Vísir - 06.04.1957, Qupperneq 7
Laugardaginn 6. apríl 1957
íTír^'ŒMi
VISER
E3
• •
• •
• •
á
• •
ANBNEMABNIR
• •
EFTIR
RUTH MOORE
• •
• •
• •
* •
17
• •
• •
Æðið virtist allt í einu renna af Edda og hann sagði:
— Þú ert allra skynsamlegasti náungi.
Eddi varð allt í einu þögull og rólegur, að því er Natti hélt.
En hann vissi ekki, hvað Eddi gat verið hraðhentur. Hann
seildist allt í einu eftir leirkrukkunni, sem stóð við rúmið og
vatnið stóð í, og kastaði henni af alefli. Krukkan lenti í dyra-
stafnum og fór þar í þúsund mola, en vatnið skvettist á Edda 1
og eitt brotið skar hann ofurlítið.
Hann ætlaði að fleygja henni í höfuðið á mésr, hugsaði Natti.
Jæja, þá er það búið. Og hann sneri sér við, fór út úr herberg-
inu og lokaði hurðinni.
Elísabet sat teinrétt í vagninum og ók þessa tiu kílómetra
vegarlengd til Boston.
Vindur hafði snúist í norðvestur með morgninum og veður
var hið fegursta.
En það verður ekki lengi, hugsaði Elísabet. Það mun hvessa
með kvöldinu og ég mun varla ná heim, áður en fer að rigna.
En henni var ljóst, að hún yrði ekki komin heim áður en
regnið skylli á, því að vegurinn vai' allur aurborínn og gömlu
hryssunni reyndist örðugt að draga vagninn. Hún mátti telja
sig heppna ef hún ætti að ná til Boston fyrir nón, Svo mundi
það taka hana tíma að leita uppi þennan Ringgold. Það voru
því ailar likur til þess, að hún yrði að gista um nóttina hjá
Annamaríu Bussey frænku og það mundi svo sem ekki væsa
um hana þar. Hún og Annamaría Bussey höfðu verið aldar upp
saman.
Það var ágætis veður og vegurinn var að þorna í vindinum.
Skýin hrönnuðust upp á himninum, grá og gul. og fóru með
liraða um himinhvolfið, eins og þau stefndu að ákveðnu marki.
Lækirnir busluðu og sólin skein á nýútsprengin blöðin. En hve
þurrkurinn er mikill í dag, hugsaði hún.
i
Bara að hún hefði getað verið heima í dag til að hengja út (
þvottinn. Það var mikill þvottur, því að Eddi hafði komið i
með mikið af óhreinum fatnaði. í aprílmánuði varð að nota
hvern dag, sem veður var heppilegt, til þvotta.
Hún hefði viljað gefa mikið til þess að vera heima nú í eld-
húsinu við þvott.
Það voru strangar venjur í húsi Elísabetar og reglusemi á
öllu þar. Húsið var allt, sem hún átti. Hún hafði gert það að
virki gegn leiðindum og þar fékk viljakraftur hennar útrás og 1
athafnaþrek.
í fyrstu hafði hún haft mikinn áhuga á braskinu í Boston,
þegar þeir voru þar saman bræðumir, Jóel og Charles. Hún S
kom oft með uppástungur viðvíkjandi kaupsýslunni, sem þeir |
að vísu hlustuðu á, en fóru aldrei eftir. En eftir á kom alltaf í
Ijós, að hún hafði haft á réttu að standa.
Þá sneri Elísabet sér að heimilinu. Þar var hún einráð. Þetta
var eftir að þeir bræðurnir fóru á hausinn með vöruhúsið, Hún
hafði sjaldan farið að heiman, nema þegar hún fór með Jóel
til vöruhússins í Boston. Þangað var hún að fara núna. Hún
hafði aldrei séð Frank eða Michael Carnavon, sem áttu vöru-
húsið nú, enda þótt Jóel hefði komið til þeirra. Og ef skipstjóri
að nafni Ringgold hafði komið nýlega tii Boston með skip sitt
og affermt þar, þá hlutu þeir að vita, hvar það var, Carnavon-
bræðurnir. Þeir gátu sa.gt henni, hvar hægt væri að. finna
þennan Ringgold, ef haim væri enn í Boston og þá gæti hún
skilað honum peningunum og farið hehn með góða samvizku.
Karlmenn vei'ða aldrei fullorðnir, hugsaði hún. Þeir voru
alltaf litlir drengir. Og enginn, nema afi, faðir Jóels, hafði
nokkru sinni haft hugmynd um, hvað var rétt eða rangt.
Svo var um Edda — og hafði alltaf verið.
Hún gat ráðið við stúlkurnar og Natta. En það hafði stund-
um verið erfitt að ráða við Jóel. Það var stutidum erfitt að
hugsa til þess, að Jóel skyldi vera farinn. Á heimilinu hafði
hún alltaf getað stjórnað honum. En Edda hafði hún aldnei
ráðið við.
Það fékk mjög á hana að sjá hann svona illa farinn. Hann
hafði verið laglegt og hraust barn og mjög fjörrnikill og alltaf
að finna upp á einhverju. Hún minntist þeirra daga,. þegar
hann var svo lítill, að hún gat sett hann á kné sér og reynt að
koma einhverri skynsemisglóru inn í koilinn á honum. Ekki
svo að skilja, að hún hefði nokkurntíma refsað honum, þegar
hann verðskuldaði það ekki. Eddi hafði aldrei fengið refsingu,.
sem hann verðskuldaði ekki og refsingar höfðu ákaflega bæt-,
andi áhrif á hann. í tvo daga á eftir var harrn eins og ljós, en
svo skall óveðrið á aftur. j
Hann ætti að fá duglega hýðingu núna, hugsaði Elísabet. i
Eins og á stóð datt henni ekkert annað í hug. Þetta tvennt
var órjúfanlega tengt saman í huga heimar: slæm börn og
hýðingar. Hýðingar höfðu alltaf dugað. Og ef þær dugðu ekki
nú, var það einungis vegna þess, að það var ekki hægt að taka I
fullorðinn mann, eins og Eddi var nú orðinn, og leggia hann
yfir hné sér og flengja hann. Hins vegar var hægt að sjá um,
að réttlætinu væri fullnægt á þann hátt að bæta ranglætið.
Refsing Edda yrði þá í því fólgin, að hann missti þá peninga,
sem hann hafði komizt yfir með röngu, Og ef henni skjöplaðist
ekki því meir, var þetta miklu verri refsing á Edda heldur
en hýðing'.
Henni leið betur nú, þegar hún hafði ákveðið, hvað gera
skyldi og var að framkvæma það. Alla nóttina hafði hún setið
vörð við rúm Edda og reynt að átta sig á því, sem gerzt hafði.
Og hún hafði orðið nærri því lémagna af skelfingu. Að Eddi
skyldi vera flæktur í svona mál! Hennar eig'in sonur!
Hann hafði verið í bardaga á sjó. Hann hafði s'éð menn
drepna og ef til vill drepið menn. Það sem hann sagði í óráðinu
hafði vakið henni hroll. Fölt andlitið á koddanum hafði verið
eins og ásjóna spillingarinnar.
En þá minntist hún þess, að þegar Eddi var lítill og hafði
fengið hitasótt og óráð, háfði hann haft geysilegt hugmynda-
flug Og þvaðrað ýmislegt sem átti sér enga stoð í veruleikan-
um. Hún sagði því við sjálía sig, að Eddi væri með óráði og
það, sem hann tautaði í svefninum, hefði aldrei komið fyrir
í veruleikanum.
Og hún hafði myndað sér sína eigin skoðun á málinu. Það
hefði alltaf verið auðvelt að hafa áhrif á Edda. Hann hafði
lent í vondum félagsskap. Þessi Frazer, sem hann sagði frá,
hafði fengið hann með sér til að ná- í peninga Ringgolds.
Auðvitað höfðu þeir rænt peningunum. Enghm tpttugu og
tveggja ára piltur gat komizt yfir svona mikið af peningum
á heiðarlegan hátt. Heiðarlega fengnir peningar komu hægt
og hægt, smátt og smátt og það varð að vinna fyrfr þeim
b.örðum höndum. Sá, sem átti eftir margra ára erfiði, tíu gull-
peninga, var heiðarlega að þeim kominn.
í rauninni hafði hún enga hugmynd um upphæðina, sem var
í töskunni. Hún hafði aldrei séð svona .mikla peninga fyrri.
Og hún gat ekki hugsað sér þessa peninga í sambandi við sig
eða sína. Það eina, sem komst að í huga hennar var, að Eddi,
hinn óhlýðni sonur, sem hljópst. að héiman og varla var sproti-
in grön, þyrfti leiðbeiningar við. Og það yrði að refsa honum.
Og fyrst ekki var hægt að hýða hann lengur, yrði að refsa hon-
um á þann hátt að skila peningunum. Og þegar hún væri búin
að þvi, var allt komið í lag aftur.
Það var mjög senniiegt, að Ringgold þessi væri mjög síxang-
ur maður. En hún ætlaði að fá honum aftur peningana hans
og tala um leið yfir -hausamótunum á honum vegna meðferðar-
J
k«v®ö*!*d*v*ö»k«u*n»R»i
Valentin hitti kunningja
sinn á götu og tjáði honum i
í óspurðum fréttum að hann
væri að koma frá bifreiða-
stjóraprófi. Hér eftir gæíi hann
ekið bifreið sinni sjálfur.
Vinurinn spurði hvort Valen-
tin teldi sig nógsamlega örugg-
an orðinn við stýrið.
„Ja, eg veit það nú eigin-
lega ekki,“ svaraði Valentin,.
„eg held að minnsta kosti að eg*
vildi vera einhversstaðar ann-
arsstaðar heldur en inni í bíln-
um þegar eg ek.“
Hundatemjari kom dag nokk-
urn með býsna lærðan hund til
forstjóra fjöllistahúss eins í
Berlín og bað urn vinnu fyrir
sig og hundinn.
Forstjórinn vildi fyrst fá að
vita hvað þeir gætu gert.
Hundurinn settist þá á stól,
sagði nokkrar skrítlur, söng
nýjasta dægurlagið og ræddi að
lokum um stjórnmáiaástandið í
landinu.
Forstjórinn varð ekki upp-
næmur fyrir þessari kunnáttu
hundsins og sagði kúldalega:
„Eg sé ekkert merkilegt við
þetta.“
Þá reis hundurinn á fætur,
benti loppunni á húsbónda sinn
og' sagði:
„Þessi getur gelt.“
Arabi frá Oran hafði gefið
fi'Önskum bónda dóttur sína fyr
ir konu.
Að hálfum mánuði liðnum
kom dóttirin hágrátandi heim
til föður síns aftur.
„Eg get ekki verið hjá hon-
um,“ sagði hún, „hann barði
mig.“
„Hvílík smán,“ hrópaði Ar-
abinn, „að hann skyldi dirfast
að lyfta hönd sinni gagnvart
dóttur minni!“ Og í sama bili
gaf hann dóttur sinn.i tvo kinn-
hest svo buldi í.
,,Farðu nú heim til bónda
þíns aftur,“ sagði faðirinn við
dóttur sína, „og segðu har.um,
að eg hafi jafnað reiknjnginn
við hann. Hánn hafi lagt hond-
ur á dóttur mína, en eg. hafi
hefnt mín á konunn: h—s“
C R. SunouqkA
2-ms %
Ungur hiroihgi haiði hlustað á sam-
talið og gaf sig nú fram og sagði: Áf-
sakið, en eg var einmitt í veitinga-
húsinu þegar árásin á yður var gerð.
Hirðinginn hikaði,, en hélt svo á-
fram: Eg var ekki með í árásinni, en
þegar bardaganum var lokið, varð ég
vitni að einkennilegu atviki.