Vísir - 21.11.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 21.11.1957, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 21. nóvember 1957 VÍSIB —1 t"|!M. MVVWWWWWWWWWA^^W^VVWWiWVSWWrtflrtftW s ZDorothltj (ajuentin: LJour A IV 0 í A S 1 T A R S A G A „stjörnustigann" af þeim öllum, upp að gistihúsinu á Monte Generosa. — Þegar heiðskírt er getur maður séð yfir þrjú lönd þaðan að bfan, sagði Colette hreykin. — ítalíu, Austurríki og Sviss. Það er ljómandi fallegur staður og gistihúsið1 er afbragð. Kannske langar yður til að flytja þangað, þegar þér sjáið það. — Mér liggur ekkert á að skoða nágrennið, sagði John letilega. Það var svo friðsælt og hljótt þarna úti á vatninu. Loítið var svalt, en það var þægilegt að halla sér áf tur þarna, með svæflana við bakið og værðarvoð á hnjánum. Bjart höfuð Colette var eins og skýr skuggamynd, með ljósin frá Lugano bak við, og líkast og geislabaugur væri um höfuð hennar. Svipmótið hreint og fallegt og hún talaði lágt, eins og hún vildi ekki trufla friðinn, sem ríkti þarna á vatninu. Eina hljóðið .sem heyrðist var gjálp vatnsins við kinnunginn á bátnum. — Þetta er fallegt! sagði John lágt. — Þakka yður fyrir að þér fóruð með mig hingað, Colette. En nú er bezt að við snúum við.'Þér hljótið að vera þreytt! Hún hló. — Eg ef aldrei þreytt! Þetta er ekki nema gaman — og það er svo auðvelt. Það er eitthvað annað en að róa með ferðafólk fram og til baka til Morcoté í steikjandi hita, og þeir eru alltaf sð skipa manni að stanza, begar þeir vilja taka myndir. Þau sátu lengi og nutu fegurðarinnar þarna úti, og Colette komst að raun um, að það var létt að tala við þennan Eng- lending. Þrátt fyrir hispursleysi sitt var hún varfærin um allt það, sem vissi að henni sjálfri. Ýmsir ferðamenn höfðu lagt fyrir íiana spurningar um einkamál hennar þegar þeir komust að raun um að hún var ensk en bjó hjá ítölsku fólki, en hún fékkst aldrei til að segja frá tildrögunum til þess, að svo stóð á. Hvernig sem nú á því stóð kippti hún sér ekkert upp við hæglátar spurn- ingar þessa manns — það kom kannske af því að hann var fullorðinn. Nærri því nógu gamall til að vera faðir hennar. Hún fann að hún gat treyst honum. Hún sagði: — Bráðum verðum við að fara að halda heim. Fjallagolan verður kaldari þegar líður á kvöldið. Eg skal róa út með ýður á morgun, til að mála eða veiða — eða hvað sem þér viljið. — Það er ekki vert að tefja yður um öf, ef þér hafið ákveoinn vinnudag eins og Emilio, sagði hann á báðum áttum. Hann fór að velta fyrir sér hvort hún mundi móðgast ef hann bæði hana um að ljá sér bátinn. Colette brosti. — Eg vinn þegar mér sýnist, og við látum yður borga fyrir þetta líka. Er of mikið að setja upp tíu krónur á dag? Fyrir það fáið þér íæði og húsnæði, og eg get róið með yður út á vatn eða farið með yður upp í fjaíl && alveg eins og þér viljið. — Það er afbragð, sagði John og brosti. — Eruð þér viss um að það sé nóg? Hún kinkaði kolli í ákafa. — Það er nóg. Og þér getið notað vélbátinn þegar þér viljið. Emilio þykir bara vænt um það. John hló. — Það efast eg um. Eg held að Emilio sé ekki sér- lega hrifinn af Englendingum. En kannske þér kjósið helzt að E. R. Bnrroughs eg fari til Lugano aftur Colette? Eg baka ykkur Luciu mikið nmstang ef eg verð hérna hjá ykkur áfram. Colette stakk hendinni ofan í vatnið og svaraði hreinskilnisr lega: — Við ömustum ekkert við því að gera okkur auka-ómak, og það er ekki nema gott ef þér viljið verða hjá okkur áfram. Tíu krónur á dag í sex vikur er mikið fé, og góð stoð handa Emilio til að borga af vélbátnum. Við vorum heppin að þér skylduð koma, og þér skuluð ekki hafa neinar áhyggjur af Emilio — hann er bara.hræddur um að þér vekið hjá mér löng- un til að f ara til Englands — alveg eins og hún mamma gerði___ Colette brosti aftur. — Fionetti er eina fólkið sem eg á að. Þau eru eiginlega ekki ættingjar minir, eg veit það — bara góðir vinir. Eg skal segja yður hvernig í þ'ví liggur. Eftir að Frakk- land var hernumið fóru foreldrar mínir bæði í andstöðuhreyf- inguna. Mamma gerði mikið gagn því að hún talaði bæði 'málin reiprennandi og gat starfað hjá leyniþjóhustunhi. Þegar faðir minn var handtekinn og skotinn reyndu Þjóðverjar að ná í hana lika, en góðir vinir hennar gátu komið henni undan til Sviss. COLEETE SEGIR FRA. John kinkaði kolli þegjandi og reykíi áíram meðan hann hlust- aði á söguna frá striðinu, sem hann' kannaðist svo vel við og reyndi að hugsa sér Evelyn Stannisford sem enskan njósnara — sömu Evelyn sem hann hafði þekkt, og þá hafði verið draum- lynd ung stúlka, sem var kúguð af föður sínum — rómantísk stúlka, sem hafði strokið með frönskuni listamanni. Veslings Evelyn! Hún hafði verið hugrökk þegar hún flýði, en hana grunaði ekki hvað taka mundi við siðar á æfinni. María Fíonetti tók okkur að sér hérha í Gandria. Við áttum enga peninga og vorum klæðalitlar, en hún' fór með móður mína eins og hún væri systir hennar óg börhin hennar fengu aldrei meira en eg fékk. Það kom hiti í rödd Colette og tárin voru ekki Dagblaðið VISIR óskast sent undirrituðum. Áskrifstargjaldið er 20 kr. á mánuði. Nafn.......................................... Heimili........................................ Dagsetning.............. Sehdið afgreiðslunni þetta eyðublað í pósti eðá á annan hátt, t. d. með útburðarbarninu. ífeáar á Sóivölbm Munið söluturninn á Blómvallagöíu 10. Opið til kl. 23,30. reiags SfceppviKisr verður haldinn sunnudaginn' 24. þ.m. í Tjarnarkaffi og hefst kl. 14.00 stundvíslega. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Önnur mál. [*¦', Eeikningar félagsinsiiggja frammi hjá gjaldkera. Stjórnin. ^l 24SSI'; Skógræktín — Framh. af 5. síðu. landi vaxa nú margar tegund- ir trjáp, se;n geta orðið til ó- metanlegra nytja í framtíðinni. Trjáfræ er ekki lengur sótt til annarra staða en þeirra, er svipar til íslands að því er sumarhita og'lengd vaxtartíma snertir. Reynsla og kenning er látið fara saman í trausti þess, að þá fari vel. Timburkaup þjóðarinnar nema 50 millj. kr. á ári eða meira. Mestan hluta þess barr- viðar sem innfluttur er, má rækta innanlands. Hér þarf að gróðursetja 2 milijónir plantna árlega til þess að afurðir þeirra skóga, sem af þeim spryttu, er fram líða stundir, jöfnuðust á við allan innflutninginn nú. Gerð hefur verið áætlun um skóggræðslu næstu fimm ár. Er þá gert ráð fyrir, að gróður- setning aukist úr 1 milljón plantna vorið 1952 í 2 millj. 1962. Til þess þarf að verja 1,5 millj. kr. meira árlega en nú. Föst skipan er komin á inrt- flútning trjáfræs. Gróðrarstöðv ar landsi'ns eru nú 10 ha. að" flatarmáli. Skógræktarfélögin hafa eflzt mjög og leggja mikið af mörk- um til skógræktar. Girðingar félaganna eru nú um 200 fcm. á lengd og taka yfir 3000 hekt- ara lands bg gróðursetja um hálf.a milljón plantna. Forystuménn þjóðarinnar skilja þessi mál betur en sam- þipgismenn Hannesar Hafstein fyrir hálfr'i öld og þeir hafa sýnt skilning sinn í verki. w Dýraverndunarfélags 'fs- lands verður haldihn n.k. sunnudag, þ. 24. nov. kl. 15 í Sjálfstæðishúsinu í Rvík. Auk' aðalfundarstarfá samkv. lögum: í * Upplestur: Guðmundur Gíslason Hagalín rithöfundui". Kvikmyndasýning. Stjórn^n. , ) Kaupi §uö eg sáilír ¦ ftí^is:. . Tarzan gekk hljó'ílega 11 myrkum' göngunum en 'í daufri ljósgætu framundan þóttist hann sjá'-mai-mvGru í j felum. Honum Varð á að; velta steini með fseti sínum! og spratt þá upp mannvera furðuíega búin með grínlu tyrix: ¦ andlitirtu. Gríman huldi allt hofuð mánnsins og var hún að 'lögun og lit sem skorkvikindi, ljðtt Og mikið'. Þetta var þá skordýramaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.