Vísir


Vísir - 26.05.1956, Qupperneq 7

Vísir - 26.05.1956, Qupperneq 7
Laugardaginn 26. maí 1956. VlSIR 71 «0 •isreða a aneð: nfraffh éMœrinna? „Ilún heldur þessu ákve'ðið fram, og að þ-arna hafirðu sein- asta tækifærið til þess að stýra skipi þínu þar sem hættur eru minni, en þú munir ekki nota þér af því“. ■ ,,Ef hún gæti nú séð eitthvað skemmtilegt fyrir, svo sem til tilbreytingar“, sagði ég með uppgei’ðar kæruleysi. • „Hún er í einu kastinu sínu í dag og tautar allt af eitthvað fyrir vörum sér,“ sagði Doreen. „Hún er búin að lesa í bolla Marks. Hún sendi mig eftir honum. Það er mikil hætta á ferð- um, segif hún. blóðsúthellingar, í dag eða á morgun, eða a. m. k. í mjög náinni framtíð“. „Blóðsúthellingai’. Nei, — en hún hefur fjörugt ímyndunarafl, verð ég að segja. Þú ættir að taka þessu með gáska, hlæja að henni —“. En þótt ég ráðlegði Dorenn þetta var mér enginn hlátur í | hug. - Ég var skelkuð og sannfærð um, að á þessu heimili gæti hvað sem væri gerst. Treyarnion-arnir, með sitt ótamda skap, virtust allt af koma þannig fram, að til einhverra stórt-íðinda gæti leitt. Það var eins og búa á eldgíg að eiga heima hér. Eng- 'inn gat gert sér grein fyrir hve lengi hann mundi haldast óvirk- ur. Það kom í ljós, að læknirinn var roskinn, vingjarnlegur mað- ur sem kom þannig fram, að ekki var beygs vart hjá lafði Felicity. Hann spurði hana all nákvæmlega um líðan hennar og að öllu loknu sagði hann, að hún bæri líf undir brjósti og mundi eignast bað í nóvember, í byrjun mánaðarins bætti hann við. Hann kvaðst ekki geta séð, að hún hefði nokkra minnstu ástæðu til þess að ala neinn ótta, en hann ætlaði að líta til hennar hálfsmánaðarlega, í öryggis skyni. Hún var glöð og kát sem ung stúlka, og þegar læknirinn var farinn þrýsti hún mig að sér, eins og allt væri mér að þakka. Hún lagði mikla áherzlu á, að ég fyri ekki undir neinum kringumstæðum frá henni, fyrr en allt væri um garð gengið. Og svo báru tilfinningarnar hana ofurliði og hún brast í grát. „O, að ég skyldi geta verið svo fávís og heimskuleg, — þér vitið ekki hvað ég hef orðið að þola, allar háðsglósur hans og aðrar móðganir — og loks var ég f-arin að efast um, að hann hefði nokkurn tíma elskað mig. Allt verður öðru vísi nú, haldið þér það ekki? Hann fer væntanlega ekki að skopast að þér, þegar fer að sjá á mér, eða tala um, að ég borði of mikið“. „Ég er viss um, að herra Treyamion sýnir yður hér eftir miklu meiri tillitssemi en áður“, sagði ég uppörvandi. „Hver veit nema hann sé einn þeirra, sem ætti að eiga mörg börn — hafa jafnan stóran hóp í kringum sig. — Grátið ekki, lafði Felicity. Nú verður allt gott“. „Það er nú bara af því, að ég er. svo hamingjusöm“, sagði hún og þerraði tár af hvörmum sér, með horni af vasaklútnum sínum. Á þessu miður heppilega augnabliki kom Iris strunsandi inn í svefnherbergið, og var allt annað en blíð á svip. „Hver er tilgangurinn að vera að senda eftir lækni, Felicity frænka? Það er vitanlega ungfrú Smith, sem hefur fengið þig til þess — bara vegna þess, að hún vill sannfæra þig' um, að þú getir ekki án hennar verið“. Orðin féllu sem árstraumur af vörum hennar og hún horfði á mig með reiðisvip. „Segð þú henni það, væ-na mín“, sagði lafði Felicity og hoi'fði á mig biðjandi augnaráði. „Ég.... ég —get það ekki. — ég veit ekki hvað ég gæti sagt. .. . “ „Segja mér hvað?“ spurði Iris og gat lítt dulið óþolinmæði eína. „Það eru mjög góð tíðindi, sem um er að ræða. Frænka yðar ber líf undir brjósti". „Hvað — frænka? Á hennar aldri“, sagði Iris og gapti af í undrun, en svo var eins og færi hrollur urn hana? „Það er — viðbjóslegt —• hvernig gat henni dottið í hug að i fara að finna upp á þessu?“ „Vitleysa“, sagði ég. Mig langaði til að taka í hana og hrista hana duglega til. „Þetta er alveg eðlilegt — og — ekkert betr-a gat gerst“. En viðhorf Irisar var allt annað. Hún gat ekki dulið beiskjuj sín og gremju og hún kom lafði Felicity til þess að fara að gráta af nýju. Loks gat ég ekki á mér setið og mælti: „Þegið þér — hvernig getið þér fengið af vður að koma svona óvinsamlega fram við frænku yð'ar, er hún þarfnast kærleika og umhyggju. Henni þykir vænt um þetta og það ættþ jrður að þykja líka — hennar vegna“. „Og Mark? Gerið þér \'ður grein fyrir hve áhrif þetta hefur varðandi hann. Ætli hann fagni ekki líka. Eignist hún son þori ég' að ve'ðja um, að Lewis gerir Mark arflausan“? „Nú, það er það, sem veldur yður áhyggjum“, sagði ég'. „En Mark tekur þessú ekki svona,“ sagði ég eins háðslega og ég gat. „Hvað vitið þér um Mark? Og — og — satt að segja finnst mér það reglulega ótuktarlegt af frænku að hvetja mig fyrst til þcss að koma hingað og verða skotin í Mark og síðan gera þetta á móti okkur," sagði Iris reið. „Hún hefði getað tekið tillit til mín. Hún hefur alltaf látið sem henni þætti vænt um mig.“ „Það þykir mér, Iris mín, en —en ég' hefi lengi þráð og þráð að eignast sjálf barn. Ég skil ekki, hvers vegna ég má það ekki,“ sagði lafði Felicity grátklökkum rómi. „Máske veuður bað lítil stúlka, og þá þarft þú ekki að taka það nærri þér.“ „Lewis frændi verður vitlaus í krakkann, hvort sem það verður drengur eða telpa,“ sagði Iris fýlulega. „Jæja þá. Því ekki það? Nú skuluð þér ekki vera svona eigingjörn,“ sagði ég hvasslega. Með hvaða rétti eruð bér með þenna uppsteyt? Þér eruð ekki einu sinni gift Mark ennþá. og veia má, að þér verðið það aldrei. Þér elskið hann í í’auninni ekki, annars mynduð' þér ekki hug'sa svo mikið um, hvort hann myndi erfa föður, sým eða ekki.“ „Þér eruð að reyna að stela honum frá mér, er ekki svo? Ég sé við yður, ungfrú Smith. Þér getið sjálfsagt gabbað Felicity frænku, en mig gabbið þér ekki,“ sagði Iris öskureið. „Mark er ekki sá maður, að hann láti ,,stela“ sér. Hann getur sjálfur válið sér þá konu, sem hann vill,“ mælti ég' og reyndi að tala rólegri röddu. „Og þér haldið, að hann muni velja yður? Mér þætti gaman að vita, hvað Lewis frændi hefur um þa'ð að segja.“ „Hættið! Hættið!“ sagði lafði Felicity í öngum sínum. „Ég' hata þras og leiðindi. Auðvitað óska ég þess, að þú giftist ham- ingjusamlega, lcæi’a Iris, en ert þú viss um, a'ð bú verðir ham- ingjusöm með Mark? Hann lætur ekki eins og hann elski þig'.“ Iris hafði gengið út að glugganum. Nú sneri hún sér að oklcur og tekið var að birta yfir svip hennar. ktöUtökumi 4. ♦ Eftirfarandi saga er sögð um franska stjórnmálamanninn Robert Schuman, og er frá þeim tíma, er hann var utan- ríkisráðherra. Robert Schuman var fæddur og upp alinn í Alsace og talar þess vegna frönsku með ofur- litlum þýzkum lireim. Eitt sinn var hann að koma af mjög þýð- ing'armikilli ráðstefnu í Þýzka- landi og við landamæri Þýzka- lands og' Frakklands vakti liann grundsemdir tollþjóns eins, sem fór með hann afsíðis og rannsakaði hann, vægast sagt, mjög gaumgæfilega. Þegar tollþjónninn hafði g'ert sér ljóst, hvíiík skyssa honum hafði orðið á, bjóst hann við hinu versta og starfsbræður hans líka, en það fór á aðra leið. Robert Schuman hældi honúm á hvert reipi fyrir dugh- að og samvizkusemi í stárfinu. Og þegar hann lcomst að raun um, að tollþjónninn átti enga heitari ósk en þá, að fá stöðu í Ventimiglia, við landamæri Frakklands og Ítalíu, þar sem allir ættingjar lians bjuggu, þá útvegaði hann honum stöðu þar, og var það síðasta \’erk ið, sem hann gerði sem utanríkis- ráðherra. ★ Frá Munsan í Ivóreu berast fregnir itm, að kinverskir kommúnistar hafi sent her- stjórn Sþ. leynilcga orð- sendingu, og stungið upp á nýrri ráðstefnu um sam- einingu landsins. Sendisveinn óskast. — Þarf að hafa hjól. Kristjánsson h.f. Borgartúni 8. f*að er ódýrt að verzla i kjör- búðinni — S. 1.8. Austurstræti r. Suncu9b _ TARZAIM 2091 Græogm í gullið varð öllu yfir- Því næst fór hann. að leita að út- Hami gat komizt út um hruninn að ná í menn og vopn. Síðatvætlaði sterkari og hann tíndi saman molana. göngudyrum, án þess að hugsa meira vegginn. hann að koma aftur og.,ni í meira a€ um Tarzan.. , Svo hljóp hann í,átt til skógar til gulli.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.