Vísir - 24.04.1957, Blaðsíða 10
10
vlsnt
Ari Arnalds,
f. bæjarfógeíi.
F. 7. JUNÍ 1B7Z. —
^Fæddur 7. júní 1872.
i Dáinrí 15. apríl 1957.
i Nú hrynja þeir hver af öðr-
; um, mætustu og merkustu vor-
menn íslands frá því um alda-
mótin síðustu, íslendingar út
í hvern sinn fingurgóm, og við
hinir stöndum þöglir og hljóðir
Ög horfum á brottför þeirra, og
'-■ „mjök erumk tregt tungu at
hræra“, svo sem Egill kvað. —
Nú síðast hverfur oss sjónum
Ari Jónsson, síðar Arnalds, frá
Hjöllum í Þorskafirði. Hann
' ’var yngstur tíu systkina, einn-
ar dóttur og níu drengja. —
.Þorsteinn Erligsson sagði einu
sinni:
„Það þýðir ekki að þylja öfn-
in tóm„ því þjóðin mun þau
annarsstaðar finna“. Ég tek
mér það til eftirbreytni. Þó get
eg ekki látið þess ógetið, að á
síðastliðnu sumri andaðist hér
í Rvík, síðasti þeirra bræðra frá
Hjöllum, áður en Ari, Samúel
smiður 92 ára gamall.
Ari var um skeið blaðamaður
yið „Verdens Gang“ í Oslo, að-
allega um leikhúsmál. Hann átti
þeirri gæfu að fagna, að kynn-
ast skáldinu mikla Björnstjerne
Björnson á Aulestad. og vera
viðstaddur í Osló á ríkisþinginu
1905, þegar Noregur sléit kon-
ungssambandi við Svía; — Mun
j.jjþá hafa glæðst hugur hans, um
að slík gæti orðið skipti með
Dönum og íslendingum. Hann
, yissi, að hér voru kraftar í
,f kögglum. Hann yissi um það,
, þegar Steigrímur Thorsteinsson
. ,gekk fram fyrir skjöldu Land-
, i varnarmanna, og mælti á þessa
/,„Jund:
ýjHEelumst rninnst í máli,
metumst heldur of val feldan,
látum skipta guð giftu —
1 gerum hríð þá er þeim svíði“.
/ Ari kom heim 1906, og stofn-
:■ ©ði þá og gaf út á Eskifirði,
blaðið „Dagfara“, hreinskilnis-
lega skrifað, sem hans var von
og vísa, eindregið á bandi Land-
yarnarflokksins.
t Það voru skáldmenn á ferð-
inni á íslandi um og upp úr
aldamótunum. Einar Benedikts-
son hafði ort sitt ódauðlega
fánakvæði:
i ! „Rís þú unga íslands marki
* • ' * upp, með þúsund radda brag.
*. Tengdu í oss að einu verki
’ anda, kraft og hjartalag.
' Rís þú íslands stóri, sterki
stofn, meðnýjanfrægðardag".
1 Og Hannes Hafstein yrkir
1911’:
i „Sjá, hin ungborna tíð,
D. 15. APRÍL 1957.
vekur storma og stríð,
leggur stórhuga dóminn á
feðranna verk,
heimtar kotungum rétt,
og hin kúgaða stétt
hristir klafann og sér hún
er voldug og sterk“.
Og áfram:
„Þagnið, dægurþras og rígur,
þokið, meðan til vor flýgur
örninn mær, sem aldrei
hnígur
íslenzkt meðan lifir blóð“.
fslendingar vru í raun
og veru samhuga að sama
markinu: fullveldi íslands og
skilyrðislausum ríkisrétti. Það
var aðeins ágreiningur um leið-
irnar að markinu.
Ég sagði áðan, að á þeim
árum voru skáldmenn á íslandi,
sem áttu vit og kraft, svo þjóð-
in varð að hlusta. Á þeim ár-
um gátu engir holtaþkuvælu-
kjóar hreiðrað um sig á íslandi,
þjóðinni til smánar, svo sem nú
gerist.
Ari var einn af forystumönn-
um Landvarnarfl. alla tíð.
Hann var meðritstjóri „Ingólfs“
í R.vík 1907—1909, ásamt
Benedikt Sveinssyni. hinni
höfuðmerku þjóðkempu Land-
varnarmanna og þingheims.
Þingmaður Strandamanna var
Ari 1908—1911. — Sýslumaður
Húnvetninga var hann 1914—
1918. Sýslumaður Norð-Mýl-
inga og bæjarfógeti á Seyðis-
firði 1918—1937.
Daginn eftir andlát Ara, hitti
ég aldraðan og merkan Hún-
vetning. Sagði hann mér, að
alla sína starfstíð í Húnaþingi,
hefði Ari átt álmennings vin-
sældum að fagna. Einstöku
páfagaukar hefðu að vísu fund-
ið honum það helzt til foráttu,
að hann væri svo mikið Ijúf-
menni, að hann gæti tæplega
verið yfirvald. Jæja, verra gat
það nú verið, sagði ég. — Og
er það ekki einmitt góðmennsk-
an, mannúðin og vitið, sem gerir
menn hæfa til þess, að vera
dómara í málum meðborgar-
anna? Sá er ekki á í sál sinni og
hjarta ljúfmennsku, skilning á
báðar vogir, vit og drenglyndi,
er ekki hæfur til þess að vera
dómari i málum annarra. En
þessa dómarakosti átti Ari
Arnalds í svo miklum mæli. —
Það var sama hvar Ari var,
altaf fylgdi honum sama mann-
dómsmerkið. Talið við Norð-
Mýlinga, talið við Seyðfh’ðinga.
Þeir munu allir mæla hið sama:
Ljúfmenni, vitmaður og dreng-
skaparmaður frábær. Getur
nokkurt yfirvald hlotið ástsælli
á Hvar ertu? sem Haukur eftirmæli!
-Morthens hefur sungið inn á ' Skrifstofuþjónar hans: Ágúst
HMV-hljómplötu. Haukur hef- Th. Blöndalj Einar Erlendsson
ur mjög lagt sig fram um að Blandon og Jóhannes Arn-
syngja lög Olivers á skemmt-1 grímsson, dáðu hann ávalt
tmum og þannig gert mikið til sakir hans miklu mannkosta
að kynna þau. Er það vel farið, sem þeir var gerkunnugt um.
því að lög Olivers hafa alltaf j í sjódómsmálum á Seyðisfirði
verið ein á ferð og siglt fram kvaddi hann venjul. sér til að-
hjá öllum danslagakeppnum og stoðar Jóhann Hansson, vél-
því moldviðri, er þyrlað hefur j smíðameistara og Jentoft Krist-
yerið upp í sambandi við þær. jjansen, mjög siglingafróðan og
. .. hljóðlega gegnum Hljóm- J merkan mann, og stóðust allir
skálagarð, er gefið út í smekk- j dómar þeirra undantekningar-
legri útgáfu fyrir píanó og ein- laust, svo sem allir dómar Ara
léiks- eða einsöngsrödd. og úrskurðir.
Miðvikudaginn 24. apríl 1957
í heiðurssamsæti, er Ara var
haldið á Seyðisfirði 1938, er
hann flutti þaðan, var þetta
mælt:
„Þinnar stéttar þú varst sómi,
þökkum fyrir unnin störf“. og
„Með gætnum huga, glögguim
ráðum
greiddir marga lífsins þraut“.
Eg hygg að höfundur þess-
ara orða hafi verið skrifstofu-
maður hans Jóhannes Argríms-
son, ættaður úr Svarfaðardal, og
dómsmálum Ara kunnugur
mæta vel.
Þegar Ari var sjötíu og fimm
ára var þetta um hann mælt:
„Hann elskaði rétt, hann
vann sitt verk
í virðingu lands og þegna.
Hans di-englund var hrein
og höfuðsterk
hárra sem lágra vegna,
J.
Hann sat við réttarins
ritningarorði,
er rekkjublund aðrir fengu.
Hann meitlaði dómana orð
fyrir orð,
ávalt hinn sami drengur,
Það var hans yndi að dæma
dóm
og dæma hið rétta manni.
Á vökunóttunum vöktu blóm
í vinsælu dómsmanns ranni.
Og ei verður gleymt um
unninn eið
þess öðlings af frjálsum
ráðum:
að vernda þjóðréttar þrúðgan
meið
til þrauta af hug og dáðum.
Dagfarans brautin er björt
og heið
og bér sín hin glæstu merki.
Og vörðuð skal nú vor
landvarnaleið,
hér lifa skal saga ,í verki.
Vér virðum hans ráð og
heiðrum dáð,
og hlökkum að mega vona,
um aldir að megi ættarláð
eiga sem flesta svona“.
Nú hverfur þetta fráneyga,
höfðinglega göfugmenni sjón-
um vorum.
Ekki er hægt að gleyma, að
geta þess, hve snjall rithöfund-
ur Ari ArnaJds var. Hann rit-
aði á elliárunum mjög merkar
bækur, á fögru máli, og’ kom
þar víða fram íkáldmælska
hans, sem hann hefir máske
ekki vitað um sjálfur.
Ari Aralds var um skeið
kvæntur Matthildi Einarsdótt-
ur, Hjörleifssonar, rithöfundar,
Kvaran. Synir þeirra þrír:
Sigurður, ritstjóri, Einar borg-
ardómari og Þorsteinn skrif-
stofustjóri. Allir gáfaðir og
mætir menn, kunnir að mann-
kostum af öllum er til þekkja.
— Far þú í friði, kæri vinur!
Sig. Arngrímsson.
JC
uupí gu\l og íitpir
edilecjl íumar
!
L» IHOCAVEC 10 - S!M1 39*9
'eóilegt ðumar
1
60ð«SmKSSðNgJIHHSflH!
eóilegt áumar
!
VERZL
■Bmtí
S)œlercjá lá&
óskar öllum viðskiptamönnum
cjíekiíecjð
ðutnarð !
eóilegt ðumar
/
.. *
. LuAloAan F
ilecjt ðumar
1
Matardeildin, Hafnarstræti 5.
Matarbúðin, Laugavegi 42.
Kjötbúðin, Skólavörðustig 22.
Kjötbúð Yesturbssjar, Bræðraborgarstíg 43.
Kjötbúð Austurbæjar, Réttarholtsveg 1.
Kjötbúðin, Brekkulæk 1.
SlíMttirSélay Sktðurtands
eóilecjt ðumar.
H. f. Hamar.
eÓLlecjt ðumar.
.ísg'. G. Gunnlaugsson & Co.
etíilegt ðutnar i
Ásbjörn ölafsson h.f.
Hcildverzlun, Grettisgötu 2.
eóilecjt ðutnar i
í '
Litla blómabúðin.