Vísir - 10.09.1957, Blaðsíða 4
4
Ví SIR
Þriðjudáginn 10. september 1957,
flSlR
D A G B L A Ð
fiilr kemur út 300 daga á firl, ýmist 8 eða 12 blaSsiður.
Eitstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Sitstjómarskrifstofur biaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Aígreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. fi 00—18,00,
Sími 11660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJT.
Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Óiíkt hafast þeir að.
A tiltölulega skömmum tíma
hafa tvö ný ríki verið mynd-
uð í heiminum, komizt í hóp
þeirra, sem heimt hafa sjálf-
stæði sitt og' fullveldi —
Malakkaskaginn í Asíu suð-
austanverðri og Gullströnd-
in í Afríku, sem síðan hefir
verið nefnd Ghana. Bæði
þessi lönd höfðu verið um
langt skeið undir stjórn
Breta og með þessu er lokið
langri og harðri baráttu
þeirra fyrir auknum réttind-
um og síðan fullu frelsi.
Logasigurinn var unninn án
blóðsúthellinga, því að Bret-
ar eru smám saman að leysa
upp nýlenduveldi sitt, enda
þótt enn sé um stór svæði að
ræða, þar sem réttindi íbú-
anna eru af skornum
skammti, svo að ekki sé
meira sagt, og frelsið á enn
langt í land. En þar stefnir
þó víðast í rétta átt.
'Nýlendustefnan lætur jafnt og
þétt undan síga, þar sern
mönnum er frjálst að hugsa
og láta síðan hugsanir sínar
í Ijós. Það er þess vegna sem
þeim tveim ríkjum, sem
getið er hér að framan, hefir
tekizt að öðlast frelsið, og
þannig hefir farið fyrir
mörgum á undan þeim. Fleiri
munu auk þess hljóta frelsi á
komandi tímum. Þetta er
eðlileg þróun, sem verður
ekki stöðvuð. Það er aðeins
hægt að tefja fyrir henni um
hríð, og því er ekki að leyna,
að það er reynt víða um
heim. Sums staðar hefir það
tekizt og er slikt uggvæn-
legt.
En það eru ekki hin þekktu,
gömlu nýlenduríki, sem á-
kaflegast berjast fyrir ný-
lendustefnunni. í rauninni
eru þau úr sögunni að miklu
eða jafnvel öllu leyti, ög það
eru kominúnistar, sem hafa
tekið við af ■þeirn. Mcðan
hinar gömlu og grónu ný-
lenduþjóðii' hafa verið að
losa sig við nýlendur sínar,
gefa þeim frelsi hverri af
annan-i, svo að hundruð
milljóna hafa komizt undan
erlendum yfirráðum á fá-
einum árum, hefir helstefn-
an rauða verið að hneppa
þjóðir í ánauð. Hún hefir
sennilega svipt fleir milljónir
frelsi frá styrjaldarlokum
en veitt hefir verið frelsi á
sama tíma, og enn reynir
hún að kúga fleiri þjóðir.
Hrottalegasta dæmið um ný-
lendu- og kúgunarstefnu
kommúnista er meðferðin á
Ungverjum. Þeir höfðu ár-
um saman verið mergsognir
af valdhöfunum, sem sátu í
rauninni í öðru landi, og
þjóðin var orðin þreytt. Hún
þráði það frelsi, sem íbúar
Ghana og Malakkaskaga
hafa öðlast — að verða hús-
bóndi í landi sínu án af-
skipta útlendinga, og að
mega vinna fyrir sjálfa sig
en ekki sem þrælar annars
ríkis. Öllum heimi er enn í
fersku minni, hvefnig fór
fyrir Ungverjum af því að
þeir þráðu frelsið og lét út-
lendingana og þjóna þeirra
vita u-m þá þrá sína.
Þar vann hinn nýja nýlendu-
stefna talsverðan sigur, en
varla meira en stundarsigur.
Frelsið verður ekki bælt nið-
ur til langframa, og hin nýja
nýlendustefna mun hljóta
sömu örlög og hin fyrri. Ó-
gerningur er að segja fyrir,
hvenær það verður, en hún
getur ekki sigrað frekar en
hin. Hún á sér formælendur,
sem svífast einskis til að ná
marki sínu, en einmitt með
harðdi’ægni sinni efla þeir
írjálshuga menn gegn sér.
Þess vegna er stefna þeirra
feig.
3Litið á ffróður.
Nú eru'loks tré og runnar far-
in að setja svip sinn á Tjarnar-
eða Hljómskálagarðinn hér í
Reykjavík. „Raunagarður“ hét
hann lengi í munni gárunganna
— og ekki að ástæðulausu. Þetta
var hálfgerð forarmýri fyllt
upp með ösku og bæjarrusli.
Og eitthvert mesta veðravíti í
Reykjavík, því að kaldur loft-
straumur heljar æðir oft í þess-
ari lægð milli Skerjafjarðar og
Tjarnarinnar. Nú hefir garð-
urinn verið ræstur fram og
síðan farið vai' að gróðursetja
trén í þéttar raðir eða belti hef-
ir þeim stórfarið fram. Þau
skýla hvert öðru og skjólið ger-
ir kraftaverk. Garðurinn var
lengi æði flatneskjulegur. En
nú er búið að byggja stóra og
myndarlega steinahæð til sjóls
og prýði. Þar eru ótrúlega mik-
il tækifæri til fegurðarauka.
Sjálfir steinarnir eru margir
hverjir mjög fallegir og milli
þeirra er pláss fyrir urmul jurta
og runna. Talvert er þegar bú-
ið að gróðursetja, en miklu
meira biður síns tíma. Næstu
ár smáfyllast holurnar og' bilin
milli steinanna af ýmislegum
gróðri, sem sums staðar skríður
og fíéttast út á stóru steinana.
Smárunnar fara vel innan um.
Það verður vandalaust, en ær-
ið skemmtilegt verkefni fyrir
garðyrkjuráðunaut bæjarins að
gera þetta steinfjall að lista-
verki. Þarna ættu að koma
nafnspjöld hjá jurtunum í
framtíðinni.
Enn stendur Au.sturvöllur í
blóma. Hann skartar í rauðum,
hvítum, gulum og bláum blóiría-
litum. Já, og hinn silfurgráu
blöð strandbrúðarinnar (Siner-
aria maritima) eru góð tilbreyt-
ing. Þarna eru merkjaspjöld
með' nöfnum tegundanna. Og
ekki bara á latínu eins og í
Lystigarði Akureyrar. íslenzku
nöfnin eru miklu vinsælli. Bezt
er eins og hér að hafa nöfnin
bæði á íslenzku og latínu.
Latnesku 'nöfnin eru góð þegar
panta skal tegundir frá útlönd-
um. Fólk skoðar blómin á Aust-
urvelli mikið og setur á sig
nöfnin á þeim eða skrifar nið-
ur. „Andlit“ stjúpnanna og ís-
lenzku þrenningarfjólunnar
þekkja allir. Og gulltoppinn,
jsem Matthías Jochumsson gaf
: nafn. Regnboðann, sem lokar
körfunni í regni, hina litskrúð-
ugu Friggjarbrá, er ber nafn
konu Óðins Ásahöfðdngja, Mar-
iusóley bláa og' rauða, fagra eins
og allt, sem kennt er við Maríu
mey; mánagult flauelsblóm,
sem léttlyndir menn nefna
Molotov eftir hinum nú hálf
útlæga kommaráðgjafa lengst í
austri, Paradísarblóm í skær
um litum o. fl., o. fl,— Barrtré
voru lengi fágæt í Reykjavík.
Nú er allvíða sitkagreni og blá-
grenf í uppvexti. Birki er rnikið
ræktað bæði til skjóls og
skrauts. Reyniviður er hér oft
kvillasamur, en fallegur er
haim. Bæði álmtré og hlynur
eru sums staðar að vaxa hon-
um yfir höfuð. Askur á hér
erfitt uppdráttar. í hinum skjól-
góða garði Vigfúsar sáluga frá
Engey hefir askurinn samt náð
um 8 metra hæð; enda þrífast
tré vel við sólríkan Laufásveg'-
inn. Runnarækt fer vaxandi.
Henta runnarir vel í smágörð-
um þótt rúm sé takmarkað fyr-
ir tré. Flestum þykir vænt um
trjágróðurinn. Samt finnst ein-
staka maður, sem „ekki segist
geta andað“, ef tré séu nær en
í.svo sem 10—1.5 metra fjar-
lægð. Margt er undarlegt í
náttúrunnar ríki!
Ing. Dav.
Engin afvopnun.
Enn hafa þjóðirnar gefizt upp
á að ræða um 'afvopnunar-
málin, þar sem sýnt v.ar, að
fundirnir í Lundúnum
, mundú ekki bera árangur.
Þeim hefir því verið frestað
um óákveðinn tíma, ' og
mannkynið hefir því enn
orðið fyrir vonbrigðum í
þessu efni og skuggi vetnis-
sprengjunnar hvíiir yfir því
sem áður.
En með árangursleysi sínu
hefir fundurinn þó le-itt eitt
■" í Ijós, og það ur, að þrútt
fyrir hjal sitt um friðafviljá
sinn og baráttu fyrir batn-|
andi sambúð þjóðanna, vilja
kommúnistar ekki ganga1
neitt til samkomulags um a£-1
vopnun. Framlag þeirra til
þessarra mála hafa verið
orð, sem ætluð eru til áróð-
urs eins, en um athafnir hef-
ir ekki verið aö ræða og ekki
heldur löngim til athaína.
Eun hefir þo?i bví komið ve.l
í Ijós, hversu einlægir kom- ,
múnistar eru, og það er
harla gott að sínu leyti, |
Sovétstjórnin dregur að-
eins úr ferðahömlum.
Þó eru hanusvæ&iii enn stér.
Stjórnin í Moskvu hefir dregið lendinga, svo og. næstum allt
umhverfi Leningrad og ýmis
svæði umhverfis Moskvú.
Árið 1953 hertu sovétyfirvöld
mjög allar reglur með ferðum
útlendinga um landið, svo að
þeir máttu varla fara fríi
Moskvu, og er hér aðeins um
litlar tilslakanir að ræða.
aðeins úr ferðahömlnni, að því
er útlenclinga snertir.
Gefið hefir vefið leyfi til þess,
að útlendingar megi heimsækja
fjórar borgir í landssvæðum,
sem sovétstjórnin hefir slegið
eign sinni á ‘frá árinu 1940.
Borgir þessar eru Riga í Lett-
landi, Lvov, áður í Póllandi,
Uzhgorod áður i Tékkóslóvakíu.
og Cliernovtsy, áður í Rúmeníu,
en þrjár þessár siðastnefndu éru
nú innan endimarka Ukrainu.
Einnig hefír stjórnin heimilað,
að útledingar heimsæki Irkutsku
sem er um 250 km. frá landa-
mærum Ytri-Mongólíu i Siberiu
og nokkra sérkennilega staði í
grennd við Moskvu, sem ferða-
menn leita mjög til.
Ilefir öílum sendisveitum lýð-
rajðisþjóða nna veriö tilkynnt
þetta, cn það var látiö fylgja
með. að 300,000 ferkm. svæði í
Mið-Asítt, meðfrauí landámær-
uin Kína, sé bannsvæði íyrir út-
Bandaríkín hjálpa
Indónesum.
Bandaríkjamenn ætla að
veita Indónesum hjálp til kaupa
á'skipi í Finnlandi.
Ætlar „International Coopera
tion Administration'* að veita
Indónesum 2ja milljóna dollara
lán í finnskum gjaldeyri til að
láta smíða flutninga. og far-
þegaskip í Finnlandi. Fékk
Bandai’ikjastjórn finnska gjald
eyrinn sem greiðslu-iyrh'land-
búnaðarafurðir, er seMar vou
i Finnlandi,
Bergmáli hefir borizt eftirfar-
andi bréf frá „Leifsgötubúa".
„Mig hefir lengi langað til
þess að senda Bergmáli hug-
leiðingar varðandi Leifsstyttuna,
sem stendur í Skólavörðuholtinu,
eins og kunnugt er. Við, sem
búum fyrir austan Skólavörðu-
holtið og vinnum í miðbænum,
styttum okkur margir leið um
holtið og liggur leiðin þá fram-
hjá Leifsstyttunni. Þessi veglegi
minnisvarði, sem þjóðinni var
færður að gjöf á Alþingishá-
tíðinni, stendur á skemmtilegum
stað', þar sem hæst ber á holtinu.
Styttunni hefði vart verið valinn
betri staður, nema ef hún hefði
kannske verið sett upp lijá Sjó-
mannaheimilinu nýja, en það
kom ekki til fyrr en löngu síðar.
Sorgleg sjón.
Það er eðlilegt að ýmsir þeir
ferðalangar, sem hingað koma
til lands frá Vesturheimi, leiti
uppi þessa styttu, því þeir vita
kannske gerst um tengslin milli
Ameríku og Islands af sögu
Leifs heppna. Enda er styttan
einmitt valin með þá víkinga-
sögu og landfund í huga. En það
væri synd að segja að þeir geti
farið af fundi styttunnar glaðir
í huga, því ill er þar umgengnin
og sóðaleg. Það hefir verið mér
og öðrum, sem um holtið fara,
hryggileg sjón að sjá erlenda
ferðamenn standa bak við stytt-
una og skaía skítinn úr áletrun-
inni, sem högginn er í steinplöt-
una á stalli minnisvarðans. Um-
hverfið allt i heild er mjög bág-
borið og litið verið til þess gert
i sumar, að fegra þar í kring.
í hitteð fyrra var reynt að gera
grasblett i kringum styttuna, en
þegar hann var fljótlega eyöi-
lagður, var hætt við að halda
honum við.
Skotspónn barna.
I sumar hefir styttan verið
skotspónn barna, sem hafa gam-
an að þvi að kasta í hana grjóti
til þess að heyra bylja í henni,
og svo að kasta aui í hana
hringinn í kririg. Þetta hefir orð-
ið til þess að oftast hefir t.a.
áletrunin á plötunni á stallinum,
verið nær ólæsileg vegna skits,
en þessi áletrun er á ensku og
það munu margir ferðalangar
vita er hingað koma. Það niá
gera ráð fyrir að einhver þeiri'a
flyti fagra sögu vestur um haf
aftur, er hann fer heim til sin.
Og varla yæri ástæða til þess að
ætla, að nokkur gerði það, er
styttuna skoðaði með tilefni
gjafarinnar í huga.
Látið al’skiptalaust
Það skal játað, að vária er
hægt að ætlast til þess að settur
verði þarna gæzlumaður, en vel
mætti girða styttuna þangað tii
þær umbætur verða gerðar á
holtinu, að ungir sem gamlir
myndu sjá sónia sinn í þvi að
láta þar allt í friði. Þótt ein-
staka vegfarandi hafi reynt að
hafa áhrif á börn, sem hafa haft
sér það að leik að grýta stytt-
una, er svo sem næstu nágrann-
ar láti málið alveg afskiptalaust
og munu þó vera hæg heima-
tökin, þvi börnin, sem hafa skít-
kastið að leik, eru úr nágrenninu.
En mikíl er skömm okkar af
vanhirðunni og jafnvel þótt bætt;
verði úr næsta sumar, verður
varla bætt fyrir liðir.n tíma.
„Leifsgötubúi".
Ath.: Bergmáli hefur fengið
annað bréf, þar sem lagt er til
að styttan- verði fhitt'á lóð DAS4
og umsjón hennar felíivl»rstöð u- ‘
manni dvalái'helöiateins.