Vísir - 01.06.1956, Síða 10

Vísir - 01.06.1956, Síða 10
10 VÍSIR Föstudaginn 1. júní 1956. “fhereia (ZharLó: 63 áAtarimar „Jæja þá, mér fannst bezt að láta þig vita þetta. Ég veit, að það er uppsteytur í aðsigi, og ætla ekki að bíða hans“, sagði hún hressilega. Engan okkar grunaði, hve „uppsteyturinn“ var skammt und- an. Miðdegisverðurinn gekk betur en ég hafði búizt við, aðal- lega vegna þess, að Lewis var í liðlegu skapi og Iris var upp- tekinn af Richard. Ég tók eftir nokkurri spennu milli Richards og Marks, en eðlislægur fjandskapur þeirra kom þó ekki í ljós. Mark var miklu stiltari og siðaðri en Lewis og pabbi. Út á við var hann kurteis og rólegur, þótt ekki væri hann innilegur. Þetta var að þakka uppeldi móður hans og blóði móður hans, sem í honum var, hugsaði ég ánægð. Við sátum í dagstofunni og drukkum kaffi og líkjör þegar óveðrið skall á. Við vorum vel uppalinn, siðmenntaður hópur manna, sem skemmti sér um kvöldstund. Á næsta augnabliki heyrðist brestur og dýrmætt gólfteppið var þakið glerbrotum. Lafði Felicity rak upp hljóð og Lewis bölvaði. Richard og Iris störðu á gapandi gatið á stórum glugganum, eins og þau gætu ekki skilið, hvað hefði komið fyrir. Svo kom annar brestur og ný glerbrotaskúr. Lewis varð eldrauður í framan og gekk löngum skrefum út að dyrunum. Mark gekk að glugganum og fór að draga tjöldin fyrir. Richard fylgdi honum viðutan og hjálpaði honum að festa þau. ;„En.... en.... hvað á þetta að þýða? spyrði Iris ringluð. „Mótmælaganga, býst ég við,“ sagði Mark stuttur í spuna. „Vert þú ekki hrædd, lafði Felicity! Þú ert örugg hér inni.“ Lafði Felicity virtist komin að yfirliði. Ég gekk til hennar. „Drekkið meira kaffi,“ sagði ég í skyndingu. „Það er engin hætta á ferðum. Ég geri ráð fyrir, að þetta sé eitthvað af náma- verkamönnunum, sem sýna andúð .sína á því, að þeim var sagt upp í morgun.“ Ég hellti í bollann hjá henni. Þá tók ég eftir því, að Mark hafði farið á eftir föður sínum út ur herberginu. Samtímis minntist ég spásagnar frú Grimmets um „blóðsúthellingar." Annizt um lafði Felicitv, Iris!“ sagði ég. „Bíddu! Petronella —“ Richard gekk í veg fyrir mig. „Þú mátt ekki fara út. Hlustið! Þetta er skríll þarna úti fyrir.“ Við hlustuðum and rrtak — —- hlustuðum á hljóð, sem minnti á urrið í soltumrm ulfum. Við arrið blandaðist brothljóð og xeiðileg hróp. „Þeir eyðileggja sagði Iris öskureíí gluggana.“ „Lögreglan? Þe allt um garð gen.-. ard!“ „Enga rnóður::; i:i! Þetta kemur þér ekki við. Komdu ekki nálægt því,“ sagð- hann hvatlega. „Auðvitað kemur mér það við. ... þar sem Mark er við það riðinn. Og ætli það sé ekk frændi minn, sem stjórnar skrílnum,“ sagði ég óvarkár. ■ :g smeygði mér fram hjá honum. Ég tók upp sítt pilsið og hljóp fram anddyrið. Útidyrnar stóðu upp á gátt. Ég hljóp út á þrepin. Lewis og Mark voru þar báðir og báðir húsið. Við ættum að senda eftir lögregluni,“ . „Þeii hljóta að vera vitskertir. Þeir mölva gar :ið,“ C1 í hún loksins kemur hingað til Truro, er sagði ég óþolinmóð. „Slepptu mér, Rich- reyndu að láta raddir sínar yfirgnæfa hávaðann af öskrunúm og urinnu frá mannþyrpingunni úti fyrir. Þarna voru um 50 karlmenn með sefasjúkum konum og börn- um, en fyrst í stað virtist mér í felmtrinum, að þeir skiptum hundruðum. Sumir voru vopnaðir hökum, aðrir báru grjót og nokkrir voru með blys. Þetta var óhugnanlegt, einna líkast martröð. í fremstu röð var auðkennilegur Josh Smith og það sló bjarma á eldrautt hár hans og skegg. „Þú skalt komast að því keyptu að rífa niður heimili okkar og koma okkur á sveitina, Lewis Treyarnion. Þú skalt fá fyrir ferðina!“ öskraði hann. „Hver veit, nema þú komist á aðra skoð- un, þegar fína húsið þitt stendur í báli.“ Fagnaðaröskur heyrðust frá mannþyrpingunni. „Bölvaðir asnar!“ öskraði Lewis til þeirra. „Viljið þið lenda í tugthúsi fyrir íkveikju?“ „Tugthús eða ekki tugthús, við erum hingað komnir til þess að gera upp rkeiningana við ykkur Treyarnion-anna. Nógu lengi höfum við þolað ykkur og steigurlætið í ykkur og óhófs- kvenfólk ykkar í purpura og pelli!“ Ég geri ráð fyrir, að síðustu orðin hafi verið stíluð til mín. Mark datt líklega það sama í hug. Hann hljóp niður þrepin og kreptti hnefana. Einhver — ég sá ekki, hver það var — kastaði stórum steini að honum og hæfði óhugnanlega. Steinninn lenti milli augna Marks. Hann hnaut við og hné út af á þrepunum, en blóðið rann úr enni hans. Þá greip mig ofsareiði. Ég þaut fram hjá honum þar sem hann lá. Ég greip í raut skeggið á Josh Smith. „Ef þú hreyfir Mark Treyarnion aftur, skal ég drepa þig!“ hrópaði ég í bræði minni. „Við krefjumst aðeins réttlætis. Far þú frá,“ urraði hann. „Þessir Treyarnion-ar hafa gert nóga bölvun hér.“ „Tr-eyarnion-arnir? En þú, Josh Smith. Þú ert ekkert annað Þessi ábætir er óviðjafnanlega bragðgóður Hinn nyi Flang-ábætir 0tkers er ljúffengari en frá megi segja. Öllum geðjast vel þessi fíni, létti keimur .... og húsmæðrum líkar vel, að það er fljótlegt og kostnaðarlítið að búa hann til. Af Flang-ábæti 0tkers eru til fjögur afbrigði, hvert með sínu bragði — og þér getið borið hann á borð með berjum, aldinmauki, rjómafroðu o. s. frv. með möndlu-, vanllju-, karameílu- eða súkkulaðibragði 4 kúclditökuMi/ Liðþjálfi í bandaríska sjólið- inu hélt eftirfarandi ræðu yfir hermönnum sínum: til þess að skapa sér atvinnu. — Nú skal eg segja ykkur ofurlitla sögu. Einu sinni, þegar eg var lítill, gáfu foreldrar mínir mér stokk með trédátum. Mér þótti ákaflega vænt um trédátana og lék mér oft að þeim. En dag nokkurn voru: þeir týndir og eg fann þá hvergi. Eg grét og var óhuggandi. Þá sagði fóstra mín við mig: Gráttu ekki, Hennery litli. Einhvem tíma færðu hermennina þína aftur. Og hún hafði á réttu að standa, blessuð gamla konan. Nú er eg búinn að finna þá aftur. Á keisaradögunum í Rúss- landi var gömul kona að tala við vinkonu sína og kvartaði mjög yfir bróðursyni sínum, sem henni þótti mjög vænt um. — En það er sárgrætilegt hvernig lítur út fyrir piltinum, sagði hún. , j — Nú hvað er þá svona sár- grætilegt? sagði vinkonan. — Allir aðrir piltar í ættinni eru duglegir og áhugasamir — farnir að koma sér áfram í líf- inu. En hann gerir ekki annað en nudda þessar emjandi katt- argarnir. Hann Misha rninn sleppir ekki fiðlunni allan dag- inn. — Það var Misha Elman. * Söngkonan hafði mikinn á- huga fyrir söng og tók lagið í, hvert sinn, sem hægt vai' að troða sér fram til slíks — en flestir voru fegnir þegar hún. þagnaði, einkum maðurinn hennar. Svo fékk hún kvef og vitjaði læknis. Læknirinn mætti síðan söngkonubóndanum á förnum veg'i og spurði hann um. líðan frúarinnar og hvernig meðalið hefði verkað. — Jat þetta var ágætis meðal, hreint fyrirtak; eg hefi haft mikla ánægju af því, sagði maðurinn. — Nú, er hún þá fai'in að geta sungið aftur? — Nei, biddu fyrir þér. Hún kemur ekki upp nokkru hljóði. Hún er þegjandi hás! * f Tveir stórir karlapar læddust til Tarzans, reiðir yfir hinni skyndilegu fcomu hans. En eldri apinn nam skyndilega staðar og sagði: — Ég þekki hann, Golar. Þetta er voldugur baráttufé- lagi. En Golar var ungur og framgjarn og vildi sýna afl sitt. — Þetta er hvítur maður, sagði hann. — Ég ætla að drepa hann.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.