Vísir - 26.05.1956, Side 5

Vísir - 26.05.1956, Side 5
Laugardaginn 26. maí 1956. vlsm Kíosningaskrifstoftir Sfálfstæðisflokksins. og Eigum víð að taka þátt I slík um mótum? * Eftir ritara Olympíunefndar. KEFLAVÍK Kosningaskrifstofa Sjálfstæð- isflokksins á Suðurnesjum er í SjáKstæðishúsinu í Keflavík. — Skrifstofan er opin daglega frá 10—10. Sími 21. NJARÐVÍK Kosningaskrifstofa Sjálfstæð- isflokksins í Njarðvík er að Brekkustíg' 4, Ytri-Njarðvík. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin kl. 5—10 e. h. dag- Jega. Sírni 719. HAFNARFJÖRÐUR Kosningaskrifstofa Sjálfstæð- fsfíokksins í Hafnarfirði er í Sjáifstæðishúsinu og er skrif- j ■jíofan opin alla daga frá 10-10. Sími 9228. KÓPAVOGUR Kosningaskri fst'ofan í Kópa- vogi er á Skjólbraut 6. Skrif- stofan er opin frá 10—10 dag- lega. — Sími 80525. AKRANES Sjálfstæðismenn á Akranesi <t>g Borgarfjarðarsýslu hafa opn- «ð kosning'askrifstofu í Hótel Akranes og er skrifstofan opin írá 10—10 dag hvern. Sími 400. ÍSAFJÖRÐUR Kosningaskrifstofa Sjálfstæð- isílokksins fyrir ísafjörð og N- ísafjarðarsýslu er að Uppsölum. Skrifstofan er opin daglega frá 10—10. Sími .193. HÓLMAVÍK. Kosningaskrifstofa Sjálfstæð- isflokksins í Strandasýslu er hjá Kristjáni Jónssyni, Hólma- ' vík. AKUREYRI Kosningaskrifstofa Sjálfstæð- ismanna á Akureyri og í Eyja- fjarðarsýslu er í Hafnarstræti 101. Skrifstofan er opin 10—10 daglega. Sími 1578. VESTMANNAEYJAR Kosningaskrifstofa Sjálfstæð- isflokksins í Vestmannaeyjum er í Landssímahúsinu. Skrif- stofan er opin frá 4—10 dag- lega. Sími 344. SELFOSS Skrifstofa Sjálfstæðismanna í Árnessýslu er á Selfossi hjá Sig- urði Ól. Ólafssyni & Co. Skrif- stofan er opin frá 10—10 dag hvern. SKAGAFJÖRÐUR Kosningaskrifstofa Sjálfstæð- isflokksins í Skagafirði er að Aðalgötu 5, Sauðárkróki. Skrif- stofan er opin 9—10 daglega. Símar 23 og 26. SIGLUFJÖRÐUR Kosningaskrifstofa Sjálfstæð- isflokksins á Siglufirði er í húsi Sjálfstæðisflokksins við Grund- argötu. Skrifstofan er opin frá : 10—10 daglega. Sími 133. Stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins eru beðnir að hafa : samband við skrifstofurnár og gefa þeim upplýsingar og veita þeim aðstoð í sambandi við kosningarnar. Nægar kjötbirgðir í landinu. I fyrsta skipti um allmörg ár eru allmiklar kjötbirgðir fyrir hjSndi i landinu á þessum tíma árs. Undangengin vor hefur orðið að grípa til ráðstafana til að takmarka söluna, til þess að treina kjötbirgðir sem lengst mánuðina maí, júní og júlí. Kemur nú í ljós hver eðlileg kjötneýzla er þessa mánuði, þar sem ætla rná að nægt kjöt verði á markaðinum a. m. k. þar til sumarslátrun hefst Vísir hefur spurzt fyrir um kjötbirgðirnar og fengið eftir- farandi upplýsingar hjá Fram leiðsluráði landbúnaðarins: 1. maí voru 2.595 smálestir af kindakjöti í landinu eða 1.670 smál. mei^a en í fyrra á sama tirna. Birgðir af nautgripakjöti voru 465 smál. eða 365 smál. meira en í fyrra. Af hrossakjöti vorU til 204 smál. eða 22 smálestum meira en 1 fyrra á sama tíma. FYRRI GREIN. Upp úr þátttöku íslands í Vetrar-Ólympíuleikunum í Cortína í vetur spunnust nokkr- ar umræður, blaðaskrif og jafn- vel útvarpserindi um það, hvort íslendingum væri ekki vansæmandi að taka þátt í Ólympíuleikunum. Fannst sum um þeirra blaðamanna, því það voru aðallega þeir, auk eins í- þróttaleiðtoga er ræddi málið frá annarri hlið — þátttaka ís- lands óhæfa, þjóðinni til skamm ar og heiðri hennar teflt í voða með-‘smóú *'TfeVðu þeií' þá 'a- stæðujíyrir þessu viðhorfi sínu, að fréttir hermdu, að íslenzkir keppendur hefðu verið síðastir allra í keppninni og væri slíkt hin mesta hneisa. Var ólympíu- nefnd álasað fyrir þetta og fleira. (Grein þessi er ekki svar við þeim ádeilum, en tekur til at- hugunar — frá hinni hliðinni — sum þau atriði, er þar var kastað fram með nokkrum þjósti). Þó skal því kroftuglega mót- mælt, að íslenzkir keppendur hefðu verið síðastir, að undan- skildri einni keppni, annarri göngunni, heldur stóðu þeir sig oftast mjög sæmilega, og einn keppandinn, Eysteinn Þórðar- son, með ágætum í hinni afar- hörðu og erfiðu keppni. Einnig stóð hinn eini kvenkeppandi okkar, Jakobína Jakobsdóttir, sig með prýði, þótt hún yrði fyrir óheppni, eins og fleiri stallsystur hennar. Þvi miður var enginn möguleiki til að prófa hæfni keppenda hér heima, því snjólaust var um allt land langt fram eftir vetri, varð því að senda þá, sem lík- legastir þóttu utan, til að fá þennan mælikvarða. Var farið eftir tillögum Skíðasambands íslands í þessu efni'— er aðal- lega varð að styðjast við á- rangra frá fyrra vetri um getu væntanlegra keppenda — og treysta því að matið á getu þeirra væri nærri lagi. Verður Skíðasambandinu þó varla álas- að fyrir að hafa ofmetið hæfni þeirra, því aldrei er fullkom- lega hægt að átta sig á því, eða vita hvernig þátttakandi er fyr- irkallaður í hvert sinn, jafnvel þótt velþjálfaður íþróttamaður eigi oftast að geta náð há- marksárangri sínum ef mikið liggur við, sýnir reynslan marg oft að svo er ekki — menn eru misupplagðir. í þolkeppni, þar sem keppendur eru ræstir hver um sig með ákveðnu millibili, eins og í skíðagöngu, þarf mikla keppnisreynslu til að átta sig á hraða og tímaaðstöðu, einkan- lega gagnvart ókunnum keppi- nautum. íslendingar hafa fimm sinn- um tekið þátt í hinum eigin- legu Ólympíuleikum (sumar- leikunum). Fyrst í London 1908, í Stokkhólmi 1912, Berlín 1936, London aftur 1948 og Helsinki 1952. í öll skiptin hafa þeir orðið án stiga eða verð- launa, en alltaf einn eða fleiri keppendur „komizt upp“, þ. e. a. s. upp úr 1. undanrás eða undankeppni. í London 1908 keppti Jóhannes Jósefsson í Grísk-rómv. glímu og komst i úrslit — hann hefur þá fengið stig, sem þá var ekki farið að telja fram —, en varð að hætta vegna meiðsla. í Stokkhólmi 1912 komst Sigurjón Pétursson í undan-úrslit í Grísk-rómv. glímu. í Berlín komst Sigurður Sigurðsson í aðalkeppni í þrí- stökki. í London 1948 komust 4 menn lengra en í undan- keppni, Haukur Clausen í 100 m. hlaupi, Sigfús Sigurðsson í kúluvarpi, Sigurður Þingeying- ur í 200 m. bringusundi (í und- an-úrslit) og Örn Clausen, er varð 12. í tugþraut, en það má teljast jafnt og að komast í undanúrslit. í Helsinkileikun- um 1952 komst Torfi einn upp úr undankeppni —- í stangar- stökki. — í undankeppni fellur venjulega helmingur keppenda úr leik, stundum, eins og t. d. í 100 m. hlaupi % •— 4 af sex í hverjum riðli. Það er því strax mikill sigur að kornast upp úr undanrás eða undan- keppni, því.þarna keppa aðeins fræknustu menn hverrar þjóð- ar. — í Vetrar-leikunum hafa íslendingar keppt þrisvar: í St. Moritz 1948, í Noregi 1952 og í Cortina 1956 (í vetur). í St. Moritz var röð íslenzkra kepp- enda nokkru aftan við miðju í öllum greinum— bezt í brun- inu 64. af 111 kepp. í Noregi varð bezti árangur, að Ásgeir Eyjólfsson varð 30. af 85 kepp- endum í svigi karla. í Cortina í vetur var bezti keppandi ís- lendinga, Eysteinn Þórðarson, 26. af 95 keppendum í svigi karla og Einar V. Kristjánsson 37. í sömu keppni. Sést á þessu, að árangur skíðamanna okkar hefur farið batnandi, miðað við keppinauta þeirra í hvert sinn. Nú er það svo, að Ólympíu- leikar eru háðir aðeins 4. hvert ár. Er því oft svo, að fræknustu menn heimsins og einstakra þjóða keppa aldrei á Ólympíu- leikum, eða njóta sín þar ekki, af því að getuhámark þeirra lendir á milli leika. Svo var t. d. um Norðmanninn Charles Hoff, er lengi var fræknasti stangarstökkvari heimsins; hann gat aldrei keppt í þeirri grein á Ólympíuleikum. Að vísu keppti hann á leikunum í París 1924, en gat ekki keppt í aðal- grein sinni vegna meiðsla. Vannst sú grein þá á miklu lé- legri árangri en heimsmet hans var þá. (Hæst stökk Hoff 4,26 m.). Þannig var og um Corne- lius Warmerdam, ér setti hið óviðjafnanlega stangarstökks- met sitt, 4,79 m., á seinni styrj- aldarárum (1943), svo var einn ig um fyrrverandi heimsmets- hafa í tugþraut og kúluvarpi, Sievert og Torrance og ýmsa fleiri. Ef Ólympíuleikar hefðu verið háðii' þau árin, 1950—51, sem við áttum fræknasta íþrótta- menn í frjálsum "íþróttum, er ekki ólíklegt — svo varlega sé talað — að við hefðum ekki aðeins unnið stig á leikunum, heldur einnig verðlaun. Tug- þrautarmet Arnar Claúsen er talsvert hærra en Mathia.s sigr- aði á í London 1948 og.gvipað og 2. maður í Helsingfors 1952, hafði. Sigurvegarinn í stangar- stökki í London stökk sömu hæð (4.30 m.) og Torfi 'stökk. bæði þessi ár. En með sömu hæð hefði hann orðið jafn 5. manni í keppninni í Helsinki. í London 1948 var 2. maður með líka kastlengd í kúluvarpi (16.68 m.) eins og met Gunn- ars Husebys (16,74 m.), en með sömu kastlengd hefði Gunnar orðið 5. maður í Helsinki. Og fleiri íslenzkir íþróttamenn unnu afrek á þeim árum er jöfnuðust við úrslitaafrek í Ól- ympíukeppni. En það er smá-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.