Vísir - 18.04.1956, Blaðsíða 1
12
bis.
12
bls.
4S. árg.
Miðvikudaginn 18. apríl 1956.
89. tbl*
,;aa
Brúðkaupið í Monaco:
ikkert gistiherbergi að fá
í 100 km. fjarlægð.
Brúðkaupstertan er 150
can. á hæð.
Nýjustu fregnir frá Monacofog þar eru 140 talsímar til reiðu,
feerma, að ekkert gistilierbergi
sé að fá í 100 km. fjarlægð frá
borginni.
Hafá öllherbergi í borginni
og grennd verið tekin á leigu
fyrir löngu, bæði fyrir það
fólk, sem boðið verður í brúð-
kaupsveizluna, svo og forvitna,
er koma langar leiðir til þess
að sjá brúðhjónin tilsýndar —
eSa kannske alls ekki. En menn
vlija sýnilega borga mikið og
leggja mikið á sig fyrir vonina.
Gistiherbergj avandr æðin
eru meira að segja svo mik-
il, að fangageymsla lögregl-
uimar, sem stendur alltaf
tóm, hefir verið tekin til
notkunar fyrir aðstoðarmenn
lÖgregluimar, því að ekki
niega þeir liggja úti.
Fimm hundruð gestum er
fooðið í veizluna, sem haldin
verður í kvöld, þegar borgara-
legu vígslunni verður lokið, en
Monaco kalla hinsvegar morg-
undaginn hinn opinbera gift-
ingardag, því að þá fer kirkju-
vígslan fram. Til minningar
fær hver veizlugestur silfurpen
ing með vangamynd brúðhjón-
anna, og allir Monaco-búar fá
samskonar pening úr bronsi.
Síðasta liönd var lögð á
brúðkaupstertuna í gær, og
er hún hvorki meira né minna
en 150 sentimetra á haíð, og
vegur livorki meira né minna
en 90 kg.
Til Monaco eru komnir meira
en 600 fréttamenn og ljósmynd-,
arar, þar af mjög margir vest-
an um haf, en aðeins 10 fengu
að vera við vígsluna í morgun.
Við hlið hallarinnar hefir ver-
ið komið upp miðstöð fyrir þá,
m. a. 60 í einangruðum klefum.
Lengstur tími við athöfn-
ina í morgun fór í að lesa
alla titla prinsins, en hann
liefur þá fleiri en nokkur
annar þjóðhöfðingi heims,
eða alls 142.
Yfirmaður íoringjaráðs
á Ier5 hér.
. Bandaríski hershöfðinginn
Maxwell D. Taylor, yfirmaðu-r
herráðs Bandaríkjahers, er
væntanlegur með flugvél til
Keflavíkurflugvallar í dag. Er
ísland fyrsti viðkomustaður
hans á eftirlitsferð um Evrópu.
Hefur hann hér stutta viðdvöl,
en heldur síðan til Englands.
Bíkisstjórnin mun halda hers
höfðingjanum síðdegisboð að
lokinni viðdvöl hans á Keflá-
víkurflugvelli.
. Ferð hershöfðingjans var ráð
in snemma á þessu ári, en af
ýmsum ástæðum hefur ekki
orðið úr henni fyrr en nú.
(Frá utanríkisráðuneytinu).
llpplausn Kominform hreyt
ir ekki sfefnu Rússa.
Viðræður hefjast i Downing
Street í fyrramálið.
Týndu sauðirair komu aftur.
Ovenjulegt hlutverk vopnahlés-
nefndar Sþ.
Stjórnmálafréttaritarar í
| London eru þseirrar skoðunar,
, að tilkynning sú, sem birt var
I í gær í Moskvu, um upplausn
Kominform, márki ekki nein
| tímamót varðandi siefmi
. Rússa. Önnur — varðandi af-
| stöðu ráðstjórnarinnar til land-
anna fyrir botni Miðjarðarhafs,
var einnig birt.
Báðar 'eru taldar framkomn-
ar nú til þess að hafa áhrif á
viðræðurnar, sem hefjast á
morgun í brezka forsætisráð-
herrabústaðnum, nr. 10 Down-
ing Street.
Menn skulu ekki ætla, að
vopnalilésnefnd Sameinuðu
þjóðanna í ísrael hafi ekki
annað að gera en að fylgjast
með vopnaviðskiptuin, er þau
verða.
í lok síðustu viku varð nefnd
in að taka að sér enn eitt hlut-
verk, nefnilega að verða einS
konar fjárhirðir og koma til
skila á annað hundrað fjár,
Japanir og Rússar deifa
um veiðirétt.
Fregnir frá Tokio herma, að
til átaka kunni að koma milli
Japana og Rússa út af fisk-
veiðiréttindum við Kamsjatka-
skaga.
Rússar tilkynntu fyrir
nokkru, að þeir myndu tak-
marka fiskveiðaréttindi þar, og
var talið að þeir hefðu gert það
til að reyna að knýja Japani til
samkomulags um friðarsátt-
mála. Japanir ætla nú að senda
stærri flota á þessar fiskislóðir
en nokkurn tíma fyrr.
Danastjóra semur frv.
ný verkfallslög.
Vslf stö5va verkföff í fandhúnaöinum.
illll
Frá fréttaritara Vísis.
Kaupmannahöfn í morgun.
Forsætisráðlierra liefir tekið
ffram fyrir hendur samninga-
raefndarinnar í landbúnaðar-
deilunni, en enn er óvíst, hver
árangurinn verðnr.
Eins og getið hefir verið í
fréttum, átti verkfall að hefjast
á 119 búgörðum í dag, en þeg-
ar skeyti þetta er sent snemma
í morgun, er óvíst, hvort hætt
verður við verkfallið eða ekki.
Ríkisstjórnin hefir lagt fyrir
í>ingið frumvarp um kaup- og
verðbindingu, svo og um hærri
skatta á hagnaði hlutafélaga.
Bákarar í Kaupmannahöfn
eru enn í verkfalli, þótt ólög-
legt sé, og er hætta á því, að
bæjarbúar fái ekki rúgbrauð á
næstunni, verði verkfallinu ekki
háett. Félag skipaeigenda hefir
lagt verkfall sjómanna fyrir
félagsdóm, sem starfar að sfað-
aldri.
Skuld Þjóðbankans jókr.t
fyrri hluta apríl-mánaðar um
57 millj. kr. — vai'ð 187 millj.
kr.
sem hafði ekki virt landamær-
in milli ísraels og Jordaníu.
Þannig var mál með vexti,
að þrem dögum áður hafði
israelskur fjárhirðir misst af
sauðum sínum — 134 talsins —
að þeir rásuðu yfir þann
svo
25 metia breiða skika með-
fram landamærunum, sem er
eins konar ,,aleyða“, því að þar
mega Israelsmenn og Jordaníu
menn ekki stíga fæti. Fjáreig-
andinn gat ekki með neinu
móti fengið fé sitt aftur nema
með því að leita til vopnahlés-
nefndarinnar, og hún sneri sér
þegar til Jordníustjórnar, er
lét smala fénu saman, og reka
það yfir landamærin aftur.
Þar var fjögurra manna nefnd
til að taka á móti „týndu sauð-
unum“ — það er að segja einn
af fulltrúunum í vopnahlés-
nefndinni, fulltrúi frá Israels-
stjórn og fulltrúi frá Jórdan-
íustjórn og loks fjáreigandinn
sjálfur. Hver um sig taldi féð
vandlega og ekkert vantaði á
— kindurnar voru 134.
En með hjörðinni kom reikn
ingur frá Jordaníustjórn fyrir
hey og vatn handa þessum
„flökkulýð“, meðan á dvölinni
í Jordaníu stóð.
breytingin varðandi Tito og
Júgóslavíu hafi komið síðast-
liðið ár, og sgja megi, að með
' Belgradheimsókn þeirra B. og
:K. þá Tiafi verið tímamót í af-
!stöðunni gagnvart Tito, en síð-
| ah hafi Kominform hangið á
horriminni og alltaf verið bú-
izt við, að einhvern daginn
kæmi tilkynning um, að það
hefði fengið hægt andlát.
í þessum viðræðum taka
þátt Búlganin forsætisráðherra
Ráðstjórnarríkjanna, Ki’úsév.
framkvæmdastjóri rússneska
kommúnistaflokksins og af
Breta hálfu Sir Anthony Eden
forsætisráðherra og Selwyn
Lloyd utanríkisráðherra.
Beitiskipið rússneska, sem
flytur þá Búlganin og Krúsév
til Bretlands kom til Ports-
mouth í morgun. Ferðast þeir
á járnbraut til London og taka
þeir Eden og Selwyn Lloyd á
móti þeim, en þar næst verður
<ekið til Claridges Hotel, þar
sem þeir dveljast meðan þeir
eru í London. Daginn í dag
hafa þeir til frjálsra afnota eft
ir að til London kemui'.
Fyrirskipanirnar,
meðan Kominform hjarði,
komu jafnan frá Moskvu og þær
halda áfram að koma frá
Moskvu. Fyrirskipunin um upp
lausn kom þaðan, og það tók
ekki nema stundarfjórðung að
aígreiða hana.
Broslegar staðhæfingar.
Broslegár eru taldar þær
staðhæfingar, að kommúnista-
flokkar þeirra þjóða, sem stað-
ið hafa að Kominform, hafi nú
„öðlast þann þroska“ að geta
sjálfstætt unnið með skyldum
flokkum að því, að treysta frið
inn i heiminum.
önassis viSI seíja
hvalveiÖiflotann.
Gríski útgerðarmaðurinn
Onassis er að liugsa um að selj.i
Ihvalveiðiflota sinn.
í flota hans er gríðarstórt
verksmiðjuskip auk 15 hva!-
fangara, flotinn, sem tekinn var
við Peru árið 1954, og var ekki
látinn laus, fyrr en milljón
punda sekt hafði verið greidd.
Nú munu Japanir kaupa skip
þessi fyrir um hálfa milljarð
króna.
Kominform áhrifalaust.
Að áliti stjórnmálafréttarit-
ara blaðanna var Kominform
áhrifalaust orðið og lítið nema
nafnið tómt. í rauninni hafi
þessi samtök aldrei verið áhrifa
mikil, en sá verknáður þeirra,
sem mesta athygli hafi vakið,
hafi verið brottrekstur Júgó-
slavíu á sínum tíma. en stefnu-
ViSja fá hersföð
á Krit.
Bandaríkin eru sögð hafa
mælst til þess við Grikki að fá
að hafa bráðabirgðaherstöð; á
Krít.
Vilja, þeir hafa þar 1000
manna flokk úr landgöngu-
sveitum flotans, meðan horfur
eru jafn ótryggar við Mið-
jarðarhaf og nú. — Ekki eru
taldar líkur fyrir, að gríska
stjórnin veiti leyfið.
Þjóðvarjarnir teknir tií éspilítra
Akranesi í gær.
Þýzlcu hafnargerðarmennirn-
ir, sem hingað komu um pásk-
ana hafa látið hendur standa
fram úr ermum síðan.
Hafa þeir á fáum dögum
komið upp mikilli birgða-
skemmu við höfnina. Er hún
byg'gð úr bárujárni með eins-
konar braggalagi og járnið
skrúfað saman. Var þessu stóra
húsi komið upp á tiltölulega
mjög' skammri stund.
Jafnhliða birgðaskemmunni
hafa þjóðverjarnir komið upp
öðru húsi, sem er ætlað' fyrir
skrifstofur, en það er mun
minna. Þá eru þeir og byrjaðir
að lagfæra slippinn þar sem
kerin verða steypt.
Hefjast framkvæmdir við
hafnargerðina hvað úr hverju
og nú er önnur innrásarferjan
sem Akurnesingar keyptu á
sínum tíma í þeim tilgangi að
nota til malar- og grjótflutn-
inga (og farþega- og bílaflutn-
inga yfir Hvalfjörð — ef til
kæmi) að koma úr viðgerð.
Hefur hún undanfarið verið til
viðgerðar í Reykjavík og er
ætlunin að flytja á henni möl
og grjót til hafnargerðarinnar,
en það verður að sækja alla
leið upp í Hvalfjörð.