Vísir - 24.04.1956, Blaðsíða 1
o
46. árg.
Þriðjudaginn 24. apríl 1956
93. tbl.
leita a na
Eystelrsn Jénsson hefur
ail það í Hafnarflrði.
Fyrri yfirlýsisigar ern nu
esigu liaSHar.
Þaö þarf zkki lengur að fara í grafgötur iim ba'S, hvers
konar stjórn verður hér á landi, ef SjálfstæðisflokkuriiMi fær
ekki hreinan meirihluta við kosningarnar í siunar. Þá mun
verða mynduð hér stjórn, sem mun lifa af náð kommúnista, og
geta menn gert sér í hugarlund, hvaða skilyrði þeir muini setjja
fyrir því að leyfa henni að sitja.
arinnar. Stæði þá alþingi
frammi fyrir því að velja eða
hafna málefnastefnu stjórnar-
innar. Það er ekki tekin upp
barátta nú fyrir því, að mynda
alveg nýtt viðhorf í stjórn-
málum landsins, til þess að allt
falli í sama farið eftir kosn-
ingar. Höfuðatriðið er nú að
binda enda á upplausn og
glundroða með því að efla
bandalag Alþýðuflokksins og
Framsóknarflokksins til meiri
hlutaaðstöðu á alþingi."
Nú vita allir, að framsóknar-
menn og krata hafa ails enga
von um að ná hreinum meiri-
hluta á þingi, því að helzta
kosningasprengja þeirra hefur
reynzt óvirk, og er því þegar
í stað hægt að gera sér grein
fyrir því, að leitað mun verða
til kommúnista um „hlutleysi"
fyrir væntanlega stjórn
hræðslubandalagsins.
Báðir flokkarnir í hræðslu-
bandalaginu hafa áður til-
kynnt, að stjórn með kommún-
istum komi ekki til greina, en
það skiptir kannske öðru máli,
þegar hægt er að leita til „al-
þýðubandalagsins“!
Menn skulu ekki halda, að
verið sé að gera framsóknar-
mönnum og krötum getsakir
með þessu. Engan veginn, því
að þeir hafa tilkynnt þetta
sjálfir, foringjarnir, þegar þeir
hafa farið fram fyrir fólkið og
beðið það ásjár í kosninga-
baráttunni.
Fyrir nokkrum dögum efndi
hræðslubandalagið til fundar í
Hafnarfirði, og eftir þann fund
var skýrt frá því, að Eysteinn
Jónsson hefði sagt frá væntan-
legri samvinnu við kommún-
ista.
Alþýðublaðið hefur sagt frá
fundi þessum, eins og vera ber,
og komist svo að orði um fund
þenna s.L sunnudag:
„Það kemur ekki til, að
Framsóknarflokkurinn taki upp
istjórnarsamstarf með Sjálf-
stæðisflokknum að loknum
kosningum. Ætlunin er, að
Framsóknarflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn nái hreinum
meirihluta á alþingi. Fari svo,
mót öllum líkindum og vonum,
að það takist ekki í þetta sinn,
mundu Framsóknarflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn beita
sér fyrir myndun minnihluta-
stjórnar án þátttöku hinna
flokkanna, sem leitaði sam-
starfs við samtök hinna vinn-
andi stétta í landinu um fram-
kvæmd á stefnumálum stjórn-
100 manns farast
i
í síðustu viku gekk felli-
bylur yfir norðurhluta portú-
gölsku nýlenduna Mosambik í
A.-Afríku.
Gerði veðrið mikinn usla
víða, og varð yfir 100 manns að
bana í tveim héruðum. Margir
hvítir bændur búa í héruðum
þeim, sem veðrið gekk yfir, og
varð mikið tjón á búgörðum
þeirra, og akrar blökkumanna
eyðilögðust einnig á stórum
svæðum. Er þetta fimmti felli-
bylurinn, sem gengur yfir A.-
Afríku í vor, og sá, sem ollið
hefir mestu tjóni.
n
u
á Gyífa.
Hafernir sjást
Frá fréttaritara Vísis. —
Akueyri í morgun.
Sá fátíði atburður gerðist
laugardaginn fyiir páska, að
tveir hafernir sáust hér í
grenndinni.
Hafernir tveir sáust greini-
lega hnita hringi yfir endur-
varpsstöðinni í Skjaldarvík'
skammt fyrir norðan Akui-
eyri.
Kunnugir segja, að ekki hafi
sézt hafernir nyrðra síðan fyrir
nokkrum árum, er bessi sjald-
gæfi fugl sást við Ljósavatn og
Jökulsárbrú á Fjöllum.
★ Pan-Amercan World Air-
ways og Trans World Air-
lines hafa sótt am ieyfi til
flugferða frá vesturströnd
Bandaríkjanna yxlr norður-
heimskautið til Exnrópu.
Stjórnarkjör fór fram í hinu
„gagnm/fcrka“ félagi, Alþýðu-
flokksfélagi Keykjavíkur í
fyrradag, og segir Alþýðublað-
ið frá úrslitum þess í morgun.
Gylfi Þ. Gislason var að sjálf
sögðu endurkjörinn, enda hef-
t \
ur felag þetta verið eins konar
einkafyrirtæki hans undanfar-
in ár. Hitt láðist Alþýðublað-
inu að nefna, að mikil gengis-
felling hefur nú orðið á Gylfa,
því að að þessu sinni var hann
kjörinn formaður með aðeins
rúmum 50 atkvæðum, en það
er ekki nema um þriðjungur
þess, sem hann hefur fengið við
stjórnarkjör undanfarið. Fund-
urinn var ákaflega illa sóttur
,og virtist lítill áhugi í fundar-
mönnum.
Það vakti sérstaka athygli,
hve orðljótur Gylfi var í ræðu
siiini, er hann minntist á Hanni
bal vin sinn, og þótti mörgum
nóg um. Sýndist ýmsum ástæðu
laust að ráðast svo heiftarlega
á hinn pólitíska ná Hannibals.
Nýtt Gripsholm
i smíðum.
Snernma í ’þessum mánuði
var raýju sænsku farþegaskipi
hleypt af stokkunum í Genúa.
Skipinu var gefið nafnið
Gripsholm, er það sennilega
eitt skrautlegasta skip, sem
smíðað hefir verið til Atlants-
hafssiglinga. Það er 24 þús.
lestir og getur flutt 884 far-
þega, en skipverjar verða 365.
Skipið verður búið „uggum“,
svo að veltingur verður sáralít-
ili, þótt illt verði í sjóinn.
Kírían komisi til
Akureyrar.
Erá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
Farfuglar bætast nú óðum í
hópinn nyrðra.
Víða hefur heyrzt til lóunnar
undanfarið, en kría sást í stór-
hópum yfir Oddeyri þann 19.
þ. m., og segja fróðir menn, að
aldrei hafi hún komið jafn-
snemma. í fyrra kom hún 27.
apríl og þótti snemmt.
Þá hafa sézt hér helsingjar,
gæsir og lómar.
í New York hefur verið komið upp fyrsta talandi póstkassanum.
Ungfrúin á myndinni bíður eftir svari við bví, hversu mikið
kosti undir bréfið, sem hún heldur á. Á póstkassanum er hljóð-
nemi, sem er í sambandi við pósthús í grenndinni, og þar svara
menn þeim fyrirspurnum, sem gerðar eru af póstnotendum.
samvinna vsl Rússa um
hafrannsóknir?
Fiskífræðingar hhíasí í Fær-
ejjiini í jsiiií.
Lík'legt er að norrænu haf-
rannsóknaskipin hittist í Fær-
eyjum í júní til þess að þar
verði skipzt á skýrslum, en
jafnframt verði reynt að taka
upp samvinnu við Rússa á þessu
sviði.
í norskum fréttum um þetta
segir svo:
Áformað er að auka og efla
samvinnu þá, sem verið hefir
um hafrannsóknir á Norður-
Atlantshafi. Á ráðstefnunni,
sem haldin var í Charlotten-
lund í febrúar sL. kom í ljós, að
hvorki Danir, íslendingar né
Norðmenn geta tekið, þátt í
haírannsóknum við Færeýjar
vegna annarra starfa. Til þess
að bæta úr þessu, hefir lands-
stjómin færeyska ákveðið að
leggja til eftirlitsskipið „Térn-
an“, seni mun annast hafrann-
sóknir fvrir norðan Færéyjar.
Færeyskur vísindamaður, J. S.
Jönsen að nafni, mun stjórna
leiðangri þessum.
Þé er ráðgert, að „G. O.
Sars“, „Dana“, „Ægir“ og
„Ternan“ skuli hittast í Þórs-
höfn í Færeyjum 20. juní nk„
og munu vísindamenn þá Ieggja
fram niðurstöður sínar, en
jafnframt verður reynt að ná
sambandi við Rússa, sem stunda
miklar síldveiðar á Norður-
Atlantshafi og freista þess að
skiptast á upplýsingum við þá.
Lö§re§bn bjargar
mattní úr höfnlnni.
I gærkveldi féll maður í
höfnina, en Iögreglan náði hon
um upp úr aftur og virtist lion-
um ekki hafa orðið meint af.
í gærkveldi kl. 11,30, þegar
tveir lögregluþjónar voru á
varðgöngu við höfnina, heyrðu
þeir óp frá fólki, sem stóð á
Grófarbryggju um að maður
hefði fallið í sjóinn hjá strand-
ferðaskipinu Heklu, sem var að
láta úr höfn.
Lögregluþjónarnir fóru þeg-
ar á vettvang og köstuðu út
bjarghring, en síðan fór ann-
ar lögregluþjónninn niður á
kaðli, batt honum um mann-
inn og var hann síðan dreginn
upp.