Vísir - 15.08.1957, Blaðsíða 4
«
VtSIR
Fimmtúdaginn 15. ágúst 1957
WSSIK.
D A G B L A Ð
Tífir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíQur.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
^Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
I Rititjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Aígreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími 11660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Sjaldan launar kálfur.
Það er undarlegur öfugugga-
háttur í mannskepnunni að
kunna ekki eða vilja ekki
viðurkennna og meta það,
sem henni er vel gert og af
góðum hug. Þetta sannast á
mönnum hvarvetna, en þó
kemur það sennilega hvergi
eins vel fram og löndunum
fyrir austan járntjaldið.
Mönnum skilst, að valdhaf-
arnir þar leggi nótt við dag,
til þess að láta þegnunum
líða sem allra bezt og þola
jafnvel skort sjálfir, til þess
að almennirigur geti þeim
mun frekar notið lífsins
gæða. Um þetta efast enginn,
sem fylgist eitthvað með
skriíum blaða kommúnista
— og hver er svo árangur-
inn af þessari viðieitni, hver
er ávöxturnn af: góðverkum
föringjanna?
Valdhafarnir fyrir austan járri-
tjaldið geta sagt með sanni,
að sjaldan launi kálfur of-
eldi og að laun heimsins sé
vanþakkiæti. Og vanþakk-
læti manna kemur meira að
segja fram í hreinum og
beinum uppreistum, þegar
svo ber undir, og aðeins af
því, að einhverjir útlendir
fasistar og þvílíkir blóð-
hundar hvísla því að hrekk-
iausum alþýðumönnum. að
þeim gæti nú kannske liðið
dálitlu betur, enda þótt þ'eir
þurfi í rauninn| ekki að
kvarta yfir neinu. Ef tr'úa
má því, . sem kommúnista-
blöðin segja, ætti allt að lö'ga
hvarvetna i uppreistum í.
„auðvaldslöndum“, þegar
gerður er samaarburður á
hag almennings þar og í
ríkjum ,,alþýðunnar“, en þó
eru uppreistir og ókyrrð tíð-
ara fyrirbrigði í ríkjum
kommúnistanna.
Þegar. verkamenn í Poznan í
Póllandi gerðu verkfall í lok
júní-mánaðar á siðasta ári,
brá svo undarlega við, þegar
valdhafarnir, kommúnistar,
höfðu kæft uppreistina í
blóði, að þeir viðurkenndu,
að kjör verkamanna væru
óviðunandi — og viður-
kenndu einnig, að þeir ættu
sjálfir sök á þessu. Þeir lof-
uðu bót og betrun, en litlar
sögur fara af því, að kjör al-
þýðu manna hafi verið bætt
verulega. Að minnsta kosti
hefir vagnsjórum alménn-
ingsvagna í borginni Lodz
þótt ástæða til að ýta við
ríkisstjórninni með verkfalli
því, sem þar var gert í byrj-
un vikunnar. Því lauk ekki,
fyrr en fjölda hermanna og
lögreglumanna var beitt.
Fyrir fjórum árum gerðu aust-
ur-þýzkir verkamenn einnig
uppreist í mörgum borgum,
og kröfðust bættra kjara.
Hún var einnig bæld niður
— með rússneskum skrið-
drekúm og hríðskotabyssum
— en austur-þýzkir komm-
únistar viðurkenndu, að
óánægja landsmanna væri
réttmæt. Það þyrfti að bæta
kjör þeirra. Enginn veit þó
með vissu, hversu miklar
kjarabæturnar hafa orðið, og
ekki er með öllu útilokað, að
eitthvað komi upp um það á
næstunni, að menn fitni ekki
til muna af þeim, svo að
nauðsynlegt verði að vekja
yfirvöldin með nýrri upp-
reíst.
Það eru furðanlega forhertir
menn og blindir á veilurnar í
málflutningi sínurri, sem
halda því fram, að kjör
verkalýðsins sé góð. þegar
foringjar kommúnista í. hin-
um ýmsu löndum eru önn-
um kafnir við að viðurkenna,
hversu bágborin þau eru.
Það hlýtur að vera einhver
veila í þehn mönnum, ,er
prédika þannig gegn stað-
reyndum.
Hershöfðingjaskipti.
Um þessar mundir er skipt um
yfirmann i varnarliðinu í
Keflavík og getur Þjóðvilj-
inn þess í því sambandi, að
efnt muni verða til hersýn-
ingar og síðan til veizlu, en
meðal gestanna verði „Guð-
mundur í. Guðmundsson ut-
anríkisráðherra (sá, sem á
að hafa að aðalverkéfni að
losa íslendinga við hernám-
ið.)“
Það skoplega við þessá frásögn
Þjóðviljans er það, að hann
styður stjófn, sem hafði það 1
„að aðalverkefni (eins og ut-
anríkisráðherrann) að losa
Islendinga við hernámið“,
samþykkti síðan að „her-
námið“ skyldi halda afram
og hefir meira að segja þeg-
ið allskonar aðstoð af „her-
námsveldunum“. Já, stjórn-
ina, sem þetta gérir, styður
Þjóðviljinn af öllum líkams
og sálar kröftum og þar með
styður hann það, að ,;nýr
hernámsstjóri" komi til
* lansins. Almemrmgui- vor-
kennir þeim mönnum og
Finnlandsforseti í Háskólanum:
„Finnland mun lifa“.
Kafiar úr ræ&um háskóiarektors og
menntamálaráðherra í gærmorgun.
Hér fara á eftir kaflar úr
ræðum háskólarektors, Þorkels
Jóhannessonar og menntamála-
ráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar í
hátíðasal Háskóla íslands í gær-
morgun, er forseti Finnlands
kom þangað í heimsókn. Vegna
rúmleysis í blaðinu, er ekki
unnt að birta ræðurnar í heild.
Próf. Þorkell Jóhannesson
bauð hina tignu gesti velkomna
og mælti siðan m. a. á þessa leic:
Áhugi íslendinga á Finn-
landi og högum hinnar finnsku
þjóðar er nátengdur sögunni um
frelsisbaráttu beggja þessara
þjóða. Þaðan er það fyrst og
fremst runnið, þrátt fyrir fjar-
lægð og óskylt tungutak, að ís-
lendingar hafa um nær aldarbil
fylgzt með hinni hetjulegu bar-
áttu finnsku þjóðai’innar fyrir
frelsi sinu af einlægri og hlýrri
samúð, enda höfum vér sjálfir
sótt þangað hvatningu og upp-
örfun í okkar eigin sjálfstæðis-
baráttu. Hér eins og oftar hafa
skáldin gengið fram fyrir
skjöldu. Hinar meistaralegu
þýðingar Matthíasar Jochums-
sonar úr Fenrik Stáls Sánger
eftir finnska skáldið Runeberg
snertu vissulega næman streng
í brjósti islenzkra æskumanna
á ofanverðri 19. öld og fram um
aldamótin. Því þótt okkar eigin
frelsisbarátta væri eigi með
vopnum háð, var andinn hinn
sami, óbeitin á erlendri yfir-
drottnun og ofríki og þráin til
þess að mega lifa frjáls í sínu
eigin land og viljinn til þess að
fórna þeirri hugsjón öllum
sínum kröftum, Þegar Rússar
hugðust mundu innlima Finn-
land árið 1910 undir slagorðinu:
Finis Finlandia, orti eitt af höf-
uðskáldum íslendinga fyrr og
síðar, Stephan G. Stephansson,
kvæði undir þessari fyrirsögn.
Lokaorð kvæðisins eru þessi:
Finnland mun lifa. Sá mann-
dómsandi, sem sigraði frum-
skóginn og breytti fenjum í
akfa, mún slita af sér hlekki
kúgarans. Þegar þetta kvæði
var ort, stóðu sem hæst stjórn-
máladeilur við Dani um rétt-
indi Islendinga til sjálfstæðis og
sjálfstjórnar, og það dylst ekki,
að þessi orð áttu líka erindi til
Finnar eiga fornri menning-
ararfleifð sinni mikið að þakka.
Hið sama á við um íslendinga.
Ef til vill er það þetta, fremur
en allt annað, sem gerir Finn-
um og íslendingum jafnauðvelt
að skilja hvora aðra og raun
ber vitni.
Menntainálaráðherra kvað ís
lendinga hafa haft náin kynni
lendum yfirráðum. En sé hið af verkum helztu afreksmanna
dýrmæta frelsi miklu verði j1 flnnskum bókmenntum á sinni
keypt myndi seint of miklu'eigm tunSu °§ tekið við bau
kostað til þess að tryggja það ástfóstri “ en d>’rustu menn-
ingarperluna, Kalevalakvæðin.
hefðu þeir hingað til ekki getað
og varðveita. Þetta hafa Finn-
ar sannað fullkomlega og vænt-
anlega munu íslendingar ekki.dáð á tunSu sinni.
liggja, hvenæi’! Siðan komst ráðherrann m.
a. svo að orði: Hvað er líklegra
láta sitt eftir
sem á reynir.
Síðan 1918 hafa miklu nán-
ari kynni tekizt með Finnum
og íslendingum en áður og
margvísleg viðskipti, báðum til; in§a “ en einmitt bað’ að bær
hagsbóta.
til þess að treysta sönn vináttu-
bönd milli þjóða og þá ekki sízt
þjóða eins og Finna og fslend-
Þótt Finnar séu að mann-
fjölda stórþjóð við hlið íslend-
inga, eru þeir samt smáþjóð líkt
og þeir i augum stórvelda
heimsins. Ég býst við, að okkur
sé sameiginleg allrík einstak-
lingshyggja. Þetta er eðlilegt.
Fámenn þjóð verður að treysta
á atgervi einstaklingsins. Hún
getur ekki unnið upp linku
sinna liðsmanna með því hærri
höíðatölu. Samt ætla ég, að ís-
lendingar eigi hér margt ólært.
En við höfum fleira lært af
Finnum en það, að lítil þjóð
getur eignazt iþróttamenn, sem
skara fram úr fjöldanum. Finn-
ar hafa líka átt og eiga mikla
afreksmenn á sviði tónlistar og
bókmennta, sem haft hafa áhrif
á andlegt líf nútímans, einnig
hér á landi. Mér er mikil ánægja
að því í þessu sambandi að
minnast þess, að einmitt þessa
dagana er hafin útgáfa af þýð-
ingu hins mikla og heimsfræga
kvæðaflokks Kalevala, sem er
stolt hinnar finnsku þjóðar, með
líkum hætti og Sæmundaredda
og Njála eru þjóðarstolt íslend-
inga.
Ég mun nú ljúka máli rnínu.
En að lokum vil ég færa yður,
herra forseti, hugheilar árnað-
aróskir frá Háskóla íslands yður
til handa hinni finnsku þjóð.
Megi sá. manndómsandi sem
hingað til hefir sigrað alla örð-
ugleika, leiða þjóð yðar til far-
sældar um ókomnar aldir.
Gylfi Þ. Gislason, mennta-
málaráðherra, komst m. a. svo
að orði:
Leiðin milli Finnlands og
íslands er lengri en milli nokk-
urra tveggja landa annarra á
kynnist menningararfi hvorrar;
annarrar, þeim menningararfi,
sem verið hefur og verður afl-
gjafi þeh’ra í því stríði aldanna
fyrir frelsi, sjálfstæði og lífs-
hamingju, sem aldrei lýkur.
Að lokum bað menntamála-
ráðherra forsetann að skoða
fyrstu útgáfu Kalavala-kvæð-
anna á íslenzku, er efnt væri til
nú í sambandi við fyrstu heim-
sókn finnsk forseta til íslands',
sem vott um einlægustu og hlýj-
ustu virðingu íslenzkrar þjóðar
við hann og þjóð hans. Það er
sérstakt ánægjuefni, sagði ráð-
herrann, að þýðing Karl ísfelds
skuli vera með jafn miklum á-
gætum og raun ber vitni.
Að svo mæltu afhenti mennta
málaráðherra forsetanum fyrsta
eintak kvæðanna.
okkar. Fyrirheit það, sem í þeim Nórðurlöndum Samt er hún
felst, yar einnig. okkur . gefið, stutt er ekki flugtækni nú-
enda var þess ekki langt að tímans_ sem .gert hefur haná
bíða, að skorið yrði úr málum stutta heldur sú vinátta, sem
eðlilegt er að tengi þjóðir Norð-
HRINCUN'JM
' FRÁ
JfcsSSí
BEZT At) AUGLÝSAIVISI
þescum að fullu.
Þess verður lengi minnzt, að.
árið 1918 fengu báðar þjóðirn-
ar, Finnar og íslendingar. full-
veldi sitt viðurkennt af öðrum
þjóðum. Síðan eru liðin 39 ár.
Þessi ár hafa verið mikill
reynslutími fyrir Finna og ís-
lendinga, eigi síður en margar
þjóðir aðrar, þótt með ýmsu
móti hafi verið. En minnisstæð-.
asti lærdómur þessara ára
myndi sá vera. að þá fyrst nýt-
ur hver þjóð krafta sinna til
framfara og umbóta í landi
sínu, er hún er laus undan ey-
urlanda traustum böndum. (•
| Vinátta íslendinga í garð
jFinna er blandin djúpri virð-j
ingu. Um Finna hefur oftsinnis
leikið sá stormur, sem slekkur
lítið Ijós, en æsir mikið bál. Fá-
ar þjóðir veraldar hafa sýnt
það betur en Finnar, hversu
satt það er, að baráttan bugat
lítilmagnanna, en styrkir stór-
mennið. Finnar eru sígilt tákn
þess að smáþjóð getur verið
stórþjóð. Dæmi þeirra hefur
verið öðrum litlum þjóðum dýr-
mæt hvatning, ekki sizt hinum
_______________ smæstu rriéðal smárra. Ást
málgögnum. ‘sem verða að þeirra á landinu og virðing
leika annan éiris skríþ&lerk þeirra^fyrir sjálfum sér hefur
og Þjóðviljinn í flestum þeim! verið slík, að það hlýtur að
.málum sem stjórnina snertá. |vekja lotningu. i
Verdensrevyen,
segir fréttir úr heivii
skemvitanalífs og kvik-
mynda. — NA, norska
niyndablaðið, er hliö-
stœtt Billedbladct. ..
Norsk ukebíad,
fjölbreytt heimilisblað,
flytur margar skemmti-
legar greinar og sögur.
Kvennasiða, drengja-
siða, myndasögur,
Andrés'önd o. fl. í sein-
ustu blöð. ritar Ingrid
Bergman framhalds-
greinar um lif sitt og
starf.
Blaðatumkn
Laugavegi 30 B.
Landrover jeppi
model '51
í mjög góðu lagi til sýnis
og sölu í öag.
Bifrei&asaian
NjáUgötu 40
Sími 1-1420.