Vísir - 22.10.1956, Side 3
Mánudagœn 22. október 1956
VtSIR
Axel Thorstelnson:
T@rlðþg»ttir frá Noregi, XIII.
í Stafangri, fjorða mesta bæ Noregs,
þar sem gamli fíminn enn heldur velli, þrátt fyrir miklar nútímaframfarir.
Þegar menn koma að morgni
til Stafangurs, fjórða mesta
bæjar Noregs, á mörkum
Suður- og Vestur-Noregs, —
að aflokinni næturferð frá
Osló, er eitt hið fyrsta, sem
menn reka augun í begar út úr
járnbrautarstöðinni kemur, hið
nýja og glæsilega gistihús,
Atlantic, sem er auglýst sem
það gistihús Noregs, sem sé
með mestum nútímabrag.
Þetta gistihús er skammt frá
stöðinni og hefur vissulega
svip hins nýja tíma, en menn
þurfa ekki langt að fara, til
þess að hugurinn hvarfli til
liðinna tíma, því.að þess sjást
ótal merki, að Stafangur er
gamall bær, og ber ef til vill
enn á sér miklu frekara svip
hins gamla en nýja .tíma, og er
þó Stafangur framfarabær.
Eitt af því, sem veldur þessu,
er það, að hér hefur eldur
aldrei lagt heil hverfi í rústir,
eins og t.d. í Bergen og fleiri
bæjum, svo að rrnnt hefur ver-
ið að skipuleggja allt frá grunni
á stórum svæðum, en þar með
er ekki sagt, að hér eigi gamli
bærinn að standa áfram . eins
og hann er enn í dag. Skipu-
lagning nútímans er einnig hér
í undirbúningi, og margt af
hinu gamla mun verða að víkja.
í lýsingu á Stafangri segir,
að gamli sjómannabærinn sé
vestan Vogarins, en tengdur
aðalbænum á „Holmen“, sem
er tunga milli eystri og vestri
hafnarinnar.
.,Tungan“
er gamalt bæjarhverfi, með
bryggjum, sjóbúðum og verzl-
unarhúsum, og setur allt þetta
svip gamals fiski- og verzlun-
arbæjar á allt, en inn á milli
fyrrnefndra húsa eru svo íveru-
hús, en þrátt fyrir þá „ringul-
reið“, sem manni finnst þarna
vera, er bæjarhlutinn aðlað-
andi, og þar er margt sem hef-
ur sín heillandi áhrif.
Mergð mjóstræta.
Þarna í miðjum bænum, er
mergð furðulega mjórra gatna,
svo að fáar munu mjórri fimi-
ast í Reykjavík, og það er eins
og verzlunarhúsin og íveru-
húsin, hafi sprottið þarna úr
jörð fyrrum, með fram götu-
troðningum og stígum, eins og
byggðin kom heima meðfram
Laugaveginum, aðalumferðar-
æðinni í bæinn, en hér er sá
munurinn, að víðast hvar eru á
þeim ótal beygjur, og allstaðar
eru krókar og kimar. Hér er hið
blómlegasta verzlunarlíf og
þröngt um nianninn á mjóum
götunum, svo þröngt, að þeg-
ar bifreið sniglast eftir ein-
hverri götunni, verður vegfar-
andinn tíðum að hoppa upp á
tröppur, eða jafnvel að forða
sér inn í einhverja forstofuna,
Þessi bæjarhluti hentar sann-
arlega ekki nútíma umferð, en
um þessar krókóttu götur
verða bifreiðarnar að fara
hundruðum saman, ' fólks-,
vöruflutninga og sendiferða-
bílar, og allt slampast af, eins
og annarsstaðar, og það þótt
húsin skagi stundum talsvert
út í götuna, svo að gangstéttin
er svo mjó, að annar hverra
tveggja er þar mætast, verður
að fara akbrautina.
Eina óskipulagða
miðbæjarhverfið.
Þetta er sagt vera eina mið-
bæjarhverfið- í Noregi, sem má
heita óskipulagt að mestu, og
Stafangursbúar líkja því við.
einskonar mauraþúfu, þegar
umferðin er mest. Eykur það
Ivitanlega erfiðleikana, að mikil
jumferð er um þenpan bæjar-
hluta milli hafnarinnar og
járnbrautarinnar, og flutnipgar
á afurðum írá verksmiðjunurn
eiga sér og stað þvert y t ir
hverfið.
í sláturtíðinni. —
Stafangur er mikili niður-
suðubær, þar eru Bjellands-
verksmiðjurnar víðkunnu m. a.
og engirm furðar sig á vöru-
bifreiðum, sem flytja smásíld
(bristling) og síld og hvað eina,
sem úr sjó fæst, um göturnar
þröngu, og í sláturtíðinni kippa
menn sér heldur ekki upp við
það, að mæta fjárrekstrum og
nautgripahjörðum. í þessum
landshluta reka menn 100,000
fjár á fjall á vorin.
A Torginu,
þar sem Vogurinn er beint
fram undan, er heldur en ekki
fjör á ferðum á morgnana, þar
sem grænmeti hverskonar,
blóm og ávextir og fleira er á
boðstólum. Þarna slær sölu-
fólkið upp sínum söluborðum,
eða selur beint úr bifreiðum'
eða kerrum, og er þarna eigi
síður skemmtilegt og nýstárlegt
að koma, en á torgið í Björgvin.
Þarna er margt kaupenda,
ungra ög gamalla, en mest ber
á húsmæðrum, sem margar
eru slyngar í að komast að góð-
um kaupum. Og fram hjá torg-
inu þjóta svo strætisvagnarnir,
og yfir höfninni, þar sem
fjarðabátar koma og fara, far-
þega- og vöruskip frá Öðrum
höfnum. löndum og heimsálf-
um, flögra máfar og kríur, og
garg þeirra blandast saman við
eimpípublástur og bílaskrölt.
Þessi. bæjarhluti átti sinn
uppgahgstíma í byrjun.síðustu
aidar, þegar Stafangur varð
mikill fiski- og verzlunarbær,
og hér er allt enn í „fullum
gangi“, en saga bæjarins er
vitanlega miklu eldri en þetta,
og til þess að kynnast því
renna menn augun upp á hæð-
ta. þar sem Stafangurs . dóm-
kirkja gnæfir yfir bæi.nn og
Kóngsgarðurinn og leggja. svo
þangað leið sína.
Allt aftur til
í ársins 1125
verður að fara. Bærinn var
ekki stofnaður með valdboði
báverandi konungs, segir í lýs
ingu, sem ég styðst við, en sá
konungur var Sigurður Jór-
salafari, en á ofannefndu ári
var af Reinaldi biskupi hafm
bygging dómkÍKkju, en við sjc
frammi var þarna þá risið up?
dálítið kauptún. Og Stafangur
varð svo biskupssetur og kon-
ungssetur. Stafangurs dóm-
kirkja og dómkirkjan í Niðar-
ósi eru oft nefndar í sömu
andránni, enda taldar hinar
merkustu kirkjubyggingar 1
landinu frá fornum tímum, og
hafa verið bezt varðveittar og
miklu til þess kostað.
Kóngsgarðurinn.
Hann er hvítmálaður og af
viðum reistum, á grunni bisk-
upshússins frá tíð Reinalds
biskups. Hér sátu biskupar,
konungar — einnig danskir -—-
og svo varð þarna amtsmanns-
setur, en á seinustu 125 árum
hefur Kóngsgarðurinn verið
menntaskóli, og er sagt, að fáar
menntastofnanir í landinu njóti
eins mikillar ræktarsemi gam-
alla og nýrra nemenda og
hann. Alexander L. Kielland
hefur gert hann ódauðlegan í
sögum sxnum. Hafir þú lesari
góður, lesið sögur ELiellands,
manst þú vafalaust eftir Mar-1
iusi litla, er hann var að bagsa
við latínulexíurnar sínar. |
Bæjargarðurinn
Bredevannet.
Skemmtigarðiu'inn, Bypark-
en, í nánd við þessar sögulegu
byggingar, sem setja mikinn
svip á bæinn, liggur við Brede-
vannet, sem mikill fegurðar-
auki er að. Þarna er mikill og
fagur gróður og mikfð fugla-
líf, enda flykk.jast þangað ungir
og gamlir. í vesturhluta bæjar-
ins er Safnahúsið og leikhús
(Rogaland teater), sjúkrahús,
og mikill fjöldi tvílyftra timb-
urhúsa. Hér má þess geta, að
í þessum landshluta hafa fleiri
minjar fundist í jörðu frá fyrri
tímum, en víðast annarsstaðai’,
og beva söfnin þvi vitni.
f nágrenní
Stafangurs.
Stafangur er mikill fiski-,
verzlunar og siglingabær, og
ferðamannamiðstöð, ■ sem fyrr
J var sagt, og ber hér einnig að
I minna á, að flugvöllurinn á
| Sola er flugvöllur Stafangurs,
en hann er talinn bezti flug-
völlur á Norðurlöndum. — f
;rennd við Stafangur erui
margir merkir staðir, sem vert
:r að kynnast, þótt ekki hefði
§g tækifæri til þess að kynnast
óeim nú. Þá eru baðstaðir ogS
íþróttavellir o. fl.
Andans menn.
Stafangur hefur sýnt andans
mönnum maklega viðurkenn-
ingu. — Stafangursskáldinu
A.lexander L. Kielland, sem
fyrr var getið, og styttur em í
bænum af skáldinu Sigbjörn
Obstfelder og málaranum Lars
Hertervig, sem fyrst hlaut
maklega viðurkenningu látinn,
og brjóstmynd er af skáldinu
Jens Tvedt. Og seinast en ekki
sízt er í Byparken stytta af
Vesturlandsskáldinu Arne Car-
borg. Verk þessa skáldjöfurs
kynnti Bjarni frá Vogi íslenzkri
þjóð. Ég hefi fyrr í þessum
pistli vikið að hinu fagra ætt-
jarðarljóði Garborgs, Gud signe
Norigs land, sem sunginn er
um allar byggðir landsins.
„Gud signe Norigs land,
kvar heim, kvar dal og strand,
kvar lund og' li“,
segir þar.
Við styttu hans fannst mér
enn óma í eyrum mér ómurinn
af söng fólksins á Stiklastöðum
fyrir rúmum fjörutíu árum:
„Hér stend det stort og blaatt,
rett som eitt gudaslott, -—
med hav og fjell.“
REVERE
kvikmyndavél 16 mm. til
sölu, upplýsingar gefur
SIGURÐUR ÓLAFSSON
c/o. EgiII Árnason
Klapparstíg 26.
Sxmi 4310.
mótatimbur
til sölu. Jón Arinbjarna-
son Sörlaskjóli 88. Sími
2175.
varð af me
Fékk falsaða seðla að launum fyrir
hin háskalegu síörf.
Aðalræðismað?xi' þýzka sam-
bandslýðvéldisins í Istahbul
leit upp úr skjÖlum sínum.
Hann var að kveikja sér í vind-
lingi, þegar barið var að dyrum
á einkaskrifstofunni. Það var
einkaritarinn, sem barði.
„Herra aðalræðismaður......
Það er kominn hérná maður,
sem endilega vill fá að tala við
yður .... Hérna er nafnspjald
hans.“
Ræðismaðurinn las á spjaldið:
„Eliza Banza .... Eg hef aldrei
heyrt hann nefndan.“
„Munið þér ekki eftir hon-
um?“ spurði ritarinn undrandi.
„Ja' ég áttaði mig nú heldur
ekkit fyrr en hann sagði roér
nafnið, sem aljur heiirurinn
kahnast við. Þetta er Cicero.
Þér munið —• einltaþjónn
brezka sendíherrans í Ankara,
sir Knatchbull-Hugessens. Mesti
njósnari seinni tíma.“
„Hvað vill hann mér?“ sþurði
ræðismaðurinn undrandi en þó
hálf kímnislega.
„Hann ætlar að bjóða þýzka
sambandslýðveldinu þjónustu
sína.“
„Nú, það er ekkert smáveg-
is!“ sagði ræðismaðurinn og
stóð upp úr stólnum.
Gesturinn stóð enn frammi í voyu svo launin? Svik, ekkert
skrifstofu ritarans. Hann hafði nema svik! Veit ræðismaðurinn
ekki tekig sér sæti. Hann virt- ‘ ekki hvernig Þýzkalar.a sveik
ist varla heyra skilaboðin, sem hann?“
Mörg ár eru liðin. Allur
heimurir.n þekkir söguna. Nýtt
Þýzkaland er risið'úr rúst-um og
hér situr fulltrúi . þess. Svo.
kemur frægasti njósnari aldar-
innar inn á skrifstofu þýzks
ræðismanns og vill hefja störf
sín aftur, eins og ekkert hafi í
skorist.
Það yrði nú svei mér saga til
næsta bæjar, ef það spyrðist,
að Cicero væri genginn í þjón-
ustu hins nýja Þýzkalands, og'
tekinn til.starfa enn á ný!
Ræðismaðurinn hristir höf-
uðið. „Segið þessum herra-
manni að hann hafi villst. Þetta
er ræðismannsskrifstofa þýzka
sambandslýðveldisins^ ekki
njósnamiðstöð þýzkra nazista.“
ritarinn flutti honum.Og hann
hóf að halda langa ræðu: Þýzka
sambandslýðveldið þurfti líka-á
góðri fréttaþjónustu að halda.
-— ílann talar sæmilega ensku,
en það er eins og saiínfæringar-
kraftinn vanti í ræðu hans.
Röddin er hás og augun falin
bak við dökk gleraugu. Þáð leið
langur tími unz Cicero áttaði
sig' á því, að h.onum var neita'ö
„Þýzkaland. Það var ekki
Þýzkaland, sem sveik yður
.... “ reyndi ritarinn að skjóta
inn í. „Reynið nú að stilia yð-
ur ... .“
En Cicero getur ekki stillt
sig'. Hann þrífur upp veski sitt
og hrifsar þar upp handfylli
af enskum bankaséðlum.
; „Skjöíin, sem eg afhenti
þýzka sendiherranum voru ó-
um viðtal við ræðismanninn, en fölsuð_ En þettá) hvað er þetta?
þá var eins og hann færðist all
ur í aukana.
„Þetta er þá þakkiætið!
Þýzlcaland vill ekki kannast við |. sagði þeim
sem lögðu iíf sitt í innrás. Eg
menmna
sölurnar fyrir það. í þá daga
veittist honum ekki erfitt að
fá viðtal við hina háttsettu
Það var ég, sem lét Ribbentrop
vita um fyrirætlanir Stalins,
Churchills, og Rossevelts. Eg
frá fyrirhugaðri
sag'ði þeim frá
vopnasendingunum til Rússa og
eg sagði þeim frá samningun-
um um skiptingu Þýzkalands í
fulltrúa þessa lands. Þeir biðu i hernámssvæði og sundrun Ber
jafnvel eftir honúm heilar næt-
ur, eða að minnsta kosti eftir
linar. Allt þetta lét ég þá vita
um árið 1943 og 1944. Þeir
sendingum frá honum. Og hverJ máttu þá vita, að þeir mundu