Vísir - 12.05.1956, Blaðsíða 4

Vísir - 12.05.1956, Blaðsíða 4
VtSIR Láugardaginn 12. maí 1956 DAGBLAÐ Ritsíjóri: Hersteinn Pálsson Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3 Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm linur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F Lausasala 1 króna Félagsprentsmiðjan h/f Heiídsala og smásala. Fyrir nokkrum vikum, eða um það bil, þegar kommúnistar voru að hleypa Alþýðu- bandalaginu af stokkunum, skrifaði ritstjóri Alþýðu- blaðsins gamansama for- ustugrein, sem fjallaði um heildsölu og .smásölu kommúnista með atkvæði til bandalagsins. Kvað hann Brynjólf Bjarnason verða heildsala í þeim viðskiptum. IÞessum sama ritstjóra hefur I orðið það á, að hann hefur j komið upp um svipaða | fyrirætlun foringja síns j flokks og Framsóknarflokks- j ins. Þeir ætla einmitt að hafa j sömu aðferðir 1 þessum i kosningum. Þeir ætla einnig að verzla með atkvæði j ílokksmanna sinna, og sam- ! kvæmt upplýsingum Al~ j þýðublaðsins, verður varla j hægt að tala um smásölu í i þessu sambandi, því að j flokkarnir ætla að skiptast j á um 30% af öllum þeim atkvæðum, sem þeir fengu sameiginlega við síðustu kosningar. Ætla kratar að láta framsókn hafa um 2000 atkvæði, en fá í staðinn 7000 „stykki“, Vafalaust hefur þetta hrokkið upp úr ritstjóranum af van- gá, en það skiptir vitanlega ekki máli, hvort ummælin eru þannig til komin, eða hvort hann hefur ætlað að sýna, hversu „sniðugir“ for- ingjar hræðslubandalagsins eru. Það hefur að minnsta kosti ekki komið fram áður, hversu stórkostlega þessi „vöruskipti“ eiga að verða. En fylgismenn þess- arra flokka mega nú vita það, að á þá er litið sem eign flokkanna — þeir eru taldir viljalaus ' verkfæri, sem hægt sé að gera við hvað sem er, ráðstafa að geðþótta foringjanna, sem hirða ekki um annað en að . .skapa sér valdaaðstöðu vald- anna vegna en ekki í þágu alþjóðar. Viðbrögð kjósenda. íslendingar kunna því ekki, að að farið sé með þá eins og j skynlausar skepnur, að farið sé með þá, eins og þeir geti ekki hugsað. Þeir eru of miklir einstaklingshyggju- menn. og of stoltir til þess í að una þeirri meðferð, sem j foringjar krata og framsókn- ! ar hyggjast beita þá. Þáð ■ sannaðist sumarið 1953, er j hinir herskáu kappar, Hannibal og Hermann, gerðu 1 með sér bandalag í tveim kjördæmum. Ávöxturinn af j bandalaginu varð sá, að j frambjóðendur Sjálfstæðis- ^ flokksins í kjördæmum þess- um unnu glæsilegan sigur. j Sýndu útslitin, að flokks- i stjórnirnar geta ekki ráð- stafað atkvæðunum, eins og j þau sé varníngur, sem þær hafa keypt og greitt að full.u. í og geti því farið með eins og ' i [_ þeim býður við að horfa. Meé eia métl i Það virðist ,því ætla að verða svo, að í kosningum þessum verði fyrst og fremst um það j. kosið, hvort menn vilji efla . kommúnista til áhrifa hér á :> ;• landi eða draga sem mest úr ; áhrifum þessara flugumanna Jg erlendra ofbeldisseggja og v múgmorðingja. Kommúnist- Engin ástæða er til að ætla, að kjósendur verði hlynntari bandalagi þessarra flokka nú en fyrir þrem árum, sízt eftir uppljóstun foringjanna um það, að þeir muni bara leita fulltingis kommúnista, ef atkvæðin komi ekki öll til skila, svo að bræðingur þessi fái meirihluta á Alþingí. Nema menn eigi að skilja upp- Ijóstunina um vænta.nlega liðsbón hjá kommúnistum sem hótun, að kjósendum sé ógnað með því, að kommún- istar skuli efldir til áhrifa á margan hátt, ef alþýðan vilji ekki „makka rétt“. — Það má vel vera, að hér sé um hótun af þessu tagi að ræða, og ættu kjósendur þá að gera sér grein fyrir því, hvort þeir vilji styðja flokka, er hafa þetta „tromp“ á hendinni. kommtínistum. ar verða efldir, þótt listi þeirra fái fá atkvæði, ef menn veita hræðslubanda- lagi framsóknar og krata stuðning. Hvert atkvæði til bandalagsins er samþykki fyrir því, að taka skuli kommúnista í stjórn, ef þess gerist þörf. Til þess að draga Hægt er að kjósa á 22 stöðum erlendis. Hjá sendiráðum Islands og ræðismönnum í 10 löndum. Utankjörfundarkosning getur farið fram á þessum stöðum er- lendis eftir 27. maí 1956: Bandaríki Ameríku: Wasliington, D.C.: Sendiráði Islands 1906 23rd. Street, N.W., Washington 8, D.C. Baltimore, Marylanxl: Ræðismaður: Dr. Stefán Ein- arsson, 247 Forest View Avenue, Baltimore, Maryland. Grand Foi’ks, North Dakota: Ræðismaður: Dr. Richard Beck, 801 Lincoln Drive, Grand Forks, North Dakota. Chicago, Illinois: Ræðismaður: Dr. Árni Helga- son, 444 West Lawrence Avenue, Cicago 30, Illinois. Minneapolis, Minne sota: Ræðismaður: Björn Björnsson, 4454 Edmund Boulevard, Minne- apolis, Minnesota. New Yoi’k, New Yoi’k: Aðalræðismannsskrifstofa ís- lands, 551 Fifth Avenue, New York, New York. Portland, Oregon: Ræðismaður: Barði G. Skúla- son, 7207 Public Service Build- ing, Portland, Oregon. San Francisco og Berkeley, California: Ræðismaður: Steingrimur Octa- vius Thorlaksson, 240 San Fer- nando Way, Son Francisco 27, California. Seattle, Wasliington: Ræðisrnaður: Karl Frederick, 3310 West 70th Street, Seattle 7, Washington. Bretland: ; London: j Sendiráð Islands, 17, Bucking-' ham Gate, S.W.l London. EjJinburgh-Leith: Aðalræðismaður: Sigursteinn Magnússon, 46 Constitution Street, Edinburgh 6. Grimsby: Ræðismaður: Ræðismaður: Þórarinn Olgeirs- son, Rinovia Steam Fishing Co. Ltd., Humber Bank, Fish Dock, Grimsby. Danmöi’k: Kaupmannahöf n: Sendiráð Islands, Dantes Plads 5, Kaupmannahöfn. Frakkland: París: Sendiráð Islands, 124 Boule- vard Haussmann, París. Ítalía: Genova: Aðalræðismaður: Hálfdán Bjarnason Via C. Roccatagliata Ceccardi no. 4—21, Genova. Kanada: Toronto, Ontario: Ræðismaður: J. Ragnar John- son, Suite 2005, Victory Building, 80 Richmond St. West, Toronto, Ontario. Winnipeg, Manitoba: (Umdæmi: Manitoba, Saskatchewan, Al- berta). Ræðismaður: Grettir Leo Jó- hannsson, 76 Middlesgate, Arm- strong’s Point, Winnipeg, Mani- toba. Noregur: Oslo: Sendiráð Islands, Stortings- gate 30, Oslo. Sovétríkin: Moskva: Sendiráð Islands, Khlebny Pereulok 28, Moskva. Stokkhólmur: Sendiráð Islands, Kommandörs gatan 35, Stokkhólmi. Sambandslýðveldið Þýzkaland: Bonn: Sendiráð Islands, Kronprinzen- strasse 4, Bad Godesberg. Hamborg: Aðalræðismannsskrifstofa Is- lands, Tesdorpstrasse 19, Ham- borg. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 9. maí 1956. Vilja, ai konur verii í tryggum framboissætum. Eftirfarandi bréf sendi stjórn Kvenréttindafélags íslands mið stjóin allra stjórnmálaflokk- anna 9. apríl sl. Eins og kunnugt er voru ísl. alþingismenn svo frjálslyndir árið 1915 að veita konum á ís- landi kosningarétt og kjör- gengi. Fögnuðu konur þessu að vonum, og hafa jafnan haldið 19. júní hátíðlegan til minning’- ar um þessa réttarbót. Gerðu þær sér vonir um, að nú myndu þær eiga fulla aðild að stjórn landsins og sitja á Alþingi ekki síður en karlmenn. Raunin hefir orðið önnur. Árið 1916 var Bríet Bjarn- héðinsdóttir í kjöri við lands- kjör, og náði ekki kosningu. úr áhrifum kommúnistá er aðeins ein leið — nefnilega ■að efla Sjálfstæðisflokkinn sem mest við þessar kosn- ingar og tryggja honum . meirihluta á Alþingi. Við kosningar 1922 settu kon- ur upp kvennalista, þegar sýnt þótti, að engin kona mundi verða kjörin af listum stjórn- málaflokkanna, og var Ingi- björn H. Bjarnason kjörin. Nú íyrirbyggja kosningalög- in m. a.að þessi leið sér farin, enda eru konur nú flokksbundn ar eigi síður en karlar. Næsta kona, er sæti átti á Al- þingi, var Guðrún Lárusdóttir, sem kjörin var á landslista 1930 og endurkjörin 1934. Nú líða 8 ái’ syo, að engin kona á sæti á Alþingi, en 1946 er Katrín Thoroddsen kjörin í uppbótarsæti. Árið 1949 hlutu þær Kristín L. Sigurðardóttir og Rannveig Þorsteinsdóttir héraðsdómslögm, kosningu, en síðasta kjörtímabil hefir engin kona átt sæti á Alþingi. Kvenréttindafélag fslands telur þessa þróun algerlega óviðunandi og heitir á stjórn- málaflokkana að skipa konúr, eina eða fleiri, í trygg fram- Nú standa margir allan siíin fritíma í görðunum og planta út, hlúa að plöntum e'ða þrifa til, svo garðurinn verði sem fegurstur i sumar. Úr þessu er ekki liklegt að neitt það kuldakast komi, sem gei verulega spillt gróðri. -— Snemma voraði, svo að garðar eru yfirleitt miklu blómlegri en þeir hafa áður verið á þessum tíma árs. Það er því allt litlit fyr ir að gai’ðagróður verði mikill og fallegur, þar sem vel er hugs- að um. Fallegir garðar prýða bæ- inn og ætti öllum bæjarbúum að vera það kappsmál að bærinn sé ávallt sem fallegastur, en þar verða margir að leggja hönd á plóginn og hyer að sjá um sitt umhverfi, en þannig vinnst vcrk- ið bezt. Grindur hverfa. Áður fyrr voru girðingar um opinbera garða og almenningi ekki leyft að koma þar .inn fyr- ir, en það heyrir nú liðnum tima til. Um Austurvöll var t. d. girð- ing mikil úr járnteinum, sem tek- in var i burt og gárðurinn með því opnaður almenningi. Ýmsir bjuggust við þvi að þá myndi al- menningur skemma allan gróður í garðinum, en svo hefur ekki orðið raunin á. Mjög fáir spilla þ-ar gróðri, eða ganga yfir gras- fletina, enda er þessi almenn- ingsgarður í miðjum bænum til mikillar prýði. Nýir garðar eru nú gerðir þannig, að engar girð- ingar eru hafðar, en þ-að hefur líka komið í ljós að fólkið kann vel að meta þetta fyrirkomulag, auk þess sem það er -að öllu leyti skemmtilegra. Einkagarðar. Þeir, sem eiga fallega garða í kringum hús sín vilja lík-a flestir losna við háar girðingar, ef þess er kostur. Girðingar eru leiðinleg ar og sjaldnast til neinnar prýði. En sumir kvarta yfir þvi -að varla sé Iiægt að komast lijá þvi að girða garða vandleg-a til þess að unglingar skemmi eklci gró'ð- ur og valdi spjöllum. Einn garð- eigandi bað mjg i þessi tilefni -að koma því á framfæri fyrir sig, að foreldrar reyni að minna böi-n sín á það, að það sé -aðalsmerki að ganga vel um. Nokkuð ber allt- af á þvi, einkúm á vorin, að börnin glevmi þyí, þegar þau eru •að leik, að þau geti valdið mikl- um skemmdum og eyðilagt vinnu manna með því að hlaupá i hóp- um yfir garða manna. Sameiginlegt átak. Það þarf þarna sameiginlegt átak allra foreldra til þess að komið verði í veg fyrir slík óþörf spjöll. Það er sái’t fyrir garðeig- and-ann að sjá vinnu sinni spillt, og það er til lýta fyrir umhverf- ið, ef garðurinn er i vanhirðu vegna þss að liann fær ekki að vera í friði fyrir unglingum. Auð- vitað vita unglingarnir oftast ekki, eða liugsa ekki út í það, að þeir geta þannig valdið eyðilegg- ingu. En flestir unglingar slcilja þetta, ef þeir éru minntir á eða bent á þetta. Það er verkefni foreldranna, sem þá leggja sinn skerf til þess að prýða bæinn, Það er erfitt að halda görðunum fallegum, ef öllu erfiðinu er spillt með ógætilegu framferði ungl- inga. Munið því að minna börnin á að ganga vcl um bæði úti og inni. — kr. boðssæti við kosningar í sum- ar. Virðingarfyllst, f. h. Kvenréttindafélags íslands Sigríður J. Magnússon formaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.