Vísir - 03.09.1957, Page 5
þriðjudaginn 3. september 1957
r ■■■ - ---------------
Ví S IR
B-
För til Mackinac-eyjar I:
Yfir hafinu voru skýjahlað-
ar í forðahiírunt veðranna,
Þegar komið var inn yfír Kanada,
var lengi flogið yfir siéttur.
Aðfaranótt mánudagsins 19.
ágúst lagði flugvélin Sólfaxi af
stað með hóp Islendinga áleiðis
til Mackinac-eyjar í Micliigan-
vatni.
För þessi var farin í boði
MRA, þeirrar hreyfingar • eða
stefnu, sem vaxin er upp úr
Oxford-hreyfingunni. Mark-
mið þeirra er að frelsa heiminn,
skapa nýja menn þar sem full-
komin einlægni og fullkominn
kærleikur ríki milli einstak-
linga, stétta og þjóða.
Það var á ýmsa lund nokkur
eftirvænting í huga mér, þegar
íákur Sólfaxi sleppti jörðinni
og fór hærra og hærra,' þar til
skýin lágu eins og hvít vorull
fyrir neðan hann.
i
Forðabúr
veðranna.
Langan tíma nætur skoðaði
eg skýjamyndir, horfði á hvíta,'
mjúka mekki eða skýhlaða í
forðabúrum veðranna. . Eftir
4—5 stunda flug sást suður-
oddi Grænlands, svipmiki.ð og'
sérkennilegt landslag. Þar sá'
fjall við fjall. Tóku þau hvert
við af öðru, svo sem heil þyrp-
ing, há, tindótt, blá, nakin og
gróðurlaus. Milli þeirra bugð-
uðust firðir eða álar. Undir-
lendi sást ekkert, nema lítill
grænn blettur á einum stað.
Þessi landsýn hvarf eftir stund-
arbil.
Næst var farið yfir Ný-
íundnaland. Mikil, dökk svæði
sýnd.ust mér vera klappir,- en
hafa sennilega verið skógár, því
að sami dökki liturinn var á
svæðum þeir í Labrador, sem
.reyndust vera reitir með furu-
trjám, þegar- vélin lækkaði
flugið. Skógarbotninn sést all-
ur í einu um leið Og skógurinn,
gulur mosi milli trjánna.
i
Haldið inn
yfir Kanada.
í Goose Bay tók flugvélin
bensín og þar var lítilsháttar
viðdvöl mönnum til hressingar
eftir nær 8 stunda flug.
Næst var flogið yfir Kanada,
hið víðáttumikla land, þar sem
sléttan breiðist út fyrir neðan
vélina klukkustund eftir
klukkustund. Á einstöku stað.1
þar sem mikið var af óbyggðu
landi, stóðu bændabýlin í röð-
um sitt hvoru rnegin við þjóð-
veginn, en mynduðu ekki hverfi
út frá honum. /
Pétur Sigurðsson flutti fróð-
legt og skemmtilegt erindi,
þegar flogið var yfir landnám
íslendinga í Kanada. Ekki bar
■ það me.rki þess, að hánn flutti
■það fyrirvaralaúst éftir beiðni
á stundinni.
Glampar
á vötn.
Við sáum St. Lorenz-fljótíð
liðast um sléttuna; flogið var
yfir Quebec, Montreal, Ottawa
og fleiri stórar borgir. Það var
sólskin en reykur af skýjum á
milli loftfarsins og landsins. •
Hér var flogið í 8000 metra j
hæð yfir þessu mikla land- i
flæmi, sem oft hefir verið nefnt j
hinar endalausu sléttur.
Á siðasta áfanga le.iðárihnar
glampaði á smærri og stærri
vötn, þétt sett milli klappa og
skógarása. Landið var fagurt
j'fir að líta. Fyrir augun bai’ að
kveldi þá sýn, er eg seint mun
gleyma. Einhverntíma hefi eg
heyrt henni Iýst í sögu nýbyggj-
anna. Það var sólarlagið á slétt-
unni. Sólin lækkaði og varð
rauð kringla niðri við sjón-
deildarhringinn, svo vaf eins og
hún sæti í grasinu, hálfur, eld-
rauður hnöttur. Síðast myndaði
hún rauða tjörn á grassléttunni,
beindi geislunum upp á við og
breiddi rauðan hring niður; við
sléttuna í kringum hiná fjalla-
lausu sjóndeld.
Þar eru '
engir bílar.
í Bellton varð Sólfaxi eftir.
Bílar tóku við farþegum og
flutíu að Michiganvatni. - þar
sem ’ ferjan beið. Við sigldum
svo hægt og rólega í yndislegu
veðri yfir vatnið undir dimm-
bláum, stirndum næturhimni.
Eyjan var fögur að sjá. Gróð-
urmikil tré prýða hana. Nokk-
ur stór og falleg gámaldags hús
eru þar. Aðalgatan með nokkr-
um búðum og íbúðarhúsum
liggur frá höfninni upp á eyna.
Þar eru þrjár kirkjur, sín fyrir
hverja trú, sú rómverska feg-
urst. Fram með öllum vegum
og stígum eyjarinnar er hinn
laufríki trjágróður. Fögur blóm
og marglit vaxa þar einnig.
Þar eru engir bílar. En stór-
ir, fallegir hestar draga sexhjól-
aða, tjaldaða vagna með þremur
bekkjum á. Þannig getur fólkið
ekið um eyna.
Lciðbeinenclur
gesta bíða.
Eg ók frá bi’ýggjunni upp að
aðalstöðvum MRA. Þegar við
komum þangað, stóðu stúlkur í
þjóðbúningum í fveimur röð •.
um frammi í forsal þeim er
lggur. að samkomusalnum og
matsalnum. Gestirnir gengu á
milli raðanna og inn í hir.n
mikla matsal með mörg./n
kringlóttum borðum, sem 4 eða
6 geta setið við. Það var komin
nótt, og var því fátt þarna á
ferð: En þeir, sem áttu að verá
leiöbeinendur gestanna, tóku
hver sinn gest að sér.
Norsk kona vísað mér á her-
bergi með sér. Hún var fyrir-
mannleg, og va.r því líkast, sem
hún ætti þarna heima.
Húsakynni .voru rúmgóð,
húsbúnaður vandaður og allur
aðbúnaður góður. Viðtökurnar
voru hlýjar og alúðlegar.
Rósa B. Blöndals.
Fi’éWabrcí frá Vesííijni'^iiin:
Handíæraafli er enn géður.
Spretta berja hefur verið góð.
Sýnlng á verkum
iésis Engiíberí's,.
Vfirlitssýnlng á vei’lcÚm Jóris
Engilbcrts hefir verið öþnuð í
SýnLigarsahium á horni Hverf-
isgötu og I ígólfsstrætis.
Eru þar til sýnis .16 v@rk lista-
marmsins af ýmsu tagi frá.ár-
unum 1933—1956. eða allt frá
er Jcn gekk á listaháskólann i
Oslé'. •
Jón Engilbsrts nefir tíöum
fevi' s o° dvalizt langdvölum
erlendis. Síðustu árin hefir hann
einkurn heimsótt Holland,
Frakkland, England og ítaliu,
þaf sem hann hefir ýmist éfnt
til siálf'.’tæð ’a sýnlnga eða tek-
ið þátt í samsýningum. Áuk
þess heíir Jón endrum og sinn-
um sýnt verk sín hér heima —
ætíð við góðan orðstír.
j Á undanförnum árum hafa
listaverk Jóns verið keypt til
ýmissa opinberra bygginga og
meiri háttar stofnana bæði hér
og erlendis, m. a. í Bandaríkj-
unum, en þar á Jón nú verk á
’sýningu nokkura heimskunnra
listamanna, sem ferðast er með
I
j viða um landið. Þa mun vera
í ráði að hefja innan skamms
töku kvikmyndar af verkum
j hans.
í haust mun Jón Engilberts
1 senda 17 verk á norræna sam-
sýnihgu í Gautaborg og 5 verk
á sýningu í Kaupmannahöfn,
þar sem honum hefir einnig
vérið boðið að efna til stórrar
yfirlitssýningar áður en langt
um líður i tilefni 50 ára afmæl-
is listamannsins næsta ár.
Frá fréttaritara Vísis. —
ísafirði 30. ágúst.
Fimmtíu ára afmælis Stóra-
Laugardalskirkju í Tálknafirði
var minnst sunnudaginn 11.
þ. ni.
Prédikun flutti prófastur sr.
Jón Kr. ísfeld á Bildudal.
Sóknarprestur sr. Tómas Guð-
mundsson í Patreksfirði rakti
sögu kirkjunnar. Hún var yígð
3. febrúar 1907 af þáverandi
sóknarpresti sr. Magnúsi Þor-
steinssyni. Sr. Grímur Grím;-
son í Sauðlauksdal og sr. Kári
Valsson á Hrafnseyri aðstoðuðu
við guðsþjónustuna. Að lokin.ii
messu þauð sóknarnefnd Stóra-
Laugardalssóknar öllum við-
stöddum til samsætis. Stýrði
því Guðlaugur Guðmundsson
þóndi í Stóra-Laugárdal, sem
er formaður sóknarnefndar og
kirkjuhaldari. Fór samsætið
hið bezta fram.
Stóra-Laugardalskirkja er
timburhús, en enn hið stæðileg-
asta. Kirkjan er fögur og reisu-
leg. Lét biskup dr. theol. Jón
Helgason svo um mælt, er hann
vísiteraði kirkjuna, að hún væri
ein af fegurstu sveitakirkjum
landsins. Uppdrætti af. kirkj-
unn gerði Rögnvaldur sál. Ól-
afsson arkitekt, en smíði kirkj-
unnar annaðist trésmíðafélagið
Víkingur á ísafirði. Var Jón
Þorkell Ólafsson, bróðir Rögn-
valds, yfirsmiður kirkjunnar.
Margir eldri Tálknfirðingar
voru viðstaddir 50 ára afmæli
kirkjunnar.
Handfæraaflinn
má enn heita jafngóður hérj
vestra. Trillubáturinn Trausti ^
frá Flateyri, um 4 smál. aðj
stærð, eigandi og formaður
Andrew Þorvaldsson hefir afl-
að fyrir á annað hundrað þús-
und krónur síðan seint í júní.
Trausti mun vera hæstur af
handfærabátum frá Flateyri,
en allir hafa þeir aflað ágæt-
lega.
Vöxtur trjáa og blóma
hefur verið mikill í sumar
allsstaðar í Vestfjörðum. Jafn-
astur og mestur trjavöxtur mun
vera í skógræktargirðingum
Barðstrendnga í Vatnsfirði á
Barðaströnd; Trostansfirði í
Arnarfirði og í Tungudal í
Skutulsfirði. Munu lundir nýju
vestfirzku skóganna lengi búa
að þessu sælusumri.
Norræna sundkeppnin.
Það sem til hefir frétzt, hefir
þátttaka í norrænu sundkeppn-
inni verið sæmileg, enda er að-
staða til sundiðkunar og sund-
keppni víðast góð með nærtæk-
um sundlaugum í öllum þorp-
um. Víða þarf þó að herða róð-
urinn með keppnina, því vissu-
lega liggur heiður Vestfirðinga
við að verða. ekki eftirbátar
Yfirlitssýning Jóns Engil-
berts í sýningarsalnum er 5.
sjálfstæða sýningin, sem þar er
efnt til síðan salurinn var opn-
aður 28. april sl. Á þeim tíma
hafa einnig verið haldnar þar 4
samsýningar, auk myndlistar-
markaðs. Sýning Jóns mun
standa til 11. þ. m.
annarra landsmanna í þessari
merkilegu keppni. Með slíkri
eggjan vex kapp innbyrðis milli
landshluta og hækka sigur-
vonir okkar að sama skapi.
Spretta berja
er þegar talsverð og fer óð-
um fram. Berjatínsla er þegar
byrjuð; sumstaðar fyrir um
hálfum mánuði. Útlit er fyrir
að nú verði mikið berjasumar.
Þykir húsmæðrum fengur í bú
að fá sem mest af berjum. Eink-
um eru bláber og aðalbláber
eftirsótt, því þau eru einhverjir
ljúffengustu og beztu ábætis-
réttr, sem kunnugt er.
Laxveiðin
hér vestra hefur verið með
minna móti nú í sumar. Talið
er að það stafi enkum af lítilli
vatnsgengd í veiðiánum. Bezt
mun veiðin hafa verið í Langa-
dalsá.
Atvinnutækjanefnd ríkisins
hefur undanfarið ferðast hér
um Vestfirði. Nefndin skoðaði
atvinnutæki sem fyrir eru á
hverjum stað og rædd við •
hreppsnefndir og bæjarráð um
ný atvinnutæki og staðsetningu
þeirra. Er þetta einskonar á-
framhald af störfum Nýbygg-
ingarráðs og í fyrsta skipti sem
vestfirzku þorpin fá slíka heim
sókn. Má nærri geta, að allir
óska sér umbóta og framfara
með nýjum atvinnutækjum.
Árangurinn af þessari yfirferð
nefndarinnar er hinsvegar ó-
séður enn, því nefndin gerir að-
ejns tillögur, en ríkisstjórn og
Alþingi úrskurða. Telja sumir
að þetta nefndarstarf verði
meira til gamans en gagns, þar
sem svo er ástatt, að lítið fé
virðist fyrir hendi til að full-
nægja löngum óskalista. Lík-
legt er þó að ýmsir kunni að fá
nokkuð fyrir snúð sinn ef réttur
litur er fyrir hendi.
Frakkar fella
Tu?nis3«er6n.
TÚMÍsstjóin hefur borið fram
kröftug mótmæli við Frakklands
stjórn út af bardaga Lnnan landa-
niæra Túnis, og heldur því fram,
að Frakkar hafi fellt þar 6 tún-
iska landamæraverði.
Frakkar höfðu áður tilkynnt,
að franskur herflokkur hefði elt
uppreistarmenn inn í Alsír, fellt
þar 6 menn og tekið nokkra
höndum. Hershöfðingi þeirra
segir þá hafa fullan rétt til að
veita slikum flokkum eftirför
inn í Túnis, þar sem þeir komi
til áraása frá léynistöðvum þar.
Túnisstjórn neitar harðlega, að
þetta sé rétt, og segir það ekki
hafa nein stoð í lögum, að
Frakkar fari inn yfir landamæri
Túnis í ofannefndum tilgangi.