Vísir - 12.07.1956, Blaðsíða 4

Vísir - 12.07.1956, Blaðsíða 4
0 ¥ism Fjmmtudaginn 12. júlí 1956, Rltstjóri; Hersteinn Pálsson ■«* A.uglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3 '* ajgr»15#l*: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm linurl ; Útgafandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/T, Lausasala 1 króna ( Félagsprentsmiðjan h/f Á austurleið Lýðræðisflokkarnir elda nú grátt silfur um mál, j sem virðist ætla að j verða eitt örlagaríkasta [ pólitíska deilumál samtíð- j arinnar. Þetta mál er her- | varnarmálið, sem í senn er j nú orðið innanríkis- og ut- [ anríkismál. Afleiðingar þess ) geta orðið víðtækar og ör- j. lagaríkar. Þrátt fyrir eindregnar yfirlýs- ingar Framsóknarflokksins j og Alþýðuflokksins fyrir [ kosningarnar, að samvinna j við kommúnista kæmi ekki j til greina eftir kosningarnar, } hafa nú þessir tveir flokkar j hafið samninga við umboðs- menn Moskvuvaldsins um stjórnarsamstarf. Svo feimn- islausir eru þessir tveir flokkar að traðka á þeim yfirlýsingum sem þeir gáfu fyrir þremur vikum, að blöð þeirra skýra nú daglega frá gangi samninganna við kommúnista. Allir menn vita að kommúnistar hafa það aðaltakmark að þóknast húsbændum sínum í Kreml. Fyrsta boðorð þeirra er að allar hervarnir á íslandi verði ónýttar og landið verði með öllu varn- arlaust. Allir vita hvers- vegna þeir óska að svo sé. Jafnframt þjónar það sömu hagsmunum að koma efna- hagsstarfsemi smáþjóðar undir áhrifavald Sovétríkj- anna. Til þess að koma þessu í fram- kvæmd á fyrst og fremst að nota pólitíska aðstöðu kommúnistaflokksins hér á landi. Þeir munu vafa- laust telja, að sumir for- ustumenn hræðslubanda- lagsins muni haldnir svo ofsalegra valdagræðgi, að þeir muni frekar sæta afar- kostum fyrir þjóð sína en að missa af ráðherrastólun- um. Þeim tveimur lýðræðisflokkum sem nú semja við kommún- ista skulu ekkigerðarfrekari getsakir en tilraunir þeirra benda til að svo stöddu. En ef þessar tilraunir „heppn- ast“, getur þjóðin gert sér grein fyrir, að hún er • á austurleið, því að það er verðið sem Hermann mun þurfa að greiða fyrir aðstoð- ina til að mynda stjórn. Úr tengshim við lýðræðls þjéðlrnar. Ef tilraunir Hræðslubandalags- ins bera árangur og komm- í únista komast til valda, er j eitt víst: hervarnir verða í engar hér og landið verður varnarlaust. Allar þjóðir sem nú eru í NÁTO munu líta á þetta . sem svik af ís- lands hendi við sameigin-' legan málstað þeirra vegna þess að öll aðstaða banda- lagsins mun veikjast. Eftir að varnarliðið er farið á brott, er vafasamt hvort í bandalagsríkin telja ástæðu | til að hafa ísland í samtök- j um sínum eftir þetta, enda i hafa íslendingar þá ekkert i að bjóða þessum þjóðum t-il öryggis. Ef bandalagsríkin snúa baki við íslandi á einn eða annan ’ hátt, getur það haft ófyrir- } sjáanlegar og þungbærar af- í leiðingar fyrir þjóðina, ein- | mitt á þeim tíma sem hún j þarf mest á stuðningi og fyrirgreiðslu að halda til uppbyggingar og atvinnu- aukningar í landinu. Ef svö tækist til, að hinn vestræni heimur vildi lítið liðsinna okkur, þarf varla að efast um, að þeir menn, sem nú eru æstastir í ráðherrastólana, mundu varla taka nærri sér, að taka þeirri liðveizlu sem bjóðast mundi austan að. Á því er lítill vafi, að valda- töku kommúnista og hræðs- lubandalagsins- hér á láridi mundi fylgja boð frá IVlQskvu um ótakmarkaða efnahags- aðstoð, eins og gerst hefur í löndum fyrir botni Miðjarð- arhafs, sem Rússar vilja ná fótfestu í. Þá munar lítið Um fjárhæðir sem eru gífurleg- ar í okkar augum. Ef slíkt boð væri þegið, að binda sig á fjárhagslegan klafa hjá Rússum þá væri auðveldari fyrir þá eftirleikurinn að ná hér slíkum fjárhagslegum og pólitískum tökum, að hér væri orðin rússnesk hjá- lenda áður en ísiendingar hefðu áttað sig á því að þeir hafi tapað bseði sjálfum sér, Iandi sínu og því frelsi, sem þeir hafa barist fyrir öldum saman. -ýf Hægðu á iifi og Ávarp frá Bindindisfélagi ökumanna. Hér er komið krókalaust að frv. Góður bíll er hálft öryggi, efninu. Þessi fáu orð er kjörorð hitt er i höndum bílstjórans. — í áróðri National Safety Coun-1 Munið að hérumbil öll bílslys sil í Bandaríkjunum fyrir mann eru mönnum að kenna, beint og haltu sæmandi umferð. Umferð hinna björtu sumar- mánaða á þjóðvegum landanna hefur því miður sínar miklu skuggahliðar. Svo er þetta um allan heim og þá ekki sízt þar,‘ sem bílar eru að tiltölu flestir,1 svo sem er í Bandaríkjunum,1 Svíþjóð, íslandi o. v. Hver fjölskylda, sem á góð- an bí 1, hefur mikla möguleika^ til að njóta vel yndis sumarsins ' einhvers staðar á landinu. Þess-| ! ar fjölskyldur eru nú orðnarj ærið margar. Látið ekki þessa möguleika skapa ykkur sorgir.j bana, limlestingar og örkuml auk máske mikils efnalegs tjóns. Látið ykkur ekki Hggja of mikið á. Bílaakstur dag eftir dag, á misjöfnum vegum, er mjög þreytandi. Ætlið ykkur ekki of langar dagleiðir. Takið lífinu með ró, verið aðgætin og forðist of hraðan akstur. Þegar i þú ert kominn upp í 80—90 km. hraða á bílnum þínum, þá ert þú ekki lengur að aka bíl, held- ur er bíll að aka þér. Líf fjöl- skylduföður og forsorgara heils hóps er mjög dýrt mannslíf. Hægðu á og lialtu lífi og lim- um. Auðvitað leggið þið ekki í langferð nema að láta athuga veí bílinn fyrst — skipta um slitna hluti, þar sem þarf, hafa bremsur í lagi, góð dekk o. s. húsi B.í. eða óbeint. , Áfengi og akstur á ekki sam- an. Vínflaskan er hættulegasti förunauturinn í bílnum. Við félaga B. F. Ö. viljum við segja sérstaklega Verið öðrum xil fyrirmyndar um aiia umferð. Sýnið tillits- semi, hjálpsemi o£ drengskap hvor sem er. Vonandi eru þið öll nú búin að koma merkjunum á bíla ykkar. Þau eigið þið að haía. Þau prýða bílaira, eru ykk ur fii sóma og félagsskapnum nauðsynleg. Unga fólk: Styrkið B. F. Ö. með því að gerast meðlimir nú þegar. Að lokum enn einu sinni: Hægðu á þegar þú veizt ekki hýað er framundan. Hægðu á og haltu lífi og lim- úni. Vinningar hjá HHÍ, Hér fara á eftir 500 kr. vinn- imgar í 7. fl. H. H. L: 48, 245 456 590 636 750 762 1345 1484 1592 2085 2095 2343 2356 3094 3228 3261 3435 3766 4047 4096 4234 4250 4556 4796 4893 4904 4965 5049 5211 5494 5751 5811 5874 6084 6346 6465 6529 6937 7069 7092 7269 7364 7948 8044 8089 8102 8236 8311 8387 8660 8846 9259 9279 9435 952« 9534 9637 9726 9898 10205 Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu hefur fyrir nokkru fengizt fjárfesting- arleyfi fyrir byggingu Búriaðar- félagshúss. Á það að standa við Haga- torg og mun verða eitt af stærstu húsum bæjarins. í gær var málinu það langt komið_ að stunginn var fyrsti hnausinn 1 grunni hússins. Gerði það Steingrímr Steinþórsson landbúnaðarráðherra, en for- maður Búnaðarfélags íslands, Þorsteinn Sigurðsson, ávarpaði, viðstadda. Að því loknu var hafizt haridá um gröft í grunn- inum með jax'ðýtu. Húsið verður 1000 ferm. að flatarmáli, 6 hæðir og kjallari. Á ngð.stu hséð eiga, að verða íbúðir, sýningarskálí fýi'ir latld- búnað, fákarastofa; matsalir :. s, frv. Á þriðju haeð.verða.skfif- stofur Búnaðarfélagsins, bæði aðalskrifstofa og skrifstofur hinna ýmsu ráðunauta. Á þeirri hæð verður einnig fyrirlestra- salur, bókasafn, fundahei'bergi o. fl. Á fjói'ðu hæð verða skrif- stofur fyrir Stéttarsamband bænda og fleiri ski’ifstofur, ’ en hinar hæðirnar eru hugsaðar sem gistiherbergi. í kjalláranum verða skjala- geymslur Búnaðarfélagsins. 1039S 10378 10597 10620 10765 10872 10962 11037 11184 11290 11385 11715 11722 11839 11976 12159 12185 12199 12243 12249 12314 12652 13116 13357 13378 13418 13454 13496 13834 13922 14262 14763 14776 14792 15176 15417 15709 15926 15990 15999 16019 16206 16335 16383 16697 16705 16747 16751 16840 16845 16955 17138 17219 17266 17271 1751® 17923 18358 18794 19559 19597 19642 19701 20461 20943 21357 21451 21760 21861 21906 21982 22096 22120 22224 22230 22681 23058 23074 23432 23578 23(618 23882 23945 23952 23999 2413« 24381 24563 24834 25106 25167 25623 25623 25723 27345 2758® 27904 27938 28033 28290 28369 28504 28640 28778 28836 218845 2:9021 29059 29148'29243 29281 30131 30132.30209 30965, 30918 31036 31273 31419 31720 3150S 31808 31930 31938 32036 32148 32259 33053 33056 33197 33572 33627 33848 34014 34189 34317 34450 34580 34799 35109 35140 35157 35395 35520 35545 3564® 35714 35789 35858 36164 362«5-36263 36464 36494 36515 36738 36775 36925 36980 36995 37031 37057 37080 37120 37218 37514 37653 37929 38252 38374 38563 38888 38949 39106 39203 39567 39618. (Birt án ábyrgðar). Þa’ð fer víst ekki milli mála, að umferðarmálin i Reykjavík eru orðin mesta vand-amál. Með lrverju árinu sem líður eykst tala farartækjanna en várkárni manna virðist ekki vax-a að sama skapi, sem kannske ekki væxú eðlilegt. Það eru mörg vandamál, sem verður að leysa i sambandi við umferðina i bænuni, og' sannar- lega ekki einfalt að hittá þar á lausn, sem öllum líki. Það er góðra gjalda verð tilraun, sem Samvinnutryggingar hafa nú gert með því að leita til almenn- ings um tillögur i þessu efni. Og' gaman verður að fá að vita, hvaða úrlausnir menn yfii'leitt hugsa sér, er ritgerðirnar um umferðar- vandamál okkar verða lesnar. Tjónið eykst. Tryggingafélögin lxafa auðvitað mikinn áhuga á því, að tjón verði sem minnst, en á siðasta ári kom það í ljós að hækka vai'ð gífui'- lega iðgjöld af bifreiðatrygging- um vegna þess hve tjón urðu tið og kostnaðai'söm. Þótt sjálfsagt verði aldrei liægt að kom-ast hjá töluverðu tjóni á farartækjunx, sem að staðaldri eru notuð inn- anbæjar i mikilli umferð er það vist að mikið mætti minnka það með meiri varkárni og eftirtekt manna almennt. Það er þess vegna seni ritgerSasamkeppiit Samvinnutrygginga er sérstak- lega eftirtektarverð, þvi með lxenni er, auk þess að leita til- lagna íiianna yfirleitt, stefnt að því, að vekja áhuga alniennings á þvi að bæta umferðarmenning- una í heild. Samstillt átak. Það þarf sjálfsagt samstillt á- t-ak allra til þess að umferðarmál- unum verði komið í sænxilegt horf. Það er ekki nóg að opinber- ir aðilar geri sitt til þess að reyna að fyrirbyggja umférðar- slys og tjón, heldxu- verðnr al- meöningur að vakna til meðvit- undar um naúðsyn þess að um- ferðarmálin komist í betra horf en nxi er. Aðferð sú að verðlauna þá, sem ekki urðu fyrir tjóni um ákveðinn tínia reyndist ekki góð af þeim sökum, að þá fóru menn að reyna að leyna tjóninu, er þeir áttu sök á. Umferðarslys og tjón á eignum vegna umferðar fara mjög í vöxt, og eru orsakirnar sjálfsagt fleiri en ein. En víst er það, að margur er æskumaðurinn óvarkár, og margvislegt tjónið, sem beinlínis stafar áf því, að liugsunarlaust er ekið. Hins veg- ar er kannske lika hægt að skipu- leggja umferðina betur, en nm það sem annað varðandi umferð- armálin má vænta tillagna. — kr. Kínverskir samvinnur menn á lerð hér. Þann 7. þessa mánaða konxn liingað til lands fimm kínverskir samvinnumenn. Hafa þeir undanfarið verið á ferðalagi um Noreg, Svíþjóð, Finnland og Danmörku. Fara þeir á morgun heimleiðis. Hinir erlendu menn komu hingað á sínum eigin vegum til að kynnast íslenzkum sam- vinnufélögum, og njóta þeir fyrirgreiðslu SÍS í þeim efnum. Þeir hafa skoðað aðalstöðvar SÍS hér í Reykjavík og sum. dótturfyrirtæki þess. Þá hafa þeir einnig heimsótt nærliggj- andi kaupfélög. svo sem Kaup- félag Árnesinga og Kaupfélag Hafnfirðinga. Þeir heimsóttu KRON seinnihlutann í gær.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.