Vísir - 05.07.1957, Síða 4
4
VtSIR
Föstudaginn 5. júlí 1957;.
WX-SISi
D A G B L A Ð
Vísir kemur út 300 dagá á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skri'ístofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 1660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚ.TGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Umbrotin í Kreml.
Enn hafa foringjar heimskomm-
únismans í Moskvu gefið al-
heimi tækifæri til að fylgjast
lítið eitt með því, sem verið
hefir að gerast bak við rauðu
tjöldin þar eystra að undan-
förnu. Enginn vafi virðist
leika á því, að þetta á sér
nokkurn aðdraganda, að
miklar deilur hafa átt sér
stað upp á síðkastið, enda
þótt það komi ekki á daginn
fyrr en nú, og raunar játa
kommúnistar það sjálfir, að
þetta hafi í raun og veru
gerzt fyrir nokkrum dögum.
enda þótt ekki hafi verið
látið neitt uppskátt um það
fyrr en seint á miðvikudags-
kvöldið, eða þegar komið var
fram yfir miðnætti austur í
Moskvu. Myrkraverkin til-
heyra einnig þeim tíma sól-
arhringsins.
Miðstjórnarfundur var haldinn
í kommúnistaflokki Sovét-
ríkjanna í Moskvu fyrir um
það bil viku — eða dagana
frá 22. júní til 29, — og það
var sá fundur, sem ákvað, að
þeir Kaganovitsj, Malenkov,
Molotov og Shepilov, nær
allir gamlir. tryggir og þaul-
reyndir samstarfsmenn Stal-
íns, væru ekki lengur hæfir
til að eiga framar sæti í
þeirri virðulegu samkundu.
Þjóðviljinn segir meira að
segja frá því, að samþykktin
um þetta hafi verið gerð
með öllum atkvæðum nema
einu, þvi að Molotöv harkaði
af sér, vildi ekki viðurkenna
neitt og sat hjá við atkvæða-
greiðsluna.
Það er þess vegna um það bil
vika, síðan allt var klappað
og klárt í þessu máli, síðan
öllu hafði verið ráðið til
lykta með sigri Krúsévs og
hans manna. — sennilega
með her og flokk að bak-
hjarli. Almenningur í Sovét-
ríkjunum og umheimurinn
hefir hinsvegar ekkert fengið
að vita fyrr en nú. í því birt-
ist að sjálfsögðu virðing
valdhafanna austur þar fyrir
almenningi, eða kannske
traust Krúsévs á því, hvern-
ig alþýða manna mundi taka
því, er þessum goðum væri
steypt af stalli eins og Stalín
fyrir um það bil fimmtán
mánuðum. Sigurvegararnir
hafa að öllum líkindum tal-
ið heppilegast að undirbúa
almenningsálitið að ein-
hverju leyti, áður en fregnin
um þessa nýju byltingu var
látin berast út.
Það er algengt bragð austur þar
að efna til fjöldafunda á
vinnustöðum og láta slíkar
samkundur gera kröfur um
ýmislegt, sem stjórnarvöldin
hafa í huga en vilja telja al-
menningi trú um. að hann
hafi átt upptökin að. Er því
alls ekki ósennilegt, að þessi
vika, sem leið frá samþykkt
miðstjórnarinnar og þar til
hún var gerð almenningi
kunn, hafi einmitt farið til
slíkrar „sjálfstæðrar skoð-
anamyndunar", eins og það
mundi víst heita á ■ máli
Þjóðviljans. Raunar boðaði
Pravda það í ritstjórnargrein
á miðvikudagsmorguninn, að
eitthvað væri á seyði, því að
blaðið krafðist þess, að for-
ustulið flokksins auðsýndi
ekki minni aga en óbreyttir
liðsmenn. Það var greinileg-
ur fyrirboði þess, að „hin
„samvirka forusta“ væri ekki
alveg eins einhuga og sam-
taka og mönnum heíir verið
ætlað að trúa. Og það er kom
ið á daginn með síðustu at-
burðum.
Gísli Halldórsson, leikstjórinn, sem Alan, Sigríður Hagalín sem1
Diana og Knútur Magnússon sem Rogers.
Sii iBiarlciklitisíd:
„Sól úti, sól inni“.
Frönskunámskeið og íreistingar, eftir Ratt-
igan, ieikstjóri Gísla Halldórsson.
Sumarleikhúsið hóf starfsemi
sína í júlímánuði í fyrra á leik-
. ritinu „Meðan sólin skín“. Sól-
jin skein líka í gærkveldi, bæði
úti og inni í Iðnó gömlu, þegar
það frumsýndi leikritið Frönsku
nám og freistingar, eftir Teren-
ce Rattigan í þýðingu Skúla
Bjarkan, undir leikstjórn Gísla
Halldórssonar. Sýningin kom
öllum í sólskinsskap og hlaut
framúrskarandi undirtektir,
sem voru sannarlega verðskuld
aðar.
Tei-ence Rattigan þarf ekki
að kynna íslenzkum leikhús-
gestum. Efni leikiátsins verður
^ekki heldur rakið. Það værij
jhinn mesti bjarnargreiði við
þá, sem eiga eftir að sjá^
l þessa sýningu Qg þeir verða á- j
reiðanlega margir. Það skal að
eins tekið fram, að leikritiðj
gerist að sumarlagi, í júní- og
júlímánuði í heimilisskóla á
suðurströnd Frakklands.
Þá er að snúa sér beint aðj
efninu: meðferð leikstjóra og'
leikenda á viðfangsefninu.
Leikstjórn Gísla Halldórsson-
ar er sérlega góð. Hiaði er víð-
ast hvar ágætur í leiknum og á
vafalaust eftir að verða enn þá
betri, þegar leikendur samæf-
ast. Auk þess var leikur Gísla
í hlutverki Alan Howards mjög
hófstilitur og sannur. Hann
kann vissulega að velja . sér
hlutverk við sitt hæfi. Jóhann
Pálsson og Katla Ólafsdóttir
fóru snoturlega með hlutverk
sín og er vafasamt að hægt
hefði verið áð gera meira úr
þeim hlutverkum en þau gerðu.
„Samvirknin" í framkvæmd.
Þegar á reynir er hin samvirka
forusta ekki samvirkari en
svo, að þar er hver höndin
upp á móti annari. Þar er
háð borgarastyrj öld í smá-
um stíl, og afleiðinganna
gætir langt út um Sovétríkin
og út fyrir endimörk þeirra.
Hver einstakur meðlimur
miðstjórnarinnar reynir að
efla völd sín á kostnað allra
hinna og til þess að reka þá
út í yztu myrkur eða yfir
landamærin.
Síðan Stalín dó,' hefir heimur-
inn fengið að sjá nokkur
dæmi um þetta, en áður var
það aðeins ofurvald hans,
sem hélt hinum sundurleita
hópi saman, ótti undirtylln-
anna við húsbóndann eða
viðleitni þeirra til að koma
sér vel við hann með því að
hjálpa honum við að halda
völdunum. Þegar hann er nú
ekki lengur til að halda
hópnum saman og hafa hem-
il á honum með ógnarvaldi
sínu, lenda hinir fyrri læri-
sveinar hans í hár saman
Og það, sem gerzt hefir í
Moskvu síðustu daga er
sennilega aðeins litill þáttur
í mikilli baráttu, sem getur
endað með hruni kommún-
ismans innan frá. Það yí'ði
mannkindinni til góðs.
Birgir Brynjólfsson lék Brian
Curtis mjög rösklega og
skemmtilega og er ótvírætt
efni í leikara. Hinn kunni
danski leikari og leikstjóri,
Gunnar R. Hansen, sem mig
langar raunar til að kalla ís-
lending, ef ég mætti, vegna þess
hve mikið og óeigingjarnt starf
hann heíur unnið í þágu ís-
lenzkrar leikmenningar, lék
Maingot skólastjóra og var auð
vitað á sviðinu „eins og hann
væri heima hjá sér“. Franskan
hans var mjög skemmtileg og
hann náði leikandi „fjórslegnu“|
frönsku erri, eins og það heitir
á máli hljóðfræðinga, og það er
ekki talið heglum hent. Err
vinar míns, síra Sigurðar Einars
sonar, prests í Holti undir Eyja-
fjöllum er þó ekki nema „þrí-
slegið“ og þykir kappnóg.
Frammistaða Gunnars R. Han-
sens var honum til mikils sóma
og munu það ekki þykja nein-
ar fréttir. Þá Knút Magnússon,
sem Rogers sjóliðsforingja og
Guðmund Pálsson í hlutverki
Kit Neilan hef ég aldrei séð
leika betur en í gærkveldi og
þó sinn með hvorum hætti. Þeir
eru áreiðanlega báðir að „græða
sig“, ef ég má nota sveitamál.
Diönu Lake lék Sigríðúr Haga-
lín og fyllti ágætlega sitt rúm á
sviðinu. En um hitt má deila,
hvort hún á heima í svona hlut-
verki. Eða má ég spyrja? Hversu
oft og lengi á að þræla þessari
gáfuðu og hæfileikamiklu
leikkonu út i hlutverki laus-
lætiskvenna. Heybrók (Hay-
brook) lávarð lék ungu'r' snáði,
Gísli Þröstur Kristjánsson.
Hann gekk aðeins einu sinni
.vfir sviðið, en vakti óblandna
kátínu leikhúsgesta. Eigi verð-
ur neitt af því ráðið um fram-
tið hans sem leikara, en minna
má á það, hvernig Emil gamli
Jannings var „uppgötvaður“.
Hann var upphaflega „brú-
steinalagningamaður" í Kaup-
mannahöfn. Kvikmyndafél'ag
eitt þurfti að fá nokkra verka-
menn til að ganga yfir götu og
var Jannings einn af þeim.
Þegar kvikmyndatökumenn-
irnir sau baksvipinn á Jannings,
þegar hann gekk yfir götuna,
þurítu þeir ekki meira. Ilann
var óðara ráðinn og varð síðar
heimsfrægur, eins og kunnugt
er. En þetta var, sem sagt, Em-
il Jannings. Um Gísla litla
Kristjánsson verður engu spáð.
En „hver veit, nema ek verða
víða frægur um síðir“, sagði
Haraldur Sigurðarson, síðar
konungur, hálfbróðir Ólafs
digra, er hann „skreiddist lítils
heiðar“ ,,skóg af skógi“, fimmt-
án vetra gamall, á flótta eftir
Stiklastaðaorustu. Og hver
veit,'nema þessi snáði verði ein-
hvern tíma góður mikill leik-
ari. Að minnsta kosti vann hann
hylli leikhúsgesta í gærkveldi.
Þá er aðeins eftir að minnast
á einn leikarann, frú Helgu Val-
týsdóttur, sem lék .Jacqueline
dóttur Maingot s skólastjóra.
Sá, sem þessar línur hripar,
hefur lengi fvlgzt með leikferli
hennar og kom frammistaða
hennar í gærkveldi ekki mjög
á óvart. Honum er til dæmis í
fersku minni hinn frábæri leik-
ur hennar í-vetur í Browning-
þýðingunni, móti Þorsteini Ö.
Stephensen, og þurfti þar þú
talsvert til. Það er ef til vill
ekki smekklegt að segja það, en
ég held, að engum sé gert rangt
til, þótt sagt sé, að leikur henn-
ar í gærkveldi hafi borið af — -
alveg ótvírætt. Hún hafði allt:
„replik“, „mimik“, hreyfingar
— allt.
Leiktjöld Magnúsar Pálsson-
ar voru mjög smekkleg.
Þetta er mjög stuttur „leik-
dómur“. Ef til vill enginn leik-
dómur. En það er sumarnóttin,
sem á sök á því. Á þessari dá-
samlegu júlíunótt hefur párari
þessara hna arínað augað á
Reykjan'esfjallgarðinum og hitt
á Eskihlíðinni. Og ef hann héldi
áfram hlyti áhjákvæmilega að
verða úr því blindraskrift.
Karl ísfeld.
Helga Valtýsdóttir sem
Jacqueline.
Gunnar R. Hansen scm
Maingot,
Steypustyrktarjárn
12 mm fyrirliggjandi.
EGILM, ÁRNASON
Klapparstíg 26 — sími 4310.