Alþýðublaðið - 25.05.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.05.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Alþbl. kostar I kr. á mánuði. þó sennilega korna fyrir fleiri sjúkdómstilfelli en hjer á landi. Þessu þarf að breyta, enda er með reglugerð þeirri, sem hjer er um að ræða fengin staðfesting land- læknis á þvf, sem flestir bannmenn hjeldu fram, að læknar myndu ekki allir færir um að hafa með höndum þetta leyfi sitt. Þá ætti næsta krafa vor að vera sú, að það yrði engu rýmra, en á sjer stað í Bandaríkjunum. Þó svo, að áfengissjúkum ná- ungum sje nú gert talsvert erfiðara fyrir með útvegun á áfengi, er samt enn hægt að afla sjer þess, ekki hvað síst hjer í bænum. Ennþá þrífst hér í skúmaskotum algerlega ólögleg áfengisverzlun. Reyndar er ekki eins mikið um hana einsog andbanningar halda fram, því þeir kysu víst helzt, að alt sykki í lagaleysi og brotum og reyna að bera íslenzku þjóð- inni eins illa söguna og þeir geta (t. d. Vilhjálmur Finsen ritstjóri), en þeirra er skömmin fyrir það. Gangi maður seint á kveldi um Aðalstræti má oft sjá drukkna menn flækjast fyrir neðan Fiích- erssund. Þar býr maður, sem Björn heitir Halldórsson. Hann er kom- inn vestan frá ísafirði til að stunda áfengissölu. Ekki hefir honum þótt gerlegt, að hafa dót sitt við víð farna götu, svo hann hefir valið sér einhvern myrkasta krókinn í bænum til þess og mætti um það hafa gamla málsháttinn »hæfir skel kjafti*. Annar fuglinn engu betri hefst við uppi í holtum. Hann heitir Niels Petersen og mun vera danskur að uppruna. Þessir menn eru báðir undir dómi, en fleiri mætti þó nefna, svo al- menningur kyntist betur sem flest- um þeirra og gæti sýnt þeim verð- uga fyrirlitningu, en betra er að taka þá seinna, en munum nú ali- ir ísfirðinginn Björn Halldórsson og Danann Niels Petersen. Þeir og fjelagar þeirra vinna að því þarfaverki, að grafa undan virð- ingu manna fyrir landslögum. Helzt ættu þeir að verða landrækir og alt þeirra hyski. H. S.-O. Dm daginn og veginn. Stórhættulegt getur það verið bæði gangandi fólki og drengjum þeim, sem iðkað hafa það undan- farandi kvöld, að safnast saman á hjólhestum og hjóla i langri halarófu um götur bæjarins. Auk hættunnar, sem af þessu stafar, tefur þetta alla umferð og gerir vegfarendum óþægindi. Enda þótt drengjunum þyki skemtun að þessu, þá má það ekki líðast, og má furðu gegna að lögreglan tók hér ekki strax í taumana. Heimspekisprófi luku þessir stúdentar á laugardaginn: Ari Jónsson .... II. eink. betri Davíð Stefánsson .11 — — Ingólfur Jónsson. . II. — Ingólfur Þorvaldsson . . ág. eink. Jón Steingrímsson . . . J, Páll Magnússon Theódór B. Líndal . . . . I — Þorvarður G. Þormar . . I. — Þórhallur Sæmundsson . . I. — Símritaraprófi hafa þessir menn lokið nýlega: Árni Kristjánsson, Patreksf., Benedikt Sigtryggsson, Skagafjs., Daníel Jóhannsson; Hvs., Guðmundur Sigmundsson, Seyðisf., Magnús Richardsson, Rvfk, Sig. Jónasson, Seyðisf, Þórir Tryggva- son, Seyðisf. Ungfrú Ingibjörg óialsson var send í apríl til Berlfn, á veg- um K. F. U K., til að rannsaka hvort þörf væri á að Danir sendu löndum sfnum þar matvæli. Ungfrú Ólafsson er framkvæmdastjóri K. F. U. K í Danmörku. Hún fór héðan af landi burt fyrir ca. 9 árum. Ásamt séra Th. Tomasson er hún ritstjóri blaðs þess, sem dansk- íslenzka kirkjufélagið gefur út. Fiskiskipin. Um hátíðina komu þessir togarar inn: Luneta með 70 föt lifrar, eftir skamma útivist, Valpole, með 93 föt, og Vínland með 84 föt. Fiskuðu allir fyrir austan. Ari kom í morgun úr fyrstu ferð með 70 föt. 2 timburfarmar. Erika, skon- norta, kom nú um helgina með timburfarm til Völundar, sömuleið- is skonnortan Alda til Fredriksens. Yeðrið í dag. Reykjavík .... logn, hiti 6,1. Isafjörður .... logn, hiti 5-7- Akureyri .... logn, hiti 3.5- Seyðistjörður . . N, hiti 0.2. Grfmsstaðir . . . sv, hiti 50. Vestm.eyjar . . . SSA, hiti 7.4. Þórsh., Færeyjar A, hiti 5.5- Stóru stafirnir merkja áttina. -r- þýðir frost. Loftvog há, hæst norðaustur af Færeyjum og hætt að stíga; byrj- andi suðvestlæg átt. Gjöldum til félagsins er veitt móttaka á afgr. Alþbl. (í Alþýðu- húsinu við Ingólístræti). — Fyrri gjalddagi var 14. maí. —JLög fél. eru einnig afhent þar. Gjaldkerinn. þeir sem vilja fá vel og ódýrt gert við Prímusa koma til Guðna Þorsteinssonar Miðstr. 3 Þar eru einnig lakkhúðaðir og málaðir Barnavagnar og margt fl. Verzlunin .Hlíf" á Hverfisgötu 56 A selur: Hveiti, Haframjöl, Sagogrjón, Bygggrjón, Kartöflu- mjöl, Hænsnabygg, Mais heilan og Baunir. Kæfu, Tólg, Steikar- feiti og ísl. Margarine. Rúsínur, Sveskjur, Gráfíkjur og Kúrenur. Sæta saft, innlenda og útlenda, Soyju, Matarlit, Fisksósu og Edik. Niðursoðna ávexti, Kjöt, Fiska- bollur, Lax og Síld. Kaffi Export og Sykur. Suðuspiritus og stcinolíu o. m. fl. Spyrjið um verðið! Heynið vörugeðinl Plæg-ing1. Að tilhlutun Búnaðarsambands- ins plægir Kristófer Grímsson Laufásveg 15 hjá þeim, er þess kynnu að óska, í Reykjavík og grend. Þeir sem vilja sinna þvl boði, tali við hann, sem fyrst. Búnaflarsamband Kjalarnesþings.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.