Vísir - 03.09.1957, Side 7
ín-iðjudaginn 3. september 1957
VÍ SI8
j^GATHA PhRISTIE
fflar leito
liflflja til...
10
um stað — enda hafði hann grunað, að svo mundi fara. Fjand-
mennirnir höfðu vitað um staðinn, þar sem vélin átti að lenda.
Eitthvað hafði kvisazt! Alltaf varð hann var við þennan óskiljan-
lega leka, sem gat orðið hans bani.
Hann grunaði því, að hætturnar mundu verða meiri í Basra
en nokkru sinni á leiðinni, en hann mátti ekki til þess hugsa, að
jsér mistækist á síðasta áfanganum.
Gamli maðurinn við stýrið hafði varað hann við hættunum, og
allt í einu langaði Carmichael til þess að vera orðinn Austur- j
landamaður. Þá mundi hann losna við allar hugleiðingar um sigur j
eða ósigur, hætta að hugsa um hætturnar og sleppa öllum vanga- j
veltum um það, hvort hann hefði undirbúið för sína skynsamlega
eða ekki. Allt mundi vera í hendi Allah, hins miskunnsama og !
alvitra.
Um leið og hann sagði þetta við sjálfan sig, fann hann ör-
lagatrú Austurlandabúa leita á sig, og hann fagnaði henni. Eftir
nokkur andartök mundi hann fara úr hæli því, sem báturinn var,
ganga um götur borgarinnar, vera umvafinn hættum á allar'
hliðar. Honum mundi ekki takast fyrirætlan sín, nema honum|
yrði innanbrjósts eins og Araba.
Báturinn renndi hægt að bakkanum, þar sem hundruð sams-
konar báta voru bundnir. Gamli maðurinn við stýrið sagöi lágt,
án þess að líta á farþega sinn: „Stundin er komin. Eiga menn
von á þér?“
„Allt er undirbúið, og stundum er komin, er við veröum að
skilja,“ svarið Carmichael, og örstuttu síðar var hann kominn
xipp á fljótsbakkann. Austurlenzkt borgarlíf iðaði umhverfis hann,
og hann sá þess engin merki, að nokkur maður veitti honum
sérstaka eftirtekt, enda var það ekkert nýmæli þarna, að maður
stigi á land úr báti. Hann gekk hægt eftir árbakkanum, leit
vandlega í kringum sig, án þess að láta á því bera, og einstaka
sinnum gaf hann sig á tal við götusala og stældi og prúttaði
eins og vera bar, til þess að skera sig ekki úr umhverfinu. Nokkr-
um sinnum ræksti hann sig hressilega, eða snýtti sér í lófann
eins og aðrir.
Hann var brátt kominn i Suq-hverfið, en þar var ævinlega j
mest líf og fjör í Basra, því að þar voru viðskiptin mest. Þar;
mátti bæði kaupa afurðir Vestur- og Austurlanda — pönnur,'
bolla og undirskálar, hamraðan koparvarning, silfurmuni frá |
Amara, ódýr úr, útsaum og fagrar ábreiður frá Persíu, kopar-1
slégnar kistur frá Kuwait, notaðar flíkur — yfirleitt allt, semj
nöfnum tjáir að nefna.
Allt virtist eðlilegt, og eins og það átti að vera. Eftir langa veru
í óbyggðum, kom yslnn og þysinn Carmichael nokkuð á óvart, en1
það var eins og vera bar, að hann varð hvergi var áhuga fyrirj
komu sinni. Og þó fannst honum, eins og einhver hætta vofði
yfir. Hann gat ekki gert sér grein fyrir því, hvað að væri. Enginn |
hafði litið á hann, og hann var sannfærður um, að enginn veitti
sér eftirför. Þó þóttist hann vita af hættu í grendinni.
Hann beygði nokkrum sinnum sitt á hvað, unz hann kom í(
húsagarð einn, þar sem margt var smáverzlana. Hann gekk til
búðar einnar, þar sem seldar voru ferwah — gæruskinnsúlpur,!
eins og fjallamenn i norðri klæddust. Kaupmaðuiúnn var að af-
greiða virðulegan mann með grænan vefjarhött, sem var tákn
þess, að viðskiptaviriurinn var pílagrimur, hafði komið til MeKku.
Hann kvaðst leggja af stað til Kerbela daginn eftir:
Carmichael greip tækifærið og gaf sig á ta! við þá. „Kerbela
er fæðingarborg mín,“ sagði hann, „en nú eru fimmtán ár síðan
eg sá gröf Husseins siðast.“
„Hún er heilög borg,“ svaraði pílagrímurinn.
Kaupmaðurinn leit um öxl á Carmichael og mælti: „Eg á
ódýrri gæruskinnsúlpur þarna fyrir innan.“
„Eg hafði hugsað mér að kaupa hvíta úlpu að norðan," svaraði
Carmichael.
„Það hangir ein hvít í innra herberginu,“ sagði kaupmaðuririn
og benti á dyr að baki sér.
Þetta var einmitt eins og um hafði verið talað — lausnar-
orðin höfðu verið nefnd og i réttri röð — Kebela — hvít gæru-
skinnsúlpa. En um leiö og Carmichael gekk að dyrunum á innra
herberginu, varð honum litið fram í kaupmanninn — og þá rann
það upp fyrir honum, að þetta var ekki andlitið, sem hann hafði
átt von á að sjá. Hann hafði aðeins séð kaupmanninn þarna
einu sinni, en minni hans var óbrigðult. Þessi var líkur hirium
íyrri, en hann var ekki sami maðurinn.
Hann nam staðar og spurði undrandi: „Hvar er Salah Hass-
a.n?“
„Hann var bróðir minn. Hann dó fyrir þrem dögum. Eg hefi i
tekið við verzlun hans.“
Já, þeir gátu verið bræður, því að þeir voru mjög líkir. Og
verið gat, að þessi væri einnig starfandi fyrir upplýsingaþjón-
ustuna. Hann hafði að minnsta kosti svarað rétt.... En Car-
michael var samt varari um sig en ella, þegar hann gekk inn í
innra herbergið, þar sem kaupmaðurinn geymdi kynstrin öll af
margvíslegum varningi.
Gæruskinnsúlpan hvíta lá vandlega samanbrotin á kaffiborði.
Carmichael tók hana upp, og undir henrii lágu Evrópuföt. í vasa
á jakkanum var veski með peningum og skilríkum. Ókunni Arab-
inn, er hafði komið inn í verzlunina, mundi fara þaðan sem
Walter Williams, fulltrúi skipamiðlara eins. Allt var eins og um
hafði verið rætt. Cannichael varpaði öndinni léttara, og fór að
hneppa frá sér gömlum hermannsjakkanum. Öllu var óhætt.
Hefði átt að vinna á Carmichael með skammbyssu, heföi hlut-
verk hans verið lokið á þessu augnabliki. En það þykir oft betra
aö beita linífi — því að hann gerir engan hávaða.
Á hillu fyrir framan Carmichael stóð stór koparketill, gljá-
fægður, og í honum speglaðist allt, sem í herberginu var og
gerðist. Maðurinn, sem læddist inn í herbergið að baki Carmich-
ael, og hafði einmitt dregið langan bjúghníf úr belti sínu, birtist
þar einnig og það blikaði á hnífsblaðið. Andartaki síðar hefði
hnífurinn gengið á kaf milli herðablaða Carmichaels.
Eins og örskot snerist Carmichael á hælum, og stökk umsvifa-
laust á manninn, svo að hann féll við og missti hnífinn úr
hendi sér. Carmichael losaði sig þegar úr fangbrögðum hans,
stökk ýfir hann, þar sem hann lá endilangur, og þaut gegnum
fremra herbergið, þar sem hann kom auga á illkvitnislegt
smettið á kaupmanninum. Þegar komið var út i húsagarðinn,
hljóp hann eins og fætur toguðu út á Suq-götuna, þar sem
mannfjöldi mikill var á ferð, en hægði þar á sér, til þess að vekja
ekki eftirtekt annarra vegfarenda, því að í Irak var mjög óeðli-
legt að hraða för sinni.
Meðan hann gekk þarna og virtist ekki hafa neitt fyrir stafni,
staðnæmdist hann við og við til þess að athuga klæði eða aðra
muni, starfaði heili hans af fullum krafti. Samtökin höfðu bilað! |
Enn einu sinni varð hann að bjargast á eigin spýtur umkringdur
fjandmönnum. Og það fór hrollur um hann, þegar hann gerði|
sér grein fyrir merkingu þess, sem hafði komið fyrir hann rétt
í þessu.
Hann óttaðist ekki sérstaklega fjandmenn þá, sem eltu hann
á röndum. Hann var miklu hræddari við fjendur þá, sem komizt
höfðu inn í samtökin. Svör kaupmannsins höfðu verið rétt og!
hiklaus, og árásin hafði einmitt verið gerð, þegar hann átti að
vera öruggur iim, að öllu væri óhætt.
Þessi svik voru karinske ekki undarleg. Það hlaut að hafa verið
t
ætlun fjandmannanna frá öndverðu að koma sinum mönnum
. *f
u ■*°
k*v*ij*l*d*v*ö*k*u»n*n«l
E. R. Burroughs
— TARZAM
2 s:s»
Cross hélt áfram að lýsa til-
gangi ferðar sinnar. „Yið
erum þeirrar sktuunsr, a5,
farmur af silíurslcm;urn, scm .
fara átti til Lundúna-, hsfi:
týnzt eða verið stolið. . . . “
,.Af hverjum?" spurði Tarz-
a:-u „Það v-itum v-ið -ekki,“
svaraöi „Rocke“._„En!
stengurnar voru iheð skipi,'
sem stjórnað var af Crcss
skipstjóra.“ Þrátt-fyrir það’-
að> -Ta-rzan væri -ekki alts*-r
k'.star -ánægður með þessár K
uppiýsirigar, ypti hann öxl“i -
um og ákvað að hafa sig á
brott. „Við erum sennilega
_að leita að sama'manninum.
. Þe-gar ég ér búínn að finna
hanttj-«kal ég láta; þig víta.“
Jói: — Það er engu líkara en
þú hafir ekki hugmynd um,
hvoru megin brauðið er smurt.
Gulli: — Hvaða máli skiptir
það. Eg borða það báðum megin.
★
Gesturinn á næturklúbbnum
(rankar við sér og reikar út
kl. 4 að morgni): — Hamingjan
g'óða, hvaða skrítna lykt er
þetta eiginlega?
— Dyravörðurinn: — Þetta,
herra, er ferskt loft!
★
Flugvélin var komin mjög
hátt á loft, þegar flugmaðurinn
byrjaði allt i einu að hlæja æð-
isgengið.
Farþeginn: — Hvað er svona
fyndið?
Flugmaðurinn (hlær enn
meir); — Eg er að velta því
fyrir mér, hvað þeir muni segja
á geðveikrahælinu, þegar þeir
komast að- raun um að eg er
sloppinn.
★
Óli: — Ekki get eg ímyndað
mér, hvað Stebbi gerir við pen-
irigaria sína. Hann var blankur
í gær, og hann ér aftur blankur
í dag.
Pétur: —Er hann að reyna að
fá lánað hjá þér?
Óli: — Nei. blessaður vertu!
Eg' er að reyna að slá haim!
*
■ Þjónustustúlkan: — Mér
þykir það mjög leitt, frú, en
ungfrú Brown sagði mér að
seg'ja yður, að hún væri ekki
heima.
Frú Cayenne: — Það er allt
í lagi. Segð henni aðeins að eg
sé mjög glöð yfir, að eg skyldi
ekki koma.
*
Palli: — Hugsaðu þér, pabbi,
það er maður í hringleikahús-
inu, sem hoppar á bakinu á
hesti, fer undir hann, tekur í
taglið á honum og endar svo
fram á hálsi á honum!
Pabbinn: — O, blessaður.
Þetta er ekki mikill vandi. Eg
gqrði þetta allt saman í fyrsta
skipti, sem eg fór á hestbak.
-¥•
— Rakafinn minn sagði mér
mjög skémmtilega sögu, þegar
hann ral-caði mig síðast.
— Þú segir ekki satt?
— Jú, og hann myndskreytti
hana meira að segja á kjálkann
á mér með rakhnífnum.
Asgéir: — Hvers vegna segj-
ast konur hafa verið að verzla,
þégar þær hafa svo ekki kevpt
neitt?
Dóra: — Hvers verna segjást
karlmenn hafa verið að véiða
lax, þótt þéir 'háfi ekki veitt
neitt.
*
Ferðalangur: — Hundra'ð
ára gamall! Það er svei mér vel
af sér vikið. Eruð ] ið. ..ekjti á-
kaflega stoltir af honurii 'hér í
sveitinni?
■ 4
Sveitamátur: — Ja, -eg veit
svei mér ekki. Ef satt skal'segja
héfur hann ekkert gert nema
eldast, og gerið yður bara grein
fyrir, hvað það hefur tekið
hann langan tíma!