Vísir - 23.04.1957, Page 7
Miðvikudaginn 17. apríl 1957
VÍSIR
/
1V»V£W1«VÍ«
EFTIR
RUTH MOORE •
hann. Það þeirra, sem fyrr fserri í bátinn yrði að hafa hraðar
hendur, skera á fangalínuna og halda jafnvægi á bátnum.
Konan var léttari, en hún stóð þarna eins og í leiðslu. Og færi
hann á undan henni, var ekkert að vita, hvenær hún kæmi.
Það gæti allt orðið um seinan.
— Farðu og leggstu flöt í bátimi, sagði hann.
Hann heyrði hróp og fótatak á þilfarinu fyrir aftan þau.
— Farðu! hrópaði hann.
En þegar hún hreyfði sig ekki heldur, stakk bann hnífnum
milli tanna sér, greip hana og fleygði henni fyrir borð. Hann
heyrði hana reka upp óp og svo skall hún í sjóinn. Því næst
klifraði hann niður stigann og henti sér ofan í bátinn. Hann
gat óðar komið jafnvægi á bátinn og skar á fangalínuna. Því
næst settist hann í skutinn. Kalkhúnfjöðrin sigldi burt fyrir
fullum seglum.
Lifandi er ég, hugsaði hann. En guð hjálpi veslings konunni.
Hann stóð upp og svipaðist um. En hann gat hvergi komið
auga á neitt. Hann gat líka lítið aðhafst, fyrri en hann var
búinn að ausa bátinn. Hann greip vatnskvartilið, sem var hálf-
fullt af vatni og fleygði því fyrir borð til að nota það sem
akkeri. Því næst tók hann austurtrogið og jós eins og hann
ætti lífið að leysa.
Þegar hann leit upp aftur, sá hann höfuð hennar koma upp
úr vatninu. Hún reyndi að synda í áttina til bátsins.
Það fór fagnaðarstraumur um hann. Hann flýtti sér að setja
út árar og réri til hennar.
Hann vissi ekki ?„ eftir, hvernig hann hafði farið að því, að
ná henni inn í bátinn. Hún var uppgefin og lá í bátnum með
lokuð augu og hreyfði sig ekki. Hann sá strav, að eitthvað
varð að gera, annars dæi hún úr kulda.
Fráncis Camavon klæddi hana úr öllum fötunum og vatt
þau með sínum stóru höndum. Því næst klæddi hann hana í
þau öll aftur. Að því búnu vafði hann seglið utan af siglunni
og sveipaði því utan um hana. Það var að vísu rakt, en það
skýldi henni fyrir næðingnum. Þetta var það bezta,- sem hann
gat gert. Honum var sjálfum orðið svo kalt, að tennurnar
glömruðu í munninum á honum.
Því næst fór hann úr fötunum, vatt úr þeim og fór í þau
aftur. Síðan skreið hann undir seglið til hennar.
Ég vona, að hún sé meðvitundarlaus, hugsaði hann. Annars
lítur hún aldrei framan í mig meir og það mundi mér þykja
leiðinlegt.
Báturinn var nú stöðugur á kilinum. Maynard Cantril var
góður bátasmiður.
Elísabet hreýfði sig. — Hvar eru brjóstahaldaramir mínir?
sagði hún. Hún vai' svo rugluð enn þá, að hún virtist ekki sjá
hahn. En Frank hafði fleygt þeim fyrir borð, þegar hann var
áð klæða hana 1 fötin aftur, af þvi hann kunni ekki að klæða
hana á þau.
— Fi-ú mín góð, sagði hann. — Þeir eru farnir.
Langt í vesturátt kom hann auga á hvít segl úti við sjón-
deildarhring og hann rak upp gleðióp.
— Allar góðar vaettir eru okkur hliðhollar, væna mín, sagði
hann. — Þama kemur brezka herskipið og það mun bjarga
okkur áður en klukkutími er liðinn.
En það var ekki brezka herskipið, sem bjargaöi þeim frá hin-
um grimmu sjóum. Herskipið sigldi fram hjá þeim í örskots-
fjarlægð. Þó að Frank hrópaði og veifaði, skeytti það því engu.
Það brunaði fram hjá og varð að litlum depli úti við sjón-
deildarhringinn.
En yfirforinginn á brezka skipinu vissi, að Vestanvindurinn
var rétt á eftir og að hann mundi án efa koma auga á manninn
og konuna í bátnum og bjarga þeim. Annars hefði hann stanzað
og bjargáð þeim sjálfur, því að Niles sjóliðsforingi var ekki
hjartalaus maður. En Frank var íri, og hann vissi ekki, að
Vestanvindurinn var á leiðinni.
Frank skreið undir seglið aftur. — Þetta er þokkalegt, sagði
hann. — Menn eru fúsari á að drepa menn en að bjarga þeim,
sem eru að farast. Það er satt, að Bretar eru ekkert annað en
• skylduræknin og það ei- sjóræninginn, Ringgold, sem þeir em
, að elta. En ef þeir koma til Boston aftur, án þess að hafa náð
sjóræningjunum, skal ég snúa þá alla úr hálsliðnum með eigin |
hendi.
Þegar Vestan /indurinn loksins kom og bjargaði þeim, voru
I þau hálfdauð úr kulda. Því næst sneri skipið við og hélt aftur
í til Boston.
Það leið vika áður en brezka herskipið kom aftur með það,
sem eftir liijði af skipshöfn Ringgolds. Það var Jake Ringgold
sjálfur, sem var að byrja að ná sér eftir liöfuðkúpubrot. Þeir
; höfðu þær fféttir að færa, að Kalkhúnfjöðrin, ásamt Windle. og
öllum hinum, lægi á mararbotni.
Jæja, hugsaði Natti. Nú er ég farinn.
Hann hafði staðið í fullan hálftíma í skjólinu austan við húsið.
| Það var hlýtt þar í sólskininu og kyrrlátt, en bræðin sauð í
| honum. Það var augljóst, að Eddi hafði ætlað að drepa hann.
Ef hann hefði miðað ofm*lítið betur og verið styrkari, hefði
það tekizt. Natti varð að bíta á jaxlinn til að skjálfa ekki.
Áður fyrri höfðu þeir Eddi og hann oft rifist og jafnvel
flogizt á, en aldrei eins og núna.
Þessi vandræði voru öll Edda að kenna. Það var því Eddi, j
sem varð að greiða úr þeim. Mömmu og Edda þykir báðum
lítið varið í mig. Það má vel vera, að svo sé. En hér eftir verð j
ég að sjá um mig sjálfur. Það er kominn tími til að ég fari að |
hugsa um framtíð mína.
Hann gekk fyrir húshornið og inn í eldhúsið. Karólína s'tóð
við arininn. Það var.góður matarilmur í eldhúsinu.
— Ég er að fava í ferðalag, sagði Natti. — Ég þarf að fá
nestis bita.
Karólína sleppti ausunni, sem hún hélt á og sneri sér.snar-
lega við. — Nei, Natti, þú mátt ekki fara. Hvert ætlarðu?
Natti gekk þeigjandi fram hjá henni og inn í búrið.
Það var eitthvað af matvæíum í malpokanum. Hann bætti
í hann þremur hleifum af nýbökuðu brauði og ofurlitlu af
fleski. ;
— Hvað svo?
Kveikjulok — Mtawnrar
Þéttar og platínur í eftirtaldar bifreiðir: Chevrolet, Buick,
Dodge, Ford, Kaiser, Oldsmo, Pontiac, Jeep, Ford Jr.,
Anglia, Prefect Morris, Moskwitsch, Pobjeda, Opel, Renault,
Skoda og Volkswagen.
SMYRILL, Húsi Sameinaða. — Sími 6439.
Johan Rönning h.f.
Raflagnir og viðgerðir 6
Sími 4320.
öllum heimilistækjum. —
Fljót og vönduð vinna.
Johan Rönning h.f.
~J\au.pi Cjiiíí ocj óitjb.r
Téhhneshir
striga- óg
ílauelsskor
kvenna
i vrd
fólksbíll til sölu. Hátúni
27 kl. 8—10 í kvöld. —
BRÚÐURÚM
Falleg uppbúin brúðurúm
fást á Grettisgötu 26.
Sandbylurinn var svo þéttur að
það var myrkur um miðjan dag.
Tarzan lá í skjóli við úlfáldann sinn
óg vafði höfuðdúk sínum fyrir and-
lit sér, svo að vit hans fylltust ekki
mikið að sandurinn smaUg alls stað-
ar í gegn og hann varð næstum blind-
ur. Úlfaldinn lá grafkyrr ineð snopp-
una ofan í sandinum. Þannig lágu
þeir klukkustundum saman og Tarz-
an hélt að storminum ætlaði aldrei
að ljúka. En allt í einu birti upp og
sandurinn ha það var
kyrrð yfir hini sandöldum.
sem nú höfðu b. . tögun. Tarz&n
og úlfaldihn risu á fætur.
£. £ Suwcugh
—TARZAM
23-32 |