Vísir - 03.01.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 03.01.1957, Blaðsíða 1
47. árg. Fimmtudaginn 3. janúar 1957 1. tbl. Eisenhower skýrir á morgun till. sínar um nálæg Austurlönd. Te'ur s'g hafa gslda? ástæSu? tsl a5 æskja heímtldar tíl a5 senda lið þangað. Tiilötfunum illn teitið ru. Einsenhower Bandaríkjafor- ,seti ávarpar á morgun báðar deildir þjóðþingsins og gerir grein fyrir breyttri afstöðu sinni gagiivart nálægum Aust- ' urlöndum. í þessym tillögum er gert ráð fyrir efnahagslegri aðstoð við þessi lönd, þ. e. ýms Araba- ríki og Israel, úr sérstökum sjó&i, sem forsetinn hefur heimild til þess að veita fé úr, og í öðru lagi, að senda herlið til hvaða lands sem er á þessu heimssvæði, er þess óskar vegna yfirvofandi árásar frá kommúnistum. — Opinberlega hefur ekki verið sagt nákvæm- lega frá efni þessara tillagna, en það var látið síast út um þær fyrir nokkru, en því næst ræddi Dulles við Hammar- skjöld og forsetinn við þing- leiðtoga beggja flokka, re- publikana og demokrata. Fregnir í fyrradag hermdu, að demokratar, sem hafa þing- meirihluta í báðum deildum, væru uggandi um tillögur for- setans, einkanlega um heim- ildina til að senda herlið til þessa heimshluta, en á hinn bóginn talið, að þeir líti svo á, eins og almennt mun, að forset- inn telii sig hafa gildar ástæð- ur til að æskja slíkrar heim- ildar, — hann telji með öðrum orðum horfurnar mjög ískyggi- legar, en vænti þess, að ef þjóðir sem hafa kynnu oíbeldi í huga vissu, að Bandaríkjun- um yrði að mæta, ef þær héldu slíku til streitu, myndu þær ekki hætta á ol'beldisinnrás. Afstaða Israel og Arabaríkja. í Israel hefur tillögunum verið tekið með gagnrýni og í Arabaríkjunum, að Irak undanteknu, hamast menn gegn þeim, enda eru leiðtogar víðast hvar, i Egyptalandi, Sýrlandi og jafnvel víðar svo mjög undir áhrifavaldi Rússa, að þeir fordæma tillögurnar vegna þess, að tillögurnar miða að því að ónýta áform þeirra, en aðrir sem sjá hættuna af þeim og vita hversu mikil þörf- in er fyrir efnahagsaðstoð Bandaríkjanna, mega sín lítiis. Sýrlendingar og Egyptar eru ákafastir í að fordæma tillög- urnar og þykjast leiðtogar þar mæla fyrir munn allra Araba- þjóða. — Leiðtogar þessara tveggja þjóða brugga nú ráð um sýrlenzkt-egypzkt sam- bandsríki, og er athyglisvert, að í Sýrlandi hafa leiðtogar nýlýst yfir, að þeir muni aldrei viðurkenna yfii’ráð Gyðinga í Palestinu. Kemur hér enn fram hvert markið er: Að uppræta Israel og stofna til arabisks í'íkjasambands undir verndar- væng Ráðstjórnarríkjanna. Afstað'a Breta. Tillögur Eisenhowers eru mjög mikið ræddar í brezkum blöðum, sem leggja áherzlu á, að Bandaríkjamenn muni nú Mjélkárvirkjun og Reiðhjatia- virkjun lokið á þessu ári. Unnið fram á vetur að virkjunum á á Vestfjörðum. farnir að sjá, er þeirra er að fást við viðfangsefnin þar eystra, og þeir orðnir arftakar Bréta á vandamálunum, að tnálin verði ekki leyst nema með bví að kippa hart. i taum- inn. Dáily Mail segir, að er Eisenhower fari út á þá braut, sem íillögur hans bera vitni feii það í sér að minnsta kosti nokkra viðurkenningu á því, sem Eden sagði, að sá tími myndi koma, er menn áttuðu sig á, að ákvarðanirnar um aðgerðir i Egyptalandi hefðu verið nauðsynlegar og réttlætanlegar. í hvaða átt sem litið væri þar eystra mætti greina skuggann af Rússum. Bandai'íkjamenn hefðu verið seinir til að átta sig, en það gengi undan þeim við verk, er þeir væru komnir af stað, og ættu þeir r.ú að hafa hraðan á. Scotsman í Edinborg telur, að méð tillögum þessum sé Eisenhower að halda opinni smugu til aðgerða, ef Samein- uðu þjóðirnar reyndist þess ekki megnugar að sinna hlut- verki síhu þar evstra. oðanes fórst við Færeyjar í nótt. Tuttugu og þrem mönnum bjargað við erfiðar aðstæður. Togarinn Goðanes frá Neskaupstað fórst við Fœr- eyjar í nótt. 23 mönnum af skipinu var bjargað um ooro í færeysk skip og var björgun mannanna fokiíf ki. 6 30 í morgun. Skipið strandaði á fiúðum eða biindskerjum út af Skáiafirði, sem er á austurströnd Sandeyiar. Var togarinn að sækja 14 færeyska sjómenn, sem ráðnir voru á skipið í vetur. 24 manna áhöfn var á skipinu og er eins þeirra saknað. i Gert er ráð fyrir að Mjólkár- virkjuninni í Arnarfirði verði lokið seint á þessti ári. Frá þeirri 2500 kilowatta stöð sem nú er verið að reisa þar eiga Vest- firðir að fá rafmagn. Virkjun Mjólkár er einn þátt- urinn í rafvægingu Vestfjarða. Samtímis er unnið að Reiðhjalla virkjun í Bolungarvík, en frá henni er gert í'áð fyrir að íá 400 kilowött en íyrst um sinn verður þeirri raforku veitt til Bolungarvikur, sem er í tiltölu- legá örum vexti og þarfnast mikillar- raforku í sambandi við íiskíðnað og til notkunar í heimahúsum. Á síðasta sumri var unnið að báðum þessum virkjunum. Aðal- vei’ktaki við Mjólkui'árvirkjun- ina er E. Pilh og Son, en það er verkfræðifirma Langvads, er sá um Sogsvirkjunina. Við Mjólká var á síðastliðnu sumri sprengt. fyrir stífiu og unnið að bygg- ingu stöðvarhúss. Svipuðum áfanga hefir verið náð við bygg- ingu stöðvarinnar í Bolungai’vík ! en þar eru verktakar Ragnar Bárðai’son og Þói’ður Kristjáns- ! son. | Þá var einnig sl. sumar unnið I að virkjun Grímsár á Fljóts- ' dalshéraði. Sú stöð á að fram- i leiða 2500 kilowött eða svipað og Mjólkárstöðin. Vélar þessai'a stöðva verða frá Tékkoslovakíu. Stórhættu- legt ástand, segir Dulles Ðulles hefuv nú gert leið- togum beggja þingdeilda full grein fyrir tillögum försetans, sem miða að efna- hagslegri og hernaðarlegri aðstoð', ef með þarf, til verndar sjálfstæði þeirra. Að loknum fundi, senx Dulles sat með utanríkis- nefnd öldungadeildarinnar, var sagt, að hann hefði kom- ist har svo að orði, að stór- hættulegt ástand ríkti í ná- lægum Austurlöndum. Björn Pálsson flutti 109 sjúklinga s.l. ár. Björn Pálsson flugmaður flutti 109 sjúklinga, sem sóttir voru á 47 staði víðsvegar á landinu. Áður hafði hann flutt 392 sjúklinga svo alls hafa nú ver- ið fluttir 501 sjúklingur síðan Björn Pálsso'i hóf sjúkraflugið. í ár var flogið 208 klst. í sjúkraflugi eða samtals 46 þús. kílómetrar og hefur þetta sjúkraflug reynzt ómetanlegt fyrir dreifbýlið. Það var um kl. 9 í gærkvöldi að skipið kenndi grunns á blindskerjunum og sendi það þá út neyðarskeyti. Talsvei'ður sjór var og vindur af suðaustri en frostlaust veður. Jslendingur um borð í Ilróki. Strax og neyðarskeytin höfóu verið send út, dreif að fjölda skipa af ýmsum gerðum, en björgunaraðstaða mun hafa verið slæm, því að ekki tókst að komast nærri skipinu. Tog- arinn Austfirðingur, sem þar var nærstaddur, hafði stöðugt loftskeytasamband við Goða- nes og sömuleiðis færeyska skútan eða báturinn Hrókur, en um borð í honum var ís- lenzkur maður, Gunnar Axels- son að nafni, sern talaði í loft- skeytastöð Hróks. Björgunartæki úr þýzkum togurum. Færeysku skipin, sem fyrst komu á vetcvang, höfðu engin björgunartæki meðferðis, en björgunartæki voru fengin að láni í tveimur þýzkum togur- um, sem lágu í Skálafirði. — Björgunartækin voru tveir björgunarstólar og línubyssa. Kl. 2 var byrjað að skjóta raket.tum með línu yfir í Goða- nes, en illa gekk og náðist ekki til skipsins með þeim rakett- um, sem komið var með, og sækja þurfti fleiri rakettur í land, en það mun hafa verið stutt leið. Sex stunda hið. Um kl. fjögur virðist hafa j verið búið að hafa samband! vúð skipið þvi kl. rúmlega fjögur var búið að bjarga þremur mönnum yfir í fær- eysku skipin. Eftir það virðist björgunin hafa gengið vel, því kl. 5,50 er búið að bjarga 15 mönnum. Skipið mun þá hafa tekið að liðast mjög á skerinu og bráð hætta á að það sykki þá og þegar, því Goðanes biður þá um að björguninni sé hraðað, sem hægt er, og biður um að hafa trillur tilbúnar. Eftir það er þrem mönnum bjargað á lín- unni en kl. 6,30 brotnar skipiS og sekkur og var fimm mönn- um bjargað úr sjónum. Voru mennirnir teknir um borð í Vesterhavet blida og síðan fluttir um borð í Hrók og Thorshavn. Svo lítur út sem hin stærri skip hafi ekki getað komist mjög nærri Goðanesinu; á strandstaðnum og Vestur- havet blida, sem mun vera lítill bátur hafi kömist næst því. Goðanes var eign Bæjarút- gerðar Neskaupstaðar. Skipið var byggt 1948. Skipstjórinn var Pétur Sigurðsson frá Norðfirði. Goðanes var annar- af tngurum Bæjarútgerðar Neskaupstaðar. Hinn var Egill raúði, sem strandaði undir Gi'ænuhlíð í fyi'ravetur. Síðustu fregnir frá Færeyj- um herma, að skipbrotsmenn- irnir af Goðanesinu hafi komiff til Þórshafnar kl. 10 i morgun. Með þeirri fregn var einnig' staðfest, að það hafi verið skip- stjórinn, Pétur Hafsteinn Sig- urðsson, sem drukknaði. Páiuir var 24 ára gamall. Hæsta afla- sala í 4 ár. Tveir togarar liafa selt ís- fiskafla erlendis. Báðir seldu í morgun og eru þetta fyrstu ís- fisksölur ársins. Svalbakur seldi í Cuxhaven, V.-Þ., 237. lestir fyrir 111,000 mörk, en Marz í Gríms- by, 4078 kit ( um 260 smál.) fyrir 15.276 stpd. Er það hæsta sala íslenzks togara i Bretlandi síðan í janúar 1952, er Elliði seldi fyrir 16.019 stpd. Dæmi eru til þess, að enn. hærra verð hafi fengist fyrir togarafarm af isfiski. Þannig seldi Neptúnus í jan 1951 fyrir 16.478 stpd. ' ^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.