Vísir - 01.06.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 01.06.1957, Blaðsíða 5
Laugardaginn. 1. júní 1957 VÍSJB * B Á 20. afmæli Sjómannadagsins: „Hrafnista“ tekur til starfa á sunnudaginn Verður þá efnt til mikilla hátí5ahalda. Sjómannadagurinn cr morgun (sunnudag) og verður þá opnað Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna. Framkvæmd- arstjóri þess er ráðinn Sigurjón Finarsson skipstjóri, Hafnar- firfti, alkunnur dugnaftar sjó- maftur og aflakóngur og að öllu hinn mætasti maftur. Hátíftar- höldin fara fram við Dvalar- heimilift, sem hlýtur nafnift Hrafnista. Fánar verða dregnir að hún kl. 8 að morgni á skipum hér í höfninni og vafalaust verður almennt flaggað í bænum á þessum merkisdegi. Árdegis fer fram sala á merkjum Sjómanna dagsins og sala Sjómannablaðs- ins hefst, enkl. 10 verður kapp- róður og sund í Reykjavíkur- höfn. Aðalhátíðarhöldin hefjast kl. 14, en hálfri stundu áður fara sjómenn og aðrir þátttakendur að safnast sam- an við Dvalarheimilið á Laug- arási. — Fyrst verður minnzt drukknaðra sjómanna. Guð- mundur Jónsson óperusöngvari syngur Líknargjafi þjáðra þjóða með undirleik Lúðrasveitar Rvíkur. Síra Bjarni Jónsson vígslubiskup minnist drukkn- aðra sjómanna, en þar næst rík- ir þögn um leið og lagður er blómsveigur á leiði óþekkta sjó mannsins í Fossvogskii'kjugarði. Þar næst syngur Guðmundur Jónsson, fulltrúi sjómanna, irleik L. R. Ávörp flytja forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson og borgar- stjóri Rvikur Gunnar Thorodd- sen. Lúðrasveit Rvíkur leikur á eftir ávörpunum. Að þessu loknu flytja ávörp Lúðvík Jósefsson sjávarútvegs- málaráðherra, Ólafur Thors fyi'rv. forsætisráðherra o. fl. Þá fer fram afhending verð- launa fyr.ir björgunarafrek og íþróttaverðlaun. Henry Hálfdanarson, form. full trúaráðs Sjómannadagsins. Þar næst lelkur L. R. Ó, guð vors á lands og að því loknu verður húsið til sýnis fyrir almenning. 1 Stórhugur. Unnið hefur verið af stórhug frá upphafi að því að koma upp Dvalarheimili aldraðra sjó manna og mun hafa verið var- ið til framkvæmda frá upp- hafi um llJ/ó milljón króna. Aðalhúsið er komið upp og er það byggt fyrir framtíðina og eru komnar upp um % áform- aðra bygginga, nærri 13 þús. kubikmetrar, en hægt að bæta v.ið, ef — eða þegar þörf kref- ur. Ráðgert er að bæta við 2 álmum. Grunnur samkomu-1 húss er tilbúinn og gert ráð fyr- ] ir, að það komist undir þak á þessu ári. Tilbúin eru 70 eins' l manns herbergi, sem hægt er að taka í notkun fyrir vistmenn, og auk þess eru í byggingunni 44 sjúkraherbergi, sem eftir er að búa húsgögnum. Þegar hafa sótt 30—40 bréflega um vist og 10 eru þegar komnir. Velvild, gjafir. Þjóðin hefur sýnt þessu mikla fyrirtæki samúð frá upp- hafi. Gjafir munu nema um 2 millj. kr. og margir verið stór- gjöfulir. Arði af happdrættinu er varið til framkvæmda, en tekjur af kvikmyndasýningum eiga að létta undir reksturs- kostnaði. Stjórn Sjómanna- dagsins 1957 skipa: Formaður, Henry Hálf danarson; gjaldkeri Þorvarður Björnsson; ritari ísleifur Guð- mundsson. Varastjórn: Formað- ur Sigurjón Einarsson; vara- gjaldkeri Theódór Gíslason; vararitari: Bjarni Bjarnason. Stjórninni til ráðuneytis um allt er varðar D. A. S. eru Hall- grímur Jónsson og Garðar Jóns son. Fullskipað í utanferð Páls Arasonar. FuIIskipaft er í utanlandsferft Páls Arasonar suftur um Italiu, en hún hefst um miðja þcssa viku, eða 5. júní næstk. Farar- stjóri verftur Jón Sigurbjörns- son leikari. Þátttakendur verða alls 17 auk fararstjóra og verður flogið til Parísar á miðvikudaginn og dvalið þar í þrjá daga. Frá Par- is verður haldið í járnbraut til Mílanó, en þar skipt um far- kost og ferðast í hópferðabíl suð ur um Ítalíu. Farið verður lengst til Napoíi og Sorrento og komið víða við á leiðinni og frægustu bor-gir skoðaðar eins og Genua, Pisa, Róm, Flórenz og Feneyjar. Frá Bolzano á Norður-ítalíu vei-ður farið í járnbraut til Khafnar og þagan eftir eigin ósk annað hvort með flugvél Indónesía í efna- hagsörðugleikum. i Indónesar eiga vift mikla efnahagsörðugleika að etja cins og fleiri þjóðir. 1 Djuanda forsætisráðherra,1 er myndaði utanþingsstjórn í sl. mánuði, hefir tilkynnt, að háum, nýjum sköttum verði beitt til að draga úr kaupgetu almennings, og auk þess verður dregið úr kostnaði hins opin- ] bera við ýmsan rekstur, sem getur talizt óþarfur. Undanfarin fjögur ár hefir hallinn á fjár- lögum numið samtals sem svarar 16 milljörðum króna. eða skipi heim. Með dvölinni í Khöfn varir ferð.in í 23 daga. Næsta fea'ð Ferðaskrifstofu Páls Arasonar til útlanda hefst 15. júní, en það er hringferð: London París — Nizza :— Hamborg. Það er 16 daga ferð. J DAGSKRÁ 20. Sjómannadagsins, sunnudagsins 2. júní 1957. Kl. 08.00 Fánar dregnir að hún á skipum. — 09.00 Sala á merkjum Sjómannadagsins og Sjómannadagsblaðinu hefst. — 10.00 Kappróður og sund í Reykjavíkurhöfn. — 13.30. Sjómenn og aðrir þátttakendur Sjómannadagshátíðahaldanna safnast saman við Dvalarheimili aldraðra sjómanna að Laugarási. — 14.00 1) Minnzt drukknaftra sjómanna: a) Guðm. Jónsson óperusöngvari syngur: Liknargjafi þjáðra þjóða, með undirleik Lúðrasveitar Reykjavíkur. b) Séra Bjarni Jónsson víglubiskup minnist drukknaðra sjómanna, — Þögn — um leið er lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjó- mannsins í Fossvogskirkjugarði. c) Guðmundur Jórisson óperusöngvari syngur: Alfaðir ræður, með undirleik Lúðrasveitar Reykjavíkur. 2) Opnun Dvalarheimilis aldraftra sjómanna: a) Henry Hálfdánsson form. Fulltrúaráðs Sjómannadagsins lýsir opnun dvalarheimilisins og afhendir það hinum nýja fram- kvæmdastjóra. b) Guðmundur Jónsson óperusöngvari syngur: Lofsöng, eftir Beethoven, með undirleik Lúðrasveitar Reykjavíkur. c) Ávarp: Forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur: ísland ögrum skorið. d) Ávarp: Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur: Reykjavík. 3) Sjómannadagshátíðahöld: Ávörp: a) Fulltrúi ríkisstjórnarinnar: Lúðvík Jósefsson, sjávarútvegs- málaráðherra. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur: Lýsti sól. b) Fulltrúi útgerðarmanna: Ólafur Thors, fyrrv. forsætisráðherra. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur: Gnoð úr hafi skrautleg skreið. c) Fulltrúi sjómanna: Ríkarður Jónsson, stýrimaður. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur: íslands Hrafnistumenn. d) Afhending björgunarafreksverðlauna og íþtóttaverðlauna: Henry Hálfdánsson, form. Fulltrúaráðs Sjómannadagsins. — Lúðrasveit Reykjavíkur leikur: Ó, Guð vors lands. Að því loknu verður húsið til sýnis fyrir almenning til kl. 19.00. Kl. 21.00 Dans á palli á Dvalarheimilislóðinni. Hljómsveit Gunnars Ormslev leikur. — 21.30 Skemmtiatriði — Þjóðdansafélag Reykjavíkur. Síðan dansað. Þátttaka ókeypis fyrir alla þá, sem bera merki dagsins. Meðan á hátíðahöldunum stendur um daginn, er öldruðum sjómönnum, sem þess óska ætlað sæti í víkingaskipi, sem stendur á heimilislóðinni. Sjómannakonui’ annast sölu öls, gosdrykkja og sælgætis. Aígreiðsla merkja Sjómannadagsins og Sjómannadagsblaðsins verður í Verkamannaskýlinu við höfnina frá kl. 09.00 og í Dvalar- heimilinu frá kl. 13.00 á sunnudag. Óskað er eftir sem flestum börnum og unglingum til að annast söluna. Skemmtanir fyrir meðlimi aðildarfélaga innan Sjómannadagsins verða sunnu- daginn 2. júní í Sjálfstæðishúsinu kl. 20.00: Gullöldin okkar — dans. Tjarnar- café kl. 21.00: Almennur dansleikur — með hljómsveitinni syngur Louisa Hamiiton. w Tekið á móti pöntunum og aðgöngumiðai' afhentir að ofanskráðum skemmtunum í Umboði Happdi'ættis DAS, Austurstræti 1, sími 7757, í ^ dag kl. 09,00 til 22.00, og á morgun, sunnudag kl. 09.00 til 11.00 og 15.00— 16.00. • mw Auk þess verða dansleikir kl. 21.00 á eftirtöldum stöðum: ~ Ingólfscafé: Gömlu dansarnir. 'ps» Silfurtunglið: Gömlu dansarnir — Dansstjóri Baldur Kai’lsson. V Aðgöngumiðar að þessum dansleikjum verða seldir við innganginn í við- komandi húsum frá kl. 17.00 á sunnudag. Allar skemmtanir standa yfir til kl. 02.00. • Strætisvagnar Reykjavíkur annast ferðir milli Lækiartorgs og Dvalarheimilisins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.