Vísir - 13.05.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 13.05.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Mánudagmn 13. maí 195? • • • * • • • • • • • • * • • • •*• / AXDNEMARMR EFTIR R17TD MOOKIE • • • • - - • • • • • • • 39 • • liekkt Ringgold og hvernig haíði hún vitað, að hann og' skip hans,! var í höfninni í Boston? Hver var hún. Og hvar var hún. Hún hafði ekki sagt til nafns síns. Corkran og Mike höfðu flutt hana, ásamt Fiank, aftur til Bostön á Vestanvindinum, eftir að þau höfðu verið tekn af báti margar mílur undan ströndinni. Það hafði verið erfitt að komast til. lands í því fárviðri. Þeir höfðu ekki náð landi fyrri en undir morguninn. Þegar í land kom, hafði Frank sagt sögu sína. Og eftir því sem honum sagðist frá, hafði hann barist ein- samall við alla skipshöfnina og bjargað konunni. Konan hafði verið föl, veikluleg og tekin. Hún var sýnilega mikið eftir sig eftir hrakningana. Það hefði verið grimmdarlegt að yfirheyra hana, jafnvel þótt Frank hefði leyft það. Hann gagðifet vita allt um þetta mál. Það væri eitthvað í sambandi við son þessarar konu. Frank ætlaði að sjá um, að konan kæmist heim til sín. Þegar hann kæmi til baka aftur væri nógur tími til að svala forvitni fólks. Snemma um morguninn, þegar Vestanvindurinn kom að( landi, hafði hann sett aktygi á vagnhesta Mikes og ekið með konuna úr borginni. Og síðan hafði ekki sézt urmull af Frank Carnavon. Þegar Mike var á leið heim frá síðasta réttarhaldinu, hafði verið hent kálhaus í bakið á honum. Síðan hafði hann ekki farið út á götu að degi til. Hann hafði á sinn kyrrláta hátt, farið að búa sig undir það, sem hann áleit að koma myndi. Þennan morgun hafði hann gengið niður að vöruhúsinu fyrir dögun. Nú var tekið mjög að dimma, og hann hafði unnið allanidaginn. Hann var nú orðinn viss um, að hann yrði tekinn fastur og ef til vill réðist skríllinn á hann og tæki hann af lifi án dóms og laga. Þegar svona stóð á, var enginn óhultur. Meira að segja þorðu dómstólarnir ekki annað en vera á bandi skrílsins. Mike bar ráðagerðir sínar undir Corkran Teague. Hann ætlaði að fara úr borginni. Það eina, sem hélt Mike kyrrum á bessum stað, var Frank. Hann gat ekki farið og skili'5 Frank einan eftir. "Það var honum líkt að „stinga af“ með kvenmanni. Hún var hreint ekki svo ljót, eða mundi ekki vera, væri hún uppAfærð. Hann hafði áður farið burt á svipaðan hátt, með pðrum Ijven- manni. Og einn góðan veðurdag mundi hann koma aftur : g bjóða'öllu og öllum byrgin. Mike gat engar ráðstafanir gert gagnvart þéssu. 'Hamy var bundinn í báða skó, því að hann hafði ekki hugmynd um, hv:.r í dauðanum Frank var niður kominn. —: Jæja, sagði hann og og benti á skúffu á skriíbor f,:v. sínu, en úr þessari skúffu hafði hann tekið allt, sem hugsanlegt! r i var, að gæti komið honum að nokkru gagni. — Svona for þao, vinur minn, Corkran. Við verðum að taka á okkur þennan skell, að skilja eftir vöruhúsið, skipið og húsið mitt í borginni. ! En skotsjlfur allt og reiðufé getum við haft með okkur, þegár við neyðumst til að fara héðan. Corkran sagði þungbúinn á svip: — Þú virðist taka þessu af talsverðri léttúð. Til hvers er annað? spurði Mike. Hann vissi, að Corkran var örvæntingarfullur út af því að missa skipið, Vestanvindinn. Það var enginn vafi á, að þeir mundu tapa Vestanvindinum. Það var búið að leggja löghald á skipið. Það mundi verða gert upptækt og selt. Málið var komið svo langt á veg, að það var ekki hægt að ná neinu undan nema með því að stela því. Þegar Mike hugsaði málið, var hann ekkert undrandi. Mánuðum saman höf'ðu Carnavonbræð- urnir haft aðalviðskiptin þar á ströndinni. Og það var mest að þakka dugnaði og þrautseigju hans og Corkrans. Og þeir voru ekki beinlínis vinsælir hjá hinum kaupsýslufyrirtækjun- um fyrir þetta. í skjóli náttmyrkursins hafði hann heimsótt marga af vinum sínum og kunningjum úr kaupsýslustétt. Þeir höfðu allir látið í ljós samúð sína og tekið hlýlega á móti hon- um, en Mike vissi nú, hvar hann stóð. Allir urðu fegnir því að losna við hann úr samkeppninni. Þess vegna gátu. þeir nú verið alúðlegir við hann. — Hrafnarnir kroppa augun hver úr öðrum, sagði Lann djarflega. — Og hvert ætlar Mikael Carnavon, hinn mikli borgari og viðskiptamaðurskipa nú að fara? spurði Corkran með hægð. — Á þann stað, þar sem hann getur verið stór froskur í forarpolli, sagði Mike. — Þetta er ekki lengur staður fyrir heiðarlegan mann áð reka kaupsýslu, eins og þú veizt, Corkran. Hér er allt of margt fólk. Allt of miklir skattar. Allt of marg- brotin lög Að vissu leyti var gott, að þetta skyldi ske. Annars hefði ég setið hér áfram á rassinum og orðið gráhærður hér og mosavaxinn. Komdu með mér. Við skulum fara norður, til nýja landsins. Til lands Maynard Cantrils. Þar skulum við smíða tvö skip á borð við Vestanvindinn. Vertu nú ekki að sýta þetta lengur. — Það verður aldrei smíðað betra skip en Vestanvindurinn, sagði Corkran. Sá maður er ekki til, sem getur smíðað betra skip. — Uss, maður! Hvað er að heyra þetta? Maynard Cantril gæti smíðað svona skip með lokuð augun. En ég ætla ekki að reyna að hugga þig. Ég veit, að þér þótti vænt um gamla hripið. — Hripið! Hvað segirðu mannfýla! Corkran funaði upp. — Ég vildi miklu heldur sigla Vestanvindinum, en lekabytt- unni, sem ég keypti fyrir þig í Dulverton. — Þú átt við Bessie? sagði Mike. — Satt er það, að hún er mesta hró, en hún mun þó koma okkur að gagni. Við getum notað hana til að sigla héðan með vörur okkar. — Ég og strákarnir minir gætum læðst um borð í Vestan- vindinn og siglt skipinu út úr höfninni, áður en verðir lag- anna rumskuðu af svefni sínum, sagði Corkran hörkulega. — Ekki efast ég um það, sagði Mike. — En Englendingamir þekkja Vestanvindinn. Og hvaða skip þeirra, sem er, getur siglt Vestanvindinn uppi. — Já, drottinn minn! Heldurðu þá, að þeir geti ekki alveg eins siglt Bessie uppi? — Þeir þekkja ekki Bessie. Ef við værum um borð í Vestan- vindinum, mundu þeir sigla okkur uppi og taka okkur fasta, áður en við værum komnir viku sjávar áleiðis. Og ef svo færi, kæmi mér ekki á óvart, þótt þeir hengdu okkur alla. En Bessie, aftur á" móti.... — Fjandiim hafi Bessie! — Talaðu nú varlega. Engum mundi detta í hug að leita í slíkum ryðkláfi að Carnavonbræðrum eða Corkran Teague. Þessir gullhamrar komu Corkran í ofurlitlu betra skap, og það kom sér vel fyrir Mike. Hversu lítið sem var, gat kollvarpað öllum áætlunum Mikes, eins og á stóð. Maður varð að hugsa rökrétt. Ekki æsa sig upp. Bessie var einsigld segskúta, lítil, en íór vel í sjó. Hún hafði verið árum saman notuð til vöruflutninga, aðallega til að flytja vörubirgðir til nýbyggðanna á norðausturströndinni. Hún lá nú á höfninni í Dulverton og haft var að yfirvarpi, að hún væri að lesta varning til íbúanna norður á ströndinni. En undir þiljum var kona Mikes, Sally, vandlega falin, og tveir ungir synir þeirra og nokkrir af mönnum Coi'krans gættu þeirra, og vörurnar, sem fluttar voru um borð, voru ekki einungis verzlunarvörur, heldur einnig húsmunir Mikes og önnur búslóð JLo ZA k.vö-l*d*vö*k*u*n«n«l „Það skil eg ekki hvernig maðurinn yðar getur unnið á- fram eftir að hann er orðinn svo til alveg heyrnarlaus.“ „Þeir létu hann líka skipta um vinnu í stjórnardeildinni.“ „Mér er sama. Hvað gerir nann núna?“ „Hann tekur á móti þeim, sem kæra skatt.“ ★ Maður varð undir bíl. Þegar bíllinn stöðvaðist hafði maður- inn klemmst undir bílnum og það' gekk erfiðlega að losa hann. Undrun viðstaddra var mik- il þegar í Ijós kom að maður- inn var með meðvitund. Áhorf- andi, sem bar að yrti á hinn slasaða og spurði: „Finnið þér mikið til?“ Slasaði maðurinn sneri höfð- inu með veikum tilburðum í áttina til þess sem spurði og sagði: „Bara þegar eg hlæ“. ★ Matvælaráðunej | ið brezká hefur tilkynnt að hafin sé fram- leiðsla á matvælum í svo .sam- þjöppuðu formi að væn máltíð komist fyrir í íiáti, sem ekki er stærra en eldspýtnastokkur. Nýlega var í New York hald- in sýning á heimsins stærstu hænsaköku. Ásamt hveiti og öðrum efnum voru notuð til kökugerðarinnar 150 hænsi og kökumótið var 5 metra í þver- mál. Skörulegur kvenmaður í Minneapolis hefur tekið sér fyrir hendur að koma af stað áróðri fyrir því að maisstöng- ullinn verði valinn sem þjóðar- blóm Bandaríkjanna. Til styrktar hinum Játæku hefur japanska stjórnin látið opna 190 veðlánabúðir. Á sýningu kjölturakka í Bretlandi voru fyrstu verðláun afhent þeim hundinum, sem dinglaði skottinu hraðast. í borginni Kemtville í Kan- ada voru svín látin þreyta kapp hlaup. Sigurvegarinn hljóp 100 yards á 7,4 sekúntum. hann hæfði fallegan fisk með örinni. Honum veitti héldur ekki af næring- unni, en lítið grunaði hann það seni í vændum var. t £. (£. SuttouqkA — TAiíZAN — J Tarzan hló af fögnuði þegar hann innan stundar kom að tærri lind. Hann baðaði sig þar lengi og hlust- aði á raddir dýranna í skóginum. Svo læddist hann að kyrri tjörn með bog- ann sinn spenntan og það brázt ekki, 2355

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.