Vísir - 23.12.1957, Blaðsíða 2
Ví SIR
Mánudaginn 23. desember 1957j
AUGLÝSING
frá Innflutningsskrifstofunni um
endurnýjun Ieyfa o. fl.
Öll leyfi til kaupa og innflutnings á vörum, sem háðar
eru leyfisveitingum, svo og gjaldeyrisleyfi eingöngu,
falla úr gildi 31. desember 1957, nema að þau hafi ver-
ið sérstaklega árituð um, að þau giltu fram á árið 1958,
eða veitt fyrirfram með gildistíma á því ári.
fikrif^tofan mun taka til athugunar að gefa út ný leyfi
i stað eldri leyfa, ef leyfishafi óskar, en vekur athygli
umsækjenda, banka og tollyfirvalda á eftirfarandi at-
riðum:
1) Eftir 1. janúar 1958 er ekki hægt að tollafgreiða vörur,
greiða eða gera upp ábyrgðir í banka gegn leyfum, sem
fallið hafa úr gildi 1957, nema að þau hafi verið endur-
nýjuð.
2) Er.durnýja þarf gjaldeyrisleyfi fyrir óloknum banka-
ábyrgðum þótt leyfi hafi verið árituð fyrir ábyrgðafjár-
hæðinni. Endurnýjun þeirra mun skrifstofan annast í
samvinnu við bankana, séu leyfin sjálf í þeirra vörzlu.
3) Er.gin innflutningsleyfi, án gjaldeyris, verða framlengd
nema upplýst sé að þau tilheyri yfirfærslu, sem þegar
hafi farið fram.
4) Ef sami aðili sækir um endurnýjun á tveimur eða fleiri
leyfum fyrir nákvæmlega sömu vöru frá sama landi,
má nota eitt umsóknareyðublað. Þetta gildir þó ekki
um bifreiðaleyfi.
5) Eyðublöð undir endurnýjunarbeiðnir fást í Innflutn-
ingsskrifstofunni og hjá bankaútibúum og tollyfirvöld-
um utan Reykjavíkur. Eyðublöðin ber að útfylla eins
og formið segir til um.
1 Allar beiðnir um endurnýjun leyfa frá innflytjendum
í F.eykjavik þurfa að hafa borizt Innflutningsskrifstof-
unni fyrir 20. janúar 1958. Samskonar beiðnir frá inn-
flytjendum utan Reykjavíkur þarf að póstsenda til
skrifstcfunnar fyrir sama dag. Leyfin verða endursend
jafnóðum og endurnýjun þeirra hefur farið fram.
Reykjavík, 20. desember 1957.
INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN,
Skólavörðustíg 12.
TILKYNNING
Vegna vaxtareiknings verða sparisjóðsdeildir bankanna lok-
aðar dagana 30. og 31. desember næstkomandi.
I andsbanki íslands
Útvegsbanki íslands
Búnaðarbanki íslands. •
Iðnaðarbanki fslands h.f.
RAFMACNSVERKFÆRI
gríptengur,
verkfærakassar
nýkomið.
Takarkaðar birgðir.
SHÉÐINN=
Hreyfiismenn stunda knatt-
spyrnu af kappi.
Hafa verið sigursælir undanfarið.
Síðastliðið sumar þjálfuðu
bifreiðastjórar á Hreyfli knatt-
spyrnu tvisvar í viku frá því
siðast í maímánuði og til sept-
emberloka. Þjálfari þeirra var
Englendingurinn Alexander
Weir, og eru 60 þeirra meðlim-
ir í knattspyrnufélaginu, en
milli 20 og 30 stunda æfingarn-
ar að staðaldri.
í sumar léku Hreyfilsmenn
16 kappleiki, sigruðu í 7, gerðu
5 jafntefli og töpuðu fjórum
leikjum. Skoruðu samtals 41
mark gegn 27. Þeir, sem leikið
var gegn, voru ýmsir starfs-
mannahópar, svo sem múrarar,
prentarar, Starfsmannafélag
Keflavíkurflugvallar og starfs-
mannalið beggja flugfélaganna.
Auk þess léku Hreyfilsmenn 2
leiki við sjóliða af brezka eftir-
litsskipinu Hound og varð jafn-
tefli í bæði skiptin. Þá var og
leikið gegn liðum íþróttafélaga
í Hafnarfirði og Sandgerði.
Bifreiðastjórar Hreyfils hafa
og um margra ára skeið haft
s&mstarf við Bændaskólann á
Hvanneyri og keppt við Hvann
eyringa í knattspyrnu, ýmist
hér í Reykavík eða á Hvann-
eyri. Síðastliðið vor komu
Hvanneyringar til Reykjavíkur
og sigruðu þeir Hreyfilsmenn
með 3 mörkum gegn 2. í þess-
ari ferð var einnig háð skák-
keppni og þar sigruðu Hreyf-
ilsmenn glæsilega, en mjög góð-
ir skákmenn eru í röðum Hreyf
ilsmanna og hafa þeir sérstakt
taflfélag starfandi innan stöðv-
arinnar.
Á hverju sumri fer fram sér-
stök knattspyrnukeppni milli
bifreiðastöðvanna í Reykjayík.
Hreyfilsmenn hafa mörg und-
anfarin ár sigrað í þessari
keppni og gerðu það einnig í
sumar og unnu þar með bikar-
inn, sem í umferð var, til eign-
ar. Þeir sigruðu B.S.R. og Bæj-
arleiðir með 3:0 og Borgarbíla-
stöðina með 3:1.
í stjórn knattspyrnufélagsins
eru nú Ólafur Jakobsson, for-
maður; Karl Filippusson, vara-
formaður; Jón Sigurðsson,
gjaldkeri; Brynleifur Sigur-
jónsson, ritari og Helgi Ágústs-
son, meðstjórnandi.
QMiLt jól!
Veiðimaðurinn.
§iktf jol!
Verzlunin Skúlaskeið,
Skúlagötu 54.
Meðlimir
Félags íslenzkra stórkuupmaiina
óska viðskiptavinum sinum um land allt
(jle&lle<ffra jóíc
/ /
e^m fola nýaró
cg þakka viðakiptm ú hinu liðna ári.