Vísir - 01.06.1956, Síða 12
Þeir, iem gerast kaupendur VÍSIS efiir
!•. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til
mánaðamóta. — Sími 1S60.
VÍSIR er oHjrasta blaðið og þó það fjöl-
breytasta. — tiringið í síma 1660 *g
gerist áskrifendur.
Fösiiidaginn 1. júní 1958.
Nýr liýbýla- og ftjéðvegur
tnyndtsði á Mýrum vestur.
XÝIivliiBiverfi rás í 3>verliöltum.
Framkvæmdir eru nú hafnar
við að fullgera nýjan veg í
Álftaneshreppi á Mýrum, sem
verður mikil samgöngubót að,
ér hann verður fuilgerður.
Þetta er Þverholtavegur, sem
liggur um land það5 sem byrjað
er að ræsa fram undir nýbýia-
hverfi.
Á þeim framkvæmdum var
byrjað á síðastliðnu ári og graf-
inn skurður frá Álftárósvegi,
skammt frá Vogalæk um land
nýbýlahverfisins að Álftár-
bakkalæk, en þetta mun vera
hartnær 6 km. vegarlengd.
Er nú jarðýta komin á vett-
.vang til þess að jafna ruðning-
■inn á skurðbakkanum og ýta
að á köflum, þar sem þess er
þörf. Mun svo verða borið ofan
í veginn milli Þverholta (þar
sem ofaníþurður er tekinn),
niður að Álftárósvegi hjá Kross
nesi, ef fé það sem fyrir hendi
er, endist til þess og mun ekki
vonlaust, að þessu verki verði
lokið í sumar.
Það hefir flýtt fyrir þessari
vegargerð, að ofaníburðarnáma
er hvergi á þessum slóðum
nema í Þverholtamel, og til
þessa ofaníburðar varð einnig
að ná til þess að géta haldið á-
fram með Álftárósveginn. Allir
þessir vegir, sem hér hafa ver-
ið nefndir, eru í þjóðvega tölu.
Síðar er svo áformað, að Þver-
holtavegur nái alla leið að
Hrafnkelsstaðabrú, og er þá
kominn hringvegur um allan
hreppinn neðan Stykkishólms-
vegar^ og skilyrði fengin fyrir
rafmagnslínu til allra bæja
þar.
Haldið verður áfram að
grafa skurði til uppþfirkunar
lands á nýbýlasvæðinu, þar
sem sennilega rísa nýbýli í
framtíðinni. Landið var keypt
úr Þverholta- og Álftáróslandi.
Er ein af skurðgröfum land-
námsins nú við þetta fram-
haldsverk, sú hin sama og gróf
ofannefndan vegar. og þurk-
unarskurð.
Bretar afhenda
Egyptum flugvefií.
Bretar hafa afhent egypzka
flughemum sex flugvelli á
Suez-eiði.
Mun líða nokkur tími þar til
Egyptar geta flutt flugvélar sín
ar á veílina, þvi að ljúka þarf
ýmsum nauðsynlegum undir-
búningi, en þess er getig sér-
staklega, að veílirnir hafi ver-
ið afhentir mánuði fyrr en um
var samið milli stjórna land-
anna.
Viðskiptaveltan
180 millj. kr.
Frá fréttaritara Vísis.
Akiueyri í morgun.
Þann 19. júní n.k. eru 70 ár
liðin frá stofnun Kaupfélags Ey
firðinga á Akureyri.
í fyrrakvöld var afmælisins
minnzt á Akureyri með veglegu
hófi sem fulltrúar aðalfundar
KEA og konum þeirra var hald-
ið.
Yfir borðum voru margar
ræður haldnar, auk þess sem
sungið var og stóð fagnaður
þessi- yfir fram um miðnætti.
Viðskiptavelta Kaupfélags
Eyfirðinga á Akureyri nam 180
milljónum króna á s.l. ári, enda
er félagið eitt stærsta kaupfé-
lag þessa lands.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
Ákveðið hefur verið að allir
togarar Utgerðarfélags Akur-
eyrar verði í Akureyrarhöfn á
sjómannadaginn — n.k. sunnu-
dag.
Harðbakur kom í gær af salt-
fiskveiðum með ágætan afla.
Auk þess kom hann með nokk-
uð af nýjum fiski.
Kaldbakur landaði s.l. þriðju
dag 246 lestum af nýjum fiski
og 32 lestum af saltfiski.
Togarinn Jörundur kom til
Sauðárkróks s.l. laugardag með
140 lestir af nýjum fiski eftir
viku útivist. Fiskurinn fór í
vinnslustöð Sigurðar Sigfússon-
ar kaupmaruts.
í gær var lagður blómsveigur að minnisvarða brezkra liermanna
í Fossvogskirkjugarði. Myndin var tekin við það tækifæri, en
á myndinni sjást J. Thyne Henderson, sendiherra Breta, og
yfirmenn af eftirlitsskipinu „Welcome". (Ljósm.: P. Thomsen)..
★ Tveir Kýpurbúar voru
dæmdir í gær, annar í ævi-
langt fangelsi fyrir að bera
ú sér skammbyssu, liinn,
ungmenni, í 10 ára fangelsi,
fyrir að varpa sprengju.
k Rússneskra kafbáta hefur
iðulega orðið vart „í kjöl-
fari“ bandaríska kjarnorku-
kafbátsins Nautiiusar, og er
bandaríska sjóliðinu vel
kunnugt um þetta,
ST
Ottast um líf BretadrottniHgar er
húH heimsækir Svia.
B. og K. báðu hana lengi lifa í gær
Moskyuboði.
i
Um 300 sænskar þrýstilofts-
flugvélar eiga að sveima yfir
snjekkju Elisabetar Bretadrottn
ingar, er hún náigast strendur
Svíþjóðar hinn 8. b. m., er
drottning kemur þangað ásamt
manni sínum, Philip hertoga, í
opinbera heimsókn.
Áður hafði verið skýrt frá því,
að 1000 manna sérstakt lög-
reglulið yrði látið gæta þeirra
hjóna, því að óttast væri, að
Kýpurbúar af grískum stofn-
um kynni að gera tilraun til að
ráða hana af dögum. Nokkrir
tugjir leynilögreglumanna frá
■Scotland Yard verða með í för-
inni.
Afmælife Eílsabetar drottn-
ingar var opinberlega minnzt
í gær um gervallt Bretaveldi og'
öðrum löndum, m. a í komm-
únistalöndunum. í garðboði Sir
Williams Hayters ,sendiherra
Breta í Moskvu, voru þeir
Búlganin og Krúsév, og báðu
þeir menn drekka skál drottn-
ingar, brezka hersins og brezka
flotans. Þeir dvöldust eina og
hálfa klukkustund í boðinu og
undu sér þar hið bezta. — I
Nikosia hafði Harding land-
stjóri boð inni fyrir 1000 g'esti
í tveimur bæjum á eynni, þar
sem minnzt var afmælisins, bil-
aði rafmagn skyndilega, af
völdum spellvirkja.
Bretadroitningu boðfd
tfl Moskvu.
Bandariskt vikurit birtir
fregn urn bað frá Moskvu, að
Elisábetu Bretadrottningu og
manni hennar Pliiiip hertoga,
hafi verið boðið til Ráðstjórn-
arríkjanna.
Sagt er, að Bulganin og
Krúsév hafi fært þetta í tal við
drottningu og mann hennar, er
þeir voru gestir hennar í Bret-
landsheimsókninni. — Það er
kunnugt, að það var í eina
skiptið, meðan þeir voru í Bret-
landi, sem Krúsév virtist
taugaóstyrkur, er hann gekk á
fund drottningai’y en eftir
heimsóknina er það haft eftir
þeim, að þetta hafi verið eftir-
minnilegasta stundin, og eink-
um vegna þess hve hrifnir þeir
urðu af alúðlegri og einlægri
framkomu drotfningar.
andvig vn
hhitverki Hammarskjölds.
Uernaðarbandalag milli Sýr-
landis nb Jordaiiín.
íPowells
sumar.
Ekkja Baden Powell, stofn-
anda skátahreyfingarinnar, er
væntanieg hingað í byrjun júlí.
Er hún væntanleg hingað 1.
júlí og verður hér í þrjá daga.
í sambandi við komu hennar
verður skátamót við Þingvalla-
vatn, hjá bústað dr. Heig'a
Tómassonar.
Hing'að er von á skátaheim-
sóknum í sumai’. Yæntanlegur
er skátahópur frá Færéjgum.
Munu færeysku skátarnir
dvelja hér í nokkra daga og
ferðast um nágrennið.
Þá er og væntanlegur skáta-
hópur frá Eng'landi, en þangað
fóru íslenzkir skátar í fyrra.
Skátamót verður í Noregi í
sumar og mun fara þangað .hóp-
ur íslenzkra skáta, ,
Um þessar mundir er verið
að undirbúa komu ekkju Baden
Powels hingað.
Öryggisrúð Sameinuðu þjóð-'
anna heldur áfram umræðu uni
skýrslu Hammarskjölds um
ferð hans til ísraels og Araba-
ríkjanna og tillögu, sem Bretar
hafa lagt fram, og studd er af
Bandaríkjamönnum og fleiri
þjóðurn.
Fulltrúi Rússa talaði af mik-
illi hógværð, segja fréttaritarar,
og kvað Ráðstjórnarríkin
mundu gera það, sem í .þeirra
valdi stæði, til þess að sam-
komulag' næðist.
Andmæli komu fram frá. full
trúum Arabaríkjanna, Sýr
lands, Egyptalands, Jordaníu og
Libanons, eða nágrannaríkja
ísrales. Töldu þau tillögu Breta
ganga í þá átt, að Hammar
skjöld yrði falið víðtækaj-a hlut
verk en í upphafi var ætlað.
Það var fulltrúi Sýrlands. er
hafði orð fyrir þeim, og' sagði
hann og, að ef ísrael héldi á-
fram fyrirætlunum sínum um
beizlun Jordan væri friðinum
stefnt í nýja hættu.
Nýtt hernaðarbandalag.
Samtímis berast fregnir um,
að Sýrlandsforseti og Hussein
konungur í Jordaníu hafi gert
með sér samkomuiag um hern-
aðarbandalag milli ríkja sinna
á ófrið'arthnum, og skal stofna
herráð' skipað æðstu mönnum
hérja beggja landanna, og for-
maður þess ■ fara með yfirher-
stjórn, ef til styrjaldar kemur.
Enn. fremur gerðu þeir- sani-
komulag méð sér um afnám
vegabréfaskyldu og afnám á.
tollahömlum.
Sýrlandsfórseti hefur nú í
vikunni verið í opinberri héim -
sókn til Jordaníu og var til—
kynning um samkomulag þetta
birt að lokinni heimsókninni.
Caronia straifdar
vi5 Si
Háreysti á
k Brezkk Jeiðtegar eru sagðir
haía gefið til kymma i Was-
Mmgton., að þek Mnnidu. taka
t>ví imjög vel, ef.Nixon vara-
forseíi kæmi í heiíMsókm til
Harðar deilúr ur'ðu í fulltrúa
deild franska þingsíhs i gær-
fcveldi við umræðuna um stefnu
stjóimarinnar. Mikið var um
hróp og köll og gekk þingmönn
um ilia að láta til sím heyra,
Duclos leiðtogi kommúnista
krafðist sérstakrar atkvæða-
greiðslu um Alsír. — Tugir
þingmanna eru á mælendaskrá,
Frakkar felldu 60 uppreistar-
menn í Constantinehéraði í gær
og tóku 70 höndum, en biðu
ekkert manntjón sjálfir.
Náðisl úl eltir
8 klst.
Hafskipið Caronia, sem oft
hiefur komið hingað til lands,
og nú er í Miðjarðariiaísíerð
með skemmtiferðamenn, strand
aði í gærkveldi á sandrifi vlð
innsigiinguna . til Messína ;á
Sikiley.
Skipið ná'ðist út eftir 8 klst.
með aðstoð dráttarbáta og er
talið, að það sé óskemmt, — í
þessari ferð sneiddi skipið hjá
grískum höfnum, vegna þess, að
óttast var, að brezkir og banda-
rískir farþegar, sem á skipiau
eru, kynnu að verða þar fyrir
óþægindum af völdum æsinga-
manna.
Kaupkröfur
og dýrtíð.
Ný alíivöriin ír.á
MaeMillan. .
Ýmsar stéttir í Biéetlándi bera
nú i'ram nýjar kaupkröfur. —
— MacMilian fjármálaráðherra
hefur enn varað við að halda
slíkuni kröfum til streitw, —
með því stci'ni menn atvinmi
sinni og afkomu í voða.
Blöðin taka undir þetta, en
segja, að stjórnin verði að gera
sitt, efna loforð um að lækka
útgjöld um 100 millj. stpd. og
gera nauðsynlegar ráðstafanir
til þess að koma í veg fyrir
hækkað verðlag.