Vísir - 30.09.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 30.09.1957, Blaðsíða 4
4 Ví SIR Mánudaginn 30. september 1957 VISIK *--------- D A G B L A Ð !f(atr kemur út 300 daga á árl, ýmist 8 eða 12 blaSslður, , Ritítjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstraeti 3. lititjóriiarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kL 6,00—18,00. |] Sími 11660 (fimm línur). , Ötgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, .’ kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Hvar er Ehgir leiðarar eru jafnleiðin- iegir og leiðarar Tímans. Það er almenningsálit. Ástæðan er aðallega sú að endur- teknar eru sömu fullyrðing- arnar, sama „spekin“, sömu slagorðin, vikum og mánuð- um saman. ímyndunarafl ritstjórans á stjórnmála- sviðinu virðist vera af skorn- um skammti. Eitt af slagorðunum, sem Tim- inn notaði mjög mikið fyrir síðustu kosningar og þóttist ! mikill af, var „strand- ' kapteinninn". Notaði hann þetta til að niðra fyrrver- andi forsætisráðherra Ólafi Thors og í því sambandi var haldið fram að Ólafur hefði siglt þjóðarskútunni í strand fjárhagslega í stjórnartíð þeirrar rikisstjórnar sem hann veitti forstöðu. Síðan um kosningar hefir Tím- inn öðru hverju skrifað um „strandkapteininn“ og nú síðast fyrir nokkrum dögum. Svo hrifinn er ritstjórin af þessum gömlu, mai’g-upphit uðu lummum, sem bornar eru á borð fyrir lesendur blaðsins. Margir líta á rit- stjórann af mikilli með- aumkun fyrir þessi strand- kapteins-skrif vegna þess að hann virðist aldrei hafa komið auga á það, að skrifin eru kaldranaleg árás á framsóknarflokkimi og ráð- herra þans. Ritstjórinn virðist ekki hafa komið auga á það. að þessar strandkapteins-árásir hans hafa ekki hitt Ólaf Thors, rins og til var ætlast. En þær hafa hitt annan mann, Ey- stein Jónsson, sem stjórnaði fjármálum ríkisins meðan Ó. Th. var forsætisráðherra. Alla stjórnartíð fyrrverandi ríkisstjórnar, var enginn eyrir greiddur úr ríkissjóði án samþykkis Eysteins Jóns- sonar, engin útgjöld voru sett á fjárlög án hans sam- þykkis, engar fjárhagslegar skuldbindingar lagðar á rík- issjóð án þess að hann væri þeim samþykkur. Þær ráð- stafanir, sem hann vildi ekki samþykkja, var honum innan handar að stöðva. Timinn hamast á því í einfeldni , sinni, að fyrrverandi ríkis- stjórn hafi siglt þjóðarskút- unni í strand fjárhagslega. Að sjálfsögðu kemur honum ekki til hugar að viðurkenna, h.f. Eysteinn? að Eysteinn Jónsson hafi komið nálægt „strandinu“. Að áliti Tímans er nú stund- leg sáluhjálp landsmanna komin undir fjármálasnilli Eysteins. En hvar var Ey- steinn í tíð fyrrverandi stjórnar? Hvar var hann þegar „strandið“ varð, sem Tíminn er alltaf að lýsa? Gerði hann nokkuð annað en að stjórna fjármálum ríkis- ins? Birti tíminn ekki ótal lofgreinar um Eystein allt síðasta kjörtímabil fyrir hina ágætu stjórn hans á fjármál- unum? Hvernig geta fjármál farið í „strand“ í höndum slíks manns? Vesalings Tíminn heldur því fram af óbilandi kjarki, að fjármálastjórn síðasta fjár- málaráðherra hafi siglt fjár- málum landsins í strand og þess vegna hafi framsóknar- ■ flokkurinn orðið að taka höndum saman við fjand- menn lýðræðis og mann- réttinda, til þess að „lagfæra , efnahagsástandið". Og mað- j urinn, sem tók að sér að bjarga fjármálunum, með aðstoð kommúnista, var eng- inn annar en „strand- kapteinn" Tímans, fjármála- ráðherrann, sem jafnan hafði síðasta orðið í öllurn fjár- málaráðstöfunum síðustu 'stjórnar, Eysteinn Jónsson. Tíminn er venjulega seinhepp- inn í ádeilum sínum. Ef Ey- steinn hefir siglt fjármálum síðustu ríkisstjórnar í ,,strand“ eins og Tíminn full- yrðir að hafi verið gert, verður ekki annað sagt en að það komi úr hörðustu átt; er blað fjármálaráðherrans fordæmir alla fjármálastjórn síðasta stjórnartímabils. Það cr tilgangslaust að saka Ólaf Thors fyrir það sem Eysteinn bar ábyrgð á. Það væri líka fj’rir neðan virðingu fjár- I málaráðherrans að bera ekki ábyrgð á eigin gerðum. Þess vegna ætti Tíminn að gera sér ljóst, ef hann er í leit að ,.strandkapteini“ til þess að draga athygli frá öngþveil.i núverandi stjórnar, þá er slíkan að finna í herbúðum framsóknarflokkisns. Og ekki er nú annað sjáanlegt, en að sá virðulegi flokkur eignist tvo „strandkapteina" áður en árið er liðið. Það ætti að vera gott leiðara-efni fyrir flokksblaðið. Á Langholtsvegi 163 fæst í miklu úrvali: Gar- dínuefni, storesefni, sirz, tölur, hnappar og mis-lit- ur tvinni. — Ennfremur léreft 90 sm. og 140 sm. Sængurveradamask, rönd- ótt, dúkadamask, nærfatn- aður á börn og fullorðna. Ytri fatnaður á börn og unglinga, sokkar og margt, margt fleira. Auk þess tekið upp í Jag falleg vestur-þýzk gardínuefni. Það fæst margt á Lang- holtsvegi 163. Á R N I. Seljum í dag og næstu daga mjög ódýran fatnað fyrir börn, einnig drengjaslifsi. Bergþórugötu 6 A, Sími 17229. Til leigu óskast 2—3 herbergja íbúð. — Fyrirframgreiðsla ef óskað er. — Uppl. í síma 33412. Kenni dans í einkatfmum eldri sem yngri nýju og gömlu dans- ana. Sigurður Guðmundsson. Laugavegi 11, 3. hæð. Sími 15982. Krakkar! Börn vantar til blaðburðar frá 1. okt. í eftir- farandi hverfi: Blönduhlíð Laugarnesvegur Laufásvegur Hafið samband við afgreiðsluna hið allra fyrsta. Dagblaðið VÍSIR Sími 11660. Frá Gagnfræðaskólum Reykjavíkur Nemendur komi í skólana sem hér segir: Miðvikudaginn 2. október: Gagnfræðaskóli Vesturbæjar, Gagnfræðaskólinn við Hring- barut, Gagnfræðaskólinn við Lindargötu, gagnfræðadeild Laugarnesskóla gagnfræðadeild Miðbæjarskóla, Gagnfræða- skólinn við Réttarholtsveg og gagnfræðadeild Langholts- skóla. 2. bekkir komi í skólana kl. 9 f.h. 1. bekkir komi í skólana kl. 10:30 f.h. Gagnfræðaskóli Austurbæjar: Skólasetning kl. 14 (allar bekkjardeildir komi). Gagnfræðaskóli Vesturbæjar: 3. og 4. bekkir komi kl. 14.- Gagnfræðaskólinn við Hringbraut: 3. og 4. bekkir komi kl. 14. Gagnfræðaskólinn við Vonarstræti: Skólasetning kl. 14 (Iðnó). Gagnfræðaskóli verknáms: Skólasetning kl. 16 (Iðnó). Um skiptingu skólahverfa visast til fréttatil- kynningar í blöðunum. Xnntsstjjói'i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.