Vísir - 21.11.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 21.11.1957, Blaðsíða 8
Ebkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annáð lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. WÍMEWL Fimmtudaginn 21. nóvember 1957 Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. ReMð á eftir bygginp kennaraskólans. Mál skólans rædd á þingi í gær. Allheitar umræður urðu á sameinuðu þingi í gær uni bygg- ftngu kennaraskóla. Upphaf þessa máls er, að Sig- arður Bjarnason o. fl. fluttu fyrir nokkru þingsálykttill. um að hraða yrði byggingu kennara- skóla í stað hins gamla, sem fyrir Jöngu er orðinn allsendis ófull- nægjandi. Sigurður Bjarnason ]hafði framsögu um málið á þing- f undinum í gær. Kvað hann skól- ann um langt skeið haí'a búið við allséndis ónógan húsakost og hefði það háð starfsemi hans mjög. Allmiklar fjárupphæðir hefðu verið veittar til byggingar- hmar og framkvæmdir hafizt við hann 1956. Skoraði hann á menntamálaráðherra að beita sér fyrir framgangi málsins, þar pem fé lægi nú fyrir til bygg- samráði við skólastjóra og skóla- skyldi staðsettur einhvers staðar úti á landi. Taldi hann það gróða hverju héraði að hafa slíka stofnun. Sigurður Bjarnason lét í Ijós vonbrigði sín yfir þeim orðum menntamálaráðherra að hann skyldi segja aðbygging skólans hefði staðið yfir þegar till. hans kom fram. Hefði bygging ekki hafizt fyrr en fjórum dögum seinna. Hefði ráðherrann þá hrokkið við og gefið út tilkynn- ingu um að framkvæmdir skyldu hafnar. Einnig spurði Sigurður, að hvers ráðum Gylfi hefði lagt til að Húsmæðrakennaraskólinn skyldi staðsettur í Kennaraskól- anum. Kvað hann það einkenni- legt ef ráðheri-a hefði ákveðið upp á sitt eindæmi, eða í ingarinnar og kvaðst vona að hann brygðist fljótt við. Gylfi Þ. Gíslason tðk til máls og kvað ekki ofsögúm sagt um húsnæðisvandræði skólans. En Jhann kvað óvanalegt að Alþingi værí að herða á ríkisstjórninm rnn mál sem verið væri að vinna að. Kvað hann að unnið hefði verið að byggingunni er till. var foorin fram. Gaf hann síðan yfir- lit yfir sögu þessa máls. Nokkúr töf hefði orðið á er breyta þurfti teikningum vegna ákvörð- unnar um að Húsmæðrakennara skóli íslands skyldi vera til húsa á efstu hæð Kennaraskól- ans. Er teikningin hefði verið samþykkt var þegar haf ist handa og mundi haldið áfram í haust eftir því sem tíðarfar leyfði. Gísli Guðmundsson talaði næst ur. Hefur hann eins og kunnugt er borið fram þá 'till. að skólinn nefnd. Varðandi fyrra atriði ræðu Sigurðar kvað Gylfi að aðeins hefði staðið á fjárfesting- arleyfum svo að framkvæmdir hefðu ekki getað hafizt fyrr. Um húsmæðrakennaraskólann kvaðst hann; hafa leitað álits bygginganefnda hans og kennara skólans og hefðu þær samþykkt tillögu hans. Bjarni Benediktsson tók næst- ur til máls og svaraði ýmsum ásökunum menntamálaráðherra um mál þetta. Kvað hann undir- búning máls sem þessa taka mjög langan tíma og hefði hann hraðað þvi sem mest er hann var menntamálaráðherra. Kvað hann eðlilegt að fresfa fram- kvæmdum um nokkur ár meðan fé væri safnað til framkvæmd- anna. Urðu út úr þessu allharðar um ræður. tfo&fíiiiréitw: Fhttti inn smjör 09 fleira, án þe$s það væri á farmskrá. Fékk 2,500 króna sekt. Nýlega var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í málinu Ákæruvaldið gegn Ingólfi Stef- ánssyni Mál þetta var höíðað gegn Ingólfi Stefánssyni, skipstjóra, Sundlaugavegi 24 hér í bæ, en hann var ákærður fyrir að hafa flutt hingað til lands með b.v. Skúla Magnússyni, sem hingað kom frá útlöndum hinn 21. nóv. 1956, 500 kg. af smjöri í 10 tunnum, 203 kg. af smjörlíki, 5 kassa (125 flöskur) af hind- berjasaft og 20 kassa (960 dósir af dósamjólk, án þess. að gefa þennan varning upp við tollverði, er leit var gerð í skip- inu, og án þess varningur þessi væri tilgreindur á farmskrá eða skipsforðaskrá, en varn- ingurinn var keyptur í Esbjerg í Danmörku og var geymdur undír útgerðarvörum í lest skipsins. Taldist þetta brot á lögum um tollheimtu og tolleftirlit. í undirrétti var Ingólfi gert Kvikmyndir sýndar á íjósmyndasýningunni. Ljósmyndasýning Félags á- hugaljósmyndara hafa nú skoð- að 1400—1500 manns. Sýningin er opin deglega frá kl. 2—10 e. h., en á sunnudag- inn kemur verður hún opin frá kl. 10 f. h. til miðnættis. Ákveðið hefir verið að á morgun, laugardaginn og sunnu daginn verði sýndar islenzkar litkvikmyndir á sýningunni, sem Ósvaldur Knudsen hefir tekið, en háhn stendur í allra fremstu röð þeirra íslendinga, sem fengizt hafa við kvik- myndatökur. Verða þær sýndar kl. 20.30 á morgun og laugar- daginn, en kl. 17.00 og'kl. 21.00 á sunnudagskvödið. Gufugos úr bor- holu í Hveragerði Byrjaði í gær, jafnmikiö í morgun. Um nónbil í gær kom skyndi- lega upp mikið guf ugos í Hvera- gerði. Kom gosið úr nýrri bor- holu 54 m. djúpri. Að því er oddvitinn þar eystra tjáði blaðinu í morgun hefur gos- ið ekki minnkað i nótt. Sagði hann, að gufumagnið væri mikið miðað við aðrar borholur. Byrj- að var á boruninni í holu þess- ari á þriðjudag í síðustu viku og var borinn í gangi, er gosið hófst. Einnig kom upp i sama mund gos úr annarri holu 130 m. djúpri, en það hélzt aðeins í um 3 klst. .Allmiklar vonir eru bundnar við hina nýju holu. Gufan, sem úr henni fæst verður notuð í hitaveituna í Hveragerði. Þar er notað hringrásarkerfi og vatnið hitað úpp með gufu. Boranirnar eru -kostaðar af hreppnum, en borinn fenginn að láni hjá Jarðboranadeild ríkisins. Holan er á hinu afgirta hvera- svæði í kauptúninu. Mfkið mannfjoit í • * Olpum í sumar. Fram til 10. nóvember höfí^ að greiða kr. 2500,00 í sekt til. 385 manns farizt í göngu í ríkissjóðs og komi 12 daga | Alpafjöllum á þessu ári. varðhald í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Ákærði var sýknaður af á- kærunni um upptöku framan- greidds varnings. í hæstarétti var dómurinn staðfestur að öðru en því, að frestur til greiðslu sektar yrði 4 vikur frá birtingu Hæstaréttar- dómsins. Þá var sakborningi og gert að greiða allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verj- anda fyrir Hæstarétti. Efnt verður til forsetakosn- inga í Vénzuela 15. desember hæstkomandL Hefir manntjón af völdum fjallagangna aldrei verið eins mikið, og er það fyrst og fremst kennt lélegum útbúnaði fjall- göngumanna, er gera sér ekki grein fyrir því, hvað þeir eru að gera, þegar þeir leggja í göngu. Áður hafði manntjónið orðið mest 269 á einu ári, 1953. Flestir fórust í Sviss, 111, í Austurríki 109, í ítalíu 80, Þýzkalandi 43 og Frakklandi 42. , ^ Krónprinsinn af Yemen, Abdr prins, verður alls 10 daga í hinni opinberu lieim- sókn sinni í London, og gengur fyrir Elisabef u drottuingu í Buckingham- Piiseau alite! ánægður meb Ræfl msn v<úpnahirt$&ír ISIato Pinieau uíanríkisráðherra Frakklands hefur lokið viðræð um í Washington við John Foster Dulles og látið í Ijos á- nægju yfir þeiin árangri, að al- gert samkomulag hafi náðzt um, að finna beri leið til þess, að vopn sold til Tunis, komist ekki í hendur uppreistarmanna í Alsír. Pineau viðurkenndi, að með þessu væru þó ekki allir erfið- leikar úr sögunni. Bæddi líka við MiEIroy. Hann ræddi líka við MiEl- roy landvarnarráðherra og var algert samkomulag þeirra milli um nauðsyn á einingu um til- lögur sem lagðar yrðu fyrir forsætisráðherrafund Norður- Atlantshafsvarnarbandalagsms í París í næsta mánuði. Pineau er nú farinn til New York, en þar stendur fyrir dyr- um umræða um Alsírmálið á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Vopnabrigðir í V.-Evrópu. Talið er, að tillögur um að koma upp birgðastöðvum vopna, m. a. kjarnorkuvopna óg eldflauga, er Natoþjóðirnar geti fengið, fái góðar undirtekt- ir á Natofundinum, því að það leiði til þess, að meiri jöfnuð- ur komist á, og allar þjóðirnar fái þau vopn, sem Bretar og Bandaríkjamenn einir ráða yf- ir nú. Dulles sagði í gær, að Banda- ríkjamenn myndu hafa umsjón •* •* L.Í. aras . áfram með öllum bandarískum, hergagnabirgðum. Ef „Pearl-Harbour árás" j væri gerð. — . .Dulles svaraði fyrirspurn um það, hvað gerast mundi, ef gerS yrði fyrirvaralaus árás á eitt hvert Nato-ríki — árás í líkingu við árásina á Pearl Harbour i síðari heimsstyrjöldinni. Þá munu hersveitir Nato berj ast án undangenginnar stríðs- yfirlýsingar, sagði Dulles, og koma til kasta Bandaríkjanna sem annarra Natoþjóða. Ákvörðunin yrði í höndum yfirmanna Natohersveitanna. Eídspýtnagerðm sprakk í löfí lipp. Eldspýtnaverksmiðja ein á ftalíu sprakk í loft upp í byrj- un vikunnar. Orsakaðist þetta af spreng- ingu í geymi með fljótandi brennisteini, svo að byggingin hrundi til grunna. Sex lík hafa þegar náðst úr rústunum, en óttazt er, að fleiri hafi farizt. Danir semja við Kínverja. Dönsk viðskiptasendinefnd fór fyrir nokkru til Peking. Danir hafa mikinn hug á, að selja Kínverjum vélar og úrvals nautgripi, en í hinu kommún- istiska Kína eru áfram á döf- inni um að koma upp úrvals nautgripastofni. Lóðað á mikla sild í utanverðum Eyjafirði. Vonasí efíir nýrri síldargöngu í Þegar togarinn Jörundur kom síðast tU Akureyrar um s.l. helgi lóðaði hann á mikla sild úti í Eyjafirði. Glæðir þetta vonir manna um að ný síldarganga kunni að koma inn á Akureyrarpoll. Skipin halda veiðum enn afram á Poll- inum, enda þótt hún sé tregari orðin síðustu dagana. Fitumagn síldarinnar hefur reyznt vera 14%. Alauð jörð er nú á Akureyri og í Eyjafirði. Þar hefur verið þýðviðri undanfarið en frysti í nótt, og í morgun yar þar 1 stigs frost. 1 fyrradag aflaði Snæfellið 150 mál síldar í Akureyrarpolli og nokkur önnur skip lönduðu slatta, samtals 340 málum. sem allt fór til bræðslu í Krossanesi. Hefur Krossanesverksmiðjan nú tekið á móti 5600 málum síldar til bræðslu. Aflahæstir eru: Síldarútgerð Kristjáns Jónssonar með 1454 mál og Snæfell með 1289 máL Alls hafa 12 skip stundað þess ar veiðar að meira eða minna leyti og flest eru enn á veiðum. Inflúenzan hefur þegar náð mikilli útbreiðslu og mun. senni- lega vera nálægt hámarki þessa dagana. Greip hún fyrst um sig að ráði í skólunum og annars staðar, þar sem fólk kemur mik- ið saman. Eru skólarnir byrj-' aðir að starfa að nýju. Síðustu dagana hefur inflúenz- an breiðzt ört út um nærliggj- andi sveitir við Akureyri. Hún hefur yfirleitt ekki lagzt þungt á fólk og fylgikvilla. hefur lítið orðið vart til þessa. v

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.