Vísir - 03.01.1957, Blaðsíða 7
limmtudaginn 3. janúar 1957
VÍSIR
T.
M *>•»
aioi
EÐÍSOW MARSHALL:
B
,BSBaBIBBB0BBHEEBSBE:BEHaaBBBEaBBBBEB>
Óðinn gátu fyrir Heiðrek konung, sem var sonur Óðins og
volvu nokkurrar.
— Hvaða risi er það sem stikar yfir löndin, glevpir hæðir og
hóla, slekkur á sólinni, en vindurinn getur hrakið á brott.
Þótt Heiðrekur væri vitur konungur, varð hann nú að klóra
sér í höfðinu.
Þá talaði móðir hans til hans úr gröf sinni á tungu, sem eng-
inn skildi nema sonur hennar.
— Þokurisinn, sagði Heiðrekur.
Nú hafði þessi risi slökkt sjón okkar. Hann var rakur og
ialdur eins og nýliðið lík. Guðröður bað okkur að róa út á
opið haf.
Við rérum um stund, unz Hrólfur, djarfur maður frá Hörða-
]andi, hélt uppi árinni og sagði:
— Guðröður! Annað hvort hefur vindáttin breyzt, eða þú
hefur breytt stefnu.
— Sjávarföllin hafa snúið skipinu, Hrólfur, sagði Guðröður.
— Björn! Hver er stefnan á opið hafið? kallaði Guðröður.
Bjöm svipaðist um. Að lokum sagði hann:
— Þú ert skipstjórnarmaður, Guðröður. Ég er aðeins far-
þegi. En þú spurðir um álit mitt, og ég skal segja þér það,
þótt ég hafi ekkert til að fara eftir, nema eigið skyn. Ég held
áð vindáttin hafi breyzt og að hafið sé í þessai'i átt.
Björn benti á stjórnborða.
—- Ég er á'sömu skoðun, hrópaði Egbert.
— Við komumst að því, að þið hafið báðir á röngu að
standa, þegar við rekumst á klettana, sagði Hrólfur og hló
kuldalega.
Lyftið árunum úr sjó og hrópið eins hátt og þið getið, sagði
Guðröður. — Við hljótum að heyra bergmál frá klettunum.
Við rákum upp gríðaröskur, en ekkert heyrðist nema gjálfrið
i öidunum.
Því næst hrópuðu allir að undanteknum tíu eða tólf:
— Óðinn! Óðinn!
Ekkert svar heyrðist, nema þytur vindarins.
Eg gekk frá árinni og kraup fyrir framan Egbert.
— Stattu á fætur og talaðu, sagði hann.
— Ég bið leyfis að mega ákalla Óðin.
— Það kemur mér ekki við. Ég ákalla kristinn guð.
— Því ekki að ákalla Þór, sagði einhver. — Hann er þrumu-
guðinn. Hann getur með hamri sínum slegið neista, sem visar
okkur veginn.
— Nei, ég ætla að ákalla Óðin, guð vindanna, guð orustunn-
ar, guð hinna níu rúna.
— Ákallaðu hann, sagði Björn. — Ef hann svarar, skiljum
við það svo, sem þú sért undir sérstakri vemd hans, hvort
sem við lifum eða deyjum. En ef hann svarar ekki skiljum
við það svo sem hann sé þér reiður fyrir ósvífnina, og þá
vörpum við þér í sjóinn. Þú átt því mest á hættu sjálfur.
Ég dró djúpt andann og hrópaði af öllum kröftum:
— Óðinn! Óðinn!
Við stóðum á öndinni af eftirvæntingu. Við heyrðum ekkert
fyrst í stað, nema öldugjálfrið við byrðing skipsins. Ég var
farinn að halda, að mér yrði varpað fyrir borð, þegar ég
heyrði fjarlægan vængjaþyt.
— Þetta er hrafnahópur, sem sendur er til að vísa okkur
TILKYNI
Athygli allra, er það varðar, er hér með vakin á því,
að enn er í gildi bann við hækkun á öllum vörum í heild-
sölu og smásölu og hverskonar þjónustu, sem auglýst var
samkv. bráðabirgðalögum frá 28. ágúsí s.l. og endurtekið
hefur verið samkv. 33. grein laga nr. 86 frá 22. desember
s.l., nema samþykki Innflutningsskrifstofunnar komi til.
Ennfremur er lagt fyrir innflytjendur og iðnrekendur
að skila verðútreikningum sínum til skrifstofu verðlags-
stjóra eftir tollafgreiðslu eða eftir að vara er að öðru leyti
tilbúin til sölu.
Reykjavík, 29. desember 1956.
INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN.
Jóhann Rönning h.f.
Raflagriir og viðgerðir á
í öllum heimilistækjum. —
Fljót og vönduð vinna.
I Sími 4320.
j! Jóhann Rönning h.f.
Stútka. óskast
nú þegar.
Stjörnucafe
Laugavegi 86.
SkrífstofustOEka
vön vélritun, óskast í málflutningsskrifstofu. Kunnátta í
Norðurlandamálum og ensku æskileg. Umsóknir leggist
inn á afgr. Vísis fyrir helgi merkt: „Gott starf — 303.“
Frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur
Breytfngar á reglum um læknishjálp o.fl.
Um þessi áramót taka gildi ýmis ákvæði almannatrygg-
ingalaga nr. 24, 29. marz 1956, sem hafa í'för með sér beryt-
ingar á reglum um sjúkrasamlög og sjúkratryggingar. Eru
þessar helztar:
Læknishjálp. Samlagsmenn á 1. verðlagssvæði
skúlu greiða heimilislækni sínum kr. 5.00 fyriv
hvert viðtal á lækningastofu og kr. 10,00 fyrir
hverja vitjun til sjúklings. Gjald þetta greiðist án
vísitöluálags og breytist ekki nema vísitala hækki
eða lækki um 1/10 hluta. Greiðslur samlaga til
lækna lækka að sjálfsögðu með hliðsjón af þessu
nýja gjaldi frá samlagsmönnum.
Rcntgenmyndir. Greiðsla fyrir röntgenmyndir
,g. hækkar úr Vz hluta í helming kostnaðar.
Sjúkradagpeningar og fæðingarstyrkur.
Þá skal vakin athygli á auglýsingu Trygginga-
stofnunar ríkisins í dag um tilfærslu á sjúkradag-
peningum og fæðingarstyrk. Sjúkradagpeningar
verða hér eftir greiddir af sjúkrasamlögunum (þó
ekki vegna veikinda fyrir áramót). Fæðingar-
styrkur Tryggingastofnunarinnar hækkar um 50%,
en jafnframt hætta samlögin að greiða styrk vegna
íæðinga, svo og legu í fæðingardeild fyrstu 9 dag-
ana við hverja fæðingu. Þegar lengri lega á fæð-
ingardeild er nauðsynleg, skal samlag hinsvegar
greiða það sem umfram er eins og hverja aðra
sjúkrahúsvist.
Sjúkrasamlag (teykjavíkur
Vantar stúlku
til afgreiðslustarfa í veit-
ingastofu. Vaktarskipti. —
Yngri stúlkur en 25—30
ára koma ekki til greina.
Hp.pl. i kvöld eftir kl. 7
að Laugavegi 19, miðhæð.
Munið ódýru
sokkabuxurnar,
allar stærSir
JS KÆRFAINADUH
karlmanaa
•g dreagja
fyrirliggjandi
LN. Muller •
Afgreiislustúlka
óskast í nýlenduvöruverzl-
un. — Uppl. eftir kl. 6 í
kvöld í
VERZLUNIN INGÓLFUR,
Grcttisgötu 86.
(Ekki í síma).
cepr.nu Edf.rKitfBurn.mha.lne—‘r*» »«•*. 0.1». rmtrOíf. I
[Dlstr. by Unitqfl Feature Byndicate. lnc.|
Tarzan og svertingjarnir biðu
milli vonar og ótta, en þá sneri
Tantór við. Hann rumdi ánægjulega
og rölti í hægðum sínum inn í skóg-
inn.
Svertingjarnir voru skjálfandi af
hræðslu og Hemu gekk til þeirra og
spurði: — Hvað gerum við þá?
Tarzan gnísti tönnum og sagði
ákveðinr.: — Við reynum aftur, en
villidýrinu verðum við að ná.