Vísir - 26.01.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 26.01.1957, Blaðsíða 5
Laugardaginn 26. janúar‘1957. vfsm Leikfélag Hafnarfjarðar:« „Svefnlausí bníftguminn", eftir Arnold og Bach. Mestan tJiariie. — Gallinn á ykkur, sem skrifið sakamálasögur, tók Higgs lögreglufulltrúi til máls, er sá að þið gerið atburðdna of flókna. Þú veizt hvað eg á við. — Nei, hvað áttu við með því? Higgs lögreglufulltrúi, rétli vel úr fótunum og fékk sér vænan sopa af sheyrrinu, sem eg hafði hellt í glasið fyrir hann. — Jæja, þá verð eg að skýra það nánar. En í sögum ykkar er það venjuiega glæpamaður, sem búinn er að leggja niður fyrir sér nákvæmlega úthugs- aða ráðgerð, sem alls ekki á að pregðast og venjulega þarf enn þá útsjónasamari og hugvits- samari leynilögreglumann til þess að koma upp um hann. Eg skal segja þér að langoftast er ekki um slunginn glæpamann að ræða, heldur er það bara einhver vandræðamaður. sem fremur glæp í örvæntingaræði og algerlega,. án þess að hafa beinlínis búið til fyrirfram ein- hverja pottþétta ráðagerð og það er oftar undir hendingu komið að það kemst upp um hann og honum er náð. Þessi hringur minnir mig á slíkt atvik, sagði lögreglufull- trúinn hugsi og sneri gullhring á fingri sér. Hringurinn er úr skart- gripasafni auðugrar gamallar ekkju. Hún hét frú Vacyn og lifði ríkmannlega. Hún átti stóreignir hér í borginni og stórt sveitasetur, og hélt hóp af tryggum þjónum og meðal þeirra var einkabílstjóri henn- ar Saunders. Það var á októberkvöldi fyrir mörgum árum að Saunders ók frú Vacyn í dýra stóra króm- aða bílnum, sem klæddur var kálfskinni að innan. frá sveita- setrinu til einhvers annars stór- hýsis hennar í borginni. Hún sat í aftursætinu og í Ícjöltu sér hafði hún skart- gripaskrinið sitt. Allt í einu birtist maður í Ijósgeislanum frá bílnum, sem lýsti upp skuggalegan þjóðveg- inn. Maðurinn hreyfði sig ekki þótt bíllinn nálgaðist hann með miklum hraða, en svo hægði híllinn ferðina og stöðvaðist fyrir framan manninn á vegin- um og sá sem á veginum stóð tók eftir því að bílstjórinn og frú Vacyn skiptust á n'okkrum orðum. — Hvað er það? Vill mað- urinn fá að sitja í bílnum? —- Já, en það er aldrei við- höfð nóg að gætni. Frú Vacyn skrúfaði niður bílrúðuna og kallaði út í myrkrið. Maðurinn kom upp að bílnum. — Eg er á leiðinni til Man- chester, frú. En eg get fengið að gista í Ludham. Eg er að fata til: Manchester í atvinnu- . leit. I — Komið inn í bílinn, sagði frú Vacyn. — Við förum ekki í gegnum Ludham, muldraði bílstjórinn. — Við getum stanzað við vegamótin fyrir utan bæinn, sagði frú Vacyn all hörkulega. Hann getur gengið þaðan til bæjarins og gerið eins og eg skipa yður. Þá var kl. 23.10. Tíu mínútum eftir miðnætti kom lögregluþjónn hjólandi eftir þjóðveginum skammt frá vegamótunum frá Ludham. -—• Kom hann þá auga á stóra bifreið, serh stóð kyrr á vegin- um, en þótt bifreiðin væri kyrr var hún með fullúm ljósum. Hann var næstum kominn að bifreiðinni þegar hann heyrði hrópað, hinum megin við veg- inn: — Hjálp! Hjálp! Það var karlsmannsrödd. Lögregluþjónninn brá skjótt við. Á botninum á 10 metra djúpri gryfju fann lögreglu- þjónninn Saunders, marinn og blóðugan og hinn skrautlegi einkennisbúningur hans hékk í tætlum utan á honum. Lögregluþjónninn hálf dró og hálf bar hinn slasaða bíl- stjóra upp úr gryfjunni og upp á veginn. Þegar þangað var komið var Saundtrs búinn að jafna sig og gat hann gengið óstuddur með lögregluþjónin- um yfir að bílnum. Frú Vacyn lá dauð við veg- arbrúnina. Gimsteir.askríni hennar var horfið með skartgripum, sem metnir voru á nokkrar milljón- ir króna. Og hér sagði Higgs lögreglu- fulltrúi, yfirgefum við stað- reyndirnar og snúum okkur að lyginni. En hvor var það sem laug? Vitnisburður Sanders: Þegar þau voru komin að vegamótunum við Ludham hafði maðurinn, sem hirtur var upp af vegnum og sat fram í við hliðina á bílstjóranum, sagt að hann ætlaði að sitja í nokkr- um kilometrum lengra og stytta sér leið yfir heiðina til Ludham. Á dimmum og eyðilegum stað á veginum hafði hann aJlt í einu sagt: — Hér fer ég út. Saunders stanzaði og maður- inn fór út úr bílnum. Hann sneri frá bílnum án þess svo mikið sem að þakka fyrir sig. Því reiddist Saunders og kall- aði til hans: — Ætarðu ekki að þakka fyrir þig, dóninn þinn. Maðurinn tók upp stein og kastaði, en hitti Saunders ekki og steinninn flaug rétt fram hjá bílnum. Saunders stökk þá út og á eftir manninum, sem þegar sneri á móti honum. — Meira mundi Saunders ekki, fyrr en hann raknaði úr rot- Framhald á 6. síðu. Friðleifur Guðmundsson (Dobberman), Þóra Borg (frú Dobb- erman) og Sigurður Kristinsson (Reiling). Eiríkur Jóhanness. (Benneigekeit) og Nína Sveinsdóttir (Mary) Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi í fyrrakvöld Svefn- lausa brúðgumann, gamanleik í þrem þáttum eftir Arnold og Bach. Þá félaga, Arnold og Bach, þarf ekki að kynna hér því að ekki færri en átta leikrit eftir þá hafa verið sýnd hér á landi og hafa þeir stytt mörgum manni kvöidstund sem annars hefði ef til vill orðið löng. Arnold og Bach voru þýzkiv Gyðingar og eru nú báðir látn- j ir. Þeir skrifuðu gamanleiki svo tugum skipti, og nutu þeir j mikilla vinsælda. Einkenni, þeirra sem leikritahöfunda voru hnittin orðsvör og skemmtiieg j flækja. Hvort tveggja nýtur sín mjög vel í Svefnlausa brúð- gumanum. Djúp speki er ekki í leikritum þeirra, enda sá ekki tilgangurinn, heldur hitt að vekja hlátur. Leikendur voru flestir Hafn- firðingar, en leikstjóri og einn aðalleikarinn fenginn að láni frá Þjóðeikhúsinu. Emil Dobberman, kornvöru- 1 og sæt.fóðursheildsala, leikur FriSIeifur Guðinimdsson og er hann hinn-skemmtilegasti skop- leikari. Taktar hans voru frem- ur góðir fyrir þessa manngerð og framsögn hans allgóð. Idu konu hans leikur Þóra Borg og er leikur hennar aðsópsmikill og öruggur. Dætuf þeirra. Edith og Franze, leika Margret Mavnús- j dóttir og Sólvcig Jcbannsdóttir, j báðar snoturlega. on ekki mikið fram yfir það. Klaus Reiling, tilvonandi tengdason sætfóð- ursalans, leikur Sigurður Krist- ins mjög þokkalega. Nafnper- sónu leiksins. hinn svefnlausa brúðguma, leikur Sverrir Guð- mundsson. Þetta er vandræða- hlutverk, sem Sverrir skilaði þó feftir öllum vonum. En Eyjalín Gísladóttir í hlutverki dans- meyjarinnar Elli Ornelli var á- gæt og var leikur henar ef til vill jafnbezti leikur kvöldsins. Hún er kvik á sviði og hefir prýðilega framsögn. Vafalaust er þar á ferð efni í leikkonu. Langmest af skrípaskopi leiksins hvíldi á herðum Nínu Sveinsdóttur og Eiríks .Tóhann- essonar. Nína er orðinn þaul- vön í slíkum hlutverkum sem þessu enda fataðist henni hvergi. Eiríkur hefur mikla selvkomik enda vakti leikur hans einna mesta kátinu. Þó hefur hann sviðtakta, sem ég kann ekki almennilega við. Að lokum má nefna Kristínu Jó- hannsdóttur. sem lék þjónustu- stúlku prýðisvel. Leikstjórn Klemenzar Jóns- sonar virðist hafa farið honum mjög vel úr hendi og þýðing Sverris Haraldssonar er bráð- skemmtileg, þrátt fyrir smá- hnökra. Leikhúsgestir skemmtu sér konunglega. Þetta er bezta leiksýning, sem eg hef séð.í Hafnarfirði. K. ísf. © Útflutningur frá Vestur- Þýzkalandi tii Bandaríkj- anna 1956 nam næstum 500 milljónum dollara og bafði aukist um %. Horfur eru góðar á þessu ári, en annars sjást bess merki, að aukning iðnaðarfram- leiðslunnar sem var mjög hröð eftir styrjöldina, sé að verða mun hægari og í sumum greinum hefur framleiðslan minnkað. FARÞEGIIMIM, eitir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.