Vísir - 11.01.1957, Blaðsíða 10
10 itt
vísm
Föstudaginn 1J. janúar 1957,
■ ■■■
■ ■■■
EÐISOftl MARSHALL:
I Víkittftirím
20
lliaiBIBBBIIIBIBB9BBIBIBÍBIBBIIIIIBB
það, þótt hann leyfi það. Kitti hélt áfram að hlæja. — Hvað er
hlægilegt við þetta, gula kona? Heldurðu, að ég sé fífl?
Á þessari stundu held ég, að þú sért það, en ég vildi ekki,
að þú værir alltof vitur. Og mikil vizka er eitur fyrir sálina,
sem hún getur dáið af.
— Gæti ekki Egbert látið sem hann ætlaði að senda okkur
í eitthvert annað ferðalag, en við síðan látið sem við' drykkjum
okkur fulla og stolið stúlkunni.
— Hver ætti að gera það? Guðröður! Eða Hrólfur? Enginn
mundi fást til þess, því að sá, sem það gerði, gæti ekki komið
hingað aftur. í>ú yrðir því að semja við hina kristnu þræla
Ragnars. En þeir eru svínahirðir og akuryrkjuþrælar og kunna
ekki að fara með ár í ofviðri.
—< Þeir geta lært það, en það tekur tíma. Þú kemur mér til
að blygðast mín fyrir heimsókn mína, Kitti.
— Sterk löngun og mikil ástríða hafa þurrkað burt skyn-
semi þína.
— Ég mun vinna að þessu einsamall og í myrkrinu. Ég mun
fara með hana út í skóginn og gefa henni villibráð að borða
og kofa til að búa í, þangað til faðir hennar getur sent eftir
henni — eða unnusti hennar — konungurinn af Norðimbra-
iandi.
Heldurðu, að hún borði hrátt kjöt- Og hvað um reykinn af
eldinum? Þú getur falið hana einn dag, eina viku, eða ef til vill
— Ég mundi ekki vilja, að hún sæi okkur.
Þið tvö munuð bráðum skilja, hvort sem það verður í lífi
•eða dauða, hélt Kitti áfram. — Hvers vegna viltu þá ekki alveg
eins skiljast við mál hennar nú og sigra og lifa?
— Sigra hvað?
— Gula andlitið varð grátt og hún leit niður.
— Ég átti við það, sonur sæll* að þú gætir unnið þér mikið
gull, rautt og fallegt gull og frægð, sem er betri en vínið rauða.
Hún gekk til mín dró upp skyrtuna mína og tók í lófann
það, sem ég kallaði verndargrip minn. Ég bar hann í snúru úr
hreindýraskinni um hálsinn. Það var glóandi skjöldur, sem
mér hafði einu sinni fundist mjög dýrmætur. Það var gat gegn-
um hann miðjan. Skjöldur þessi var úr gullsteindu kvarzi.
— Þú horfir oft á þennan stein, Kitti, en þú segir aldrei
neitt.
— Ég sagði þér að þessi steinn hefði verið um hálsinn á þér,
þegar ég afklæddi þig fyrst. Mér fannst þetta þung byrði á
svo litlu brjósti. Hvað fleira að segja?
— Hvernig ræðurðu það gula kona?
— Ekkert merkilegt. Ef það er búið til á því skyni að hafa
það á brjóstinu, hlýtur'það að hafa komið frá einhverju fjar-
lægu landi.
— Þú minnist ekki á það, þegar þú reyndir að sannfæra Eg-
bert um að ég væri af háum stigum.
— Ég skal segja þér sannleikann, fyrst teningunum er kastað
eins og þú segir. — Það er ekkert gull í þessum steini aðeins
ódýrt efni, sem lítur út eins og gull. Lítill siliurhringur er
meira virði. Ég trúi því ekki að að aðalborin kona mundi
hengja þetta um hálsinn á barni sínu til minningar.
— Því þá ekki að fleygja því burt.
' — Vegna þess að ég get vel trúað því að fátæk kona mundi
hengja þetta þarna, sem það bezta sem hún ætti í skartgripa-
skrýni. sínu.
— Þegnarnir munu ekki allir taka þátt í leitinni. Ég trúi
i því ekki, að þeir séu allir svona vondir.
— Þeir þekkja ekki greinarmun góðs og ilJs. Þeir mundu
líta á það á sama hátt og héraveiðar. Skógarnir mundu berg-
I mála af hlátri þeirra.
— Það gæti ég ekki þolað. Ég mundi heldur drepa mig en
! þola slíka skömm. Og þar að ég mundi ekki geta sgilið hana
eftir, yrði ég að drepa hana líka.
Kitti sló mig tvö högg í andlitið.
— Iiættu þessum draumórum, sagðd hún.
Hugur minn hafði ekki flogið lengra en það að hann var þegar
í stað heima á ný.
— Báturin liggur bak við bryggjuna, sagði ég. — Og eng-
inn hirðir um hann nema skógarhöggsmenn og akuryrkju-
þrælar. Og ég minntist þess að eitt sinn hafði ég verið í hópi
hinna síðarnefndu.
— Já, og hann er enn þá stöðugur og sterkur, sagði Kitti.
Ég var vanur að kalla, bátinn leikfang Óðins. Mér fannst
hann leika sér að honum, eins og konungur sem leikur sér að
kettlingi. Báturinn var léttur í vöfum og dansaði á öldunni, en
. stöðugur um leið. Það var óhætt að leggja hann í sjó einu
( sinni enn, þar sem siglt væri á nóttunni en legið í vari á dag-
inn.
— Þetta var góður veiðibátur, sagði Kitti. — Með því að
fella seglin, var hægt að fela hann undir lágum höfða og veiða
gæsirnar á ströndinni.
— Þetta er sexæringur og séu ræðararnir sterkir, er hægt að
róa honum í þungum sjó. Ef við værum fjórir, gætum við
siglt honum, þegar byr væri, róið honum í logni og lagt honum
við akkeri í ofviðri, ef við leitum þá ekki hafnar. En við erum
aðeins tvö.
— Berta er stór og karlmannsígildi. Þá erum við þrjú.
— Og ég á frænda, sem er nýJ/iminn hingað með æðardún,
sem hann ætlar að selja. Hann heitir Kuola. Hann er sterkur,
maður og elskar ævintýri meira en konur. Þá erum við fjögur.
Mig langar til að spyrja einnar spurningar og eftir nokkra
umhugsun lét ég hana flakka.
— Kitti! Heldurðu að við verðum öll komin til Heljar fyrir
Jónsmessu?
— Það getur vel vérið, að þú og Kuola og ég verðúm komin
þangað. En ef prinsessan deyr, fer hún til himins, og enginn
efi er á því að Bertha fer með henni. Kristnir menn segja að
það sé góður staður. Það mundi ekki gleðja hana að horfa niður
til okkai- og þess vegna munu varðenglar hennar sjá svo um,
að hún horfi ekki niður.
6.
— Hvar eigum við að fá ábreiður, til að sveipa um okkur,
þegar kalt er á nóttunni? spurði ég.
— Menn mínir munu hafa hreindýrafeldi, sem eru léttir,
en hlýir eins og bjarndýrafeldir. Ég get útvegað nóg af þeim.
— Við tökum aðeins eina vatnstunnu með okkur og fyllum
hana úr lækjum á ströndinni. Við tökum með okkur tvo potta
til að elda í, annan til vara, ef hinn skyldi lirökkva útbyrðis, og
dálitlar birgðir af kolum, sem Kuola gæti útvegað. í kvöld
ætla ég að brjótast til að útvega Egbert feitar gæsir. Á morg-
un getum við svo farið í bátnum út með ströndinni. Þar get,
ég vafalaust veitt elgsdýr og sennilega eitt eða tvö dádýr.
Þegar búið er að skera kjötið í bita, má dýfa bitunum í sjó-
inn og steikja það síðan yfir eldi. Auk þess get ég veitt fugl og
fisk. Því næst þagnaði ég, því að ég sá svita á enninu á Kitti.
— Berðurinn er harðúr, sjórinn ókyrr og stormurinn níst-
andi. Hún hefur viðkvæma húð, þessi stúlka, og þó að kristn-
um mönnum sé tamt að horfa til himins, eru þeir ekkert að
flýta sér að deyja; Það getur verið, ef Hasting fær að halda
henni að hann verði fyrir vonbrigðum með hana.
— Hvað áttu við Kitti? Hún er mjög falleg--------
— Það getur skeð að hann verði fljótari að temja hana, en
honum þykir gaman að? Hann er ekki fagur álitum nú orðið,
en i myrkrinu eru allir kettir eins á lit.
*
Danskir vísindamenn hafa
uppgötvað óvenju sólríkt lands-
svæði við svokallaðan Börn-
lundsfjörð á Norður-Græn-
lan.di Þar mældust 2230 sól-
skinsstundir á tímabilinu frá
því í apríl og þar til í septem-
ber.
Til samanburðar má geta
þess, að meðal sólskinsstunda-
fjöldi yfir sama tímabil í Ham-
borg er ekki nema 1051 klukku-
stund. Ársregnið á þessu sama
svæði í Grænlandi er aðeins
125 mm., en það svarar til eins
mánaðar úrkomu í Hamborg.
Meðal árshitinn þar nyrðra er
— 4 gráður.
★
Pablo Casals, cellóleikarinn
heimsfrægi, sór þess dýran eið
í lok styrjaldarinnar, að hann
skyldi ekki snerta hljóðfæri
sitt, fyrr en Franco hefði verið
steypt af stóli í föðurlandi hans,
Spáni. Fyrir nokkru varð hann
80 ára og var m. a. haidið upp
á afmælið með því, að Casals
stjórnaði 100 manna hljómsveit
í Sorbonne í París. í lok hljom-
leikanna greip gamli maðurinn
cello og lék nokkur spænsk
þjóðlög. Er sagt, að þá hafi við-
staddir blaðamenn hlaupið til
að forvitnast til að athuga, nvort
Franco væri fallinn!
*
Gömul höll í Forli á Ítalíu
er til sölu. Höll þessa gáfu
Forli-búar Mússólíni í „gamla
daga“ og vill ekkja hans nú
selja griyinn. Er haft fyrir satt,
að bölvun hvíli á höllinni. Með-
al fylgifjár hallarinnar eru tvö
ljónabúr, en íbúar þeirra eru
nú tvær kanínúr.
*
I Rivoli-baðstöðinin í Lon-
dno hefir verið tekinn upp
sjálfvirkur útbúnaður í sam-
bandi við kerlaugar, þannig að
hægt er að hleypa vatninu úr
baðkerinu að ákveðnum tíma
liðnum. Þessi nýung var tekin
upp eftir að sýnt þótti að marg-
ir baðgestanna, einkum kven-
fólk, gleymdi sér við blaða- og
bókalestur í baðinu og dvaldi
þar óhóflega lengi. Þetta tiltæki
gerði baðvörðunum mjög erfitt
um vik, ekki sízt fyrir helgar
þegar aðsókn var mikil og
margir sem biðu.
c — TARZAN — 2263
Sigurgleði svertingjanna snerist í sem tíndi staurana burtu eins og Tantor renndi sér á girðinguna, sem voru innikróaðir í árfarveginum og
ótta þegar þeir, sáu aðfarir Tantors, þeir væru eldspýtur. fór í spón og það kaldhæðnislega var, flýðu sem fætur toguðu undan óðum
Og nú var ekkert til fyrirstöðu og að nú voru það svertingjarnir, sem fílnum.