að Tyrkir hafa getað greitt af borganir af skuldum við ýms- ar þjóðir, m. a. Breta, og næst- um að fullu ógfeiddar skuldir við Ítalíu, og má ætla, að ekki verði samdráttur í útflutnings- verzluninni á þessu ári, Seðlaútgá'fan héfur aukizt mjög frá í júní í fyrra og síð-; an óeirðirnir urðu út af Kýpur 6. sept. hefur framboð á eign- um manna sem teljast iil þjóð-. ernislégra minnihluta aukist. mjög, og liafa þeir, sém selt hafa, reynt að koma fé sinu fyrir erlendis. Er syo að . sjá, sem menn óttist ' uppþot og eignatjón. Hefur þetta haft. síri áhrif til að veikja tyrkneska gjaldmiðiliniL ' Tyrkland hefur óskað eftir 300 millj. dollara láni í Banda- er miðstöð verðbréfaskipt- anna. — Slmi 1710. Þér murnið verða talin mat- reiðslusnillingur... Ef þér berið hkm dásamlcga Flang-ábæti á borð ein- hvern virkan dag, mun það þykja undur, hyað,'yður vérður mikið úr.'tima ogpeningum. En sannicikufinn er sá, að Flang er alls ekki dýr, og það er auðvelt að bua harin til. Á hátíðum og tyllidögum má skreyta Flang a!Ia vega og bera hann á borð með berjum, aldinmauki og rjómafroðu. OTKER Framh. af 3. síðu. væru og athugaði' næsta ná- grenni þéirra til að gera upp- drætti að undankomuleið fyrir piltana sína. Áður en ránstil- raun var gerðt var -hún vön að gera vandlega áætlun um til- högun heniiar og yfirfara livert minnsta atriði með ,,piltunum“, skýra fyrir þeim hvar þeir ættu að grípa tíl byssunnar og hvaða hliðargötur þeir ættu að iara, til þess a3 komast fram hjá um- ferðarljósur.um. Hún varð sannarlega ,,mikill“ foringi —• reglulegur ,,efkiglæpon“. En siik tfyrirmennsku-braut hafi e. t. v. orsakazt til tilviljun Sonur konu einnar, sem Kate Barker leigoi hjá, tók eftir því, að í hvert skipti sem Freddie Barker og Karpis vinur hans fóru út saman í viðskiptaerind- um, voru þeir alltaf með fiðlu- kassa. Hann komst að þéirri niðurstöðu, að þeir væru hljóð- íæraleikarar. En dag einn. er hann var að blaða í leynilög- regluriti, sá hann myndir af þessum mönrium og neðan undir rnyndunum stóðu þessi uggvænlegu orð: „Leitað fyrir morð“. Iiinn skelkaði drengur lét lögregluna strax vita um þetta. En þegar lögreglan kom til að taka mennina fasta, kom í Ijós að allur hópurinn hafði haft sig á burt5 erigihn vissi hvert. Þótt þessi skyndilega burtför geti hafa orsakazt af tilviljun einrfi, hlýtur „Ma“ Barker að hafa frétt um komu lögregl- unnar. Bersýnilega hefur hún grunað sambýlismann sinn, Dunlop, um að leika tveim skjöldum og að hafa geíið lög- reglunni upplýsingar; því ekki alllöngu seinna fannst .lík hans niður við ströndina á Minne- sotavatni, skotið þrem kúlu- skotum. Nærri líkinu fannst blóðugur kvenglófi. Meðan þetta gerðist, hafði mönnurn úr ríkislögrglunni tekizt, m.eð mikiili fyrirhöfn, að hafa hendur í hári nokkurra glæpafélaga Kate Barker og sona hennar. Þeir handtóku Francis Keating, Thcmas Hold- en og Harvey Bailey — þrjá alræmda glæpamenn, er allir höfðu sloppið úr rikisfangels- um. Þegar leynilögregluriienn- irnir leituðu á Bailey; fundu þeir skuldabréf er voru hluti af ránsfeng 1 bankaráni í Fob.t Scott, Kansas. Freddie Barker og Alvin Karpis höfðu verið með í því ráni og strax þegar þeir hevrðu um handtöku Baileys, flúði allur hópurinn í miklum flýti úr íbúð sinni í einu íbúðahverfi Kansas City. Við tilraun til að frelsa Bailey frá fangelsisdómi, réðu þau málfærslumann einn í þjónustu sína; en tilraunir hans til að fá Bailey sýknaðan virðast hafa valdið þeim ypnbrigðum. Mál- færslumaðurinn fékk boð um að hitta „piltaria“, en árang- urinn af að verðá við þeim til- mælum varð sá, að hann fannst seinna dauður. Um þetta leyti hafði „Ma“ Barker tekizt að leysa Arthur. son sinn úr fangelsi. (Hann sat í lífstíðarfangelsi fýfir morð). Þegar liún hafði styrkt lið sitt á þennan hátt; fór hún að hugsa „hærra“, liugsa í stórfúlgum. Hin fyrrverandi einfalda sveita- stúlka var nú orðin „mikil- menni“ í glæpaheiminum, og fjöldi glæpamanna, felustaða- eigenda og stjórnmálamanna lutu boði hennar og banni. Hún var náin kunningi Diliingers og að likindum einnig ráðgjafi hans. Hun var sífellt á nálum um að hinir „voðalegu“ leynilög- reglumenn ríkisins væru á hæl- um sona hennar og í því skyni að vernda þá fyrir „ofsóknum*1 þessara hræðilegu manna, fóí* hún á fund- glæparnannalæknis eins, er var „sérfræðingur11 í framkvæmd skurðlækninga á glæpamönnum án þess að spyrja óþægilegra spurninga. Þessi læknir tókst á hendur, fyrir ríílega borgun, að reyria ao framkvæma næstum því ó- vinnandi skurðaðgerð — að breyta fingrafönim- þeirra Freddies og Arthurs Barkér. Tilraun glæpamannalæknisins heppnaðist ekki sem bezt 'ög bakaði „sjúklingunum“ ógur- legar kvalir. Eins og á flestum sviðum mannlífsins nær tízkan einnig til glæpastarfseminnar, og skyndilega komust mannrán i há-tízku meðal . glæpamanna. Ýmsir glæpamenn höfðu hagn- ast vel á þessari . „tízku“ og Frariih.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.