Vísir - 26.05.1956, Page 8

Vísir - 26.05.1956, Page 8
Þeir, sem gerast kaupendur VlSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamúia. — Sími 188®. ;i • p Ll wím 1 □ VÍSIE er ódýrasta blaðið og bó þaS ijól- breyíasta. — Hringið í síma 168® ag gerist áskrifendur. Laugardaginn 26. maí 1956. Víðtækai* liafi'aiiiasákiiir f^rii' næstu síldarvertíð. Samvinnan verður sem áður við Oasii og Norðmenii. Rætt um æskiSegt samstai-f við Rússa. Fréttamenn ræddu í gær við vísindamenn fiskideildar At- vinnudeildar Háskólans um borð í Ægi, sem leggur af stað í kvöld í hinn árlega leiðangur til rannsókna á hafinu milli Noregs, íslands og Grænlands, vegna síldarvertíðarinnar fyrir Norðurlandi. Undangengna sólarhringa sigldi Ægir um svæðið austur af Vestmannaeyjum og um 100 sjómílur út af þeim, Faxaflóa og Snæfellsnesi, og eru þær athuganir, sem gerðar voru, mikilvægar með tilliti til þeirra, sem framundan eru. Dr. Hermann Einarsson, leiðangursstjóri, tók fyrstur til máls, og sagðist honum frá á þessa leið: „Undanfarin ár eða frá 1952 höfum við haft samvinnu við Dani og Norðmenn um rann- sóknir á hafinu milli Noregs, íslands og Grænlands með til- liti til útbreiðslu síldarinnar fyrir síldarvertíðina við Norð- urland. Þessar praktísku rann- sóknir eru tengdar fræðileg- um rannsóknum varðandi strauma, hita sjávar, næring- arefni í sjónum, átumagn og átutegundir. Við, sem stjórnum rannsókn- unum hittumst í Kaupmanna- höfn, til að skipuleggja þær, þ. e. þeir dr. Eggvin, Noregi, dr. Bertelsen, Danmörku og ég. Á þessum fundi gengum við frá frumdrögum að leiðangurs- áætlun þessara þriggja þjóða. Kom nú í Ijós, að Danir eiga óhægt um vik með þátttöku, vegna rannsókna við Græn- land, svo að þeir geta ekki tekið þann þátt í þeim að þessu isinni sem æskilegt væri, en þeir hafa fengið leiðangurs- skipið Ternen (færeyskt) til rannsókna á svæði norður af Færeyjum í ár. Víðtækustu rannsóknirnar eru framkvæmdar af okkur BEZTU ísköksirsiar sem nú flytjast til Iands- ins. Heildsölubirgðir; Þórður Sveinsson & Co. h.f. íslendingum að þessu sinni og við verðum fyrstir af stað. Munum við rannsaka allar grunn- og djúpslóðir kringum landið. Skipin eru þessi: Ægir, Dana, G. O. Sars og Ternen, en á því verður leiðangurs- stjóri magister Joensen. Öll skipin hittast :svo við Færeyjar og sigla saman yfir ákveðið svæði til samanburðar, en Dana verður þá á leið til Grænlands. Höldum við, sem að rannsóknunum vinnum, fund í Þórshöfn 20. júní til að bera saman bækur okkar, en heim gerum við ráð fyrir að koma 25. júní. Verkskipting. I íslenzka leiðangrinum, sem hófst 19. maí, er verkaskipting þannig Hermann Einarsson, sem er leiðangursstjóri, sér um síldarrannsóknirnar, Unn- steinn Stefánsson stjórnar sjó- rannsóknunum og Ingvar Hallgrímsson magister átu- magns- og áturannsóknum. Tilraunabátur. Við höfum gert ráð fyrir, og lagt áherzlu á, að tilraunabátur verði í fylgd með okkur, til að kasta á torfur sem við finnum, einkum á svæðinu norðvestur af landinu, þar isem við í fyrra fundum talsvert síldarmagn í júní um 90 mílur út frá landi. Ekki hefur þó verið gengið til fullnustu frá þessu. Þessi bát- ur mundi hafa venjuleg tæki til síldveiða. Skipulagning. Við höfum skipulagt starfið þannig, að auk Ingvars Pálma- sonar iskipstjóra, sem var meSÍ okkur í fyrra, verða einnig með okkur nú, og í ráðum, tveir aðstoðarmenn, Egill Jónsson og Birgir Halldórsson, auk þess sem við njótum aðstoðar skipsmanna. Loftskeytamenn- irnir verða við leitartækin. Við munum halda nákvæmar skýrslur, og færum inn í skýrsluform á hálftímafresti og gerum um þetta frum- línurit. Svo verður auðvitað safnað síldarsýnishornum. Rek- net höfum við meðferðis. Sjórannsóknirnar. Unnsteinn Stefánsson kvað Framh. á 4. síðu • Bandaríkjastjórn hefur boð- ið Sukarno, forseta Indó- nesíu, í opinbera heimsúkn og er hann kominn til Bandaríkjanna. 238 frambjéi- iitgarnar. Framboðsfrestur til al- þingiskosninganna var út- runninn sl. miðvikudags- kvöld. Frambjóðendur að þessu sinni verða alis 238 frá fimm flokkum: Sjálfstæðisflokkn- um, Framsóknarflokknum, Alþýðufiokknum, Alþýðu- bandalaginu (kommúnist- um) og Þjóðvarnarflokknum. Frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins eru alls 61 í 28 (öllum) kjördæmum. Fram- sóknarmenn bjóða fram £ 17 kjördæmum, alls 35 mennj Alþýðuflokkurinn býður fram í 11 kjördæmum, alls 26 menn. Kommúnistar bjóða fram í 28 (öllum) dæmum alls 61 maður, og Þjóðvarnarfiokkurinn býður fram í 22 kjördæmum, alls 55 frambjóðendur. Alls hafa komið fram 5 landslistar, en landskjör- stjórn mun á fundi sínum í dag taka til meðferðar kæru, sem borizt hefur frá Sjálfstæðisflokknum varð- andi útreikning á uppbótar- þingsætum, sem Afþýðu- og Framsóknarflokkurinn kunna að fá. Dvaiarheimili Msd&rastyrksnefid- ar opnab í sumar. Kaupið mæðrabiomin á morgun og Berlínarbörn koma á morgun. í fyrramálið (sunnudags- morgunn) er væntanlegur hing- að til Reykjavíkur fyrri hópur Berlínarbarnanna 14. sem kóma til íslands í boði Loftleiða. Búið er að velja börnunum sjö dvalarstaði hér í bænum. Síðari hópurinn, sjö börn, kemur hingað 3. júní. Daginn eftir fara öll börnin í hópferð austur yfir fjall. Þriðjudaginn 5. júní dveljast þau hér í boði Reykjavíkurbæjar. Miðviku- daginn 6. júní hefur Flugfélag íslands boðið þeim til Akur- eyrar, en þar hefur þýzki ræð- ismaðurinn, Kurt Sonnenfeld, haft forgöngu um að útvega þeim dvalarstaði. Fimmtudag- inn 7. júní er gert ráð fyrir að börnin fari til Mývatns, en dag- inn eftir munu þau fara í bif- reiðum til Reykjavíkur í boði Norðurleiða. Fyrri hópurinn fer svo til Þýzkalands með flug- vél Loftleiða 10. júní, en hinn síðari 17. júní. Fiiegn frá Bandaríkjunum hermir, að útgjöld manna þar í landi til þess að hórfa á kvikmyndir hafi minnkað um %, síðan sjónvarpið kóm til sögunnar. í sumar tekur til starfa giæsi- legt dvalarheimiíi mæðra og barna, sem Mæðrastyrksnefnd hefir af alkunnum dugnaði komið upp í Hlaðgerðarkots- landi (Reykjahlíð) í Mosfells- sveit. Uppi í brekkunni, þar sem Hlaðgerðarkot. stóð fyrrum hefir nú risið upp glæsilegt hús, einlyft og stílhreint. Það- an sér yfir breiðan og blómleg- an Mosfellsdal, og þar eiga reykvískar. mæður og börn eft- ir að sækja þrótt við dvöl í unaðslegu umhverfi. Fréttamönnum var í gær boðið að skoða hið nýja dvalar- heimili, sem senn tekur til starfa^ og hafði frú Auður Auðuns, sem er formaður bygg- ingarnefndar Mæðrastyrks- nefndar, orð fyrir henni, Tuttugu ára starf. Undanfarin 20 ár eða syo hefir Mæðrastyrksnefnd beitt sér fyrir því, að mæður og börn kæmust til sumardvalar í sveit og jafnan orðið að leigja til þess húsnæði, oft við hin erfiðustu skilyrði. Langt er orð- ið síðan nefndin tók að brjóta heilann um, hvernig unnt væri að eignast sitt eigið húsnæði til þessarar starfsemi. í sept. 1947 gaf bæjarráð Reykjávíkur nefndinni kost á 1 ha. lands í Hlaðgerðarkotslandi eða Reykja hlíð í Mosfellssveit, en þar er jarðhiti, eins og kuiinugt er, og skilyrði öll hin beztu til rekst- urs slíks heimilis. Vai* þessu boði tekið fegins hendi. Teikningar að húsinu annað- ist Teiknistofa landbúnaðarins, ókeypis, en Þórir Baldvinsson, forstöðúmaður, hennár, veitti nefndinni margháttaða fyrir- greiðslu. Hafizt var handa um bygginguna seint á sumri 1953 og var Tómas Vigfússon bygg- ingameistari fenginn til þess að sjá um framkvæmdir. í ágúst í fyrra fengust vilyrði fyrir heitu vatni frá hitaveitunni, og var vatni hleypt á í veur. Húsið nær fuilgert. Nú má heita_ að húsið sé fullgert, 400 ferm. að stærð, hið vandaðasta og einkar vistlegt. Þarna geta verið um 30 gestir, auk ráðskonu og starfsfólks, en irsson synir i Einn af yngstu málurum okkar, Bragi Ásgeirsson, held- ur um þessar mundir sína fvrstu máiverkasýnimgu í Kaup maimahöfn. ••• Blaðið Politiken í Kaup- mannahöfn ' fer lofsamlegum orðum um ■ sýninguna húsakynni eru öll nýtízkuleg, og sérlega vistleg. Alls hefir nú verið varið til heimilisins 850 þús. krónum. Ríki og bær hefir styrkt hús- foyggingarsjóðinn, en öðru hef- ir nefndin safnað einkum með merkjasölu (blómasölu) á mæðradaginn. Ber að óska Mæðrastyrks- nefnd til hamingju með þetta- átak og væntanlegum gestura með unaðslega dvöl. — í hús - • byggingarnefndinni eru, aúk frú Auðar Auðuns, frú Síein - ■ unn Bjartmarsdóttir pg . frú. Jónína Guðmundsdóttir. Mæðradagurinn. Á morgun, sunnudag, er mæðradagurinn, hinn árlegi mer-kjasölu- og fjáröflunardag-’ ur Mæðrastyrsnefndar. Þá verða seld mæðrablóm á göt- unum, en auk þess munu blómabúðir verða opnar og láta hluta ágóða síns renna tii nefndarinnar. Þarf ekki að efa, að bæjarbúar munu bregðast drengilega við og styrkja þessa þjóðþrifastarfsemi nefndaxinn- ar, sem nú þegar hefir boríð svo ríkulegan ávöxt. Heildaraf! minni en Frá áramótum til apríllpka var fiskaflinn á öllum laadinu 179.488 smálestir. Af þessu magni var báta- fiskur 123.551 smál., en togara- fiskur 55.937 smál. Á sama tímabili 1955 var heildaraflinn 199.415 smál. (bátafiskur:-. 144.890 smál., togarafiskur: 54.526 smál.), en fyrstu fjóra mánuði ársins 1954 var heildar- aflinn 173.352 smál. Aflinn 1./1 .----30./4. 1956 hef- ir verið hagnýttur sem hér seg'ir: ísfiskur ......... 781 srnáh Til frystingar . . 77.058 — Til herzlu........ 29.427 — Til söltunar .... 68.760 — Til mjölvinnslu 1.764 — Annað .............. 1.698 — 179.488 smáí. Af helztu fisktegundum hef- ir aflast á tímabilinu l./l — 30./4. 1956 og 1./1.—30./4. 1955 (smálestir): 1956: 1955: Þorskur 148.968 174.774 Ýsa 9.887 7.76 L Ufsi 6.044 3.210 Karfi 5.075 5.007 Steinbítur 3.875 2.331 Langa 2.345 2.916 Keilá 2.145 2.903 '• Aflamagnið er miðað við slægðan fisk með haus.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.